Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stj órnsýsluúttekt á Húsnæðisstofnun RÍKISENDURSKOÐUN mun gera stjómsýsluúttekt á Húsnæðisstofn- un ríkisins og má gera ráð fyrir að hún liggi fyrir einhvern tíma á næstu mánuðum, að sögn Páls Pét- urssonar, félagsmálaráðherra. Félagsmálaráðherra sagði að á sínum tíma hefði ráðuneytið fengið pata af því að eitthvað myndi vera að í lögfræðideild Húsnæðisstofn- unar. Ríkisendurskoðun hefði verið Fylgst með hjólaljósum LÖGREGLAN í Reykjavík ætlar næstu daga að gera átak í að hafa eftirlit með ljósabúnaði reið- hjóla. Til er sérstök reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla og sam- kvæmt henni er skylt að reiðhjól sem notað er í myrkri eða skertu skyggni sé útbúið með hvítu eða gulu ljóskeri að framan og rauðu að aftan. Ekki telst nægilegt að hjól sé með rauð og hvít glitaugu sem skylt er að hafa að auki. falið að skoða málið og athugun hennar hefði leitt til þess að upp- götvast hefði meint misferli hjá lög- fræðingi sem látið hafði af störfum og öðrum sem sagt hefði upp störf- um. „Ég veit ekki betur en að það séu kærur komnar á þá báða. í framhaldi af þessu er eðlilegt að gera stjómsýsluúttekt á stofnun- inni,“ sagði Páll. Möguleikar á húsnæðislánum til bankanna athugaðir Páll sagði að það mætti ekki skilja þetta þannig að með þessu sé gert ráð fyrir að eitthvað sé stór- lega að hjá Húsnæðisstofnun heldur væri þetta tækifæri til þess að fara yfir málefni stofnunarinnar með það að markmiði að benda á það sem betur mætti fara ef um eitt- hvað slíkt sé að ræða. Hann benti á að fyrir dymm stæði að gera lagabreytingar vegna Húsnæðisstofnunar og það ætti eft- ir að ákvarða hvert yrði hennar framtíðarhlutverk, en hann hefði óskað eftir tilnefningum í nefnd til að kanna hvort mögulegt sé að flytja húsnæðislán yfír til bank- anna. Drög að frumvarpi um varnir gegn snjóflóðum Veðurstofan fái mun stærra hlutverk Morgunblaðið/Sverrir Byggt yfir göngugötur í Mjódd PLASTGLER hefur verið sett yfir göngugötur í versl- unarkjarnanum í Mjódd í Reykjavík. Um er að ræða 14 þúsund rúmmetra svæði og eru gafl- ar á yfirbyggingunni úr gleri. Framvegis verður því skjól fyrir þá sem sækja þjónustu til þeirra 60 fyrir- tækja sem starfrækt eru í Mjóddinni. Það mun eflaust koma sér vel fyrir alla, ekki síst í jólaversluninni sem framundan er. Landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hefst um helgina Aðstoð á Islandi æ fjárfrekari ÁRLEG landssöfnun Hjálparstofnun- ar kirkjunnar hefst að venju fyrsta sunnudag í aðventu og verður í ár safnað til innlendra sem erlendra verkefna. Hjálparstofnun kostar um. þessar mundir þróunar- og uppbygg- ingarverkefni í Mósambik, Indlandi og Eþíópíu. Innanlands hefur sífellt auknu fé verið varið til aðstoðar ein- staklingum í fjárhagserfiðleikum. Slík aðstoð verður veitt í ár og verð- ur hún eingöngu í formi matvæla. Forráðamenn Hjálparstofnunar kirkjunnar sögðu á fundi með frétta- mönnum að jólasöfnunin væri stærsta tekjulind stofnunarinnar. Hefði verið afráðið að hafa söfnunina þrátt fyrir stórar landssafnanir á árinu vegna náttúruhamfaranna á Vestfjörðum. Sögðu þeir Hjálpar- stofnun eiga sína tryggu stuðnings- menn sem legðu fram sinn skerf í jólasöfnun og væri það nánast fastur liður í undirbúningi jólahalds. Söfn- unarbaukar og gíróseðlar munu ber- ast landsmönnum í næstu viku. íslendingar án matar Auknu fé hefur verið varið til inn- lendra verkefna hin síðari ár og er það einkum vegna stuðnings við ein- staklinga sem af einhveijum ástæð- um hafa ratað í fjárhagslegar raunir og eiga ekki málungi matar. Hafa skjólstæðingar leitað í mjög auknum mæli til presta sem meta aðstæður og senda þá sem nauðsynlega þurfa aðstoð til Hjálparstofnunar. Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands lagði einnig fram nokkurt fé í fyrra og mun gera það í ár. Geta þeir sem leita vilja þessarar aðstoðar fyllt út umsókn hjá prestum eða á skrifstofu Hjálparstofnunar 6.-12. desember og vitjað úthlutunar dag- ana 19.