Morgunblaðið - 31.12.1995, Page 18
18 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Þrír hjálparsveitarmenn
settu „íslandsmet“ í fjallaklifri
Vorum lengi að ná okkur
Morgunblaðið/Sverrir
FJALLAGARPARNIR Björn Ólafsson, Einar Stefánsson
og Hallgrímur Magnússon.
RÁTT fyrir
að mark-
miðið hafi verið
að komast á
toppinn, var að-
almarkmiðið að
komast heilir
heim. Og það
tókst þremur ís-
lenskum hjálp-
arsveitarmönn-
um á ánnu. Þeir
Björn Ólafsson,
Einar Stefáns-
son og Hall-
grímur Magn-
ússon, sem allir
eru um þrítugt,
komust á topp
Cho Oyu, sjötta
hæsta ijalls ver-
aldar, sem er
8.201 metri á
hæð og liggur á landamærum Tí-
bets og Nepals.
Þeir voru dofnir af þreytu og
súrefnisskorti þegar toppinum var
náð 2. október sl. og það tók dijúg-
an tíma að jafna sig eftir að niður
var komið á ný. „Þetta var gífur-
lega mikið álag og við vorum alln-
okkrar vikur að ná okkur, vel á
annan mánuð. Þetta tekur mikið á
líkamann, maður rýrnar allur og
missir ákveðinn líkamsstyrk og það
tekur alltaf sinn tíma að ná honum
aftur. Við þurftum að hvílast vel
og byija svo á því að byggja okkur
upp aftur,“ segir Bjöm Olafsson,
einn þremenninganna.
Hann segir þá félagana hafa
verið á tindinum í um 40 mínútur,
hvílst, tekið myndir og vafrað að-
eins um til að fá notið alls erfiðis-
ins og útsýnisins, en af tindinum
gátu þeir horft til hæsta fjalls
heims, Mt. 'Everest, sem er aðeins
í um 30 km íjarlægð. íslensku
ferðalangamir voru í breskum leið-
angri, sem taldi 24 leiðangurs-
menn, en aðeins fjórir þeirra kom-
ust á toppinn, íslendingarnar þrír
og einn Breti auk tveggja leiðang-
ursstjóra og tveggja burðarmanna.
Björn segir þetta ævintýri án efa
það sem standi upp úr á árinu
1995.
Þeir Björn, Einar og Hallgrímur
flugu til Katmandu um mánaða-
mótin ágúst/september og voru
viku að komast að fjallinu og svo
tók það um þijár vikur að klífa
fjallið sjálft. Það tók síðan um viku
að komast niður aftur, sem, að
sögn, er mun auðveldara en klifrið
upp þó leiðin hafi verið sú sama.
Margra ára útþrá
Bjöm sagði erfitt að svara því
hvaða „kikk“ menn fái út úr slíku
klifri. „Það er margra ára útþrá,
sem orsakar
þetta. Maður er
alveg viðþolslaus
ef maður er ekki
eitthvað að þvæl-
ast úti. Þetta er
bara hluti af því,“
segir Bjöm og
bætir við að þetta
hafi blundað í
þeim félögum
lengi, enda búnir
að fara víða, t.d.
til Alaska og aust-
urhluta Hi-
malayaíjalia, til
Noregs og í Alp-
ana svo eitthvað
sé nefnt. „Það má
segja að þetta hafi
verið eitt skrefið í
viðbót í þeirri þró-
un. Við höfum
verið að feta okkur upp á við í
gegnum árin.“
Hann segir að frekari „landvinn-
ingar“ gætu allt eins verið á döf-
inni þó ekkert væri ákveðið í því
efni enn sem komið væri. Svona
ferðalög væm mjög dýr þó ágæt-
lega hafi gengið að fá styrki frá
fyrirtækjum í þennan leiðangur,
sem kostaði 2,5 milljónir saman-
lagt.„Hinsvegar er þetta tiltölulega
ódýrt ferðalag miðað við kostnað-
inn, sem fylgir því að klífa Mt.
Everest, sem er 8.848 metra hátt.
