Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Varðandi skattamálin er sérstök ástæða til að lýsa efasemdum í sam- bandi við áform um upptöku svokall- aðs fjármagnstekjuskatts. Athuga þarf gaumgæfilega frá öllum hliðum hver gætu orðið áhrif þeirrar breyt- ingar, áður en henni verður hrint í framkvæmd. Þegar að er gáð er margt sem bendir til að skattheimta af þessu tagi sé óskynsamleg í ljósi allra aðstæðna. Til dæmis er ástæða til að ætla, að hún leiði til aukins kostnaðar hjá fyrirtækjum á ljár- magnsmarkaði og talsverðra vaxta- hækkana. Hækkun vaxta gengur þvert á markmið um að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum og er ekki til þess fallin að stuðla að bættu ástandi í atvinnumálum. Þá má nefna, að álagning fjármagnstekju- skatts dregur úr hvatanum til þess að leggja fé til hliðar, en lítill inn- lendur sparnaður hefur lengi verið vandamál í íslensku efnahagslífi. Nú, þegar meira frelsi ríkir í sam- bandi við íjármagnsflutninga en áður, verða menn líka að gera sér grein fyrir því, að upptaka fjár- magnstekjuskatts gæti leitt til stór- fellds fjármagnsflótta úr landi. Endurskoðun vinnulög- gjafarinnar tímabær Annað atriði, sem getur stefnt stöðugleikanum í hættu, er ástandið á vinnumarkaðnum. Átök á þeim vettvangi gætu orðið til þess, að sá árangur í efnahágs- og atvinnumál- um sem náðst hefur að undanförnu gæti orðið að engu á skömmum tíma. Talsverður órói hefur verið í kjara- málum á undanförnum vikum og mánuðum og er vonandi að hægt verði að ná viðunandi niðurstöðu í þeim ágreiningsmálum, sem þar eru enn óleyst. Hins vegar hljóta menn að leiða hugann að því í þessu sam- bandi, hvort ekki sé ástæða til að endurskoða vinnulöggjöfina. Hún hefur verið óbreytt að mestu i tæp- lega 60 ár og öllum má vera ljóst, að aðstæður á vinnumarkaði eru allt aðrar í dag en á þeim tíma. Þá taldi löggjafinn sérstakt tilefni til að setja í lög ýmis ákvæði til að styrkja stöðu verkalýðshreyfingar- innar gagnvart atvinnurekendum. Nú er afl hennar hins vegar orðið slíkt, að ekki ætti að vera nein sér- stök þörf á lagareglum af því tagi. Reynsla undanfarinna ára hefur líka leitt í ljós, að það eru ekki fjölmenn félög láglaunafólks, sém einkum njóta góðs af þeirri stöðu, sem vinnu- löggjöfin tryggir stéttarfélögum, heldur lítii félög starfshópa, sem verða að teljast ágætlega settir hvað launakjör varðar. Það er raunar brýnt að athuga sérstaklega í sam- bandi við endurskoðun vinnulöggjaf- arinnar, hvernig koma megi í veg fyrir að fámennir en öflugir hópar launafólks geti hvað eftir annað náð mun meiri kjarabótum en almennt gerist á vinnumarkaðnum með því að beita þvingunaraðgerðum sem oftar en ekki beinast að aðilum, sem ekki eiga sjálfir aðild að kjaradeilun- um. Lengi hefur verið rætt um nauð- syn þess að taka þessi mál til endur- skoðunar, en mikilvægt er að fresta því verkefni ekki lengur. í tengslum við vinnumarkaðsmál- in er líka ástæða til að geta þess, að Verslunarráð íslands hefur talið mikilvægt að lífeyrissjóðakerfið í landinu væri endurskoðað. Þar hefur ráðið barist fyrir auknu valfrelsi og samkeppni, þannig að skylduaðild að einstökum lífeyrissjóðum væri afnumin, jafnvel þótt áfram yrði fyrir hendi almenn skylda til að greiða iðgjöld til einhvers lífeyris- sjóðs. Mikilvægt að auka samkeppni Á síðasta ári gekk í gildi landbún- aðarhluti GATT-samningsins, en það hefur valdið vonbrigðum hve lítil opnun fyrir innflutning landbúnað- arafurða fylgdi í kjölfar þess. Islensk stjórnvöld hafa notað heimildir sam- kvæmt samningnum til að vernda innlenda