Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Andstaða við sölu hitaveitu HB í viðræðum um aðild að Krossvík HREPPSNEFND Reykhólahrepps fékk ekki stuðning á borgarafundi við þau áform að selja Orkubúi Vestfjarða hitaveituna á Reykhól- um. Samþykkt var tillaga um að heimamenn reyndu sjálfír að kaupa hitaveituna. Borgarafundur sem hreppsnefnd boðaði til um hitaveitumálin á föstu- dagskvöld var afar fjölmennur. Fram kom að öll hreppsnefndin er samþykk því að selja Orkubúinu hitaveituna vegna bágrar fjárhags- stöðu hreppsins. Mikil andstaða var við hugmyndir hreppsnefndar og var tillaga Jens Guðmundssonar um að heimamenn reyndu sjálfír að kaupa hitaveituna samþykkt með þorra atkvæða gegn þremur. -----------♦.■».-■»--- Óháður aðili rannsaki kirkjudeiluna ÓLAFUR Skúlason biskup hefur farið þess á leit við Þorstein Páls- son, ráðherra kirkjumála, að óháður rannsóknaraðili verði fenginn til að skoða deilurnar sem hafa verið milli sóknarprests og organista í Lang- holtskirkju. „Ég hef það helst í huga að fá einhvern utanaðkomandi mann, sem skoði bæði hinn mannlega og lagalega þátt og geri sínar tillög- ur,“ sagði Ólafur í samtali við Morg- unblaðið. Ólafur sagði að hin formlega leið þegar svona deilur kæmu upp væri að leita til prófasts. „Núna þegar ég er búinn að fá skýrslu prófasts- ins, þar sem hann telur að illmögu- legt sé að leysa þessi mál, eins og staðan er í dag, þá hef ég formlega farið þess á leit við ráðherra að við komum okkur saman um einhvem rannsóknaraðila," sagði Ólafur. -----------» ......— Skotið til heið- urs löndum DANSKA varðskipið Vædderen verður í Reykjavík um áramótin og mun skjóta þremur skotum til heið- urs Danmörku kl. 23 í kvöld og þremur skotum til heiðurs íslandi kl. 24. HARALDUR Böðvarsson hf. á Akra- nesi hefur til athugunar að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu Krossvíkur hf. og gerast þar hlut- hafí. Ef af þessu verður myndu fyrir- tæki úr hluthafahópi HB væntanlega einnig kaupa hlut. Áform um samvinnu Krossvík rekur hraðfrystihús og gerir út togarann Höfðavík AK með 2.400 lesta kvóta. Akranesbær hefur rekið fyrirtækið undanfarin ár en í lok nóvember síðastliðins ákvað bæj- arstjóm að selja það framkvæmda- stjóranum, Svani Guðmundssyni. Það skilyrði var sett að inn í fyrirtæk- ið kæmi nýtt hlutafé, að lágmarki 60 milljónir kr., og hefur Svanur unnið að öflun þess. Stjóm Krossvíkur hf. hefur ákveð- ið að selja togarann Höfðavík án kvóta til Langaness hf. á Þórshöfn. Með sölu skipsins og nýju hlutafé lækka skuldir fyrirtækisins um nærri 250 milljónir kr. Haraldur Sturlaugsson fram- kvæmdasljóri HB staðfestir að for- ráðamenn fyrirtækisins hafí verið að skoða þetta mál með Svani enda ekki sjáanleg önnur leið til þess að halda kvótanum í byggðarlaginu. Haraldur segir ekki ljóst hvort af þátttöku fyrir- tækisins verði en það skýrist fyrir 10. janúar. Þá rennur út frestur sem Akranesbær hefur veitt Svani til að uppfylla skilyrði kaupsamningsins. Gert er ráð fyrir því að fyrirtæki úr hluthafahópi HB taki þátt í hlutaijár- kaupunum og að saman muni þessi félög eignast meirihluta í Krossvík. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir því að Kros- svík verði, fyrst um sinn að minnsta kosti, rekin áfram sem sjálfstætt fyr- irtæki, þótt af kaupum HB verði, en samvinna fyrirtækjanna skipulögð. Talið er að hagræðing náist með lækkun skulda og með því að skip Haraldar Böðvarssonar og ef til vill önnur skip veiði kvóta Höfðavíkur. Islendingar era yfír FYRSTA umferð landskeppni Bandaríkjamanna og íslendinga í skák var háð á föstudag og fóru leikar þannig að íslendingar hafa 14 V2 vinning og Bandaríkjamenn ÍO'A. í hvoru liði eru 26 börn og unglingar á aldrinum níu til 17 ára. Tefldar verða fjórar umferðir á mótinu. Landskeppnin var sett formlega áður en fyrsta umferdin var tefld. