Morgunblaðið - 31.12.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 31.12.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 5 1. ÞAÐ ER hægt að nýta efnahags- batann með þessi þrjú markmið að leiðarljósi og þau geta vel farið sam- an. Grundvallaratriði er að af festu og fyrirhyggju sé haldið á fjárlögum, markmið sett um forgangsröðun rík- isútgjalda og stefna mörkuð út allt kjörtímabilið. Það þarf líka, eins og við í Þjóðvaka höfum lagt til, að ráðast í stórfelldar kerfisbreytingar, sem skila mun sér mjög fljótt inn í þjóðarbúið og bæta lífskjörin. Þar þurfa menn að hafa dug í sér til að ráðast í uppstokkun á kjördæma- skipan þjóðarinnar og fækka og efla sveitarfélögin í landinu. Til að ná ofangreindum markmið- um, þarf um leið og halli og skuldir ríkissjóðs eru greiddar niður í áföng- um að gæta þess að missa aldrei sjónar á grundvailarstefnu jafnaðar- manna um að jafna kjörin og hætta að hlífa fjármagnseigendum og þeim sem mest hafa í þjóðfélaginu. Það gengur hreinlega ekki og mun eng- um raunsparnaði skila að ráðast helst á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi ríkisstjórn virðist helst finna matarholu með því að höggva í kjör aldraðra, öryrkja og atvinnulausra. Slíkar aðgerðir eru eingöngu til þess fallnar að auka á félagsleg og heilsufarsleg vandamál, og þar með auka kostnað ríkis og sveitarfélaga. Gífurlegur niðurskurður á sjúkra- húsum á höfuðborgarsvæðinu er líka mjög óskynsamlegur og mun engum raunsparnaði skila, því biðlistar munu bara lengjast, en bið er nú allt að tveimur árum. Biðin getur líka þýtt lengri sjúkrahúslegu þegar að henni kemur. Auk þess er hætta á að þjónustu og öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu með svo miklum niðurskurði. Fjöldauppsagnir og lok- anir deilda blasa við og álag og að- búnaður starfsfólks er orðinn óveij- andi. Þessi vandamál munu koma upp með vaxandi þunga strax á næsta ári. Það skilar sér líka ein- göngu í lægra menntunarstigi þjóð- arinnar og þar með minni hagvexti og lélegri samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs að halda menntakerfinu, ekki síst Háskólanum, í spennitreyju íjársveltis. Það er ekki hygginna manna háttur, því okk- ar besta fjárfesting felst í menntun þjóðar- innar. Tillögur Þjóðvaka við fjárlagagerðina nú voru að stíga stórt skref til að ná þeim markmiðum að minnka ríkissjóðs- hallann og jafna kjörin í þjóðfélaginu. Tillögur okkar um auknar tekjur voru aðallega fjár- magnstekjuskattur, veiðileyfagjald og hert skattaeftirlit og há- tekjuskattur á tekjur yfir 800 þúsund krónur, auk þess sem við lögð- um til lækkun útgjalda til landbún- aðarmála og lækkun á útgjöldum til risnu og ferðakostnaðar. Jafnframt var lagt til að fallið yrði frá fjár- magnstekjuskatti á lífeyrisþega, en ríkisstjórnin hefur nú sett skatt á vaxtatekjur þeirra, en hlífir hinum raunveruleg'u fjármagnseigendum. Við lögðum líka til hækkun á fram- lagi til Háskóla íslands, Nýsköpun- arsjóðs stúdenta og til sjúkrahús- anna á höfuðborgarsvæðinu, auk sérstakra framlaga til barna- og geðdeilda og bæklunaraðgerða. Að auki voru tillögur um aukin framlög til þróunarmála, atvinnumála kvenna, Framkvæmdasjóðs fatlaðra, þolenda afbrota og til forvarnarað- gerða í áfengis- og fíkniefnamálum. Allar þessar tillögur voru felldar, jafnvel þótt þær í heild sinni bæði jöfnuðu kjörin, styrktu stoðir menntakerfisins og þar með atvinnu- lífsins og kæmu í veg fyrir ófremdar- ástand sem við blasir nú á sjúkrahús- um. Um leið minnkuðu tillögur Þjóð- vaka ríkissjóðshallann um 1,4 millj- arða króna eða 36% meira en fjárlög 1996 gera ráð fyrir. Meira að segja 2 milljóna króna framlag til könnun- ar á áhrifum sparnaðaraðgerða á sjúkrahúsum sl. 2 ár á þjónustu og heilsufarslegt öryggi sjúklinga, vinnuskilyrði og heilsu starfsfólks auk raunsparnaðar fyrir ríkissjóð felldu stjórnarliðar. 