Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÁRAMÓTIN? Forsvarsmenn ýmissa hagsmuna- og heildarsamtaka í samfélaginu horfa um öxl og fram á veg hér á síðum blaðsins í tilefni áramóta. Ari Teitsson, formaður Bændasam- taka íslands Landbúnað- arvörur lækka og laun bænda Sameining bændasamtakanna ÁRIÐ 1995 var tímamótaár í sögu bændastéttarinnar á íslandi. Bún- aðarfélag íslands, stofnað 1839, og Stéttarsamband bænda, stofnað 1945, sameinuðust í Bændasamtök Islands. I framhaldi af þessari sam- einingu hefur verið unnið að verka- skiptasamningum á milli aðila innan landbúnaðarins sem ætlunin er að leiði til markvissara, samhæfðara og skilvirkara félagsstarfs. Næsta brýna verkefni á sviði félagsmála er að auka áhrif og' ábyrgð bænda á rekstur afurðastöðva og sé sú ábyrgð í takt við störf og stefnu samtaka bænda heima í héruðum. í framhaldi af þessum breyting- um binda bændur vonir við að nýta megi betur þá Qármuni sem varið er til rannsókna, leiðbeininga og kennslu á sviði landbúnaðar. Öflug starfsemi á þessum sviðum er und- irstaða framfara og þróunar og grundvöllur þess að unnt verði að tryggja samkeppnishæfni greinar- innar. GATT fjallar um annað en ótakmarkað frelsi Á árinu var gengið frá löggjöf til fullgildingar GATT-samkomu- lagsins. Löggjöfin þrengir verulega hag í sumum greinum landbúnaðar þótt flestir bændur geti sæmilega við unað. Höfuðmáli skiptir þó að sá aðlögunartími sem samningur- inn, og löggjöf hans vegna, gefur, verði vel pýttur og landbúnaðurinn og úrvinnslugreinar hans verði að honum loknum fær um að takast á við harðnandi samkeppni. Áhyggj- um veldur í því sambandi þröng staða í atvinnumálum þjóðarinnar og þar með erfiðleikar í framkvæmd alls sem nefnt er hagræðing, hvort sem er f frumframleiðslu eða úr- vinnslu. Mikil umræða hefur orðið um útfærslu GATT-samningsins hjá þeim þjóðum sem aðild eiga að honum. Á aðalfundi alþjóðasambands mjólkuriðnaðarins á liðnu hausti kom fram að þessi lota samningsins snýst ekki um ótakmarkað frelsi í heimsviðskiptum með landbúnaðar- afurðir. Allar þjóðir vilja vernda heimamarkaðinn og samningurinn gengur fýrst og fremst út á að marka leikreglur fyrir þróun í átt til eðlilegra heimsviðskipta með búvörur. Næsta lota GATT-samninga sem hefst 1999 mun beinast að minnk- andi innflutningsvernd og auknum heimsviðskiptum þótt vonandi verði jafnframt lögð áhersla á umhverfís- sjónarmið. Tímann fram að alda- mótum munu því flestar þjóðir nýta til aðlögunar, nýtingar nýrra mögu- leika á sviði tækni og kynbótastarfs og lækkunar kostnaðar á öllum stigum framleiðslu og vinnslu land- búnaðarvara. Náum við ekki sama árangri og aðrir, má búast við að íslenskur landbúnaður lendi í miklum erfíð- leikum í byijun næstu aldar. íslenskar landbúnaðarvörur hafa lækkað umtalsvert Frá því þjóðarsáttin var gerð árið 1990 áttu ekki að verða miklar hlutfallslegar breytingar á kjörum hinna ýmsu stétta þessa lands. Harðnandi umræða síðustu vikna bendir þó til að eitthvað hafí farið úr böndum og stéttirnar hafí fengið mismiklar kjarabætur. Ein er þó sú stétt sem engar kjarabætur hefur fengið síðan 1991, en það eru bænd- ur. A umræddu tímabili hafa flestar landbúnaðarvörur lækkað í verði um 10-30% í nafni hagræðingar og samkeppni. Kostnaður við fram- leiðsluna hefur ekki lækkað að sama skapi enda þar margt í föstum skorðum. Afleiðingin er sú að laun flestra bænda hafa lækkað veru- lega. Lækkandi verð á mjólk sam- fara auknum gæðakröfum í fram- leiðslunni hefur þrengt mjög hag mjólkurframleiðenda, vaxandi erf- iðleikar eru í öllum kjötframleiðsiu- greinum og garðyrkja hefur búið við þröngan kost, m.a. vegna aukins innflutnings. Við þrengdan hag má ætíð búast við að hver reyni að bjarga eigin skinni. Því virðist ljóst að ekki verð- ur ráðið við aðsteðjandi vanda né farið inn á nýjar brautir nema bændastéttin þjappi sér betur sam- an og úrvinnsla og sölustarf land- búnaðarins sé hluti af nýrri breið- fylkingu. Búvörusamningurinn - Nýjar leiðir Allt frá landnámsöld hafa sauð- fjárframleiðslan og byggðin í land- inu haldist í hendur. Það hefur gert það að verkum að pólitískur vilji hefur verið til að styðja þessa grein umfram aðrar greinar landbúnaðar- ins. Nýgerður búvörusamningur er staðfesting þessa og er raunar ekki eingöngu samningur um kindakjöt, ull og gærur. Fjármunum samn- ingsins er einnig varið til stuðnings landgræðslu, skógrækt og tilraun- um til nýrrar atvinnustarfsemi og endurmenntunar og þjálfunar þess fólks sem vonandi verður áfram útverðir byggðarinnar í landinu, þá og því aðeins verður hægt að tala um lifandi landsbyggð á næstu öld. Miklu varðar að íjármunir samn- ingsins nýtist vel og þeir sem hans njóta verði í samningslok færari en áður um að takast á við nýtt um- hverfí. Ekki þýðir þó að loka augunum fyrir því að þrátt fyrir nýgerðan samning má búast við vaxandi fé- lagslegum vandamálum í dreifðari byggðum. Meðalaldur fólks hækkar vegna þess að ungt fólk sættir sig illa við þau lífskjör sem völ er á. Rekstur grunnskóla verður víða erfíður og allt félagslíf dofnar. Holl fæða - Undirstaða góðrar heilsu Á síðustu árum hefur orðið sam- dráttur bæði í neyslu kjöts og mjólk- urafurða. Þetta hefur valdið erfíð- leikum bæði á framleiðslu- og vinnslustigi landbúnaðarvara, en um hina hliðina er minna rætt, þ.e. hvaða áhrif neyslubreytingar hafa á heilsu þjóðarinnar. Vitað er að fólk sem er að taka út vöxt þarf kjamgóða og vítamínríka fæðu ef ná á fullum þroska og búast má við að hollusta fæðu í uppvexti hafí áhrif á þrek og heilsu síðar á lífsleiðinni. Islensk matvara hlýtur alþjóðaviðurkenningu Almenn umræða um aukefni í landbúnaðarvörum og aðferðir við framleiðslu fer faxandi, sérstaklega í Evrópu og N-Ameríku. Víða hafa verið sett lög og reglugerðir til skil- greiningar á lífrænni framleiðslu og eftirspurn eftir slíkri framleiðslu fer vaxandi. Slík lög voru sett hér- lendis á vordögum 1995 og hefur verið unnt að kaupa hér vissar af- urðir, lífrænt vottaðar. Líklegt er þó að næsta stig, landbúnaðarvörur án aukefna, framleiddar við eðlileg- ar aðstæður, án mengunar láðs og lagar, verði þær vörur sem íslensk- ir búvöruframleiðendur leggja áherslu á, bæði fyrir innlendan og erlendan markað, enda flest íslensk búvara nærri þeim mörkum sem slíkri vöru eru sett. Almenn holl- usta og gæði íslenskra matvara hljóta æ oftar alþjóðaviðurkenningu og nú er íslenskur matur eitt af því sem prýðir íslenska ferðabæklinga og er það vel. Áhrif mannsins á umhverfi sitt Vísindamenn hafa nú vaxandi áhyggjur af því að maðurinn sé með aðgerðum sínum að eyðileggja jarðkringluna. Viðurkenndar eru breytingar á ósonlagi, vaxandi gróðurhúsaáhrif og eitrun láðs og lagar af völdum alls konar eiturefna með langan líftíma. Á sama tíma heyrast þær kenningar að í raun séu þessi vandamál of flókin og margslungin til að unnt sé að hafa yfírsýn yfír lausn þeirra og því allt of freistandi fyrir þá sem ráða ferð að ýta þeim til hliðar. Fullyrt hefur verið að sú kynslóð sem nú er að fæðast verði sú síð- asta sem lifír í eðlilegu umhverfi á þessari jörð vegna þess að kröfu- gerð okkar er slík að við eyðileggj- um umhverfíð í nafni hagvaxtar og lífsgæða. Þetta má ekki gerast. Maðurinn verður að snúa af þessari braut og þá gegnir landbúnaðurinn þýðingarmiklu hlutverki. Hreint og ómengað ísland Nýlega hefur komið fram að með auknum bílaflota og öflugri físki- skipaflota hefur koltvíildismengun hérlendis aukist verulega. Grænn gróður jarðar er eina svarið við þeirri mengun og því aukin upp- græðsla lands og ræktun skóga eðlileg viðbrögð ef við viljum í raun skila jarðkringlunni óskemmdri til næstu kynslóðar. Líkt er ástatt fyr- ir akurlendi ýmissa þjóða. Ofnotkun áburðar hefur víða haft áhrif á gæði akurlendis, kornuppskera fer því minnkandi samhliða skaðlegri útskolun áburðarefna. Kornforða- búr heimsins eru því að tæmast og ný viðhorf til fæðuöflunar á næsta leiti. Við þær aðstæður sem