Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 23 iM.______ Spánverjar? a) Þorsk b) Síld c) Loðnu d) Grálúðu 14 ■ ísraelskir ferðamenn Ientu í hrakning-um vegna ill- viðris í ágúst og mátti minnstu muna að kona úr hópnum léti lífið. Hvar var fólkið á ferð? a) í Kverkfjöllum b) í Þórsmörk c) í Hveradölum d) Við Snæfell 15 ■ Jón Arnar Magnússon var dæmdur úr leik í tug- þrautarkeppni heimsmeistara- mótsins í frjálsíþróttum í Gautaborg í sumar. Hvers vegna? a) Hann mætti of seint í fyrstu grein þrautarinnar, 100 metra hlaupið. b) Hann steig á línu í 400 metra hlaupi. c) Auglýsingin á keppnisbúningi Jóns Amars var stærri en reglur segja til um. d) Brautardómari taldi Jón Arnar með meira skegg en löglegt var í keppni. 16 ■ Heimsþekktur maður var sakaður um „framhjáhald undir berum himni“ snemma árs. Hver? a) John Major, forsætisráðherra Bretlands b) Karl Gústav Svíakonungur c) Karl Bretaprins d) Bill Clinton Bandaríkjaforseti 17 ■ Handknattleiksmaður frá Kúbu gekk í raðir KA- manna á Akureyri fyrir yfir- standandi keppnistímabil og hefur staðið sig mjög vel í vet- ur. Hvað heitir hann? a) Julian Duranona b) Fidel Castro c) Javier Sotomayor d) Irfan Smajlagic 18 ■ í byrjun ársins komust þessir hundar í fréttirnar. a) Þeir fengu 1. verðlaun í keppni hreinræktaðra Worcester-hunda. b) Þeir björguðu eiganda sínum úr jökulsprungu. c) Þeir reyndust úttroðnir af stera- töflum, sem reynt var að smygla til landsins. d) Eigandinn fékk hannyrðaverð- laun fyrir fallegustu tuskuhund- ana. 19 ■ Þessi mynd var tekin þegar: a) Þýski leikarinn Horst Tappert, eða Derrick, kom til landsins ásamt félaga sínum, Harry Klein. b) Samgönguráðherra sýndi á táknrænan hátt hve langt gatna- framkvæmdir borgarinnar næðu, ef ekki kæmi til þátttaka ríkisins. c) Hópur manna, sem kynntist á leið til Þingvalla í fyrra, ákvað að rifja upp þjóðvegahátíðina og strengdi borða í fánalitum yfir veginn. d) Samgönguráðherra vígði um- ferðarmannvirki við Höfðabakka. 20 ■ Sundhöll Reykjavíkur hóf óvenjulega starfsemi í mars, til viðbótar við hefðbund- inn baðrekstur. a) Laugin var rekin sem matsölu- staður um helgar, undir kjörorð- inu „fljótandi fæði - betri líðan í bikini". b) Unglingar fengu að skemmta sér í lauginni fram til kl. 3 aðfara- nótt laugardags. c) Sett var upp sérstök sýning fyrir erlenda ferðamenn, þar sem hitinn í iðrum jarðar var útskýrð- ur. d) Borgarstjórn Reykjavíkur leigði hluta húsakynnanna fyrir smærri fundi. 21. Á árinu komu fram hug- myndir um að nýta húsakost Ióranstöðvarinnar að Gufuskál- um, en starfsemi hennar var hætt á siðasta ári. Hvernig vilja menn nýta húsin? a) Reka þar björgunarskóla. b) Reka þar nýtt fangelsi. c) Æfa víkingasveit lögreglunnar í frelsun gísla. d) Stofna meðferðarheimili fyrir unglinga. 