framleiðslu til hins ítrasta í stað þess að haga málum með þeim hætti, að innflutningur gæti skapað raunverulega samkeppni á þessum markaði. í haust var einnig gengið frá nýjum búvörusamningi milli stjórnvalda og bænda. Þar voru ekki stigin nægilega stór skref í átt til frelsis í framleiðslu og verðlagningu afurða. Þessi tvö mál sýna, að stjórn- völd vantar nýja framtíðarsýn í þess- um mikilvæga málaflokki. Er von- andi, að á næstu árum verði stigin stærri skref í þá átt að breyta starfsumhverfi landbúnaðarins, enda sýnir reynslan að núverandi verndunar- og miðstýringarkerfi kemur hvorki neytendum né fram- leiðendum til góða. Það er engin ástæða til að ætla annað, en að í þessari grein, eins og annars staðar í atvinnulífinu, skili fijáls samkeppni mestum árangri. Þetta leiðir hugann að samkeppni á öðrum sviðum. Staðreyndin er sú, að alltof stór hluti af atvinnustarf- semi hér á landi býr ekki við frjálsa og heilbrigða samkeppni. Þar er bæði um að ræða rekstur, sem opin- berir aðilar hafa sjálfir með höndum, og ýmsa starfsemi, sem nýtur sérs- takrar verndar hins opinbera. Ef íslendingar vilja bæta árangurinn í atvinnulífi sínu er nauðsynlegt að á þessu verði breyting. Afnema þarf einokun og samkeppnishömlur þar sem þær er að fínna og færa þá starfsemi til einkaaðila, þar sem þeir eru jafn vel eða betur í stakk búnir til að annast en hið opinbera. Ein mikilvægasta aðgerðin, sem beita þarf í þessu sambandi, er einkavæðing opinberra fyrirtækja og stofnana. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst á því sviði, en að mati Verslunarráðs er þar alls ekki nóg að gert. Reynsla manna, bæði hér á landi og erlend- is, sýnir að einkavæðing leiðir til aukinnar arðsemi fyrirtækja og stofnana, bætir stjórnun þeirra, styrkir samkeppni á markaðnum og er til þess fallin að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og þar með í atvinnurekstri. Ríkis- stjórnin hefur nú nýverið skipað nýja framkvæmdanefnd um einka- væðingu og standa vonir manna til þess, að hún móti skýra framtíðar- stefnu í þessum málum. Mikilvægt er að menn geri sér ljóst hvaða verk- efni eru framundan á þessu sviði og hver forgangsröðin á að vera, þann- ig að einkavæðingaraðgerðir verði ekki jafn tilviljunarkenndar og stundum hefur verið á undanförnum árum. Góð reynsla af EES Um þessi áramót eru tvö ár liðin frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi. Nokkur reynsla ætti því að vera komin á áhrif hans og afleiðingar. Þegar hefur komið í ljós, að Islendingar hafa fengið aukin tækifæri til að láta til sín taka á evrópskum mark- aði og vænta má þess að sú þróun haldi áfram. Einnig hefur komið á daginn, að hrakspár andstæðinga EES-samningsins voru ekki á rökum reistar. Sumir þeirra héldu því til dæmis fram, að samningurinn myndi leiða til þess að erlendir auðmenn keyptu hér upp náttúruauðlindir og jarðeignir í stórum stíl og Islending- ar yrðu nokkurs konar leiguliðar í eigin landi. Aðrir lýstu miklum áhyggjum af því að hingað flyttust stórir hópar launafólks frá Suður- Evrópu í leit að betri lífskjörum, með þeim afleiðingum að allt jafn- vægi á vinnumarkaði færi úr skorð- um. Þessar hrakspár, og aðrar af sama toga, hafa reynst tilefnis- lausar. Reynslan af EES-samningnum hefur til þessa verið mjög góð og íslendingar hafa haft hag af því samstarfi, sem þeir gerðust þátttak- endur í með gildistöku hans. Á hinn bóginn er ekki ljóst á þessari stundu, hvert framhaldið verður í þeim efn- um. Eftir inngöngu Finnlands, Sví- þjóðar og Austurríkis í ESB árið 1994 er EFTA-stoð EES