Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Síldarkóngurinn bætti sitt fyrra met Norsk-íslenski stofninn óvæntur glaðningur HÁKON Magnússon í brúnni á Húnaröstinni. AÐ HEFUR gengið ágætlega á þessu ári,“ segir Hákon Magnússon, skipstjóri á Húnaröst- inni RE-550, en heildarsíldarafli skipsins var tæp 20 þúsund tonn. Það er mesti afli sem Hákon hefur fengið, en hann hóf síldveiðar árið 1958. Þar með hefur hann slegið fyrra met, sem sett var 1994. Hákon komst í fréttirnar í fyrra þegar hann var krýndur síldar- kóngur nútímans, ásamt Jóni Ey- fjörð, skipstjóra Þórshamars GK. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og forstjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar, veitti þeim þetta sæmdar- heiti. Hákon hafði þá veitt um 14 þús- und tonn af síld um haustið og sleg- ið íslandsmet Eggerts Gíslasonar skipstjóra sem veiddi 12.692 tonn frá því í maí fram í desember 1966. Jakob lét þau ummæli falla af því tilefni að Hákon og Jón ættu sér- stakan heiður skilinn fyrir að ein- beita sér að veiðum á síld til mann- eldis. Það sem ber hæst á þessu ári að mati Hákons er ágætis loðnuver- tíð frá því í febrúar og út mars, veiði úr norsk-íslenska síldarstofn- inum „sem var óvæntur glaðning- ur“, og síldarvertíðin í haust. Hann segir að sjómannaverkfallið hafi aftur á móti sett strik í reikninginn vegna þess að þá hafí glatast hluti af síldarkvóta sem skip hafi fengið úthlutað. „Síldveiði í desember hefur ekki verið nógu góð vegna þess að við höfum ekki haft rétt veiðarfæri,“ segir Hákon. „Við förum strax á síldveiðar eftir áramót og munum þá reyna að veiða þau 4 til 5 þús- und tonn af síldarkvóta sem við eigum eftir með trolli." Hann segir að Húnaröstin hafi fengið tæp 13 þúsund tonn af síld á haustvertíðinni, rúm 5 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofn- inum og tæp 1.800 tonn af síld í ársbyrjun eða samtals tæp 20 þús- und tonn. Aflinn aldrei verið meiri „Aflinn hefur aldrei verið meiri,“ segir hann. „Norsk-íslenska síldin var óvænt og kom sér vel. Því mið- ur var hún ekki vinnsluhæf og fór í bræðslu. Ástæðan var sú að hún var full af átu þegar við veiddum hana og of langt var á miðin.“ En víkjum okkur að öðru. Er ekki kærkomin hvíld að vera í landi yfir jólin? „Jú, það er gott og notalegt að vera heima hjá sér um jól og áramót,“ seg- ir Hákon. Hann segir að þau hjónin séu svo heppin að vera boðin árlega í skötuveislu til bróður hennar og mágkonu á Þor- láksmessu. Á aðfangadag hafi hann fengið svínas- teik, en um áramótin muni fjölskyldan gæða sér á kalkún „að ógleymdu blessuðu hangikjötinu sem er á boðstólum í millitíð- inni“. Um kvöldið verði svo horft á skaupið og skotið upp flugeldum. Hákon segir að áhöfnin hittist ekki mikið þegar hún sé í landi. „Hún er svolítið dreifð," segir hann. „Áhöfnin kemur frá Þórs- höfn, Hornafirði, austan úr sveitum, Suðurnesjum, Akranesi og Reykjavík. Við komum víða að og það er ekki mikið um að við hittumst, nema þegar við höldum okkar árlegu árshátíð, sem er eftir loðnuvertíðina á vorin." Búið eð vera skemmtilegt ár SÖNGKONAN Emilíana Torrini vakti fyrst athygli árið 1994 þegar hún vann söngvakeppni framhaldsskólanna og söng með hljómsveitinni Spoon. Nú hefur þessi unga stúlka bætt um betur. Fyrir jólin gaf hún út plötuna Cro- ucie d’ou la, sem virðist ætla að verða söluhæsta plata ársins. Emilíana stundar nám við Söng- skólann í Reykjavík og hefur lokið fjórða stigi í söng. Hún segir að árið 1995 hafi verið mjög skemmti- legt og að útgáfa plötunnar standi upp úr. „Hugmyndin að plötunni kviknaði í hálfgerðu hugsunarleysi. Mig langaði svo að syngja inn á plötu eitt lag sem kærastann minn samdi. Svo gerðist þetta eiginlega bara óvart, eins og allt hjá mér. Ég er vön að stökkva út í hlutina án þess að hugsa um afleiðingarnar fyrr en eftir á! Tveimur vikum eftir að hug- myndin kviknaði völdum við lögin og bjuggum til þessa plötu. Ég var auðvitað að taka vissa áhættu, en ég hefði alveg verið tilbúin að vinna fyrir þessari plötu í mörg ár. Ég átti ekki von á að hún myndi selj- ast svona vel og pantaði fyrst þijú þúsund eintök. Svo seldist platan upp og við urðum að panta meira. Salan er allavega komin yfir sex þúsund eintök núna.