Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKIÐ BAKYIÐ FRÉTTIRNAK ÁRIÐ 1995 verður sumu fólki eftirminni- legra en öðru. Atburðir hafa gerst, sem standa munu upp úr í endur- minningunni. Morgun- blaðið ræddi við nokkra einstaklinga, sem komu við sögu í fréttum ársins sem er að líða. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁSTA Kristín Árnadóttír ásamt móður sinni, Vilborgu Benediktsdóttur. Asta Kristín gekkst undir nýrnaskipti í sumar Stundar nú skólann eins og aðrir unglingar FLESTIR þrettán ára unglingar eyða sumrinu áhyggjulausir við leik og störf og þurfa ekki að leiða hugann að alvöru lífsins. En Ásta Kristín Árnadóttir hefur geng- ið í gegnum lífsreynslu sem fáir jafnaldrar hennar þurfa að kynn- ast. í júlí gekkst hún undir vel heppnaða nýrnaskiptaaðgerð í Bos- ton í Bandaríkjunum og kom heim til íslands aftur um miðjan septem- ber. „Mér hefur bara liðið vel eftir aðgerðina og ég mætti í skólann tveimur dögum eftir að ég kom heim,“ sagði Ásta í samtali við Morgunblaðið. „Ég get lifað nokk- urn veginn eðlilegu lífi. Ég get gert alla venjulega hluti en þarf þó að passa mig svolítið.“ Ásta hefur ver- ið á mjög sterkum lyfjum eftir að- gerðina, sem hafa áhrif á útlit henn- ar tímabundið. Lyfjagjöfin mun þó fara minnkandi eftir því sem tíminn líður. Þetta er í annað sinn 'Sem Ásta gengst. undir slíka aðgerð. Árið 1984 var grætt í hana nýra úr föð- ur hennar, en þá komu upp væg höfnunareinkenni. Að lokum varð ljóst að Ásta þyrfti að fá nýtt nýra og gaf þá móðuramma hennar, Ásta Steinsdóttir, annað nýra sitt. Yngri systir Ástu, Brynja, hefur einnig gengist undir nýrnaskipti, en árið 1987 var grætt í hana nýra sem móðir hennar gaf. Foreldrar systranna, Vilborg Benediktsdóttir og Guðmundur Árni Hjaltason, fylgdu Ástu til Boston og voru hjá henni allan tím- ann. Vilborg segir að allt hafi geng- ið mjög vel fyrir sig, enda hafi sami læknirinn séð um systurnar í öll skiptin. Ásta lá á spítalanum í tólf daga eftir aðgerðina, en var undir eftirliti í Boston í einn og hálfan mánuð í viðbót. Framlögin mikil hjálp Aðgerðir sem þessar eru afar kostnaðarsamar. Bæði reyndist sjúkrahúsdvölin í Bandaríkjunum dýr, auk þess sem foreldrar Ástu misstu úr vmnu á meðan þau dvöldu erlendis. „Ég er ættuð úr Árnes- hreppi á Ströndum og Félag Árnes- hreppsbúa í Reykjavík stóð fyrir fjársöfnun til að styrkja fjölskyld- una,“ sagði Vilborg. „Söfnunin gekk mjög vel og enn eru að ber- ast framlög, sem eru auðvitað mik- il hjálp.“ Guðmundur Richardsson fann helgimynd á brún brennsluofns Leið öðru vísi á vaktinni IMORGUNBLAÐINU í febrúar birtist frásögn af því þegar færi- band Sorpeyðingarstöðvarinnar í Vestmannaeyjum stöðvaðist að því er virtist án nokkurrar ástæðu. Þeg- ar að var gætt sá Guðmundur Ric- hardsson að mynd af Jesú Kristi vó salt á brún brennsluofnsins. Hann tók myndina af bandinu, gangsetti á ný og eftir það var í lagi með færibandið. Guðmundur sagði á sínum tíma að atburðurinn væri í hans augum trúartákn. Aðspurður nú um jólin sagði hann að atburðurinn hafi ekki haft nein sérstök áhrif á líf hans nema að því leyti að honum leið betur á vinnustað á eftir. Hann var oft á næturvöktum og umhverfi verksmiðjunnar er frekar nöturlegt þar sem hún stendur ein sér uppi í hrauni. „Yfir hánóttina þegar veðrið var sem verst gat farið um mann ónotatilfinning. Eftir að ég fann myndina breyttist þetta viðhorf og mér leið allt öðru vísi,“ sagði hann. Hann kveðst vera „passlega trúað- ur“, sæki kirkju nokkuð og sunnu- dagaskóla með börnum sínum. Myndin fór í Betel Aðspurður hvar myndin sé niður- komin sagði hann að hún hafi verið afhent við opnun í húsi Hvítasunnu- safnaðarins þegar það var vígt í vor. „Margir viidu að myndin yrði þar sem hún fannst, en þeir í Betel sóttust mikið eftir henni, svo ég lét þeim hana eftir.