Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓTASPURNINGAR TIL STJÓRNMÁLAMANNA MORGUNBLAÐIÐ hefur beint spurningum til forustumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Samtaka um kvennalista og Þjóðvaka í tilefni áramóta. Spurningarnar og svörin fara hér á eftir: IMeð hvaða hætti tel- ur þú að nýta beri • efnahagsbatann á næsta ári; til að eyða halla ríkissjóðs, til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, eða til að bæta kjörin? 2Kemur til greina að leyfa erlendar fjár- • festingar í íslensk- um sjávarútvegi í ljósi vax- andi fjárfestinga Islendinga í sjávarútvegi annarra þjóða? Hvernigtelur þú að sjávarútvegsauð- • lindin nýtist best eiganda sínum, íslensku þjóð- inni? 4Leiðtogafundur Evr- ópusambandsins • ákvað fyrir skömmu að taka upp sameiginlegan gjaldmiðii innan ESB á árinu 1999. Hvaða áhrif telur þú, að sameiginlegurgjaldmiðill hafi á samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja? Ríkjaráðstefna Evr- ópusambandsins • hefst snemma á nýju ári. Eftir að henni er lokið, sennilega á árinu 1997, hefj- ast viðræður um aðild nýrra ríkja. TelurJ)ú timabært að ræða aðild Islands að ESB af einhverri alvöru. Forsetakosningar fara fram á næsta • ári. Er tími til kom- inn að gera breytingar á for- setaembættinu, hlutverki þess og valdsviði? * Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Ráðdeild o g aðhald í rík- isbúskapnum meginfor- senda efnahagsbatans i. ÞAÐ ER ætíð markmið stjórn- valda á hveijum tíma að tryggja og bæta kjör fólksins í Iandinu. Þó getur verið umdeilanlegt hvernig því markmiði er best náð. Ekki er ásættanlegt að bæta kjör þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, með enn frekari skuldasöfnun og stöð- ugum hallarekstri ríkissjóðs. Ljóst er að skuldir hins opinbera og halli ríkissjóðs stendur í vegi fyrir efnahagslegum framförum í landinu. Þegar til lengri tíma er lit- ið verða kjörin ekki bætt nema það takist að hemja útgjöld hins opin- bera. Kjarninn í þeirri stefnumörk- un sem kemur fram í ijárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar er sá að trúverðug og ábyrg ríkisfjármála- stefna, sem leiðir til jafnvægis í ríkisbúskapnum, er forsenda þess að vextir geti lækkað, að fjárfesting í atvinnulífmu taki við sér, að hag- vöxtur komist á skrið, og það sem mestu máli skiptir, að störfum fjolgi og atvinnuleysi minnki. Jafnvægi í ríkisfjármálum skapar atvinnu og bætir Iífskjör. Þess vegna verðum við að ná þessu jafnvægi. Velferðar- kerfí sem byggir á skuldasöfnun eða stöðugt hækkandi sköttum mun að lokum springa. Framsóknarflokkurinn setti það fram sem eitt helsta markmið sitt í síðustu kosningabaráttu að skapa skilyrði fyrir a.m.k. 3% hagvexti á Islandi á næstu árum. Við lögðum áherslu á nauðsyn þess að nýta efnahagsbatann til að ná jafnvægi í rekstri ríkissjóðs og stöðva skuldasöfnun. Við töldum það jafnframt meginviðfangsefnið á kjörtímabilinu að skapa fleiri störf og minnka atvinnuleysið. Án at- vinnu geta einstaklingarnir og heimilin ekki tekist á við lífíð með eðlilegum hætti. Enginn getur skapað sjálfum sér og fjölskyldu sinni h'fsfullnægingu nema með vinnu. Þessu markmiði verður ekki náð með síauknum opinberum um- svifum. Þvert á móti verður þessu markmiði fyrst og fremst náð með því að skapa betri skilyrði fyrir enn öflugra atvinnulíf. Flest bendir til þess að meðal fyrirtækja og einstakl- inga gæti vaxandi til- trúar á þeim margvís- legu tækifærum, sem víða blasa við. Þessi tækifæri verða hins vegar ekki nýtt til fullnustu nema hér ríki stöðugleiki og sam- bærilegur fjármagns- kostnaður og rekstrar- umhverfí og í okkar heistu viðskipta- og samkeppnislöndum. Hallalaus ríkisbúskap- ur kallar á mikið að- hald og því miður verð- ur ekki hjá því komist að skerða viðkvæma máláflokka. Þeir sem hafna þessum staðreyndum eru í raun að bjóða upp á áframhaldandi skuldasöfnun og stöðnun í efnahagslífi. Það mun á endanum leiða til vaxandi at- vinnuleysis og aukinna félagslegra vandamála. Slík stefna leiðir að lok- um til efnahagslegs hruns með til- heyrandi kjaraskerðingu. Ráðdeild og aðhald í ríkisbúskapnum eru meginforsenda efnahagsbatans. Í raun eigum við ekkert val ef okkur er alvara að bæta kjörin þegar til lengri tíma er litið. 