2. Það á að leyfa takmarkaðar er- lendar fjárfestingar í sjávarútvegi, en það er í samræmi við frumvarp sem við í Þjóðváka höfum flutt á Alþingi um að erlendir aðilar megi eiga allt áð 20% hlut í fyrirtækjum sem vinna sjávarafurð- ir hér á landi og/eða stunda fiskveiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands. Óbein eignaraðild er víða til í íslenskum sjávarútvegi. Erlend ol- íufélög eiga t.d. stóran hlut í tveimur olíufélag- anna, en þau eiga hlut í mörgum íslenskum sj ávarútvegsfyrirtækj - um, en eftirlit með óbeinni erlendri eignaraðild í sjávar- útvegi er varla framkvæmanlegt. Auk olíufélaganna eiga erlendir aðil- ar hlut í nokkrum fyrirtækjum hér- lendis s.s. verktakaiðnaði, sjónvarps- rekstri, ferðaþjónustu, fiskeldi, skiparekstri og tölvuþjónustu, en erlendar fjárfestingar hérlendis eru að langmestu leyti í einni atvinnu- grein, þ.e. álvinnslu. Það hefur held- ur engin biðröð verið hjá erlendum fjárfestum að fjárfesta hér á landi, þó útlendingum sé heimilt að eiga fyrirtæki að fullu í öllum atvinnu- rekstri nú þegar með fáum undan- tekpingum. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfall erlendrar fjárfestingar 0,7-0,8% af landsframleiðslu, í öðr- um Evrópulöndum 2-3% en á ís- landi aðeins 0,1% af landsfram- leiðslu. Ef útlendingum yrði heimil- uð takmörkuð eignaraðild að ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og frumvarp Þjóðvaka gerir ráð fyrir verður um ísiensk fyrirtæki og íslensk veiðiskip að ræða, sem verða að lúta íslenskum lögum og for- ræði. Þannig er það misskilningur ef menn ætla að eignaraðild útlend- inga í sjávarútvegsfyrirtækjum þýði að útlendingar muni flytja fisk óunninn úr landi og verðmætasköp- un yrði öll erlendis. Kostir erlendrar eignaraðildar eru ótvíræðir. Fyrir- tæki geta fengið erlent áhættufé sem eigið fé, en þurfa ekki að vera eins háð erlendu lánsfé og þar með að hlaða upp erlendum skuldum á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Sam- eiginleg eignartengsl íslendinga og útlendinga gætu líka örvað mark- aðssamstarf, en slíkt er mjög al- gengt erlendis. Það er því óskyn- samlegt að loka landinu fyrir er- lendri íjárfestingu, enda fjárfesta Islendingar mikið í sjávarútvegi er- lendis. Þannig fjárfesta ísiensk fisk- sölufyrirtæki í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, en þessar Ijárfestingar hafa skapað sterka stöðu í markaðsmálum á umliðnum árum. Auk þess fjárfesta íslending- ar í sjávarútvegi í Chile og Þýska- landi. Nefna má einnig fjárfestingar í Afríku og ýmiskonar uppbygging- arstarf er í gangi í Rússlandi, Ind- landi og víðar. 3. Þjóðvaki hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að taka beri upp veiðileyfagjald í sjáv- arútvegi. Rökin eru augljós. Eignar- réttur þjóðarinnar á fiskimiðunum og fiskstofnunum er ótvíræður þótt útgerðin fái tímabundinn afnotarétt af auðlindinni. Veiðileyfí eru ávísun á takmörkuð verðmæti, sem þjóðin á og af þeim ber að greiða afnota- rétt. Veiðileyfagjald mundi stað- festa þjóðareign á fiskimiðunum. Helsta röksemdin fyrir veiðileyfa- gjaldi er réttlætissjónarmið. Nú er verslað með þessar veiðileyfaheim- ildir og afrakstur þess rennur ekki í sameiginlegan sjóð landsmanna, heldur safnast saman hjá stórum útgerðaraðilum. Þeir sem fengu úthlutað veiði- heimildum upphaflega geta hagnast verulega með því að selja þær eða leigja, þó þeir hafi ekkert greitt fyrir þær, hvorki við úthlutun í upp- hafi né árlegt leigugjald. Áð óbreyttu mun safnast saman enn meiri hagnaður hjá fáum sjávarút- vegsfyrirtækjum, - hagnaður sem ætti að skila sér til allra