Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 72
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÖSTHÖIF 3040, NETFANC MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAQUR 2. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjúkrahúslæknar segja upp kjarasamningum Telja forsendur brostnar Strútseldi í athugun Dýrasta kjöt á heims- markaði NOKKRIR bændur frá Vest- íjörðum, Eyjafirði og Homafirði eru nú að kanna möguleika á strútseldi hérlendis og hafa m.a. fengið Elsu Guðmunds- dóttur, atvinnuráðgjafa Vest- fjarða, til liðs við sig. Þetta kemur fram í grein eftir Axel Axelsson dagskrárgerðarmann í blaðinu í dag. Nokkrar fyrir- spumir um þetta hafa borist landbúnaðarráðuneytinu að undanfömu, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfir- dýralæknis. Agnar Guðnason, ráðunaut- ur hjá Bændasamtökunum, segir að bændur séu töluvert forvitnir um þessa atvinnu- grein. 2-12 þúsund krónur Þrír ungir strútar kosta sam- tals um tvær milljónir króna, en strútskjöt er dýrasta kjötið á heimsmarkaði í dag. Kílóverð- ið getur verið allt frá tvö þús- und krónum og upp í tólf þús- und krónur. Agnar segir þó lík- legt að verðið falli um ieið og fleiri verða um hituna. Hann telur að kílóverðið verði, er fram líða stundir, svipað og á mjög góðu nautakjöti. ■ Bændur kanna/42 I Jóla- sveinalandi JÓLAÆVINTÝRIÐ hófst formlega í Jólasveinabænum Hveragerði í gær. Flugeldum var skotið á loft og fóru margir í kyndlagöngu. Mikill mannfjöldi kom í Jóla- sveinabæ til að fylgjast með upphafi jólaævintýrsins. Þar á meðal var þessi íitla hnáta, sem horfir hugfangin á sjálf- an jólasveininn. Hann hefur aðsetur í Jólahöllinni og tek- ur á móti börnum í arinstofu sinni, þar sem hann segir þeim skrýtnar en skemmti- legar sögur. LÆKNAFÉLAG íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafa sagt upp samningum sjúkrahúslækna og tekur uppsögnin gildi um ára- mótin. Páll Þórðarson, fram- kvæmdastjóri LI, segir að ástæða uppsagnar sé ákveðin bókun í samningnum um að tilteknar for- sendur skuli halda en læknar telji að þær hafi brugðist og segi samn- ingnum því upp af þeim sökum. Páll kveðst ekki vilja skýra frá því hveijar þessar forsendur eru, að svo stöddu, þar sem upp kunni að koma ágreiningur um hvort þetta sé rétt mat eða ekki. „Þegar tilteknar forsendur, sem gengið er út frá við gerð samn- ings, halda ekki er komið tilefni til uppsagnar og sjálfsagt að nota þann rétt,“ segir hann. Samningur- inn, sem var undirritaður fyrir rétt rúmum sjö mánuðum, eða 15. apríl sl., nær til um 530 sjúkrahúslækna á landinu öllu, eða nær allra spít- alalækna hérlendis fyrir utan nokkra yfírlækna sem starfa sam- kvæmt eldra launakerfi. Ólögmætt að mati ráðherra Páll kveðst gera ráð fyrir að samninganefndir ríkisins og lækna muni funda um málið eftir helgi. „Samningurinn verður laus um áramót og 3% hækkun sem átti að koma til framkvæmda 1. janúar gerir það ekki. Menn verða síðan að takast á um hvort túlkun okkar sé rétt eða ekki og ef ekki næst saman, getur verið að deil- unni verði vísað til Félagsdóms, en fjármálaráðherra hefur nefnt þann möguleika nú þegar," segir Páll. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að hann telji uppsögnina ólög- mæta og að fjallað verði um málið á fundi ríkisstjórnar á þriðjudag. Meiri kaupmáttur með febrúar samningnnum en búist var við Kaupmáttur eykst um 5,5% á samningstíma GYLFI Arnbjömsson, hagfræð- ingur ASI, segir að útlit sé fyrir að febrúarsamningamir leiði til þess að kaupmáttur meðallauna ASÍ-félaga hækki um 5,5% á samningstímanum. Þetta er tals- vert meiri aukning en reiknað var með þegar samningarnir voru und- irritaðir. Ástæðan er minni verð- bólga og hækkun desemberupp- bótar. Þegar samningarnir vom undir- ritaðir í febrúar var reiknað með að kaupmáttur á samningstímabil- inu ykist um 3,5%, þar af 1,5% vegna hækkunar skattleysis- marka. Þá var gengið út frá að verðbólga yrði tæplega 3% á þessu ári. Nú er útlit fyrir að verðbólgan verði innan við 2% á árinu. Hækk- un á desemberuppbót leiðir til 1,1% hækkunar launa. Niðurstaðan er þess vegna að kaupmáttur meðal- launa á samningstímanum verði um 5,5%, sem er um 2% meiri kaupmáttur en reiknað var með þegar samningarnir voru undirrit- aðir. Gylfí sagði að ASÍ spáði 2,4% verðbólgu á næsta ári. Miðað væri við að þær breytingar sem gerðar yrðu á verði grænmetis og afurð- um svína og alifugla vægju upp þau verðlagsáhrif sem yrðu af hækkun desemberuppbótar og 0,5% hækkun á tryggingargjaldi. Desemberuppbótin myndi þess vegna að öllu leyti fara í vasa laun- þega og leiða til raunhækkunar á kaupmætti. GRÝLA SH hættir í tún- fiskútgerð TUNFISKBATUR fyrirtækisins Goodman Shipping, sem að hálfu er í eigu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH), var seldur fyrir skömmu og verður fyrirtæk- ið lagt niður. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, sagði í gær- kvöldi að Goodman Shipping myndi skila einhverjum hagnaði og sömuleiðis hefði fyrirtækið hagnast á sölu tveggja skipa, sem félagið átti. Goodman Shipping hóf útgerð frá borginni Abidjan á Fílabeins- ströndinni snemma árs 1994. Fyr- ir ári var annað skipið, Jacques Cartier, selt og nú hefur verið gengið frá sölu hins skipsins, Via Simone, til Venezúela. „Reynslunni ríkari“ „Við erum reynslunni ríkari, en nú teljum við rétt að slíta þessu," sagði Jón. „Dæmið gekk ágætlega upp og reynsluna af því er hægt að nýta aftur hvenær sem er.“ Jón sagði að félagið Goodman Shipping hefði verið stofnað með indverskum fjárfesti og ætlunin hefði verið að fara með túnfisk- skipin tvö til Indlands. „Við höfðum um það. ákveðin áform og góð loforð frá indversk- um stjórnvöldum að félagið fengi 50 þúsund tonna túnfískkvóta á ári innar, 200 mílna efnahagslög- sögu Indlands," sagði Jón. „En við sáum ekki ástæðu til að halda rekstri áfram með þessum aðila vegna þess að fyrirheit indverskra stjórnvalda um umræddan kvóta og ýmsa aðra fyrirgreiðslu stóðust ekki, sjálfsagt vegna þess að skammt er í kosningar og mótbár- um var hreyft vegna erlendrar fjár- festingar á Indlandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.