2. Með skynsamlegri sjávarútvegs- stefnu á undanfömum árum hafa íslendingar náð frumkvæði í sjávar- útvegsmálum sem þjóðin getur ver- ið stolt af. Það er almennt talið að við ráðum við það erfiða verkefni að byggja upp fiskistofna og að standast alþjóðlega samkeppni á mörkuðum heimsins með sjávaraf- urðir. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa náð þeim fjárhagslega styrkleika að geta farið út fyrír landsteinana og tekið þar þátt í áhætturekstri með góðum árangri. Þetta sýnir betur en flest annað styrk íslensks sjávarútvegs, sem þrátt fyrir afla- samdrátt er megnugur þess að standa fyrir meiri verðmætasköpun en oftast áður. Hvort leyfa beri erlendar fjárfest- ingar í islenskum sjávarútvegi eða ekki kemur aukinni útrás íslenskra fyrirtækja í sjálfu sér ekkert við. Það er hins vegar stað- reynd að fjármagn flæðir nú ýfir landa- mæri í öðmm mæli en áður. Við hljótum eins og aðrir að keppa að því að erlendir aðilar ráðist í fjárfestingar hér á landi með það að markmiði að auka hagsæld þjóðarinnar. Meginatriðið er að ís- lenskar auðlindir skapi sem mesta atvinnu og verðmæti' hér á landi og að við séum fram- leiðendur fullunninna afurða en ekki útflytj- endur hráefnis. Yfirráð íslenskra fyrirtækja yfir auðlindinni er meginforsenda þess að fiskurinn, sem veiðist á íslands- miðum, sé hráefni í verðmæta vöru, sem við getum sejt á erlendum mörkuðum. Við verðum að hámarka okkar virðisauka í sjávarútvegi. Yfirráð erlendra aðila yfir auðlind- inni getur auðveldlega leitt til þess að fullvinnslan færist í vaxandi mæli úr landi. í dag hafa erlendir aðilar mikil áhrif á þá vöru sem framleidd er í landinu og má segja að erlendir neytendur séu í raun ráðandi í því efni. 3. Fjárfestingarstefnan í sjávarút- vegi kemur fram í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi og virðist ríkja bærileg sátt um hana. Þar er takmörkuð erlend eignar- aðild í fiskveiðum heimiluð en opnað fyrir erlenda fjárfestingu í full- vinnslu og markaðsstarfi. Þessi stefna er í samræmi við þau sjónar- mið sem koma fram hér á undan. Sjávarútvegsauðlindin nýtist ís- lensku þjóðinni best ef menn um- gangast hana af varúð með framtíð komandi kynslóða í huga. Ríkinu ber að takmarka veiðarnar með það í huga að hámarka afrakstur auð- lindarinnar til lengri tíma litið. Einstaklingarnir og fyrirtæki þeirra þurfa að hafa sem mest frelsi til að skapa sem mest verðmæti úr því, sem til skiptanna er. Enginn vafi er á því að kvótakerf- Halldór Ásgrímsson ið, sem hér var tekið upp hefur dregið úr markaðsbrestum og stór- aukið verðmætasköpunina í land- inu. Bætt afkoma sjávarútvegs hef- ur gert það mögulegt að takast á við þær miklu skuldir, sem sjávarút- vegurinn býr við og að byggja upp fiskistofnana á nýjan leik. Ekkert kerfi er hins vegar galla- laust og það þarf að vera í stöð- ugri endurskoðun og taka breyting- um með tilliti til aðstæðna. Bærileg sátt ríkir um þetta skipulag en þeir eru til, sem telja að það hefði grund- vallarbreytingar í för með sér að byija að skattleggja afnotin. Það eina, sem gerðist með slíku fyrir- komulagi væri að sjávarútvegurinn hefði minna svigrúm til að borga niður skuldirnar og byggja upp fiskistofnana. Það er engin ástæða til að draga úr svigrúmi og mögu- Ieikum sjávarútvegsins til að takast á við þessi meginverkefni. Ef það væri gert hefði hann ekki haft kraft til að standa fyrir framförum og útrás á erlendum vettvangi. Þar með er ekki sagt að sá dag- ur muni aldrei koma að sjávarút- vegurinn geti ekki lagt enn meira af mörkum til sameiginlegra þarfa. Það verður skemmtilegt verkefni að takast á við, þegar hagnaður af auðlindinni er orðið „vandamál“. Þá er að mínu mati eðlilegt að byggðir verði upp sterkir verðjöfn- unarsjóðir fyrir sjávarútveginn, sem geta tekist á við verðsveiflur og aflasamdrátt. Auðlindin nýtist best íslensku þjóðinni, ef handhafar afla- heimildanna hafa skilyrði til að gera sem mest verðmæti úr tak- mörkuðum afla og skapa fjölbreytt störf fyrir vinnufúsar hendur. 