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Parker Borg, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Iéku fyrstu leikina. 600 milljóna hiutabréfaviðskipti á einum degi Hvati til nýrrar útgáfu MIKIL hlutabréfasala var til almenn- ings á síðasta virka degi ársins og námu heildarviðskipti á- föstudag rúmlega 600 milljónum króna, að sögn Stefáns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþings. Lang- stærsti hluti þessara viðskipta var í hlutabréfasjóðum, eða um 400 millj- ónir. Þessi mikla sala gæti gert erfitt fyrir að fylgja eftir fjárfestingar- stefnu hlutabréfasjóða vegna lítils framboðs á almennum hlutabréfum. Fjárfestingarsjóðir byggjast á því að hægt sé að kaupa hlutabréf og skuldabréf úr ýmsum áttum með einni fjárfestingu. Algengt er að helmingur ijárfestingar í slíkum sjóði byggist á hlutabréfum, 30-40% innlendum skuldabréfum og eftirstöðvamar er- lendum hlutabréfum. Að sögn við- mælenda blaðsins er hætt við að hlut- ur hlutabréfa minnki á næstunni. Davíð Bjömsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, sagði að sjóðimir hefðu allir langtímafjárfestingarstefnu, sem þeim þó bæri ekki að fara eftir. Davíð kvaðst vona að fyrirtæki notuðu eftirspurn og gæfu út ný hlutabréf því að lítið hefði verið af hlutabréfum í framsölu, en meira um að eldri hlutabréf skiptu um hendur. Stefán Halldórsson sagði að þessi lota fyrir áramót ætti að vera hluta- félögum hvatning til að fara í hluta- fjárútboð. Ákvarðana fyrirtækja væri hins vegar ekki að vænta fyrr en um mitt ár og á meðan myndi sókn hluta- bréfasjóða í skuldabréf og erlend hlutabréf. aukast. Skattabreytingar auka tekjur um 2.500 krónur UM ÁRAMÓT hækkar kaup laun- þega í samræmi við kjarasamninga sem gerðir voru á árinu. Hjá meiri- hluta launþega hækkar kaupið um 2.700 krónur, en hjá öðrum hækkar kaup um 3%. Tvö félög opinberra starfsmanna, sem sögðu upp samn- ingum 30. nóvember, fá hækkunina greidda í trausti þess að Félagsdóm- ur komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnimar hafi verið ógildar. Meirihluti félaga á almennum markaði samdi um að laun hækk- uðu um 2.700 krónur 1. janúar. í þeim hópi eru m.a. verslunarmenn, iðnverkafólk og verkafólk innan VMSÍ. Kauptaxtar nær allra iðnað- armannafélaga hækka hins vegar um 3%. Mörg félög sem sömdu í kjölfar febrúarsamninganna völdu einnig prósentuhækkun fremur en krónutöluhækkun. Hjá ríkinu fá félög háskólamenntaðra 3% hækk- un, en flestir aðrir fá krónutölu- hækkun. Fjögur félög innan VMSÍ sögðu upp samningum í nóvember og er mál þeirra nú til meðferðar hjá Félagsdómi. Von er á niðurstöðu í byijun janúar. Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri VSÍ, sagði að flestir laun- þegar á almennum markaði væru ekki á fyrirframgreiddum launum eins og opinberir starfsmenn og þess vegna reyndi ekki á gildi uppsagnanna við launagreiðslur um áramót. Læknar og STR fá hækkun Starfsmannafélag ríkisstofnana og Læknafélag íslands sögðu upp samningum 30. nóvember sl. Ríkið taidi uppsagnimar ólöglegar og vís- aði málinu til Félagsdóms. Birgir Guðjónsson, forstöðumaður starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins, sagði að ákveðið hefði verið að greiða