Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B POPPÁRIÐ 1995 Það orkar alltaf tvímælis að velja hvað sé best og verst þegar listir eru annars vegar, sérstaklega í popptónlist þar sem smekkur ræður ofb meiru en faglegt mat. Ámi Matthíasson velti fyrir sér hvaða plötur var skemmtilegast að heyra á síðasta ári, hveijar komu mest á óvart og hveijar lifa lengur en árið. ÍSLENSKT poppár var um margt sérkennilegt, því flestar söluhæstu plötur ársins eru með gömlum lög- um og nýjum eftir erlenda flytjend- ur þó með hafi flotið sitthvað ís- lenskt. Á þessum lista eru ekki með plötur þar sem íslenskir flytjendur syngja erlend lög og innlend eftir aðra, ekki þó til að kasta rýrð á túlkendur, sem skipta dægurtónlist miklu máli, heldur til að gera þeim hærra undir höfði sem eru að reyna að skapa eitthvað nýtt. Breiðskífa Bjarkar, Post, hefur selst í milljón- um eintaka og er reyndar sölu- hæsta plata ársins hér á landi. Debut var byltingarkenndari plata en fölnar í samanburði við Post sem er nánast gallalaus og batnar við hveija hlustun. Björk kom hingað til lands á árinu og söng á íslensku og gaman verður að heyra lögin af Post á íslensku á tónleikum henn- ar í vor. KK - Gleðifólkið Kristján Krist- jánsson varð fyrir þvi óláni að heltast úr lestinni þegar jólaslagurinn var að heíjast og fyrir vikið kynntust færri þessari plötu en vert er. Á Gleði- fólkinu sannar Kristján að hann er afbragðs gítarleikari, ekki síður en fyrirtaks lagasmiður, textahöf- undur og söngvari, sem allir vissu fyrir. Maus - Ghostsongs Árbæjarsveit- in Maus sendi frá sér fyrirtaks plötu snemma hausts, Ghostsongs, sem átti á brattann að sækja líklega vegna enskra texta. Platan e.r víst tekin upp fyrir erlendan markað, en ætti ekki að standa í Islendingum að njóta hennar. Botnleðja - Drullumall Botnleðja er sennilega vinsælasta hljómsveit landsins meðal ungmenna, fyrir hrátt groddalegt rokkið og mein- hæðna einfalda textana. Á plöt- unni er „mömmulag- ið“ Heima er best, sem mikið hefur verið spilað í útvarpi, en einnig önnur ekki síðri, eins og Ferðalagið og Þið eruð frábær. Reptilicus - O Dúettinn Reptilicus breyttist í tríó fyrir þessa plötu, sem gefrn var út ytra. Tón- list sveitar- innar hefur þótt tormelt, en bæði er að áheyrendur hafa nálgast hljómsveitina og hún nálgast þá, því 0 er sérdeil- is áheyrileg og aðgengileg plata með einskonar íslensku ambient- pönki Curver - 365 Birgir Thoroddsen, sem kallar sig Curver hófst handa um að gefa út eina snældu á mánuði út árið og koma þannig á band 365 lögum. Sem vonlegt er sumt uppfylling á spólunum, en á milli er að finna grúa afbragð- slaga. Sérstaklega var vorið gott, en ekki er síst skemmtilegt að heyra þróun Birgis yfir árið. Exem - Kjöttromman Exem kom á óvart með Kjöttrommu sinni, sem er ein frumlegasta plata ársins. Ekki áttuðu allir sig á hve grípandi tón- list dúetts þeirra Þorra Jóhannssonar og Einars Melax var, sem er mið- ur, því á plötunni er tónlist til þess fallin að skemmta áheyrend- um ekki síður en vekja þá til umhugsunar. Plastik - Hérna Aðalsteinn Guð- mundsson leikur ambient tónlist undir nafninu Plastik. Hann hefur áður átt lög á safn- diskum, en fyrsta eigin- lega útgáfa hans var snældan Hérna sem FIRE félagsskapurinn gaf út. Þó hljómur á spólunni sé ekki eins og best verður á kosið fer ekki á milli máia að Aðalsteinn er lipur lagasmiður og hugmyndaríkur í útsetningum. Blome - The Third Twin Hljóm- sveitin Blome sendi frá sér sína fyrstu breið- skífu í haust, en lét lítið á sér kræla fyr- ir útgáfuna og nánast ekkert eftir hana. Tónlist- in er þung- lyndislegt popp með grípandi lag- línum og enskum textum. Með ís- lenskum textum hefði platan eflaust komist ofar á lista því margt á henni er afskaplega vel gert. Ásgeir Óskarsson - Veröld smá og stór Ásgeir Óskarsson er lík- lega