lands- manna. í reynd hefur það lengst af verið svo að gengið var tiltölulega hátt skráð, þannig að útgerðin hefur alltaf greitt nokkurs konar auðlinda- eða veiðileyfagjald. Aðrar atvinnu- greinar hafa þurft að sætta sig við það gengisstig, sem hentar sjávarút- veginum hveiju sinni, og hefur það komið sérstaklega illa niður á iðnað- inum. Veiðileyfagjald í sjávarútvegi er því eðlilegt og rökrétt framhald þjóðarsáttar um jafnvægi og stöð- ugleika í efnahagsmálum. Oll rök hníga að því, að veiðileyfagjald, ásamt því að taka upp þá stefnu að allur afli fari um fiskmarkaði, mundi leysa ýmis vandamál í sjávar- útvegi og skila sér í auknum hag- vexti og betri lífskjörum lands- manna. 4. Það má ætla að það styrki sam- kepnnisstöðu Evrópusambandsins gagnvart öðrum löndum, en varla hætta á að sameiginlegur gjaldmið- ill innan ESB hafi afgerandi áhrif fyrir íslensk fyrirtæki. Það eru aðr- ir þættir sem skipta meira máli fyr- ir samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja, eins og framleiðni, hvernig við nýtum okkur tækniþróunina, hvernig skattastefna okkar er, auð- lindanýting, fjármagnsmarkaður og skipulag á vinnumarkaði. Sameigin- leg gjaldmiðilsstefna ESB sýnir að efnahagsstefna ríkjanna er að verða mjög náin og fléttast mikið saman. Hún er hluti af miðstýrðri efnahags- stefnu þeirra, og til þess gerð m.a. að þvinga ríki innan Evrópusam- bandsins, með slaka efnahagsstjórn, til að ná betri tökum á sínum málum. 5. Væntanleg ríkjaráðstefna ESB mun_ móta þróun í Evrópu næstu ár. í stefnuskrá Þjóðvaka kemur fram að íslendingar verði að fylgj- ast vel með þessari þróun, kanna kosti og galla hugsanlegrar aðildar að ESB og endurmeta stöðu sína í ljósi breyttra aðstæðna hveiju sinni. Við hljótum að ræða af fullri alvöru hvaða kostir okkur bjóðast í erlend- um samskiptum og hvað tryggi best hagsmuni íslensku þjóðarinnar. 6. Þingmenn Þjóðvaka hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til stjóm- skipunariaga, sem felur í sér að styrkja forsetaembættið og styðja við kjörinn forseta. Við lögðum til að forsetaframbjóðandi þurfi að öðl- ast meirihluta allra greiddra at- kvæð^a til þess að ná kjöri sem for- seti íslands. Ef enginn frambjóð- enda nær meirihluta í fyrstu umferð er lagt til að kosið verði aftur milli þeirra tveggja_ sem flest atkvæði hlutu. Forseti íslands er eini þjóð- kjörni embættismaður ríkisins. Þess er krafist að forsetinn sæki umboð sitt til allra kosningabærra manna í landinu. Það er því óeðlilegt að forsetinn geti náð kjöri með stuðn- ingi lítils hluta þjóðarinnar, t.d. inn- an við 20% ef sex frambjóðendur væru í kjöri. Að auki styðjum við að horfið verði frá skattfrelsi for- seta íslands og maka hans. Að öðru leyti teljum við að góð sátt og friður hafi verið um þetta mikilvæga embætti, sem núverandi forseti hefur treyst í sessi. Aðrar breytingar á stjórnskipan lýðveldis- ins eru fyrst miklu nærtækari. Má þar nefna að breyta kjördæmaskip- aninni, jafna atkvæðisréttinn og fækka þingmönnum. Sameina, stækka og efla sveitarfélögin. Fækka þarf ráðuneytum og sameina þau. Setja ákvæði um aukinn meiri- hluta á Alþingi við ákvarðanir sem varða þjóðarheill eða mikilvæga milliríkjasamninga og auka rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu í stærri málum. Einnig þarf að skerpa skil milli framkvæmda- og löggjaf- arvalds, t.d. með því að ráðherrar afsali sér þingmennsku og jafnvel að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka V eiðileyfagjald eðli- legt og rökrétt fram- hald þjóðarsáttar Jóhanna Sigurðardóttir Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður þingfiokks Samtaka um kvennalista Auðlind landsmanna færist æ á færri hendur MÉR er ánægja að svara spurn- ingum blaðsins en