félagsmönnum í þessum félögum hækkunina í trausti þess að það mat ríkisins að uppsagnirnar væru ólöglegar væri rétt. Ef Félags- dómur kæmist að annarri niður- stöðu yrði hækkunin dregin til baka. Skattleysismörk hækka Um áramótin tekur einnig gildi sú breyting að 3% lífeyrisiðgjalda launaþega verða frádráttarbær frá tekjuskatti. Á seinasta ári varð helmingur iðgjaldsins eða 2% skatt- fijáls en í kjölfar yfírlýsingar ríkis- stjórnarinnar 29. nóvember sl. var ákveðið að þriðja prósentið bættist við nú um áramót og fjórða prósent- ið um mitt næsta ár. Þetta þýðir að skattleysismörkin hækka úr 59.730 kr. í 60.346 kr. 1. janúar eða um 616 kr. Launþegi sem er með um 120 þúsund kr. heildarlaun á mánuði (sem eru meðallaun innan ASÍ fyr- ir dagvinnu og yfírvinnu) greiðir í dag 24.766 kr í skatta af þessum tekjum. Eftir áramót hækka laun hans um 2.700 kr. og heimilt verð- ur að draga 3% af framlagi hans í lífeyrissjóð frá tekjum við álagningu skatta. Við þessar breytingar hækka skattgreiðslur launþegans í 25.617 kr. Ráðstöfunartekjur mannsins hækka hins vegar vegna þessara breytinga úr 95.234 kr. á mánuði í 97.683 kr. eða um 2.449 kr., sem jafngildir um 3,6% aukn- ingu ráðstöfunartekna, skv. upplýs- ingum sem fengust hjá ASÍ. Um áramót hækka einnig at- vinnuleysisbætur í samræmi við kjarasamninga um 2.700 kr. og bætur almannatrygginga um 3,5%. ►Áramótagrein Davíðs Oddsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokksins. /10 Fær ekkert haggað Saddam ►íraski einræðisherrann Saddam Hussein situr enn og sýnir ekki á sérneitt fararsnið. /12 Fólkið bak við fréttirnar ►Rætt við fólk sem komst af mismunandi ástæðum í fréttirnar á líðandi ári og kannað hvemig það lítur atburðina nú eftir á en jafnframt forvitnast um hvemig árið var hjá því að öðru leyti. /14-16-18 Ársverkið brennur á 20 mínútum ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Þóarinn Sím- onarson sem rekur einu flugelda- gerðina á íslandi. /22 B ►1-36 Sigmund ►Teiknarinn okkar góðkunni og gleðigjafínn úr Vestmannaeyjum hefur sérstaka sýn á atburði líð- andi stundar og bregður upp spé- spegli sínum á forsíðu áramóta- blaðsins venju samkvæmt. /1 Áramótabrennur ►Kort sem sýnir hvar helstu ára- mótabrennurnar er að finna á höf- uðborgarsvæðinu. /2 Áramótaspurningar til stjórnmálamanna ► Morgunblaðið hefur beint spum- ingum til forustumanna Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks, Samtaka um kvennalista og Þjóðvaka í tilefni áramóta. /4-8 Getraunir ►Að þessu sinni er boðið upp á fjórar spurningagetraunir — fyrir börn, unglinga og fullorðna auk fornsagnagetraunar — og vegleg verðlaun í boði /16&20-23 Hreinn og hvítur snjór ►Óður Matthíasar Johannessen og Ragnars Axelssonar til lífsins oglandsins. /18 Hvað segja þeir um áramótin ►Forsvarsmenn ýmissa hags- muna- og heildarsamtaka í samfé- laginu horfa um öxl og fram á veg . /26-32 BÍLAR______________ ► l-4 Fæstir bílar á ferkílómetra ►Hérlendis eru fæstir bílar á hvern ferkílómetra í Evrópu, eða aðeins einn bíll á hvern ferkíló- metra, þar með taldir era fólksbíl- ar, vörubflar og rútur. /3 Reynsluakstur ►Dodge Ram vinnuþjarkur eða fjölskyldujeppi /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Stjörnuspá 44 Leiðari 28 Skák 44 Helgispjall 28 Fólk í fréttum 46 Reykjavíkurbréf 28 Bió/dans 48. Minningar 38 Útvarp/sjónvarp 52 Myndasögur 42 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 42 Gárur 2b í dag 44 Kvikrnyndir 12b Brids 44 Dægurtónlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.