Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNU SPÁIN HRÚTUR (21. mars - 19. apríl) Þeir sem búa með hrút eða hafa samskipti við hann kvarta einatt undan því að hann sé óþolinmóður og stundum skorti á almenna umgengnissiði. Á móti kemur svo að það er sjaldnast lognmolla í kringum hann og i grundvall- aratriðum er hrúturinn væn sál - þótt menn skyldu forðast að núa honum því um nasir, mörgum hrútum finnst nauðsynlegt að vera álitinn töff og laus við tilfinningasemi. Ef litið er til ársins nýja verður krafturinn meiri en alla jafna og nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum, fjárhagslegur ábati, hugsanlega stækkar Ijölskyldan - hjá yngri hrútum spá stjömumar fjölgun á haustnóttum, hjá eldri hrútum virðist sem nýtt tengdabam bætist í búið. Þá er ekki ósennilegt að ólofaðir hrútar finni sér lifsföranaut. Hjónabönd þeirra hrúta sem hafa staðið lengi, jafnvel í áratugi, era sum tekin til endurskoðunar en að sönnu með misjöfnum afleiðingum. Trúlegt er að hrúturinn fái almennt séð notið sín vel. Fólk sem er fætt í krabba- og steingeitarmerki gæti komið við sögu. Hrúturinn hefur á síðasta ári glímt við erfiðleika af alls konar toga, ýmist í starfi eða einkalífí og honum hafa orðið á mistök sem hann - eins og sönnum hrút sæmir - viður- kennir náttúralega ekki. Úr þessu mörgu virðist greiðast en heppilegt væri að samvinnuvilji væri þá fyrir hendi. í janúar er ástin og rómantíkin efst í huga hrútsfólks og væri þá kjörið að taka löngu tímabærar ákvarðanir og reka smiðshögg á hvers kyns vafa- atriði sem gera ekki annað en trafla og tefja fyrir. I febrúar virðist sem starfsþrek hrútsins á þeim vettvangi sem hann hefur kosið sér njóti sín öld- ungis ljómandi og einstöku starfsfélagar hans sem hafa litið hann homauga lengi fyrir þvermóðsku og þröngsýni, sjá að hann á raunar til betri hliðar. I mars er eitthvert stress í kringum hrútinn og verður hann að fara að öllu með gát. Hann fær um þær mundir tilboð sem hann ætti að íhuga vand- lega. Méð vorinu ætti hrúturinn að taka ýmis skipulagsmál til endurskoð- unar. Þeir sem hafa mannaforráð skyldu leggja sig í framkróka við að ná fram betri móral á vinnustað. Hrútar eiga í vændum líflegt og viðburðasamt sumar, og ferðalög era sögð heppileg og hagstæð í júní og ágúst. Um þessar mundir eru samskipti við fólk í tvíburamerki, bogamannsmerki og jómfrúrmerki í brennidepli. Þá er sköpunarþörf hrúta í góðu lagi. Besti mánuður ársins - eða altjent sá sem upp úr stendur hjá hrútnum þetta árið - er október og það sem gerist mun hafa áhrif á þá atburði og alla framvindu síðustu mánuði ársins og raunar miklu lengur. Sfðustu þrjá mánuðina era svo fjármálin ofarlega á blaði hjá hrútnum, úr því öllu virðist rætast. Almennt er þetta eftirminnilegt og gott ár því í desem- ber verður hrútur fyrir sérstöku happi og má með sanni segja að það sé góður endir á fyrirmyndarári í lífí hrútsfólksins. VOG (23. sept. - 22. október) Aðalsjarmi vogarinnar er þessi sérstæða blanda af ljúfmennsku og hörku sem fáum öðram er gefin. Vogin er hvort tveggja í senn loftkennd og jarð- bundin og konur í vogarmerkinu hafa óvenjulega aðlögunarhæfni og virðast geta unnið með hvaða skaphundum sem er. Vogarkarlar eru kostum prýddir en sumir þykja fulldrýldnir þótt sjálfir kannist þeir ekki við það og kalli það nauðsynlegt sjálfsöryggi. Árið byrjar ágætlega og ýmis markmið sem vogin hefur sett sér virðast innan seilingar. Amstur undanfarinna mánuða er að skila voginni góðum árangri. Mikilla breytinga er að vænta hjá ýmsum vogum í ástarmálum og kemur sumt flatt upp á vogina í þeim efnum. Þetta á við um ólofaðar vogir en þær sem eru í hjónabandi átta sig betur á hvað þær hafa og eitthvað verður til að þær sjá maka sinn f nýju ljósi og mundu einhverjir segja að það væri tímabært. Fyrstu