Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfstæðismenn í felum Það er full ástíeða til að auglýsa eftir þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins sem virðast týndir og tröllum gefnir. Ekkert hcfur til þeirra spurst sfðan í kosningabaráttunni en þá var sannarlega ekki Kægt að þvcrfóta fýrir yfirlýsingaglöðum frambjóðendum flokks- Það er enginn týndur Nonni minn, þeir eru hér allir með tölú... Morgunblaðið/Krisiinn ÞESSIR herramenn hafa komlð við sögot Hamborgarjólatrésins frá upphafi. Þeir eru frá vinstri: Erlendur Jónsson, fyrrum skipstjóri, Gunnar B. Guðmundsson, fyrrum hafnarstjóri Reykjavíkurhafn- ar, Dr. Karl-Ludwig Mönkemeier, fyrrum hafnarstjóri Hamborgarhafnar, Hermann Schliinz, stjórn- arformaður „Wikingerrunde", og Sveinn Sæmundsson, fyrrum blaðafulltrúi Flugleiða. Tendrað á jólatrénu frá Hamborg í 30. sinn ÞAÐ VAR við hátíðlega athöfn, á Miðbakkanum við Reykjavíkur- höfn, sem Hermann Schlunz, ann- ar tveggja upphafsmanna að jóla- trésgjöf Hamborgar til íslenskra sjómanna, tendraði ljos á jólatrénu í þrítugasta skipti sl. laugardag. Viðstaddir létu rok og rigningu ekki á sig fá og létu í ljós mikla hrifningu, þegar 20 metra hátt tréð varð uppljómað. Að þessu sinni var afhending jólatrésins tileinkuð Þýsk-íslenska verslunarráðinu, sem stofnfundir þess voru í Reykjavík 12. október og í Hamborg 27. október sl. Þessi jólakveðja Hamborgarbúa til íslenskra sjómanna kemur frá „Wikingerrunde" í Hamborg, en þar er Hermann Schlunz stjórnar- formaður og frá „Hamburger Ge- sellschaft e. V“. Viðstaddir athöfn- ina voru m.a. Hannes Valdimars- son, hafnarstjóri og forseti hins nýstofnaða Þýsk-íslenska verslun- arráðs, Páll Kr. Pálsson. HÚN tekur sig glæsilega út á Miðbakkanum gjöfin frá Hamborg, ekki satt? Hermann Schlúnz sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins, að það væri aðeins á færi ís- lenskra víkinga og þýskra að láta veðurofsann á laugardag sem vind um eyru þjóta. „Við gleðjumst ávallt yfir samskiptum okkar við Islendinga, sem hafa verið með miklum ágætum í 30 ár. Árleg afhending jólatrésins er þakklætis- vottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir til barna í Hamborg á árunum eftir seinni heimstyijöld- ina.“ Hann bætti við að forráðamenn í skógræktarhéraðinu Rosengart- en, hefðu gefið tréð og flutninga- deild þýska hersins hefði flutt tréð til Hamborgar en hingað heim til íslands hefði Eimskip flutt trén öll árin 30, og ávallt endurgjaldslaust. Erlendur Jónsson fyrrum skip- stjóri hjá Eimskip var meðal gesta á athöfninni, en hann hefur flutt jólatréð frá Hamborg til Reykjavík- ur samtals í 18 skipti. Vísindin og krafan um viðvörun AMUSE-verk- efnið komið á fullan skrið Ebba Þóra Hvannberg PÓSTUR og sími, Nýhetji og Kerfis- verkfræðistofa HÍ taka um þessar mundir þátt í evrópsku rannsókn- arverkefni á sviði gagn- virkrar margmiðlunar. Hér er verið að þreifa á nýrri fjarskipta- og tölvu- tækni sem trúlega verður lögð til grundvallar fjöl- miðlunar á næstu öld. Hluti af tilrauninni felst m.a. í því að tilraunkerfi til dreifingar á margmiðl- unarefni verður sett upp hér á landi. Verkefnið hef- ur fengið nafnið AMUSE, en fyrir hvað stendur það? „AMUSE-verkefnið fjallar um gagnvirka staf- ræna margmiðlunarþjón- ustu (Interactive digital multimedia services). Dæmi um gagnvirka einfalda þjónustu er heimabankinn þar sem reiknings- eigandi notar fjarstýringu til að velja bankareikning. Upplýs- ingarnar koma fram á sjónvarps- skermi og viðkomandi á val um hvers konar upplýsingar hann fær. Með margmiðlun er átt við samtímamiðlun fjölbreyttra gagna, svo sem hljóðs, myndar og tölvuupplýsinga. Markmið AMUSE-verkefnisins er að gera tilraunir til gagnvirkrar dreifingar á margmiðlunarefni um breiðbandsnet til notenda í