orðin mun veikari en ráð var fyrir gert og ýmsir atburðir hafa orðið til þess að vekja ótta manna um að EES- samningurinn veiti ekki fullnægjandi tryggingar fyrir ftjálsum aðgangi sjávarafurða að markaði ESB. Þar er auðvitað um mikilvægustu við- skiptahagsmuni þjóðarinnar að ræða. Islendingar kunna því hugsan- lega að standa frammi fyrir því inn- an fárra ára, að tryggja þurfi við- skiptahagsmuni landsins gagnvart ESB með öðrum hætti en EES- samningnum. Rétt að undirbúa aðildar- viðræður við ESB Það er því ljóst, að við íslendingar verðum að marka okkur stefnu varð- andi það, að hve miklu leyti við vilj- um taka þátt í þeirri þróun, sem á sér nú stað í Evrópu. Þar eru að verða miklar breytingar, sem við verðum að fylgjast vandlega með. Á árinu 1996 hefst ríkjaráðstefna ESB, sem hefur það hlutverk að móta framtíðarstefnu sambandsins á ýmsum mikilvægum sviðum. Þar skýrist líka, hvernig inntöku nýrra ríkja verður háttað á næstu árum. Fyrir liggur, að aðild íslands að ESB getur ekki orðið að veruleika fyrr en að ráðstefnunni iokinni. Það er hins vegar ekki nóg fyrir okkur íslendinga að sitja með hendur í skauti og bíða eftir niðurstöðum hennar, heldur verðum við nú þegar að hefjast handa við að meta kosti og galla hugsanlegrar aðildar í fullri alvöru. Við verðum að setja okkur samningsmarkmið og átta okkur á því, við hvaða skilmála af hálfu ESB við teljum okkur geta unað. Að þeirri vinnu lokinni er eðlilegt framhald að láta á það reyna í aðildarviðræð- um, hveiju við getum náð fram af markmiðum okkar. Þegar niðurstöð- ur slíkra viðræðna liggja fyrir getum við tekið endanlega afstöðu til þess, hvort við eigum að ganga til liðs við ESB eða ekki. Bjarni K. Grímsson fískimálastjóri Fiskifélag Islands NÚ í lok ársins 1995 er við hæfi að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. í sjávarútvegi varð árið um margt eftirminnilegt og ber þar hæst að samningar náðust á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um veið- ar á úthöfunum. Einnig að nokkuð þokaðist í samningum okkar við Norðmenn og Rússa um veiðar í Barentshafi. Þar er þó lokakaflinn eftir og getur hann reynst okkur mjög torsóttur. Varðandi fiskveiðar okkar íslendinga er árið 1995 gott meðalár og í heildarmagni í og við okkar fiskveiðilögsögu veiddum við yfir eina og hálfa milljón tonna, en ef við bætum öðrum afla við, sem veiddur var á fjarlægum miðum, fer aflinn í magni yfir 1,6 milljónir tonna. Á hinn bóginn ber að líta á að botnfiskaflinn á heimamiðum hefur aldrei verið jafn lítill í um hálfa öld og sambærilegan þorskafla er ekki að finna nema á árunum fyrir 1940. Fiskifélag íslands, Aflatölur Endanlegar tölur 1986-1994 og áætlun 1995. Allar tölur eru í þús- undum tonna, m.v. óslægðan fisk. Auk þessa afla hafa íslensk skip veitt um 35.500 tonn af fiski í Barentshafi (Smugunni), mest af þeim afla er þorskur. Verðmæti Smuguaflans er áætlað kr. 2.500 milljónir og er þá miðað við meðal- verð á afla eins og það er hérlend- is. Þá má ætla að um 5-6.000 tonn af rækju hafi verið veidd af íslensk- um skipum á Flæmingjagrunni við Nýfundnaland og má ætla verð- mæti þess afla um 950 m.kr. í heild er afli íslenska fiskiskipaflotans 1.606 þús. tonn og er því orðinn eins og í góðu ári. Þess ber þó að geta að botnfiskafli hefur sjaldan, og aldrei á síðasta aldarijórðungi, verið minni en í ár. Þá ber þess að geta að til viðbótar þessu hafa er- lend skip landað hér á landi um 30.000 tonnum af fiski; 6.800 torin af því voru loðna, en um 10.800 tonn voru þorskur. Ef skoðuð er meðfylgjandi tafla frá