mánuðimir þrír eru því fullir af spennu hjá ólofuðum vogum og þegar niðurstaða fæst í þeim atriðum sfðla mars verður mörg vogin dauðfeg- in að vera aftur komin í jafnvægi. Lagt er til að vogin láti minna fara fyrir sér í apríl f því starfi sem hún gegnir, það eru straumar í loftinu og ekki allir jákvæðir og þvf best að reyna að synda milli skers og bára. Einhverjir verða fyrir aðkasti en ættu að reyna að taka því með stillingu. í maf verður vogin að sýna mikla tillitssemi innan fjölskyldu sinnar og þolinmæði. Mál sem lengi hefur hvílt á voginni og hennar nánustu virðist síðan fá farsælan um þetta leyti. Fjárhagurinn er í bágbomara iagi á árinu og vogin verður að sætta sig við að neita sér um ýmislegt, lfklega vegna fjárfestinga eða fjárútláta sem munu þó reynast skynsamlegar. Þetta fer eitthvað f skapið á voginni í júní og júlí. Er þá komið að öðram að sýna henni umburðariyndi. Einhver vonbrigði verða í ágúst en kannski vogin hafi verið of væn og eftirgefanleg og raunar býst hún alltaf við því betra f fari annarra og er því auðsæranleg. Úr þessu rætist og þegar líður fram á haustið er vogin sátt og sýnist að útlitið framundan sé betra. Vogin hefur yfirleitt gott samband við annað fólk. Á þessu ári era vatns- berar, sporðdrekar og krabbar meðal þeirra sem hvað mest samskipti era við. í október berast voginni fréttir sem snerta starf hennar og um hríð er hún ekki alveg viss um hvað þær muni þýða og það veldur henni óróleika. Sfðustu mánuði ársins er fjárhagur vogarinnar að lagast og er það ekki sfst fyrir greiðasemi einhvers sem vogin hafði ekki endilega vænst liðveislu frá. Svona f meginatriðum gott ár einkum ungum vogum og ólofuðum. IMAUT (20. apríl - 20. maQ Nautið er líklega vanmetnasta merki stjömuhringsins. Sumir líta niður á það og segja það þrjóskt, latt, nýskt og gráðugt til matar. Þetta á við sum naut en flest era svona upp og ofan og eins og gengur; hvers manns hugljúfi og greiðvikin með afbrigðum. Nautið er prýtt mörgum hæfileikum sem það í vantrú sinni á sjálft sig leyfir ekki alltaf að blómstra. Mörg naut hafa listræna hæfileika og þau naut sem leggja sig fram eru yfirleitt afburðafólk á sínu sviði. Á hitt ber að líta að nautin kunna ekki alltaf að ráða við skapsmuni sína og mættu huga að því að sýna fólki sem stendur því nær hlýju og tillitssemi í stað þess að vera stöðugt að geta þess að ekki sé gengið á hlut þeirra, því það er óneit- anlega töluverð píslarvættisárátta í nautsfólkinu. Svo virðist sem nautið eigi f vændum ár sem getur verið misvindasamt. Ekki endilega vont eða gott - en oft og tíðum erfitt og þá reynir veralega á nautið. Sum munu bregðast við með þrjóskunni, önnur hugsa sitt ráð og sjá kapnski að þá er betra að haga seglum eftir vindi en bara sigla. Með lipuð og sveigjanleika fremur en endalausri þvermóðsku gæti þvf margt farið á betri veginn. En þetta er töluvert mikið undir nautinu sjálfu komið. Svo virðist sem samskipti við fólk í fiskamerkinu og voginni fyrstu mán- uði ársins gefi tóninn. Þar er ekki alltaf við nautið að sakast. í framhaldi af því tekur margt nautið að sér nýtt verkefni f febrúar eða mars sem hefur örvandi áhrif á það. Og með vorinu lítur út fyrir að ástarævintýri sé í farvatninu. Nautið virð- ist ofurviðkvæmt fyrir sjálfu sér í því efni og má ómögulega láta spé- hræðsiu eyðiieggja það sem gæti orðið svo ljómandi skemmtilegt. Stjömumar staðhæfa að vegna hugmyndafræðilegs ágreinings sem upp komi í maí og júní geti þeir mánuðir reynt á og þarf nautið að beita sér til að lyktir fáist sem má una við. Ágúst er besti mánuður nautsins. Þá væri ráð að leggja kapp á að rækta sambönd við fólk í steingeitar- og krabbamerkjum og í september koma til skjalanna hrútar og vogir sem vert er að hlýða á. Ferðalög era ekki áberandi og lagt til að þeim verði frestað