Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 5-11ARA Þrenri verðlaun eru veitt fyrir lausnir á bamagetraun. 1. verðlaun eru leikföng að eigin vali frá verslunum Leikbæjar, að andvirði 20 þúsund krónur. 2. verðlaun eru bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli, að and- virði 10 þúsund krónur og 3. verðlaun eru geislaplötur að eigin vali frá Skífunni, að andvirði 5 þúsund krónur. Að auki fá allir vinningshafar vekjaraklukku merkta Morgunblaðinu. Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Skrifið nafn og aðrar upplýsingar í þar til gerðan reit, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á: Morgunblaðið - barnagetraun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 15. janúar. 1 ■ Hvað eru simanúmer á fs- landi margir tölustafir? a) Átta. b) Sjö. c) Fimm. d) Níu. 2m í upphafi ársins var til- kynnt hver var kosinn íþrótta- maður ársins fyrir 1994. Hver varð fyrir valinu? a) Geir Sveinsson. b) Magnús Scheving. c) Arnór Guðjohnsen. d) Sigurður Jónsson. 3. Vigdís Finnbogadóttir hættir sem forseti næsta sum- ar. En hvað hefur hún verið forseti lengi? a) Frá 1990. b) Frá 1984. c) Frá 1980. d) Frá 1992. 4. íslensk kvikmynd um hrausta stráka er sýnd í bíó núna. Hvað heitir hún? a) Benjamín skrúfa. b) Benjamín húfa. c) Benjamín dúfa. d) Sagan af Benjamín Ijúfa. 5. Hvaða lið varð sigurvegari í bandarísku NBA-körfubolta- deildinni síðastliðið vor? a) Miami Heat. b) Chicago Bulls. c) Houston Rockets. d) Orlando Magic. 6. Forseti Rússlands hefur tvisvar sinnum verið lagður inn á spítala á árinu en hann er hjartveikur. Hvað heitir hann? a) Lada Moskvitsjov. b) Ivan Rebroff. c) Borís Jeltsín. d) Míkaíl Gorbatsjov. 7 ■ Tvær nýjar sjónvarpsstöðv- ar hófu útsendingar í haust. Þær heita: a) Stöð 3 og Sýn. b) Stöð 2 og Sjón. c) Stöð 2 og Stöð 3. d) MTV og Stöð 4. 8. Ný 100 krónu mynt er kom- in í staðinn fyrir 100 krónu seðilinn. Af hvaða fiski er mynd á nýju myntinni? a) Laxi. b) Hrognkelsi. c) Sfld. d) Loðnu. 9. Hver var þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik á heimsmeistarakeppninni á ís- landi í mai? a) Þorbjöm Jensson. b) Þorbergur Aðalsteinsson. c) Þorbergur Jensson. d) Þorbjörn Aðalsteinsson. 10 ■ Hvað heitir hinn vondi föðurbróðir Simba í Konungi ljónanna? a) Ari. b) Skari. c) Snarfari. d) Pocahontas. 11» Hver var ráðinn lands- liðsþjálfari íslands í knatt- spyrnu karla á haustdögum, eftir að Ásgeir Elíasson hætti? a) Bo Johansson. b) Logi Ólafsson. c) Guðni Kjartansson. d) Eggert Magnússon. 12 ■ Björk Guðmundsdóttir gaf út nýja plötu á árinu. Hvað heitir hún? a) Post. b) Host. c) Ghost. d) Lost. Naín: Aldur: Sími: Heimili: Staður: BARNA- GETRAUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.