-22. desember. Morgunblaðið/Þorkell JÓNAS Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunarinnar, og Margrét Heinreksdóttir, formaður sljórnar, kynntu söfnunina. Morgunblaðið/Sverrir Fimm framsóknar- konur á þingi FIMM konur eru nú i þingflokki Framsóknarflokks og sagði Drífa Sigfúsdóttir, varaþingmað- ur flokksins á Reykjanesi, þegar þessi mynd var tekin í Alþingis- húsinu á fimmtudaginn, að aldrei hefðu fleiri framsóknarkonur setið á þingi. í aftari röð eru (f.v.) Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður á Norðurlandi eystra, Anna Jensdóttir, varaþingmaður á Vestfjörðum, og Drífa. Fyrir framan þær sitja Siv Friðleifs- dóttir, þingmaður á Reykjanesi, og Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra. í FRUMVARPSDRÖGUM, sem nefnd sem forsætisráðherra skipaði í sumar hefur samið, er gert ráð fyrir því að Veðurstofa íslands en ekki Almannavamir ríkisins annist gerð hættumats vegna snjóflóða- hættu og skal byggja slíkt hættu- mat á grundvelli sérfræðilegrar þekkingar á eðli og afleiðingum snjóflóða. Jafnframt á Veðurstofan, en ekki almannavarnanefndir, að ákveða hvenær tilgreind svæði skuli rýmd vegna yfirvofandi snjóflóða- hættu og skal þá lögreglustjóri og almannavarnanefnd sjá um að flytja fólk brott af viðkomandi svæðum, með valdi ef þörf krefur. Magnús Jónsson veðurstofustjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær reikna með því að frumvarp- ið yrði lítið breytt að lögum innan nokkurra vikna og sagði að Veður- stofan væri þegar farin að huga að undirbúningi þ'ess að takast á hendur það víðtæka hlutverk sem frumvarpið ætlar stofnuninni. „Veðurstofan verður ekki söm eftir þetta,“ segir Magnús. „Þetta er gríð- arlega erfitt verkefni í ljósi þess hve ónákvæm vísindi er um að ræða en við föllumst á það að samanlögð þekking snjóathugunarmanna, veð- urfræðinga og snjóflóðasérfræðinga hér sé sá pottur sem hægt sé að vinna úr með mestum árangri og enginn annar aðili í landinu sé betur til þess búinn.“ Magnús Jónsson sagði að veður- stofan hefði ekki sóst sérstaklega eftir þeim auknu verkefnum sem frumvarpið gerir réð fyrir. „Hins vegar held ég að við séum ekki í aðstöðu til þess að leggjast gegn þessu. Við höfum fundið mjög sterkan vilja stjórnvalda og sveitar- stjórnarmanna til að fara þessa leið og við föllumst á að það sé skásti kosturinn," sagði Magnús. Magnús segir að fyrsta verkefni veðurstofunnar á þessu sviði verði að byggja upp sem fyrst þekkingar- grunn til að byggja á mat á snjó- flóðahættu á einstökum stöðum. Stefnt sé að því að rýmingar- eða öryggismörk geti legið fyrir nánast um leið og lögin taka gildi þannig að stofnunin verði i stakk búin að rækja það hlutverk sitt að gefa út viðvörun um staðbundna snjóflóða- hættu og lýsa yfir hættuástandi. A grundvelli sérfræðiþekkingar Frumvarpið gerir ráð fyrir að slík svæði skuli afmörkuð á upp- dráttum sem Veðurstofan sjái um að gera á grundvelli sérfræðilegrar þekkingar á eðli og afleiðingum snjóflóða og skuli þeir staðfestir af umhverfisráðherra og kynntir Al- mannavörnum ríkisins og almanna- varnanefndum. Magnús sagði ljóst að ákvarðanir eins og að framan greinir um við- brögð við hættu á snjóflóðum, sem almannavarnanefndir staðanna gegna nú, muni Veðurstofa taka í samráði við menn á hveijum stað; snjóflóðaeftirlitsmenn, sem sam- kvæmt frumvarpinu verða starfs- menn veðurstofu, og almanna- varnanefndarmenn. „Formlega verður slík ákvörðun hins vegar á ábyrgð Veðurstofu íslands," sagði Magnús. Hann sagði að aukinn mannafla þyrfti til að sinna þessu verkefni, ekki aðeins sérstaka snjóflóðaeftir- litsmenn á 12 stöðum á landinu, heldur þyrfti einnig að hafa umsjón með störfum þeirra og miklum tæknibúnaði sem þörf sé á. Kröfur til veðurþjónustu Þá felist í breytingunum auknar kröfur til veðurþjónustu stofnunar- innar sem leggja þurfi aukna áherslu á rannsóknir aftakaveðra en reynslan sýni að hættulegustu snjóflóðin falli oft í slíkum veðrum og mannafli við veðurþjónustu væri ekki miðaður við aukna sérþjónustu af því tagi. Loks væri ætlast til að veðurstof- an taki að sér gerð almenns hættu- mats, sem Magnús kýs að kalla áhættumat. Hann sagði Ijóst að notast yrði við'gildandi hættumat næstu árin meðan unnin væri grunnvinna sem nauðsynlegt sé að fari fram í upphafi. Nýs almenns hættumats fyrir einstaka staði sé vart að vænta fyrr en í fyrsta lagi á árinu 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.