Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 56
SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi hússins. CÖ> NÝHERJI SKIPHOLT1 37 - SIMI 588 8070 Alltaf skrefi ri undan MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SH skoðar ýmsa iðnaðarkosti á Akureyri Búið að skapa yfir helming starfanna Morgunblaðið/Halldór B. Nellett Bjartara yfir at- vinnulífi FORSVARSMENN samtaka at- vinnulífsins virðast almennt líta til næsta árs með bjartsýni. Þetta kemur fram í áramótagreinum sem þeir skrifa í Morgunblaðið í dag. Ólafur B. Ólafsson formaður Vinnuveitendasambands íslands segir í áramótagrein sinni að árið sem sé að líða hafi verið ár mikilla umskipta. Atvinnulífið sé nú skap- andi sem aldrei fyrr enda hafí því verið búinn gróskumikill jarðvegur, ekki síst fyrir tilstuðlan markvissrar stefnumörkunar aðila vinnumark- aðarins. Staða atvinnumála hafí batnað á árinu, störfum hafí fjölgað mikið og sú þróun muni enn halda áfram. „Raunar fjölgar störfum svo ört að tilefni er til þess að óttast að ekki séu vinnufúsar hendur til í landinu til að manna öll þau störf sem bjóðast á næstu misserum," segir ðlafur í grein sinni. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna segir að ýmis teikn séu á lofti um að betur horfí í markaðs- löndum íslendinga og tekist hafi að snúa vörn í sókn varðandi upp- byggingu þorskstofnsins. Þetta gefí fyllstu ástæðu til að horfa bjartari augum fram á veginn og von um að senn sjái fyrir endann á ára- langri niðursveiflu í sjávarútvegin- um. Amar Sigurmundsson formað- ur Samtaka fískvinnslustöðvanna er ekki eins jákvæður í ljósi hás nráefnisverðs til fískvinnslunnar og tapreksturs frystingar og söltunar. Beitt gegn rangsleitni Benedikt Davíðsson forseti Al- þýðusambands íslands fjallar m.a. um næstu kjarasamninga í grein sinni og segir að verkafólk muni ekki kalla á nýjar og endurteknar uppsprengingar kauplags og verð- lags. Hins vegar gangi ekki til lengdar að verkafólk taki á sig byrðar umfram aðra í þjóðfélaginu, eins og gerst hafí á síðustu árum, en fái svo ekki rétta hlutdeild í efna- hagsbatanum þegar hann fer loks að skila sér. „Í næstu kjarasamn- ingum mun verkalýðshreyfingunni verða beitt af afli til að koma í veg fyrir slíka rangsleitni,“ segir Bene- dikt. ■ Áramótagreinar/B26-31 REYKJAVÍKURBORG kannar nú möguleikann á því að efna til al- þjóðlegs fundar í Reykjavík á næsta ári, í samstarfi við forsætis- ráðuneytið, í tilefni af því að 10 ár verða þá liðin frá því að Leið- togafundurinn var haldinn hér á landi. Kannað hefur verið hvort að áhugi sé fyrir þátttöku meðal hátt- settra aðila í Bandaríkjunum og Rússlandi og munu þeir hafa tekið ^Vel í þá málaleitan. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna, þeirra á meðal. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að ekki liggi fyrir nein formleg samþykkt um þetta mál, en unnið hafi verið að því frá því í haust að kanna hvern- ig mögulegt væri að minnast þessa SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur skapað vel yfír helrrfing af þeim störfum á Akureyri sem það gaf bæjarstjóm Akureyrar fyr- irheit um fyrr á þessu ári. Jón Ing- varsson formaður stjórnar SH segir að unnið sé ötullega að því að ljúka þessu verki og í því efni sé verið að skoða ýmsa kosti. SH gaf bæjarstjórn Akureyrar fyrirheit um að flytja til bæjarins eða skapa þar ný störf gegn því að samtökin fengju að annast áfram sölu afurða fyrir Útgerðarfélag Akureyringa en gerð hafði verið tillaga um að flytja viðskiptin til atburðar. „Við erum þá ekki ein- ungis að ta um næsta ár, heldur er vel hægt að hugsa sér að hér yrði haldinn á 5-10 ára fresti ein- hvers konar Reykjavíkurfundur, sem myndi þá tengjast alþjóðamál- um og friðarmálum. Hugmyndin er að nk. haust verði haldinn hér slíkur fundur, til þess að minnast leiðtogafundarins og eins til þess að meta hvaða breytingar fundur- inn hafði í för með sér á heims- myndina.