Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 19 ERLENT Forseti Suður-Kóreu hvetur heraflann til árvekni N-Kórea eflir herbún- að við landamærin drepin í Kwangju. Þar efndu lýð- ræðissinnar til mótmæla gegn her- foringjastjórn Chuns en á endan- um var her- og lögreglu sigað á mannfjöldann, a.m.k. 200 manns féllu. í nóvember 1988 iðraðist Chun opinberlega atburðanna í Kwangju og baðsf afsökunar á ýmiss konar misgjörðum í stjórnartíð sinni sem lauk í febrúar 1988. Sneri hann baki við opinberu lífi og settist að í afskekktu búddaklaustri. Hann sneri til höfuðborgarinnar í desem- ber 1990 en hefur haft mjög hægt um sig síðan. Eftirmaður hans, Roh Tae-woo, var forseti 1988 tií 1992 en hann situr nú inni, sakað- ur um stórtæka mútuþægni. KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, sagði í gær að mikill liðs- safnaður ætti sér stað af hálfu norður-kóreska hersins rétt norð- an við vopnahléslínuna sem skiptir Kóreuskaga í tvö ríki. Fjölda orr- ustu- og sprengjuflugvéla hefði verið stefnt þangað og hvatti hann háttsetta embættismenn og yfir- menn hersins til árvekni vegna hættunnar á því að stjórnvöld í Pyongyang rangtúlkuðu pólitískan óróleika sunnan landamæranna vegna hugsanlegra réttarhalda yfir tveimur fyrrverandi forsetum Suður-Kóreu. Viðvörunina sendi Kim frá sér um sama leyti og saksóknari stefndi Chun Doo Hwan, fyrrver- Saksóknarar stefna Chun Doo Hwan fyrrver- andi forseta til yfirheyrslu andi forseta, sem komst til valda í herbyltingu árið 1979, til yfir- heyrslu í dag, laugardag, vegna blóðbaðsins í borginni Kwangju 18. maí 1980. Talið er að hundruð, jafnvel þúsundir, lýðræðissinna hafi verið Reuter Obreytt líðan Papandreou FJÖLDI fólks safnaðist saman fyrir utan Onassis-hjartastofnun- ina í Aþenu í gær og bað fyrir Andreas Papandreou forsætis- ráðherra. Af því tilefni kysstu viðstaddir kraftaverkahelgi- mynd og var myndin tekin við það tækifæri. Papandreou var enn í gær í öndunar- og nýrnavél- um vegna sjúkleika síns, 11 dög- um eftir að vera lagður inn. Tals- maður sjúkrahússins sagði að álit breska hjartalæknisins Magdi Yacoub, sem skoðaði for- sætisráðherrann í fyrradag, um að hann myndi ná sér aftur væri mun bjartsýnna en álit lækna sjúkrahússins. Þeir sögðu í gær, að færi allt á besta veg, yrði Papandreou a.m.k. mjög lengi frá störfum vegna veikinda sinna. Kannanir sýna aukið fylgi við flokk rússneskra kommúnista Búa sig undir forsetakjör Moskvu. Reuter. GENNADÍJ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að flokkur hans væri tekinn að búa sig undir forsetakosningarnar sem fram eiga að fara í júní á næsta ári. Skoðana- kannanir gefa til kynna að flokkur kommúnista vinni sigur í þingkosn- ingunum í Rússlandi á næsta ári. „Við verðum að búa okkur undir næsta áfanga - forsetakosning- arnar,“ sagði flokksleiðtoginn. Hann bætti við að þrátt fyrir að staða flokksins yrði sterk, eftir þingkosningarnar væri stjórnar- skrá Rússlands þannig úr garði gerð að neðri deild þingsins, Dú- man, mætti sín lítils gegn valdi forsetans. Zjúganov hefur látið að því liggja að hann geti hugsað sér að vera í framboði í forsetakosningun- um en flokkur hans hefur ítrekað lýst yfir andstöðu við það afdrátt- arlausa forsetavald sem kveðið er á um i stjórnarskránni. Mikil fylgisaukning Nýjar skoðanakannanir gefa til kynna að fylgi við flokk kommún- ista aukist hröðum skrefum. Sam- kvæmt sumum þeirra fær flokkur- inn tvöfalt meira fylgi en flokkur sá sem næstur kemur. Dagblaðið Ízvestíja greindi frá því í gær að stjórnmálafræðingar gerðu ráð fyr- ir mikilli fylgisaukningu