Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ADSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 43 ) ) ) V ) ) ) ) ) I I I } I 1 1 ] I I I ! I I I 57 prósent af þyngd hans, ef aðstæð- ur eru góðar og eldi hefur tekist vel. Þetta er mjög hátt hlutfall kjöts miðað við önnur dýr. Strútskjöt bragðast líkt og nautakjöt og má því vinna úr því ýmsar kjötvörur. Strútssteikur, strútspylsur og jafn- vel strútshamborgarar eru á mark- aðnum og láta menn sér því ekki bregða lengur í Ameríku þegar á auglýsingaskilti stendur ’ostrichbur- gers and fries’ eða ’strútsborgarar og franskar’. Fleiri afurðir Kjöt er ekki eina afurðin sem fæst af strútum og emúum. Leður má vinna bæði úr strútsskinni og emúaskinni. Emúaleðrið er fínna og þynnra en strútsleðrið en báðar teg- undir eru notaðar í ýmiss konar vör- ur. í Bandaríkjunum er töluvert framleitt af leðurstígvélum, ieðurt- öskum.og alls kyns fötum úr strúts- og emúaskinni, en þessar vörur þykja afar fínar og eru eftir því dýrar. Nú er skinnið víða dýrara en krókódílaskinn. Húsgögn eru jafnvel bólstruð með strúts- eða emúaleðri. Fjaðrir fuglanna eru einnig sölu- vara. Þær eru notaðar sem skraut með. öðrum vörum og einar sér en flestir kannast til dæmis við fiðurd- ustarann sem notaður er á mörgum heimilum og er úr þess konar fjöðr- um. Fjaðrirnar eru þó enn aukaafurð og aðeins lítill hluti af heildarverð- mæti fuglsins. Stöðugt er þó unnið að því að fínna leiðir tii að markaðs- setja fjaðrirnar og binda menn vonir við að þær geti orðið eftirsóttari, er fram líða stundir. Olía er unnin úr fitu emúans. Eins og áður segir er hann minni en strút- urinn og því verðminni miðað við kjötmagn af hveijum fugli. Olían er látin vega upp á móti þeim mun. Úr olíunni eru framleiddar ýmsar tegundir af leðuráburði en í Banda- ríkjunum er unnið að notkun olíunn- ar í snyrtivörur. Frumbyggjar Ástr- alíu nota olíuna sem lækningameðal en markaðssetning á lækningakrem- um, sem innihalda emúaolíu, er þeg- ar hafin. Hver fugl gefur af sér 4-5 lítra af olíu. Að hefja ræktun Viðunandi aðstaða er það fyrsta sem væntanlegur strútsbóndi þarf að verða sér út um. Strútar og emú- ar eru stór dýr og þurfa því mikið pláss. Tveir ungir menn eiga fyrir- tækið Skandinavisk strudse kompani A/S sem er það stærsta á þessu sviði í Danmörku. Samkvæmt upp- lýsingum frá þeim þurfa þrír strútar um tvö þúsund fermetra pláss en hvert emúapar um fimm hundruð fermetra. Að auki þurfa fuglarnir hús til þess að geta farið inn í, þeg- ar veður er vont. Hver fugl þarf um tíu fermetra og lofthæð þarf að vera um tveir metrar fyrir emúa en þrír metrar fyrir strúta. Að sjálfsögðu þarf að girða fuglana vel af en til þess þarf um tveggja metra háar netgirðingar. Christian Castenskiold, einn eig- enda Skandinavisk strudse kompani A/S, telur að það sé vel mögulegt að stunda eldi á íslandi. Hann segir að emúinn væri þá betri kostur en strúturinn, því emúinn er harðgerð- ari. Christian segir þó nauðsynlegt að húsin séu sérlega góð, eigi emúa- eldi að vera mögulegt hér á landi. Strútshæna verpir þrjátíu til sjötíu eggjum á tímabilinu frá mars og fram í október. Emúahænan verpir hins vegar tuttugu og fimm til fjör- tíu og fimm eggjum yfir vetrartím- ann, frá nóvember og fram í apríl. Þó að færri egg komi frá emúahæn- unni lifir hér um bil sami fjöldi unga. En það getur verið mjög erfitt að ala ungana eins og þekkist í kjúkl- ingaeidi. Þeir eru afar viðkvæmir og þurfa mikinn hita ásamt miklu ljósi til að þroskast eðlilega. Útung- un strútseggja tekur að meðaltali fjörutíu og tvo daga en útungun emúaeggja fimmtíu og tvo daga. Um tíu prósent eggjanna eru fúlegg en hlutfall eggja sem klekjast eðli- lega er mjög mismunandi, allt frá fimmtíu prósentum og upp í níutíu prósent. Fleiri egg klekjast þó hjá emúanum. Á fyrstu þremur mánuð- unum ræðst yfirleitt hvort fuglarnir lifa eða ekki. Fæði unganna er mikil- vægt en