fram á haustið. Október er annasamur, bæði í einkalífi og starfi og hafi ástarævintýri vorsins Iukkast eru ýmis naut að undirbúa brúðkaup. Á síðustu mánuðum koma upp ýmsir óvæntir atburðir og reynir stundum á þol nautsins. En þá er að ganga í seiglusjóðinn. Þótt sagt sé að árið verði sveiflótt mun það skila mörgum nautum ómæld- um ánægjustundum og verða því hvatning til frekari átaka á sfðustu árum aldarinnar. SPORÐDREKI (23. okt. - 21. nóvember) Margir segja að innan sporðdrekamerkis sé að finna erfiðustu einstaklinga stjömuhringsins. Rétt er að margir sporðdrekar þykja hörkutól, sumir ásaka þá um tilfinningakulda og hefnigimd þegar að þeim er vegið. Þetta á við á stundum en kostir sporðdrekans era óumdeildir, greind, skarpskyggni, inn- sæi og dugnaður og drifkraftur. Og andstætt því sem ýmsir álfta era sporð- drekar miklar tilfinningaverar en eiga oft örðugt með að sýna viðkvæmni sína eða þá hlýju sem er undir skrápnum. Allt era þetta miklir kostir en sá galli er á gjöf Njarðar að stundum kann sporðdrekinn ekki að fara með það sem hann hefur til branns að bera. Hann mætti hyggja að því á árinu sem er að hefjast. Það hefur áhrif á flest stjörnumerkin að strax i jarnúar fer Úranus inn í Vatnsberamerkið. Þetta gæti haft þau áhrif að nýir lífshættir hentuðu sporð- drekanum og hann sæi fram á að sú ákvörðun sem hann hefur tekið síðla þessa árs reynist rétt og skynsamleg. Einhver umbrot gera vart við sig f febrúar sem gætu tengst starfi og vangaveltum sporðdrekans að skipta um starf eða breyta einhverju f núver- andi starfi. Stjömumar hvetja til að hann sýni fulla aðgát og hrapi ekki að neinu. Hætt er við að fortíðardraugar skjóti upp kollinum f aprfl en upp úr því færist þokkaleg kyrrð yfir. í mafmánuði eru ýmsir ólofaðir sporðdrekar að hugsa um hjónaband og giftir sporðdrekar sem hafa verið hálffúlir í sínum hjónaböndum eða sambönd- um gera átak til að bæta ástandið og er ekki vanþörf á þvf sums staðar. í júní og júlí er sporðdrekinn því af eðlilegum ástæðum venju fremur með hugann bundinn við einkamál sín og þegar kemur fram í ágúst hafa fengist niðurstöður í því, oftar en ekki ánægjulegar. Þá er tímabært að snúa sér að þvl að bæta samskipti við vinnuveitanda og þeir sporðdrekar sem sjálfir hafa mannaforráð verða einnig að gera þar bragarbót. September og október eru mánuðir mikilla athafna og gleðileg viðurkenn- ing fellur sporðdrekanum í skaut f nóvember sem örvar hann til dáða. Sporðdrekinn er í essinu sfnu þegar allt er í önnum og athafnaþörf hans er á stundum slfk að þeim sem næstir honum era þykir nóg um. Árið verður samt kyrrara en stundum áður og sporðdrekinn mun uppgötva að honum fellur það bara ágætlega. TVÍBURAR (21. maí - 20. júní) Tvíburar era líkt og fólk í fiskamerkinu - skipt merki. Innan þessa merkis er að finna ólíkari og marbreyttari manngerðir en í öðrum, að fiskunum undanskildum. Því tvíburinn getur verið hvers manns hugljúfi, spakur, snjall og vel af guði gerður og svo era aðrir tvíburar alger andstæða þessa, hug- myndasnauðir, skortir innsæi á tilfinningar sjálfs síns og annarra og mann- leg samskipti era sumum tvíburam lokuð bók. Og það sem verra er, þeim er nokk sama vegna þess að þeir gera sér enga grein fyrir þessu og telja sig ábyrga og pottþétta. En stjömurnar ganga út frá að allir hafi sér til ágætis nokkuð og á árinu nýja er bjartsýnin í fyrirrúmi þjá tvíburanum. Svo virðist sem tvfburinn hugsi sér til hreyfings og sýni frumkvæði sem kemur ýmsum á óvart og kannski ekki síst honum sjálfum. Óhætt er að mæla með að tvíburi hiki ekki f þessum áformum sínum en undirbúi þau af kostgæfni því margvíslegar breytingar munu sigla f kjölfarið og kunna þær að valda tímabundnum erfiðleikum, ekki síst í peningamálunum. f janúar er tvíburinn sérlega andlega sinnaður og eitthvað