“ Guðmundur hefur söðlað um á vinnumarkaði og er nú orðinn at- vinnurekandi. „Eg flutti um set og sé nú um að matreiða efni í sorpeyð- ingastöðina í stað þess að eyða því,“ sagði hann og bætti við að þetta starf væri mun betra því nú væri hann orðinn atvinnurekandi. „Ég keypti Gámaþjónustu Vestmanna- eyja í lok janúar og sé nú um alla sorphirðu hér. Hjá mér eru tveir menn í vinnu,“ sagði hann og kvað nóg að gera. Morgunblaðið/Sigurgeir GUÐMUNDUR Richardsson og myndin sem hann fann á færibandinu. Benedikta Hannesdóttir 16 ára fæddi son sinn í sumarbústað Algjör bolti og mikil frekja * OHÆTT er að segja að syni okkar heilsist mjög vel. Hann er orðinn algjör bolti og mikil frekja,“ segir Benedikta Hannes- dóttir, sem fæddi sitt fyrsta barn 25. febrúar sl. í sumarbústað í Miðhúsaskógi, þar sem hún var stödd í helgarafslöppun ásamt nokkrum vinum sínum og kærasta, Oddi, Valdimarssyni, sem lenti þá jafnframt nokkuð óvænt í ljósmóð- urhlutverkinu. Benedikta segist hafa fundið til samdráttarverkja meira og minna alla meðgönguna og var farin að álíta slíka verki ofur eðlilega. Hún var ekki gengin nema 33 vikur þegar farið var í sumarbústaðinn og því nokkur tími enn í fæðingu skv. öllu eðlilegu. Unga parið og kunningjar þeirra höfðu haft það notalegt kvöldið fyrir fæðinguna í bústaðnum, m.a. farið í heita pott- inn, en klukkan sex um morguninn vakti Benedikta kærastann, þá búin að missa vatnið og farin að átta sig á hvað væri að gerast. Oddur vakti nærstadda og sendi bróður sinn í símaklefann til að kalla út sjúkrabíl, hvatti kærustuna sína og sagði henni hvað hún ætti að gera. Ekki leið á löngu þar til drengurinn hafði „kastast út“, eins og Benedikta orðaði það í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir fæðinguna, með þeim afleiðingum að faðirinn varð að grípa hann á lofti. Fæðingin var afstaðin stundarfjórðungi fyrir sjö. Benedikta segir að Oddur hafi Morgunblaðið/Sverrir BENEDIKTA Hannesdóttir og Oddur Valdimarsson ásamt syni sínum, Valdimar Inga. borið sig mjög fagmannlega að við verkið enda hafi hann lært hand- tökin á skyndihjálparnámskeiði og eins hafi þau sótt foreldranám- skeið. Sjúkrabíll kom skömmu síðar og flutti foreldrana ásamt fyrirbur- anum á sjúkrahúsið á Selfossi og þaðan voru þau flutt á Landspítal- ann. Sveinninn ungi reyndist tæpar átta merkur og 44 sentímetrar við fæðingu. Hann var settur í súr- efniskassa fyrsta sólarhringinn og síðan ekki meir. „Hann var snögg- ur að ná sér upp úr þessu,“ segir móðirin. Pilturinn var skírður Valdimar Ingi 4. júní sl. í höfuðið á föðurafa sínum. Benedikta var aðeins 16 ára þegar hún átti son sinn og faðirinn tvítugur. Ennþá býr litla fjölskyld- an heima hjá foreldrum Benediktu í Hafnarfirði og hyggst vera þar enn um sinn eða þar til að móðirin unga hefur lokið stúdentsprófí frá Flensborg. Hún tók sér frí frá námi á haustönn, en hyggst halda áfram eftir áramótin á félagsfræðibraut. Oddur er múrari að mennt og starf- ar sem slíkur. Benedikta segir frek- ari barneignir ekki vera á döfinni í bráð þó hún gæti hugsað sér fleiri lítil kríli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.