heima- húsum. Tilraunirnar fara fram á sex afmörkuðum stöðum, svoköll- uðum „eyjum", í Evrópu og er ein þeirra á Islandi. Notaður er nýr samskiptastaðall, ATM, sem verið er að þróa til að flytja myndir, hljóð og önnur tölvuboð á staf- rænu formi. Boðunum er þjappað í pakka sem er sendur eftir dreifi- kerfi til neytandans. Tilraunirnar eiga að leiða í ijós hvaða annmarkar kunna að vera á þessu fyrirkomulagi og hvað þarf til að slípa það til sem nauð- syn krefur. Víða um heim er verið að rannsaka svokallaðan DAVIC- staðal sem nær til margra þátta í flutningi margmiðlunarefnis. AMUSE-verkefnið er liður í því. Er litið á verkefnið sem hluta af viðamiklu ferli sem mun leiða til nýrrar fjarskipta- og fjölmiðlunar- tækni. Hvar stendur verkið í dag? „Vinnan hófst af fullum krafti í september. Við erum fjögur á íslandi, tveir fulltrúar frá Pósti og síma, einn frá Nýherja og svo ég sem er fyrir hönd HÍ og verk- efnisstjóri. Þetta er góður hópur sem hefur náð vel saman og við höfum ágæta vinnuað- stöðu á kerfisverk- fræðistofu HÍ. Það sem við höfum helst verið að gera til þessa er að skilgreina betur tækni- legar hliðar á netinu. Þetta er ákveðið grunnnet sem er verið að betrumbæta. Þá er snar þáttur í starfinu að leita eftir aðilum til þess að vera með í tilrauninni, senda út efni. Við höfum farið í stofnanir og fyrirtæki og kynnt hugmyndir þær sem uppi eru og er óhætt að segja að undirtektir og móttökur hafa verið frábærar. Þetta er mjög skemmtilegur hluti starfsins, að fínna hversu opnir menn eru fyrir nýjungum af þessu tagi. Með hvaða hætti menn munu taka þátt í þessu með okkur á þó enn eftir að skýrast betur. Hvers konar efni er verið að tala um? ►Ebba Þóra Hvannberg er fædd 16. ágúst 1957. Hún er tölvunarfræðingur og kennir við tölvunarfræðiskor Háskóla Islands auk þess að vera starfs- maður við Kerfisverkfræðis- stofu HI og verkefnisstjóri AMUSE-verkefnisins. Hún er gift Helga Þorbergssyni tölvun- arfræðingi og eiga þau eitt barn, Hildi Birnu, sem er tveggja ára. Við stefnum að því að kerfið verði gott og skilvirkt. Við gerum okkur hins vegar ljóst að þetta verður ekki áhugavert nema að efnið á netinu sé það. Áætlað er að tilraunin hefjist formlega um áramótin 1996-97 og því þurfa þessi mál að fara að skýrast. Ver- ið er að vinna úr mjög áhugaverð- um hugmyndum, en á þessu stigi get ég sagt að efnið kemur til með að verða mikið í formi mynd- banda, heimabanka og heima- verslunar auk gagnvirkrar frétta- þjónustu. Hvernig verður tilraunin fram- kvæmd? Með þeim hætti í byrjun að við fáum lánaða tölvu frá Siemens sem geymir og dreifir margmiðl- unarefni. Síðan verða fengin að láni tíu móttökubox frá breska fyrirtækinu On Line Media. Þetta er notkunarbúnaður sem verður tengdur við sjónvörp á tíu heimil- um og síðan mun fólk fylgjast með því sem boðið verður upp á. Verður síðan kannað hvernig fólk notar tæknina og þannig verður komist að mörgum kostum og göllum. Og hvað svo? Að loknum fyrsta áfanga verður unnið úr niðurstöðum áður en annar áfangi tilraunar- innar hefst. í honum verða notendur fleiri. Þá verður notaður fullkomnari tæknibúnaður, sem getur m.a. flutt kvikmyndir og hljóð með betri gæðum í mynd og hljóði. í þessum áfanga er hugsanlegt að íslensku þátttakendurnir fái beina tengingu við aðrar „eyjar“ í Evr- ópu og geti þannig nálgast ýmiss konar efni, afþreyingu, fræðslu og þjónustu. Verður tilraunum einhvern tímann lokið? Verkefninu lýkur árið 1998 og þá er hugsanlegt að þessi nýja fjölmiðlunartækni verði boðin á almennum markaði og spár um dreifingu og notkun eru margar bjartsýnar. Að á næstu öld megi búast við því að margmiðlunar- þjónusta af þessu tagi hafi náð töluverðri útbreiðslu í Evrópu. Þessu hefur verið vel tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.