“ Súkkulaði í brauði Emilíana ætlar ekki að sitja auð- um höndum á næsta ári. „Eg ætla að gera fjögurra laga plötu í jan- úar eða febrúar með skemmtilegum lögum. En svo langar mig að kom- ast til útlanda, það er efst á listan- um hjá mér núna. Mig langar mest til Þýskalands að hitta vini mína og liggja eins og skata og borða súkkulaði á brauði! En það er ekk- ert víst að þessi draumur rætist því það er erfitt að hætta því sem ég er að gera hérna heima. Ef plat- an manns er búin að ganga vei þá verður maður að fylgja því eftir. Svo ég verð bara að sjá til, ég geri allt í hugsunarleysi og þannig gengur mér best!“ Morgunbladið/Arni Sæberg EMILÍANA Torrini í jólaskapi. HAFSTEINN veit ekki nákvæmlega hvar hann kleif hamravegginn en eins og sést eru klettarnir hrikalegir. Hafsteinn iónsson bjargaðist af eigin rammleik á ótrúlegan hátt Eg ýti þessum hugsunum frá mér HAFSTEINN Jónsson, fimm- tugur sjómaður frá Stokks- eyri, komst í hann krappan aðfara- nótt 1. september sl. þegar hann yfirgaf vélarvana, sökkvandi bát sinn í þreifandi myrkri og vitlausu veðri og komst lífs af með því að klífa af eigin rammleik upp þver- hnípt hamrabjarg, nokkuð sem eng- an óraði fyrir að væri mögulegt. Blautur, kaldur og úrvinda lagði hann sig um stund, en gekk síðan af stað í átt að Þorlákshöfn og gaf sig fram rúmlega þijú um nóttina. Sex tonna plastbátur Hafsteins strandaði undan klettunum við Hafnarnes rétt vestan Þorlákshafn- ar og brotnaði í spón. Hann átti eftir hálfa sjómílu ófarna í höfn þegar færi úr netadræsu festist í skrúfu bátsins. Hann náði að losa úr skrúfunni en vélin vildi ekki í gang aftur. Hann fór því niður í vélarrúm og var þar staddur þegar mikið högg kom á bátinn. Hann fór upp og hringdi í eiginkonu sína og bað hana að kalla eftir aðstoð. Mín- útu síðar rofnaði símasambandið. Á meðan riðu brot yfir bátinn og sjór- inn náði Hafsteini orðið í mitti þeg- ar hann kastaði sér útbyrðis. Hafsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að hafa bjargast að hann hefði stokkið út- byrðis á hárréttu augnabliki. Hann er enn sömu skoðunar því báturinn hefði horfið sjónum hans strax. „Ég stekk bara beint í bergið, mér skol- ar svo út aftur, en ég geri mér enga grein fyrir neinum tímasetn- ingum. Ég var örugglega lengi að komast upp bergið og var kominn að niðurlotum hvað eftir annað. Stundum hékk ég bara á annarri hendinni. Svo þegar ég var kominn upp, missti ég hreinlega meðvitund. Það skilur enginn hvers konar kraftur hefur verið þarna að verki. Ég ekki heldur, í svartamyrkri, vit- lausri brælu og syngjandi slagviðri. Ég sá aldrei handa minna skil.“ Hefur ekki farið á sjó Hafsteinn segist ekki hafa farið á sjó frá því þetta gerðist enda hafi hann verið sjúklingur síðan og ekkert getað unnið. „Ég er samt að vonast til þess að ég sleppi við öryrkjastimpilinn enda alltaf í þjálf- un og mér eru gefnar ágætar vonir um einhvern bata. Þetta á að koma með tímanum, en læknarnir segja mér að þetta sé svo slitið allt sam- an, bæði liðamót og vöðvar, og svo brotnuðu í mér tennur og annað. Þeir segja mér að ég hafi verið kominn langt umfram mannlega getu. Svona er þetta. Lífsbaráttan er ekki alltaf dans á rósum, en þetta er held ég það versta sem einstaklingur getur komist í. Að standa andspænis dauðanum hrein- lega og eiga ekkert val.“ Hann segist ýta þessari lífs- reynslu frá sér sem kostur er og varla fara niður á bryggju. Hún væri ekki til neins annars en að bijóta mann niður, algjört ógeð. „Maður var kominn þarna á fremsta hlunn, átti engan annan kost en að reyna að bjarga sér. Maður var bara að drepast. Ég varð bara að klífa upp bergið ellegar drepast.“ Hann segist ekki hafa hugleitt það hvort hann færi aftur á sjóinn ef hann endurheimti heilsuna. „Maður á aldrei að segja aldrei því enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þetta er erfið spurning og í raun er ekki hægt að svara henni. Lífið er ekki búið fyrst ég komst upp.“ Hafsteinn hefur meira eða minna stundað sjóinn frá unglingsárum og segist aldrei hafa hræðst Ægi, hvorki fyrr né síðar, þrátt fyrir for- áttubrim. Það hafi ekkert breyst nú. „Það er bara ein hugsun sem kemst að við svona aðstæður og það er að lifa af,“ segir Hafsteinn og bætir því við að hann sé farinn að hallast að því að örlögin ráði ferðinni, eitthvað sem við mennirnir ráðum ekki við. „Maður stendur nefnilega alltaf í þeirri trú að svona lagað geti ekki hent sjálfan mann, heldur einhvern allt annan, jafnvel nágranna manns eða kunningja." Metsölusöngkonan Emilíana Torrini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.