Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 25 Látinna minnst á Flateyri HÖRMUNGARNAR skullu enn á Vestfjörðum aðfaranótt 26. októ- ber, þegar snjóflóð, enn mannskæðara því á Súðavík, féll á Flat- eyri við Önundarfjörð. Tuttugu manns, karlar, konur og börn, fórust. Snjóflóðið féll á nítján íbúðarhús og voru þau flest utan þess svæðis sem hingað til hefur verið skilgreint sem hættu- svæði, en 45 manns voru í húsunum. Fundust fjórir á lífi í rústun- um en 21 bjargaðist af eigin rammlcik eða með aðstoð nágranna. Þegar leit var lokið söfnuðust íbúar þorpsins saman í kirkjunni, minntust látinna ástvina og báðu fyrir framtíð byggðarinnar. Morgunblaðið/RAX Bjargað af ísjaka 31 ÁRS gömlum Norðmanni var bjargað af ísjaka 170 sjómilur norður af ísafirði í júlí. Hann reri frá Cap Brewster við Scoresbysund á Grænlandi áleiðis til íslands, en lenti í hafisbelti. Tveir ísbirn- ir sýndu ræðaranum óþægilega mikinn 'áhuga og svo kom að hann ákvað að leita hjálpar. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti manninn og var þetta lengsta björgunarflug þyrlunnar. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Þorkell Flugslys við Kleifarvatn FLUGMAÐUR fórst þegar flugvélin TF-VEN rakst í fjallshlíð skammt suður af Kleifarvatni í febrúar. Flugmaðurinn var á leið frá Reykjavík til Selfoss þegar slysið varð. Hrossum bjargað HROSSAHÓPI frá Tungu í Svínadal, sem fælst hafði vegna sprenginga og eldglæringa á nýársnótt, var í byrjun janúar bjarg- að úr sjálfheldu af klettasyllu í 700-800 metra hæð í Skarðs- hyrnu sunnan til í Skarðsheiði. Eitt hrossið hafði runnið niður urð þegar stóðið fór upp fjallið og fannst þar slasað. Myndin var tekin þegar bændur og fleiri björgunarmenn voru að mýla hross- in uppi á syllunni. Þau voru enn hrædd og tróðust um flughála og hallandi sylluna svo hætta var á að menn eða hestar færu fram af brattri fjallsbrúninni. Björgunarsveitarmenn hjuggu stíg í hjarn sem liggur yfir brattri skriðu og þegar dýralæknir var búinn að gefa hrossunum deyfilyf voru þau teymd eftir einstig- inu. Gekk það vel nema hvað eitt hrossið fór út úr slóðinni og rann niður hjarnið, án þess þó að slasast. Morgunblaðið/Júlíus Vopnað bankarán ÞRÍR vopnaðir grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbanka íslands við Vesturgötu í desember. Ekki hefur fengist uppgefið hversu miklu var stolið, en getum leitt að því að upphæðin hafi verið um 1,5 milljónir. Ræningjarnir voru ófundnir í árslok, en rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort tengsl séu milli þessa ráns og ránsins í Lækjargötu í febrúar fyrr á þessu ári þegar rúmum 5 milljónum var stolið af starfsmönnum Skeljungs. Á myndinni sjást þrír vopnaðir menn úr sérsveit lögreglunnar fylgja manni með sporhund sem rakti slóð bankaræningjanna frá Búnað- arbankanum á Vesturgötu og um Vesturbæinn. Samhugur í verki LANDSMENN allir sýndu samhug sinn í verki, eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flat- eyri. Efnt var til söfnunar um allt land og söfnunarfé skipt milli íbúanna, sem áttu um sárt að binda eftir hörmung- arnar. í Reykjavík efndu framhaldsskólanemar til sam- úðargöngu eftir náttúruhamf- arirnar á Flateyri. Talið er að milli 20 og 30 þúsund . manns hafi teki þátt _ í göngunni og gekk forseti ís- lands í fararbroddi. Er síðustu göngumenn lögðu af stað frá Hlemmi voru þeir fyrstu í • miðju Bankastræti. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, ávarpaði göngumenn á Ingólfstorgi og bað þá að minnast þeirra, sem fórust í náttúruhamförum á árinu, með einnar mínútu þögn. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.