Það kostar 3 milljónir á manninn,“
segir Björn. Hann segir að ekkert
hafi komið þeim félögum stórkost-
lega á óvart á ferðalaginu enda
vanir menn á ferð. „Okkur fannst -
hinsvegar sorglegast hvað kín-
versk yfirráð hafa farið illa með
menningu í Tíbet. Það var einna
hörmulegast að horfa upp á.“
Morgunblaðið/Þorkell
TOMASZ Lupinski ásamt móður sinni Wieslawa á heimili þeirra
í Kópavogi með boltann dýrmæta.
Tomasz Lupinski bjargaðist
úr snjótflóði eftir sólarhring
Geymir áritaðan körfu-
bolta á góðum stað
EGAR snjóflóðið féll á Súðavík
í janúar síðastliðnum var Tom-
asz Lupinski einn þeirra sem björ-
guðust úr snjóflóðinu. Hann fannst
sólarhring eftir að flóðið féll og var
fluttur á spítala, þar sem hann dvald-
ist í tvær vikur. Hann meiddist á
fæti en segist vera búinn að ná sér.
Tomasz fluttist með móður sinni,
Wieslawa Lupinska, í Kópavog í febr-
úar sl., en nú hefur hún fest kaup á
íbúð í Ástúni þangað sem þaU eru
nýflutt.
Þau fóru til Póllands í marsmán-
uði og í apríl fór Wieslawa að vinna
í bókbandi Prentsmiðjunnar Odda. í
samtali við Morgunblaðið lét Tom-
asz, sem er orðinn ellefu ára, vel af
sér. Hann sagðist ekki dreyma snjó-
flóðið, en stundum hugsa um þáð
og þá aðallega um vini sína sem
dóu. Hann er í Hjallaskóla og segir
að skólafélagarnir hafí tekið sér vel.
Eitt það fýrsta sem Tomasz spurði
um eftir að hann fannst eftir snjó-
flóðið var hvernig leikur Orlando og
Philadelphia í bandaríska körfubolt-
anum hefði farið. Það varð til þess
að starfsmenn Menningarstofnunar
Bandaríkjanna gáfu honum körfu-
bolta með áritun leikmanna Orlando-
liðsins.
Shac áritaði boltann
„Mér var boðið á leik Njarðvíkur og
Hollands og í hálfleik fékk ég hann,“
sagði Tomasz. Uppáhaldsleikmaður
hans, Shaquell O’Neil, áritaði einnig
boltann og fannst Tomaszi það sér-
staklega skemmtilegt. Hann segist
ekki tíma að nota hann úti en geym-
ir hann á góðum stað.
Tomasz skrapp til ísafjarðar í vor
eftir að snjóa leysti og fannst fremur
óhuggulegt að koma aftur til Súða-
víkur. Aðspurður hvort hann gæti
hugsað sér að búa einhvers staðar
úti á landi svaraði hann: „Ne-ei, ég
held ekki. Ég held að mér líði betur
hér.“
HákonGunnarssonframkvæmdastjóri
HM 95 í handknattleik
Einu sinni á
ævinni er nóg
HÁKON Gunnars-
son viðskipta-
fræðingur stóð í
ströngu mestan hluta
ársins vegna Heims-
meistarakeppninnar í
handknattleik en hann
var framkvæmdastjóri
HM 95 frá 1. mars
1993 og hóf síðan störf
hjá Aflvaka hf. 1. októ-
ber í haust.
„Þetta er töluvert
ólíkt því sem ég fékkst
við áður,“ sagði Hákon
við Morgunblaðið.