þekkt- astur fyrir að berja bumbur, en hann er líka fyrirtaks lagasmiður og ágætis söngv- ari. Þessi fyrsta sóló- plata hans er sennilega metnaðar- fyllsta plata ársins og um flest afskaplega vel heppnuð. O TJ I Q • f >( rí: i! X 0- 11 3 Q í l YTRA var öllu meira um að vera en hér á landi, vestan hafs sann- aði Wu Tang-klíkan að rappið lif- ir enn góðu lífi þar í landi, ekki síður en nýbylgjurokkið, en í Bret- landi spratt fram ný bylgja sem menn vilja kalla britpop. Þar í landi dafnaði enn danstónlistin, nú með nýju afbrigði sem kallað- ist triphop, en jungle og ambient hélt velli og vel það. Þegar Ric- hard D. James, sem breskir fjölm- iðlar kalla hinn nýja Mozart, kom hingað til lands að leika á Uxa tónleikunum á Klaustri vissu ekki nema innvígðir hve hann var. Plata hans undir nafninu Aphex Twin, I Care Because You Do, er ágæt vísbending um það hvers vegna tónlistarspekúlantar hafa hann í slíkum hávegum. Tricky - Maxinquaye Bristol-tón- listarmaðurinn Tricky kom öllum í opna skjöldu með afbragðs plötu sinni þar sem hann fór á kostum í nýju tónlistar- afbrigði sem menn vilja kalla triphop; rólyndisleg, þéttriðin danstónlist. Tricky hefur heimsótt ísland og unnið með Björk Guðmundsdóttur, aukinheldur sem Ragnhildur Gísla- dóttir syngur í einu lagi plötunnar svo hánn ætti að vera Islendingum að góðu kunnur. Raekwon - Only Built 4 Cuban Linx Wu Tang-klíkan hélt áfram að endur- skapa banda- rískt rapp; G- Funk og Dr. Dre réðu ferð- inni á síðasta ári, en Aust- urstrand- arrappið náði yfirhöndinni á þessu. Rapp Raekw- ons er myrkt og tónlistin úr smiðju RZA hæfir því einkar vel. Goldie - Timeless Á dansgólfinu hefur jungle ráðið mestu, að minnsta kosti meðal ung- menna. Það getur verið þunglamalegt og vélrænt, en Goldie er bylt- ingarmaður í jungle og á fyrstu breiðskífu sinni jók hann við formið og gerði úr tónlist fyrir heila ekki síður en hjarta. David Bowie - Outside David Bowie sannaði með Outside að sögur af and- láti hans eru stórlega ýkt- ar, því platan minnti á margt það besta sem hann hefur sent frá sér áður. I ljósi Outside tók svo marg- ur plötuna þar á undan, Black Tie White Noise, til endurskoðunar og áttaði sig á því að hún var ekki síður góð. Smashing Pumpkins - Mellon Collie & the Infinite Sadness Bandaríska nýbylgjusveit- in Smashing Pumpkins sló í gegn 1993 með breið- skífu sem átti að verða síð- asta plata hennar. Að sögn leiðtoga sveitar- innar og lagasmiðs, Billys Corg- ans, átti þessi tvöfalda plata að draga úr vinsældum sveitarinnar sem mistókst hrapallega. Pulp - A Different Class Á með- an Blur og Oasis slógust um hvor væri vinsælli sló Pulp þeim báðum við og gaf út eina skemmtileg- ustu popp- skífu ársins. Tónlist Pulp er fjölbreytt- ari og áhuagverðari en flest það sem hinar sveitirnar liafa sent frá sér og Jarvis Cocker er einn skemmtilegasti textasmiður í bresku poppi. Coldcut - Journeys by DJ Það þótti ekki merkileg iðja að vera plötusnúður áður fyrr, en í danstónlist- inni skiptir miklu að vera fimur að flétta saman og ter.gja lög, ekki síður en velja saman þekkta takta og óþekkta en ekki síður góða. Coldc- ut dúettinn setti saman skotheldan 70 mínútna pakka af danstónlist. Genius/GZA - Liquid Swords Enn ein Wu Tang plata, en fjórar slíkar komu út á árinu, all- ar fyrirtak. RZA er við stjómvölinn í tónlistinni eins og jafnan og ýmsir gest- ir koma við sögu. Aðalatriðið er þó rapp Genius sem er eins beitt og sverðin sem hann kennir plötuna við. Buju Banton - ’til Shiloh Buju Banton vakti fyrst athygli fyrir heimskulegar yfirlýsingar sínar um sam- kynhneigða og lengi vel virtist sem tónlistarferli hans væri lok- ið fyrir vikið. ’til Shiloh er aftur á móti afbragðs plata, nútímalegt ragga með sterk- um rastafari- og reggíáhrifum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.