vinstri afl- anna i kosningunum. I könnun sem birt var í dagblaðinu Sevodnja mældist fylgi við flokk kommúnista 14% en næstir komu umbótaflokk- urinn Jabloko og miðflokkurinn „Föðurland vort er Rússland“. Fylgi kommúnista hafði aukist um 3% frá í október. Önnur könnun sem birt var í gær kvað á um að kommúnist- ar fengju 17% greiddra atkvæða. Skoðanakannanir í Rússlandi þykja ekki sérlega áreiðanlegar m.a. vegna stærðar landsins en all- ar þær sem birtar hafa verið gefa til kynna að kommúnistar verði sig- urvegarar þingkosninganna þann 17. þessa mánaðar. Meirihluti á þingi? í grein í Ízvestíja í gær sagði rússneskur stjórnmálafræðingur einn að svo gæti farið að kommún- istar og þjóðernissinnar næðu meirihluta á þingi og mynduðu rík- isstjórn. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti og undirsátar hans hafa ákaft varað við sigri kommúnista í þing- kosningunum með þeim orðum að allt umbótastarf í Rússlandi kunni að verða unnið fyrir gýg komist þeir til valda. Banni við tóbaks- auglýsingum hnekkt HÆSTIRÉTTUR Kanada hefur úrskurðað að bann við tóbaksaug- lýsingum, sem verið hefur í gildi frá árinu 1988, bijóti í bága við stjómarskrá ríkisins. í úrskurðinum segir að bann við tóbaksauglýsingum bijóti í bága við málfrelsisákvæði stjóm- arskrárinnar. Þá geri bann þetta að engu ákvæði um málfrelsi á markaði. Að auki er niðurstaða réttarins sú að bann við notkun á vörumerkjum tóbaksframleið- enda á tiltek'num varningi sé ekki í samræmi við stjórnarskrána. Með þessu hefur verið staðfest í Kanada sú grundvallarregla að fýrirtæki sem framleiðir tiltekinn varning sem er löglegur á mark- aði hafí óskoraðan rétt til að aug- lýsa hann. 1 fréttatilkynningu frá sam- bandi evrópskra auglýsingastofa (EAAA) er þessari niðurstöðu hæstaréttar Kanada fagnað. Seg- ir og þar að samtökin hyggst kanna hver áhrif þessarar niður- stöðu verði á bann það við tóbaks- auglýsingum sem boðað hefur verið innan Evrópusambandsins. EAAA er þeirrar hyggju að slíkt bann bijóti gegn 10. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu um mál- frelsi. Reuter Fagnað í landnemabyggð MARGALIT Har-Shefi, eina konan sem handtekin hefur ver- ið í tengslum við rannsókn á morðinu á Yitzhak Rabin í ísra- el, var látin laus í gær. Var henni vel fagnað er hún kom aftur á heimaslóðir sem eru landnema- byggð á Vesturbakkanum. Lög- reglan sagði að Har-Shefi, sem er tvítugur laganemi, væri einn helsti leiðtoginn í hópi sem hefði lýst vijja til að myrða forsætis- ráðherrann. Henni var gert að sæta stofuvarðhaldi í viku með- an mál hennar væri kannað bet- ur. Fallast á friðar- gæslu Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í fyrradag lög um útgjöld vegna varnarmála en þar er gert ráð fyrir fjárveitingu vegna friðargæslu bandarískra hermanna í Bosníu. Clinton undirritaði vamarmála- frumvarpið þótt hann sé andvígur sumum útgjaldaliðum þess. Kvaðst hann hafa gert það vegná þess, að ríkisstjórnin hefði samið um það við þingleiðtoga repúblikana að þeir greiddu fyrir fjárveitingu til friðar- gæslustarfa í Bosníu. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði í fyrradag að hermennirnir 20.000 yrðu sendir til Bosníu hvort sem þinginu líkaði bet- ur eða verr og því væri rétt að þing- ið styddi þá og yfirmann þeirra. oppskórinn Ingólfstorgi tveggja ára í dag, laugardag og á morgun, sunnudag: 20% afsláttur af öllum skóm POSTSENDUM SAMDÆGURS Ioppskórinn |oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg s: 552 1 212 _JL. Austurstræti s: 552 2727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.