um leið eru það mér vonbrigði að þær gefa lítið svigrúm fyrir kvennapólitíska um- fjöllun. Því verður ekki trúað að lesendur blaðsins hafi t.d. ekki áhuga á því hvort og þá hvernig stjórnmálaflokkarnir vilja útrýma launamisrétti kynjanna, hver af- staða þeirra er til fæðingarorlofs feðra, hvort og þá hvernig þeir vilja styrkja jafnréttisbaráttu kynjanna innan flokkanna, eða hvaða áhrif aðild að ESB hefði á þróun kynja- jafnréttis. Því leyfi ég mér að láta í ljós þá einlægu ósk að spurningar blaðsins til forsvarsmanna flokk- anna að ári liðnu gefi meiri mögu- leika á umræðu um kvennapólitík og jafnréttismál en spurningar blaðsins gefa nú. 1. Fyrirsjáanlegur efnahagsbati vegna aukinna umsvifa m.a. í tengslum við byggingu álversins í Straumsvík nemur a.m.k. 1 millj- arði. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1996 var gert ráð fyrir tæpum fjögurra milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári þó að þegar væri búið að taka mið af efnahagsbatanum. Efnahagsbatinn virðist því hafa horfið í fjárlagahítina án þess að halli ríkissjóðs liafi verið minnkað- ur, skuldir greiddar niður eða kjör- in bætt. Ríkisstjórnin heldur því vafaiaust fram að hún hafi nýtt efnahagsbatann til að bæta kjörin með tilvísun í samninga hennar við verkalýðshreyfinguna, sem frestaði aftengingu launa- og bótakerfisins á næsta ári, þó að í raun hafi bóta- þegum ekki einu sinni verið tryggð sömu kjör og áður með þessum samningi. Það samræmist ekki stefnu Kvennalistans að búa við efnahagslegt góðæri og lierða á sama tíma meira en nokkru sinni að þeim þjóðfélagshópum sem minnst bera úr býtum, svo sem öldr- uðum, öryrkjum, atvinnulausum eða láglaunafólki yfirleitt en þar eru konur stór liluti. í efnahagslegu góðæri þarf að nota tækifærið og bæta kjör láglaunahópa og barna- fólks. Stefna skal að því að kjör þessara hópa verði með því besta sem tíðkast í nágrannalöndum okk- ar. Við verðum að kom- ast út úr yfirvinnuá- nauðinni, tryggja hærri grunnlaun fyrir dag- vinnu og dreifa þeim störfum sem í boði eru á fleiri hendur. Þó að þetta markmið hljóti að hafa forgang í góðæri, er ekki síður mikiivægt að greiða niður skuldir ríkissjöðs og ná niður hallanum á ríkissjóði. Um það virt- ust allir flokkar sam- mála við afgreiðslu fjárlaganna í ár. Þar sem bætt kjör til almennings í góðæri eru líkleg til að auka tekjur ríkissjóðs ekki síst með auknum tekjum af virðis- aukaskatti, er vel liægt að ná þess- um markmiðum samtímis. Að auki er biýnt að leggja á fjármagns- tekjuskatt, koma á veiðileyfagjaldi í formi árlegrar leigu fyrir afnot af sameiginlegri auðlind lands- manna, stokka upp landbúnaðar- kerfið, endurskoða lieilbrigðiskerfið frá grunni og taka almennilega á skattsvikum. Við eigum nægan auð í þessu landi til að ná niður hallan- um á ríkissjóði og greiða niður skuldirn- ar. Sérhagsmunahóp- ar ríkisstjórnarinnar eru of þurftarfrekir til að nokkuð ávinnist í þeim efnum. Ríkis- stjórnin sá því þann eina kost í stöðunni að ráðast gegn þeim sem minnst mega sín og skera niður heil- brigðiskerfið og menntakerfið. Þetta er stjómarstefna sem við Kvennalistakonur erum ekki sáttar við. 2. Ef íslendingar eru farnir að fjár- festa í sjávarútvegi annarra þjóða, er þá eðlilegt að leyfa erlendar fjár- festingar í íslenskum sjávarútvegi? Þó að eðlilegt sé við fyrstu sýn að gagnkvæmni ríki að þessu leyti, er málið flóknara þegar betur er að gáð. íslenska þjóðin á auðlindina í hafinu í kring um landið og á henni byggist efnahagslegt sjálfstæði Is- lendinga. Þó að óbein fjárfesting erlendra aðila sé staðreynd, ekki síst í gegnum olíufélögin, þá þarf að fara mjög varlega i þessum SJÁ NÆSTU SÍÐU Guðný Guðbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.