nefndar hafa verið hér að framan, hljótum við að horfa raunsætt á þá mögu- leika sem felast í gæðum og hrein- leika landbúnaðar hvers lands. Hveijir eru möguleikar okkar þessu tengdir? Eru ekki líkur á að við getum framleitt bæði fyrir innlendan og erlendan markað búvörur sem sann- anlega eru hollari og bragðbetri en sú yara sem neytendur margra þjóða eiga kost á? Svarið er jákvætt. íslenskur land- búnaður getur framleitt mun betri vörur en unnt er í flestum öðrum löndum. Við megum samt ekki missa sjón- ar á hagkvæmninni og samstaða verður að nást um nauðsynlegar breytingar, m.a. í úrvinnslu land- búnaðarvara. Það er því mikilvægt að þjóðar- sátt náist um hreint og ómengað ísland og öflugan landbúnað, sem byggir á sjálfbærri þróun. Gleðilegt og heilladijúgt nýtt ár. Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands útvegsmanna > Utvegur um áramót Á TÍMAMÓTUM er oftast auðveld- ara að dvelja við fortíðina en horfa til framtíðar. Við þykjumst vita um það sem liðið er, en eigum þess ekki kost að horfa inn í framtíðina. Það er hins vegar framtíðin sem skiptir okkur mestu máli og því ekki ástæða til þess að dvelja of lengi við það sem liðið er. En eins og skáldið sagði, að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggjav Sjávarútvegurinn hefur undan- farin ár gengið í gegnum erfíð- leika, sem markast hafa af al- mennu erfíðu efnahagslegu árferði í helstu viðskiptalöndum okkar með lækkandi afurðaverði og mikilli niðursveiflu í þorskstofninum, sem er okkar mikilvægasta tekjulind. Við sjáum ýmis teikn á lofti um að nú horfi betur í markaðslöndum okkar og tekist hefur að snúa vörn í sókn varðandi uppbyggingu þorskstofnsins, en það hefur ekki gengið þrautalaust. Þetta gefur okkur fyllstu ástæðu til þess að horfa bjartari augum fram á veginn og von um að senn sjái fyrir end- ann á áralangri niðursveiflu í sjáv- arútveginum. Miðað við afkomuspár Þjóð- hagsstofnunar er sjávarútvegur- inn nú talinn vera rekinn með 2% hagnaði. Við nánari greiningu sést að misjafnlega er ástatt fyrir ein- stökum þáttum atvinnugreinarinn- ar. Því miður lítur út fyrir að halli á veiðum og vinnslu botnfisks sé vaxandi, en nú stefnir í 3% tap. Veiðarnar eru með 1% halla, en afkoma botnfiskvinnslunnar sýnu verri. Afkoma báta hefur heldur batnað frá síðasta ári. Tap af rekstri ísfisktogara er áætlað svip- að og í fyrra. Frystiskipin eru nú talin með 1% hagnað og verður að telja það mikil umskipti frá afkomu fyrri ára. Bæði hefur framlegð af tekjum þessa skipa- hóps minnkað og fjármagnskostn- aður aukist. Það eru veiðar og vinnsla rækju og loðnu, sem borð- ið hafa uppi afkomu sjávarútvegs- ins undafarin misseri. Svo virðist sem ýmsir hafi ótta af uppsveiflu í sjávarútveginum. Gamlar kunnuglegar yfírlýsingar heyrast nú aftur um að ráðlegt sé að grípa til sértækra aðgerða í sjáv- arútvegi til þess að tryggja að ekki myndist of mikill gróði í greininni. Annars sé hætt við að allt fari úr böndum. Þeir hinir sömu, sem þessu halda á lofti, tala í þessu samhengi um hinn mikla „sambúð- arvanda" við sjávarútveginn. Þetta er þeim mun sérstæðari umræða, þegar haft er í huga að fyrirhugað- ar stóriðjuframkvæmdir og upp- sveifla í þeirri grein er ekki talin valda sambúðarvanda fyrir aðrar atvinnugreinar í þjóðfélaginu. Þvert á móti er réttilega talað um þessar framkvæmdir sem góðan búhnykk fyrir þjóðfélagið. Hvers vegna skyldi þá ekki sambærilegur búhnykkur vera jákvæður, ef hann yrði vegna uppsveiflu í sjávarút- veginum? Þjóðfélagið myndi allt eins njóta góðs af slíkri uppsveiflu eins og stóriðjunni og jafnvel enn betur. Þess vegna á að líta það jákvæðum augum ef vænta má betra árferðis í sjávarútveginum og atvinnugreinin á einnig að njóta þess. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að skapa atvinnulífinu eðlileg rekstrarskilyrði. í þessu felst að starfsskilyrði sjávarútvegsins hafa verið færð til nútímalegra horfs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.