Christian Castenskiold hjá Skandinavisk strudse kompani A/S segir að sífellt sé verið að endur- skoða fæðu unganna. Fullorðnir fuglar Strútar og emúar eiga margt sam- eiginlegt í tilhugalífmu. Þeir verða kynþroska á svipuðum tíma, á tíma- bilinu frá 18 til 36 mánaða. Fuglarn- ir eru yfirleitt fyrst settir í stóra almenna girðingu til að þeir geti parað sig á náttúrulegan hátt. Síðan eru pörin aðskiiin frá hópnum. Fugl- arnir eru stundum paraðir saman einn á móti einum en einnig er hægt að hafa þá í tríóum, þ.e. tveir kven- fuglar og einn karlfugl. Fuglar sem vilja ekki hvor annan en eru settir saman í hólf slást hér um bil undan- tekningalaust. Mikið er um að vera hjá strútum og emúum þegar tilhugalífið stendur sem hæst. Dansspor eru stigin, flóknar hreyfingar eru síendurtekn- ar, ýmis hljóð eru látin hljóma og vængirnir eru hreyfðir til og frá. Emúarnir sýna hálsfjaðrirnar á tign- arlegan máta. Karlfuglarnir gera hreiðrið, þótt það sé ekki mjög mikið verk eða einungis dæld í jörðina. Karlfuglarn- ir sitja á eggjunum eftir fyrsta varp- ið og úti í náttúrunni standa þeir vörð um ungana. Þeir geta orðið afar árásargjamir á varptímanum. Allir þekkja þá sögu að strútar stingi höfðinu í sandinn þegar þeir verða hræddir. Þetta er alls ekki rétt, því strútar og emúar eru afar hugrakk- ir - ekki síst á varptímanum. Þeir sýna oft mikla hugvitsemi úti í nátt- úrunni þegar þeir vernda ungana. Hæð þeirra hjálpar þeim við að sjá aðsteðjandi hættu snemma og þeir hafa þá tíma til að mynda hring umhverfis ungana. Síðan bíta þeir frá sér, klóra með beittum klóm og sparka ef til átaka kemur. Fuglarnir eru jurtaætur og bíta gras innan girðinganna. Nauðsyn- legt er því að eiga nokkuð gott beiti- land, að minnsta kosti hluta ársins. Ofbeit verður aldrei innan girðing- anna en grasið drepst yfirleitt rétt við girðingarnar vegna þess að fugl- arnir hafa þá áráttu að hlaupa með- fram þeim. Verð á kjötinu óráðið Verð á strúts- og emúakjöti er afar mismunandi í dag. Það er þó mjög hátt um þessar mundir vegna mikillar eftirspurnar. Á Norðurlönd- unum hafa bændur ekki enn hafið kjötframleiðslu heldur snúast við- skiptin um kaup og sölu á lifandi fuglum. Islenskir bændur sýna þessu nú áhuga en Agnar Guðnason ráðu- nautur segir líklegt að verðið falli um leið og fleiri verða um hituna. Hann telur að kílóverðið verði, er fram líða stundir, svipað og á mjög góðu nautakjöti. Höfundur er dagskrár- gerðarmaður. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 825. þáttur AÐ GEFNU tilefni eyk ég leti mína og birti hluta af 167. þætti frá 9. október 1982 (tólf ára gamlan og þrettán ára þó, eins og hákarlinn frá Siglunesi): Snorri Bl. Siggeirsson í Reykjavík sendir mér elskulegt bréf og boð um góða samvinnu. Ég þakka honum hið besta. Honum þykir sem þættir þessir mættu vera efnismeiri og lengri. Lýsir það lofsverðum áhuga hans á móðurmálinu, en ég held að þættirnir eigi ekki að vera lengri en þeir eru hveiju sinni. Hitt er meira vafamál, hversu oft þeir ættu að birtast. Að svo skrifuðu, birtist hér bréf hans að öðru leyti: „Ég heiti Snorri Bl. Siggeirs- son og er nemi. Það sem vakir helst fyrir mér þessa stundina, er hvort maður eigi að segja, þegar gestir koma að kvöldlagi á skemmtistaði hér í borg: „Góða kvöldið" eða „Gott kvöld“. Ég vinn sem dyravörður í Hollywood, ég býð ávallt „gott kvöld“, en gestirnir flestir „góða kvöldið". Við erum með einn íslensku- kunnáttumann þar við vinnu, og hann segir að „gott kvöld“ sé réttara, en hann veit ekki hvers vegna né af hveiju. Þess vegna leita ég til þín í þeirri von að þú getir upplýst þetta fyrir okk- ur, svo að við gétum leiðrétt sem flesta, íslenskunni til halds og trausts.