Fiskifélagi íslands, sem sýnir afla okkar íslendinga sl. níu ár og áætlun fyrir árið 1995j sést að áætlaður heildarafli Islendinga verður árið 1995 um 1.565 þús. tonn. Aflinn er þó öðruvísi saman- settur en áður og má þar benda á að botnfískur er aðeins 474 þús. tonn á móti 521 þús. tonnum í fyrra, 574 þús. tonnum (1993), 698 þús. tonnum árið 1988 og 585 þús. tonn- um árið 1992. Því hefur afli í þess- um fisktegundum dregist verulega saman og er mesti samdrátturinn í þorskinum. Þetta er fjórða árið í röð sem þorskafli fer undir 300 þús. tonn og í annað skiptið sem hann fer undir 200 þús. tonn en ekki eru önnur dæmi þess síðan árin 1942, 1948 og 1951, en þá varð þorskaflinn 182.274 tonn (1942), 195.319 tonn (1948) og 197.975 tonn (1951), en síðan komu mun betri aflaár í þorski eftir það og er meðalþorskafli íslendinga á síðustu hálfri öld um 280 þús. tonn á ári. Á móti þessum mikla sam- drætti í þorskveiðum hefur hins vegar rækjuveiðin margfaldast á nokkrum árum, þannig hefur hún rúmlegátvöfaldast á síðustu fjórum árum og tæplega þrefaldast á síð- ustu tíu árum. Þannig veiddum við rúm 72 þús. tonn af rækju á síð- asta ári og virðumst ætla að ná svipuðu marki aftur í ár, en árið í fyrra (1994) var algert metár í rækjuveiðum okkar íslendinga. Veiðar á karfa hafa verið tals- vert í sviðsljósinu í ár og er annars vegar um að ræða veiðar á hefð- bundnum miðum og hins vegar veiðar í úthafinu langt suður á Reykjaneshrygg. Veiðarnar á hefð- bundinni slóð við landið hafa geng- ið treglega og er mikið rætt um að of nálægt fiskistofnunum sé gengið og á síðasta ári voru gerðar ráðstafanir til að loka stórum svæð- um fyrir veiðum á karfa og giltu þær líka í ár. Tölur sýna einnig að dregið hefur úr veiðum á þessari fiskislóð og hefur aflinn minnkað verulega frá fyrra ári og er nú svip- aður og á árunum 1986-7. Úthafs- veiðarnar hafa gengið mjög illa og er veiðin rétt rúmur helmingur þess sem veiddist á síðasta ári. Fiski- fræðingar áætla að fiskistofninn sé í góðu ástandi og því er þessi veiði nokkurt áfall, en saman geta farið ákveðin náttúruskilyrði og stærð hafsvæðisins, þ.e. að fiskurinn hafi hreinlega ekki fundist. Þá hefur verkfall sjómanna í vor haft einhver áhrif því það stóð einmitt á þeim tíma þegar erlend skip veiddu mest. Fjölmargar aðrar þjóðir veiða úr þessum stofni og er áætlað að óhætt Heiti f.teg 1986 1987 1988 1989 1990 áætlun 1991 1992 1993 1994 1995 Þorskur 366 390 376 354 334 307 267 251 178 168 Ýsa 47 40 53 62 66 54 46 47 58 59 Ufsi 64 78 74 80 95 99 78 70 63 49 Karfi 86 88 94 92 91 96 94 96 95 88 Úthafskarfi 0 0 0 1 4 8 14 20 47 29 Steinbítur 12 13 15 14 14 18 16 13 13 12 Grálúða 31 45 49 58 37 35 32 34 28 27 Skarkoli 13 11 14 11 11 11 10 13 12 11 Annar botnf. 13 20 23 20 22 27 28 30 27 31 Botnf. alls 632 684 698 693 674 654 585 574 521 474 Humar 2,6 2,7 2,2 1,9 1,7 2,2 2,2 2,4 2,2 1,0 Rækja 36,2 38,6 29,7 26,8 29,8 38,0 46,9 53,0 72,8 72,0 Hörpudiskur 16,4 13,3 10,1 10,8 12,4 10,3 12,4 11,5 8,4 8,3 Síld 66 75 93 97 90 79 123 117 130 120 Íslandssíld 0 0 . 