“ íslenskra sjávarafurða. SH lofaði að setja á stofn skrifstofu á Akur- eyri með um 31 starfsmanni, Eim- skip lýsti því yfir að fyrirtækið myndi ráða 10 starfsmenn vegna vaxandi flutninga og SH hét því að kosta eina prófessorsstöðu við Háskólann á Akureyri. Það sem eftir er, um 38 störf, átti að gerast með nýjum störfum í iðnaði og var sérstaklega rætt um umbúðafram- leiðslu í því sambandi. Skoða kosti á iðnaðarsviðinu Jón Ingvarsson segir að ágæt- lega gangi að framkvæma þetta. Ingibjörg segir að þeir Jón Há- kon Magnússon, sem hafí unnið mikið í tengslum við leiðtogafund- inn á sínum tíma, og Ólafur Ragn- ar Grímsson hafi unnið að undir- búningi þessa máls að undanfömu. „Eg hef einnig rætt þessa hug- mynd lítillega við forsætisráðherra því ég tel eðlilegt að forsætisráðu- neytið og Reykjavíkurborg standi sameiginlega að þessu með ein- hverjum hætti. Við munum síðan hittast fljótlega upp úr áramótun- Eimskip sé þegar búið eða að hefj- ast handa við sína áætlun og pró- fessorsstaðan sé til reiðu. Af þeim 70 störfum sem SH ætlaði sjálft að útvega hefur liðlega helmingur komist til framkvæmda, að mati Jóns. Skrifstofan hefur verið opnuð með um 30 starfsmönnum og um 8 störf eru við umbúðafyrirtækið Akóplast. Hann segir að verið sé að skoða ýmsa kosti á iðnaðarsvið- inu en ekki sé hægt að skýra frá þeim á þessari stundu. „Við stöndum við okkar fyrirheit og ekkert bendir til annars en að það takist að fullu á næsta ári,“ segir Jón. um til þess að taka ákvörðun um hvernig megi setja þetta formlega af stað.“ Gorbatsjov tekur vel í hugmyndina Að sögn Ingibjargar hefur þeg- ar verið kannað hvort áhugi sé fyrir þessu bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi og í ljós hafi komið að hann sé talsverður. Hún segir að best væri að fá eins virta menn í stjórnmálum og alþjóðamálum og mögulegt væri til þátttöku og svo virðist sem áhugi sé á málinu meðal háttsettra aðila í áðurnefnd- um löndum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið leitað til Mík- haíls Gorbatsjov um þátttöku og mun hann hafa tekið vel í þá málaleitan. Undur náttúrunnar ENGU líkara er en að kirkja hafi verið reist norður í höfum, sem sjá má á þessari mynd, sem.tekin er um fimmtíu sjómílur norðvest- ur af Látrabjargi. Myndin var tek- in í ískönnunarflugi úti fyrir Vest- fjörðum. ísjakinn á myndinni gnæfir um 70 metra yfir sjávar- borði en eins og kunnugt er, er aðeins um tíundi hluti ísjaka ofan sjávar. Hallgrímskirkja er um 75 m á hæð. Veður til ískönnunar var gott þennan dag, hægviðri og létt- skýjað. Isröndin er næst landinu 29 sjómíhir norðvestur af Kögri og segir Eiríkur Sigurðsson veð- urfræðingur á Veðurstofu íslands að það teljist alls ekki óeðlilegt og að útlitið næstu daga bendi til "að hún muni færast fjær landinu. ♦ ♦ ♦--- Síðasti sauðburð- ur ársins Blönduósi. Morgunbladið. ÆRIN Móra frá Bakka í Vatnsdal bar tveimur lömbum, hrút og gimb- ur, í fyrrinótt. Lömbin voru bæði hvít, stór og falleg. Þetta mun vera í fjórða sinn sem þessi sex vetra ær ber á fengitíma. Kristín Lárusdóttir, húsfreyja á Ba'kka, sagði að þessi kind hefði að líkindum orðið blæsma um versl- unarmannahelgina og þar með hefði grunnurinn að þessum síðasta sauð- burði ársins verið lagður. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 3. jan- úar. vBorgarstjóri kannar alþjóðlegan fund vegna 10 ára afmælis Leiðtogafundar Háttsettir aðil- ar sýna áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.