22 . Þekktur erlendur skák- maður tefldi blindskák við Helga Áss Grétarsson fyrr á árinu. Það var: a) Kortsnoj b) Kasparov c) Karpov d) Spasskíj 23 ■ Hvað er maðurinn að gera? a) Hann er að leita að niðurfalli með málmleitartæki. b) Hann er að gera tilraun með að nota vélorf til að þyrla burt snjó. c) Hann er að mæla út hvar bíll- inn hans leynist í snjónum. d) Hann leitar smámyntar, sem talið var að bankaræningjar hefðu misst á flótta. 24 ■ Bandarískt trygginga- fyrirtæki samþykkti sl. vor að lána 2,4 milljarða til að fjár- magna framkvæmd hér á landi. Hvaða framkvæmd er Jþað? a) Stækkun álvers ISAL í Straumsvík. b) Bygging zinkverksmiðju að Grundartanga. c) Tvöföldun Fljótsdalslínu á næstu þremur árum. d) Gerð jarðganga undir Hvalfjörð. 25 ■ Jóhannes Jónsson, kaup- maður í Bónus, var staddur á Eiðistorgi nú í byrjun nóvember þar sem myndin var tekin. Af hvaða tilefni var hann þarna? a) Það vantaði bensín á bílinn. b) Hann var að opna nýja bensín- stöð. c) Hann var á leið í Hagkaup til að versla d) Hann var að opna nýja Bónus- verslun við Eiðistorg. 26 . Flugleiðir hf. munu á næsta ári hefja áætlanaflug til tveggja nýrra áfangastaða í Norður-Ameríku. Hvaða staði er þar um að ræða? a) Boston og Halifax. b) Los Angeles og Miami. c) New York og Baltimore. d) Tulsa og San Francisco. 27 ■ Helstu kaupfélög lands- ins, Olíufélagið og Nóatúns- verslanirnar ætla að sameinast um innkaup á nýlenduvörum frá og með þessum áramótum. Hvað heitir hið nýja innkaupa- fyrirtæki þeirra? a) Innkaupasamband kaupfélaga b) Kaupvangur c) Búr d) Baugur 28 . íslenskt lyfjafyrirtæki hefur náð að selja hjartalyf til Þýskalands fyrir um 700 milljónir króna á þessu ári. Hvað heitir þetta fyrirtæki? a) Pharmaco hf. b) Lyfjaverslun Islands hf. c) Delta hf. d) Lyf hf. 29 ■ Samherji hf. á Akureyri gekk frá kaupum á helmingi hlutafjár í þýzka útgerðarfyrir- tækinu Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven í nóvember. Hvaða aðili var einnig á höttun- um eftir þessu hlutafé? a) Norski auðkýfingurinn Kjell Inge Rökke b) Grandi hf. c) Útgerðarfélag Akureyringa hf. d) íslenskar sjávarafurðir hf. 30 ■ Mikil hátíðahöld voru hjá Granda hf. fyrr á árinu? Af hvaða tilefni voru þau? a) Haldið var upp á 10 ára afmæli. b) Fyrirtækið fékk aukinn kvóta. c) Nýtt frystihús var tekið í notk- un. d) Alþingi samþykkti að leggja á veiðileyfagjald. 31 ■ SR-n\jöl hf. hefur ákveð- ið að reisa nýja loðnuverk- smiðju. Hvar verður hún á land- inu? a) Á Fáskrúðsfirði b) í Reykjavík c) I Helguvík í Reykjanesbæ d) Á Þórshöfn 32 ■ Togaranum Má SH var meinað að leggjast að bryggju í Noregi eftir að hafa fengið net í skrúfuna við veiðar í . Smugunni í júlí sl. Eftir þriggja daga þref fékkst loks lausn í málinu. Hver var hún? a) Varðskipið Týr dró togarann til hafnar á íslandi. b) Skipið sigldi til hafnar á Sval- barða fýrir eigin vélarafli þar sem viðgerð fór fram. c) Kafari frá norska varðskipinu Nominni losaði netið úr skrúfunni utan norskrar lögsögu. d) Skipið fékk aðstoð hjá rúss- neskum togara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.