Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 18
Ljósmyndir/Ragnar Axelsson 18 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 19 Hreinn og hvítur Skáldið fer sínum trega vonlausum vonum og segir með vetrarkvíða og spyrjandi orðum í myrkrið svarta og nótt sem hvarf inní land vort sem ruddir veglausir vegir og vitjar oss enn eins og minning sem býr við vort grunlausa hjarta, snjor J.H. að dauðinn sé snjór við stirðnað land vort og liggi sem mara á lifandi brjósti sem kelur við tímalaust högg undir gafli og ekkert sé lengur, en það sem var grandalaus gjálpandi fjara sé gæfulaus hroði og myrkvuð nótt undir fallandi skafli. Samt stöðvast augað við draum vorn um blákalda daga sem kalla vort deyjandi líf til vitnis um upprisu þjóðar í nauðum, vér horfum enn til vonar með sól er sígur til íjalla og syngur vorið til lífsins og blómin úr klakanum dauðum. En snjórinn er minning skálds um dauðann hreina og hvíta sem hverfur að moldinni sjálfri og rís með henni að vori einn ilmandi dag þegar grösin af jörðinni lyftast og líta til ljóss þar sem himinn speglast við sóldögg í hverju spori. MATTHÍAS JOHANNESSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.