verður til þess að hann íhugar mál sem hann hefur lengst af talið að væra ekki á sínu sviði. Þetta verður því lærdómsrík reynsla. Aftur á móti gæti febrúar orðið erfiður, það er ekki loku fyrir það skotið að tvíburinn bætti á sig óþörfum kílóum og væri nú ráð að stunda líkamsrækt og losa sig við þau áður en þau setjast að. Samtímis þessum erfiðleikum og baráttu við aukakílóin fer tvíburinn að hugsa fyrir sumarleyfisferðum og munu sumir láta sér detta f hug mjög hefðbundna áfangastaði. I mars verður tvíburinn að taka á honum stóra sínum því til hans verður leitað um að taka að sér nýtt viðfangsefni. Hann er á báðum áttum en með sinni góðu skipulagshæfni leysir hann það verk af hendi. Næstu mánuðir gætu einkennst af nokkurri misklíð annaðhvort á heimili eða vinnustað. Samt era mjög góðar stundir inn á milli og rómantískir tvíbur- ar munu síðar meir kalla þennan tíma galdramánuðina því ýmsar óskir upp- fyllast eins og af sjálfu sér. Sumarmánuðina er allt komið í rétta horfið og tvíburinn er f sínu besta formi, framkvæmdasamur, léttur og glaður í lund og margt gengur honum í haginn. Hann lætur að sér kveða á Vettvangi sem hann hefur lftt kannað áður með góðum árangri. Júlf verður eftirminnilegasti mánuður tvíburans þetta árið. Þegar kemur fram á haustið verður tvíburinn að taka ákvörðun varðandi einkamál sín og það gæti sfðan leitt til nokkurrar niður- eða uppsveiflu eftir því hvernig úr rætist. Síðustu mánuðirnir tveir era kyrrari. Að árinu liðnu er tvíburinn reynslunni ríkari og hefur gert upp hug sinn og verður það vonandi til happs og gleði. BOGMAÐUR (22. nóv. - 21. desember) Undanfarið ár hefur verið mikill reynslutfmi í lífi margra bogamanna, hjá sumum hefur sú reynsla verið af góðum toga en ýmsir hafa farið í gegnum erfitt tímabil. Þeim síðarnefndu spá stjömurnar betri tíma nú að því leyti að bogmennimir hafa lært að lifa með reynslu sinni og jafnvel nýta sér hana til góðs og öðram til gangs. Bogmaðurinn er sagður vinalegur, símasandi, félagslyndur og þægilegur l viðmóti. Allt er þetta að nokkra rétt en menn skyldu hafa í huga að boga- maðurinn er flókari manngerð en margir álfta. Hann á sfn leyndarmál og missir þau aidrei út úr sér og hann er seintekinn til vináttu þótt vinalegur sé. Árið er varla byrjað þegar tvær voldugar stjömur breyta um stöðu, Júpit- er fer inn í bogmanninn f byijun ársins og Uranus í vatnsberamerkið litíu sfðar. Þvf er auðsætt að þetta getur orðið hið magnaðasta ár fyrir marga bogmenn. Bogmenn ættu að gera fjárhagsáætlanir í janúar því sumir hafa ekki of góðan skikk á þeim málum. Á tfmabilinu febrúar-mars mun ástalffið verða ljúft og ólofaðir bogmenn komast í kynni við hina mestu hamingju. Bog- menn sem era giftir eða í sambúð finna margir að samband þeirra við maka er að ganga f endumýjun lífdaga. Hjá hinum óbundnu fá sum ástarævintýr- in þó snöggan endi. I apríl kemur upp einhver pressa á bogmanninn sem gerir að verkum að hann er ekki í essinu sfnu um hríð. Hann verður að leggja sig fram svo úr því greiðist. Þá virðist sem kostnaður og fjárútlát verði með meira móti. Sumarmánuðirnir verða ekki einB viðburðaríkir og bogmanni þætti æski- legt en ferðalög eru þó í kortum hans. Eitthvað kemur upp á í ágúst sem gleður bogmann og ekki ótrúlegt að það sé í tengslum við fjármálin eða að bogmaður fái umbun f starfi og/eða stöðu- hækkun. f september er senn tíðinda að vænta en vegna tunglmyrkvans f septem- ber er geðslagið sveiflótt og bogmaðurinn er á báðum áttum. Um miðjan október þarf bogmaðurinn að taka á stóra sfnum og allan þann mánuð huga vel að heilsunni. Stjömurnar skýra það ekki nánar. Sfðustu tveir mánuðimir verða hagstæðir og upp úr miðjum nóvember er bogmaðurinn búinn að ná sér á strik og leikur þá flest f lyndi á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.