4. Erfítt er að meta áhrif sameigin- legs gjaldmiðils í Evrópu á sam- keppnisstöðu íslenskra atvinnu- vega. Þrennt ber þó einkum að hafa í huga í þessu sambandi. í fyrsta lagi má ætla að sameiginleg- ur gjaldmiðill muni auka stöðug- leika og styrkja efnahag ESB-ríkja þegar fram í sækir. Við því er hins vegar að búast að þessi áhrif skili sér hægt því umrædd ríki þurfa að yfirstíga margar hindranir áður en þau geta notið til fulls ávinnings af hagkvæmari tilhögun gengis- mála. Betri og styrkari efnahagur Evrópu mun að sjálfsögðu hafa hagstæð áhrif á íslenskan þjóðarbú- skap. I öðru lagi mun sameiginlegur gjaldmiðill minnka viðskiptakostn- að innan Evrópu og fyrir vikið styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja í ESB á kostnað þeirra sem eru utan myntsvæðisins. I þriðja lagi liggur í eðli máls að einstök ríki sem verða aðilar að myntsvæðinu afsala sér möguleik- anum til að nota gengið í hagstjórn- arskyni. Þetta þrengir vitaskuld kosti einstakra ríkja innan ESB til að hafa áhrif á samkeppnisstöðu með ráðstöfunum heima fyrir. Af þessu má sjá að um gagnverkandi öfl er hér að ræða og verður ekki úr því skorið með vafalausum hætti hver áhrifín verða á íslenskan þjóð- arbúskap og atvinnulíf. Brýnt er hins vegar fyrir íslendinga að hafa nánar gætur á þróun mála í Evrópu og velja hagkvæmustu gengistil- högunina sem jafnframt tekur eðli- legt mið af þörfum atvinnulífsins hér á landi. 5. Evrópa gengur nú í gegnum þriðja umbrotaskeið sitt á þessari öld. í raun er verið að endurskipu- leggja álfuna frá grunni og enginn getur séð fyrir endann á þeirri þró- un. ESB gegnir lykilhlutverki í þessu viðamikla verkefni. Ríkjaráð- stefnan sem hefst á næsta ári er liður í að undirbúa sambandið fyrir þau veigamiklu innri og ytri verk- efni sem það stendur frammi fyrir þ.á m. stækkun. Þannig er hugsan- legt að aðildarríkjum ESB eigi eftir að íjölga um tíu á jafn mörgum árum. Á slíkum umbreytingatímum ríð- ur á að íslendingar haldi vöku sinni og leitist við að skilgreina hags- muni sína út frá breyttum forsend- um. Það er Ijóst að stefna stjórn- valda í Evrópumálum frekar en í öðrum málum getur ekki verið end- anleg og óumbreytanleg. Hana þarf að vega og meta í ljósi þróunarinn- ar hveiju sinni eins og tilefni er til. Hins vegar er óraunhæft að tala um aðild að ESB eins og málin standa nú. Stefna ESB í sjávarút- vegsmálum eins og hún er nú er óviðunandi fyrir okkur íslendinga. Engin Evrópuþjóð myndi afsala sér stjórn á þeirri auðlind sem skapar 70% af gjaldeyristekjum hennar. Ríkisstjórnin mun halda áfram að kynna íslenska hagsmuni og sjónar- mið, þannig að meiri skilningur skapist fyrir sérstöðu okkar. Það er út í hött að sækja um aðild nema vissa liggi fyrir um það hvaða með- höndlun mikilvægustu fjöregg þjóð- arinnar fá. Samskipti íslands við ESB verða því einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu um fyrir- sjáanlega framtíð. 6. Þeir einstaklingar, sem gegnt hafa embætti Forseta íslands, hafa allir sem einn áunnið sér virðingu og ást þjóðarinnar. Það hafa þeir gert innan þess ramma sem lög setja embættinu. Það fyrirkomulag hefur gefist afar vel. Forseti íslands hefur verið sam- einingartákn þjóðarinnar og hafínn yfír dægurþras og deilur. Aukin og annars konar völd myndu breyta eðli embættisins og gætu boðið heim togstreitu. Fyrirkomulagið er ágætt eins og það er og hef ég ekki hugsað mér að vera í farar- broddi með tillögur um breytingar á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.