„Aflvaki vinnur að efl-
ingu nýsköpunar í at-
vinnulífinu en fyrirtæk-
ið er að stærstum hluta í eigu
Reykjavíkurborgar og stofnana
hennar. Hafnarfjarðarbær er einnig
stór hluthafi en félagið hefur sjálf-
stæða stjórn og framkvæmdastjóri
er Ragnar Kjartansson. Starfsgmin
er tvíþætt. Annars vegar upplýs-
ingasöfnun um ástand atvinnulífs-
ins með tilheyrandi útgáfu og hins
vegar er um það að ræða að setja
fjármagn í fyrirtæki sem standast
reglur okkar, hjálpa þannig fyrir-
tækjunum að komast á legg og ef
þau ganga vel drögum við okkur
út úr þeim.“
Hákon sagði að starf sitt vegna
HM kæmi að góðu gagni. „Það
nýtist geysilega vel. Bæði öðlaðist
ég mörg sambönd í einkageiranum
og hjá hinu opinbera sem koma að
góðum notum og svo
var ég í svipuðum
sporum og margir sem
leita til okkar. Eg stóð
frammi fyrir því að
þurfa að íjármagna
HM og fá aðra til að
trúa á verkefnið rétt
eins og þeir sem koma
til okkar með góða
hugmynd sem þeir
hafa tröllatrú á en ekki
aðrir.“
Meiri tími með
börnunum
Hákon sagðist
sakna starfsins vegna
HM að vissu leyti en
ekki öllu. „Ég vann með geysilega
góðu fólki rétt eins og hér en ég
var búinn að fá mig fullsaddan af
stressinu og ég sakna þess alls
ekki að vera ekki í sviðsljósi fjöl-
miðla eins og áður. Á tímabili stóð
ég frammi fyrir því að taka ákvörð-
un um hvort hætta ætti við allt
saman. Þetta var mikil ábyrgð og
það er gott að vera laus við hana
auk þess sem ég hef miklu meiri
tíma til að vera með börnunum
mínum. Nú er ég í venjulegri vinnu
þar sem er nóg að gera og ákveðið
álag. Þetta er krefjandi og áhuga-
vert starf og þó ég þurfí að segja
nei við margt fólk er þetta allt á
eðlilegri nótum en í fyrra starfi -
slíkt starf tekur maður sér fyrir
hendur aðeins einu sinni á ævinni.“
Hákon
Gunnarsson
, Morgunblaðið/Ámi Sæberg
GUÐNY Klara ásamt foreldrum sínum, Þórdísi Klöru Bridde
og Bjarna Júlíussyni, og nýfæddum bróður.
Guðný Klara brenndist illa er hún datt í heitan pott
Fór betur en á horfðist
TVEGGJA ára stúlka, Guðný
Klara Bjarnadóttir, var stödd
með fjölskyldu sinni í orlofshúsi við
Flúðir í janúarlok, þegar hún varð
fyrir því óhappi að detta ofan í tæp-
lega 70 gráða heitt vatn í heitum
potti. Guðný litla var í kuldagalla sem
vemdaði mestan hluta líkama henn-
ar, en hún brenndist á höndum, hálsi
og í andliti og var flutt með þyrlu
til Reykjavíkur í snarhasti.
Móðir Guðnýjar, Þórdís Klara
Bridde, segir að litlu telpunni hafi
batnað fljótt og vel. „Guðný hlaut
annars stigs bruna. Sárin voru verst
á hálsinum og eimir enn eftir af
þeim. Hún er með svolítil ör á hönd-
unum, en andlitið slapp alveg og
það er nú fyrir öllu.“ Þórdís hlaut
sjálf brunasár á fótum þegar hún
óð út í pottinn til að bjarga dóttur
sinni, en þau greru fljótt og vel.
„í rauninni gerðum við okkur
ekki grein fyrir þessu fyrr en tölu-
vert seinna, þetta hefði getað farið
svo miklu ver“, sagði Þórdís. „Við
vorum svo heppin að það var hjúkr-
unarfræðingur á staðnum sem tók
Guðnýju strax og annaðist hana.
Það var hringt á þyrlu, sem ætlaði
nú ekki að koma í fyrstu, en hjúkr-
unarfræðingurinn ítrekaði bónina,
enda leit út fyrir að sárin á hálsin-
um væru það slæm að hætta væri
á köfnun.“
Ilraður bati
Guðný lá í tvær vikur á spítala
og batinn gekk mjög vel, að sögn
Þórdísar. „Hún virðist ekki muna
svo skýrt eftir þessu,“ sagði Þórdís.
„Við vorum að skoða myndir af
spítalanum um daginn og henni
hálf brá þegar hún sá hvað hún
hafði verið mikið sködduð í andliti.
Fyrst eftir að við komum heim var
Guðný hrædd við vatn og vildi ekki
fara í bað, en hún vann á því hægt
og rólega og nú líður henni bara
mjög vel.“