“ Þetta mál er ekki mjög ein- falt og erfítt að fella dóm um hvað sé rétt og ekki rétt. Eigum við að hafa greini eða ekki greini á orðum eins og ár, jól, dægur, nótt og kvöld í samböndum sem slíku, er Snorri Siggeii-sson til- færir? Ljóst er að merking breyt- ist ekki, hvort sem við segjum: jóðan dag eða góðan daginn. )skin, sem í þessum orðum felst, er jafnótvíræð. Hér verður smekkur okkar að koma til og hefð málsins að einhveiju leyti. Og eitt enn: það getur, finnst mér, verið blæbrigðamunur á því hvort við segjum „gott kvöld“ eða „góða kvöldið". Hér skiptir tónn orðanna miklu. Við skulum líka hyggja að fleiri orðum, sem tákna tíma, en þeim sem áður voru skráð. Bréfritari segir: „Það sem vakir helst fyrir mér þessa stund- ina“ (ekki þessa stund), sem auð- vitað væri jafnrétt. Flestir munu kunna því betur, að hafa ekki greini á þeim orðum og í þeim samböndum sem hér eiga við. Ég er einn af þeim. Ég set það fram sem almenna reglu að segja frekar gleðileg jól og farsælt nýár, heldur en gleði- leg jólin og farsælt nýárið, frem- ur góðan dag, gott kvöld og einkum góða nótt, fremur en góðan daginn, góða kvöldið eða góða nóttina. En, og það er stórt en, þessi „regla“ á ekki að mínu viti að vera án undantekninga. Orðmyndirnar með greini, góðan daginn og góða kvöldið, geta innifalið meiri alúð og jafnvel lítils háttar glettni, heldur en hinar. Góðan dag og gott kvöld getur verið kaldara, framand- legra en hitt. Ég mæli þó síst í gegn því, að Snorri taki á móti gestum sínum með þeim orðum sem hann er vanur. En þegar sagt er við hann á móti: Góða kvöldið, getur falist í því vin- semd og von um góða skemmt- un. Og ég endurtek: í slíkum ávarpsorðum skiptir tónninn af- skaplega miklu máli, kannski meira en hvort orð eru höfð með greini eða ekki. ★ 1701: Um sumarmál kom bjarndýr á land í Svarfaðardal með 2 húnum; var dýrið drepið, en húnarnir látnir lifa. (Valla- annáll.) ★ Vilfríður vestan (yngri) kvað: Um allan bol velsældarvætlur, í heila eins og sjö fjórtánfætlur (eða fimmtán í plús), það er fullkomið rús, ég fíla það alveg í tætlur. ★ „Gulli betra er göfugt nafn. Fornmenn gáfu börnum sínum nöfn látinna ættingja með þá von í bijósti, að hamingja hinna látnu mætti gagnast þeim sem hétu eftir þeim, samanber þegar Þorvaldur Gissurarson gaf Giss- uri jarli nafn. En margur kafnar undir nafni, því að oft rætast illa þær vonir sem menn bundu við barn í hvítavoðum. Mörgum fer svo í heimi nútímans, að þeir kafna undir stöðuheiti sínu, ráða ekki við starf sitt. Margur hefur nafn en litla rentu er sagt um þann sem í flestu víkur frá þeim kostum er nafni hans hafði. Eins má segja um þá sem rísa ekki undir þeim byrðum sem þeir hafa sjálfir axlað. Fjórðungi bregður til fósturs, segir í Njáls sögu, en það merk- ir, að sá sem elur upp barn mótar það eftir sínu skaplyndi að einum fjórða, þrír fjórðu eru erfðir og ýmsar aðstæður. Sama gildir um nafn: Flestir hafa fjórðung af nafni. Nafnið mótar flesta að einum fjórða/1 (Sölvi Sveinsson: íslenskir málshættir.) ★ Ur orðabókinni. 1) töstugur= rysjóttur, um- hleypingasamur (um veður); við- skotaillur, höstugur (um menn), sbr. sögnina að tasta= hasta, sussa á. 2) fölskvi= aska af kulnaðri glóð, eimyija; aska sem geymir enn munstur hins brunna, sk. föl og fölur, gríska poliós= grár, e. pale. Fölskvast er að blikna, fölna. Öllu þessu líklega sk. fálki. 3) kækinn= óheflaður í orð- um, dónalegur, sá sem hefur vanið sig á ýmsa kæki, líkl. skylt sögnunum að káka og kákla. Hlymrekur handan kvað: Valgerður hljóp eftir Herbimi en hann flýði undan í þvergirni. Hann: Af hveiju mig? Mér er illa við þig. Hún: Ætli það sé ekki vergimi. ★ Auk þess fær Benedikt Sig- urðsson gildan staf fyrir að segja: „Klukkuna vantar fjórð- ung í sjö.“ ALHUÐA TÖL.VUKERFI BÓKHALDSKERFI FYRIR NOVELL, HT OG WORKGROUPS NETKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 GREGOR Svartir/brúnir Tvær hæðir BROKEN Brúnir/svartir GREGOR Brúnir/svartir BELLINl Brúnir/blúir/ svartir Opid: laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 13-17. Glæsilegir CfQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.