0 0 0 0 0 0 21 174 Loðna 895 803 909 650 692 256 797 940 748 710 Annað 3,4 7,7 10,4 9,9 2,5 4,6 2,3 0,9 7,6 5,7 Heildarafli 1651 1625 1752 1489 1502 1044 1569 1699 1511 1565 sé að taka um 150 þús. tonn á ári úr djúphafskarfastofninum. Það eru því miklir möguleikar fyrir íslend- inga að veiða þarna og ekki síst eftir að aðrar þjóðir hafa sýnt okk- ur að ekki er um árstíðabundnar veiðar að ræða eins og haldið var í upphafi. Fylgjast verður vel með ástandi mála á þessu svæði þannig að hagsmunir okkar íslendinga verði ekki fótum troðnir. Loðnan veiddist vel á vetrarver- tíðinni og ekki spillti fyrir að verð á afurðum var mjög gott svo og veðrið. Sumarvertíðin brást hins vegar alveg og var veiði bönnuð vegna smáloðnu. Þá hefur veiði nú í haust verið dræm og loðnuafli á árinu því enn dregist saman og er nú ekki nema 710 þús. tonn þannig að ekki náum við að veiða okkar hlut af loðnukvótanum eitt árið enn. Heildaraflinn á árinu 1995 er áætlaður 1.565 þús. tonn og hefur hækkað frá fyrra ári um rúm 40 þús. tonn. Ef litið er til samdráttar- ins í botnfiskveiðum má segja að þessi aukning sé að stærstum hluta vegna síldar, en síldveiðar hófust af krafti nú fyrri hluta sumars, þ.e. í maí og júní. Veiddust nú í ár 174 þús. tonn af Íslandssíld á móti 21 þús. tonnum árið áður. Verðmæti aflans á árinu 1995 er áætlað um 48,4 milljarðar króna, miðað við óslægðan fisk upp úr sjó. Á árinu 1994 nam heildarverðmæt- ið um 49 milljörðum kr. og heildar- aflinn varð 1.511 þús. tonn. Árið 1993 varð heildaraflinn 1.699 þús. tonn og verðmæti hans um 49,8 milljarðar króna. Þannig hefur afla- verðmætið sveiflast mun minna en magnið og endurspeglar þetta bæði samsetningu aflans, þ.e. stærri hluti hans er verðmeiri fiskur eins og rækja; í ár verður aukningin í síld og því kemur verðmætið ekki eins upp með auknu magni, og svo hitt, að markaðsaðstæður hafa verið hagstæðar og fiskverð því hreinlega hækkað á sumum tegundum. Talið í dollurum nemur verðmæti aflans upp úr sjó 747 milljónum en það nam 700 milljónum á síðasta ári (739 millj. USD árið 1993). Því er um 6,7% aukningu að ræða milli ára. Sé miðað við SDR var virði aflans um 490 milljónir bæði árin og veldur mismunandi gengisþróun þessu. Tekið skal fram að miðað er við meðalgengi jan./nóv. bæði árin. Fyrir utan þessar tölur eru veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum s.s. í „Smugunni" og á „Flæmingja- grunni", en á báðum þessum haf- svæðum hafa íslendingar verið við veiðar og má ætla að aflinn úr Smugunni sé orðinn rúm 35 þús. tonn og verðmæti hans m.v. fisk upp úr sjó á meðalverði hér innan- lands sé um 2,5 milljarðar kr. Rækj- una á Flæmingjagrunni hafa íslend- ingar nú veitt í yfír þijú ár og veiddu 2.200 tonn árið 1993, 2.400 tonn árið 1994 og nú í ár er aflinn um 5.500 tonn og má ætla að verðmæt- ið verði um 950 milljónir kr. m.v. hráefni upp úr sjó. Ef verðmæti þessi eru reiknuð með vinnsluvirði um borð, þar sem flest þeirra skipa sem hafa stundar þessar veiðar eru vinnsluskip, hleypur verðmætið á nokkrum milljörðum og er það kærkomin búbót fyrir útgerðina og þjóðarbúið í heild. Á síðustu árum hefur fyrir alvöru verið hafinn innflutningur á hráefni til fiskvinnslu hér á landi og á þessu ári hafa erlend fiskiskip landað á íslandi til vinnslu um 30 þús. tonn- um á móti um 60 þús. tonnum í fyrra. Þar verður að hafa i huga að af þessum 60 þús. tonnum var rúmlega helmingur loðna eða 37.660 tonn, en loðnan er ekki nema 6.800 tonn í ár. Þannig er það magn sem fer til vinnslu mjög svipað ef loðnan er dregin frá eða um 22-23 þús. tonn. Mest af þess- um fiski er þorskur eða um 11 þús. tonn, þá karfi um 7.300 tonn og svo rækja um 2.200 tonn. Auk þessa kemur svo til umskipunar (transit) verulegt magn af fiski, aðallega karfi og rækja. Má áætla að um 30 þús. tonn af karfa hafi komið hér til umskipunar og um 2.500 tonn af rækju. Þessi umsvif hafa skapað ótal störf bæði í þjón- ustu og í vinnslu sjávarafurða og eru ekki lítil búbót fyrir þjóðina. Vegna þessa hefur Fiskifélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.