Morgunblaðið - 31.12.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 31.12.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ Sænskir hjúkrunarfræðingar herða aðgerðir sínar Nær fjórðung- ur í verkfall Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. ÞRÁTT fyrir að sænskir hjúkrun- arfræðingar hafí lækkað kaupkröf- ur úr 35 prósentum niður í sautján prósent hefur slitnað upp úr samn- ingaviðræðum. Viðsemjendur þeirra bjóða ellefu prósent, sem er það sama og aðrir hópar hafa áður fengið. Verkfallið hefur stað- ið í fjórar vikur og aðgerðimar verið hertar smátt og smátt. Meðallaun sænskra hjúkrunar- fræðinga eru um 145 þúsund ís- lenskar krónur og upphaflega krafa þeirra var 195 þúsunda með- allaun. Af 85 þúsund hjúkrunar- fræðingum eru nú um tuttugu þúsund í verkfalli. Sjúkraþjálfarar eru einnig í verkfalli til að fylgja launakröfum sínum eftir. Mikill hiti í mönnum Þegar slitnaði upp úr viðræðum hjúkrunarfræðinga í byrjun vik- unnar höfðu þeir slegið mikið af kröfum sínum, en viðsemjendur þeirra hagga ekki tilboði sínu. Um leið var svo rætt um ráðstafanir aðrar en grunnprósentuna. Mikill hiti er í verkfallsmönnum ef marka má viðtöl í sænskum fjölmiðlum undanfarið. Hjúkrunarfræðingar hafa skipu- lagt verkfallið þannig að vikulega hefur verið ijölgað hjúkrunarfræð- ingum í verkfalli. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á framkvæmd ýmiss konar aðgerða, sem ekki eru bráðaaðgerðir. Langir biðlistar eru í margar tegundir aðgerða og verk- fallið hefur enn lengt þá. Búist er við að taka muni marga mánuði að vinda ofan af biðlistum, sem myndast vegna verkfallsins. Vilja aukinn launamun Tilboð til hjúkrunarfræðinganna var að þær fengju um 15 þúsund króna hækkun eða um ellefu pró- sent, sem gæti teygst upp í 17-18 prósent með staðbundnum viðbót- um. Ellefu prósentin eru sambæri- leg því sem aðrir opinberir starfs- menn hafa fengið á árinu eftir mikinn barning. Boðið var miðað við þriggja ára samningstíma. Hjúkrunarfræðingar gera hins vegar harðar kröfur til að vega upp þá kjararýrnun, sem þeir álíta að stéttin hafi mátt þola undanfar- in ár og eins til að auka launamis- mun innan stéttarinnar. Eins og er blasir við langt og strangt verkfall. Síðasta verkfall sænskra hjúkrunarfræðinga var 1986 og stóð í sex vikur. Verkfall- ið í þetta sinn stefnir í sömu átt, ef ekki semst fyrir hátíðar. 100.000 myrtir í Búrúndí MEIRA en 1.000 manns falla í mánuði hveijum fyrir sveitum stjórnarhersins eða vopnuðum hóp- um uppreisnarmanna í Afríkuríkinu Búrúndí. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International sem spyija aukinheldur hvað til þurfi að koma til að heimsbyggðin sýni þessu blóð- baði einhvem áhuga. „Rúmlega 100.000 manns hefur verið slátrað í Búrúndí frá því að borgarastyijöld braust þar út í októ- bermánuði 1993 en þjóðir heims hafa brugðist fórnarlömbunum með þögn sinni og aðgerðarleysi," segir í skýrslunni. Fram kemur að rúmlega 1.300 manns hafi verið myrtir frá því í nóvember á þessu ári. Bardagar uppreisnarmanna og stjórnarhers- ins hafi frekar farið harðnandi í tilteknum héruðum og þar kunni að hafa verið framin fjöldamorð sem ekki hafi enn verið skýrt frá. Samtökin fullyrða að fórnarlömbin séu einkum börn, konur og aldrað fólk. Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar frá 28. desember 1995, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Vara Tímabil Vörumagn VerOtollur Magntollur Tollnúmer: kg % kr./kg 0601.2002 Blómstrandi pottapl. undir 1 m. 1.1.-30.4. 500 30 0 0601.2003 Grænar pottapl. undir 1 m. 1.1.-30.4. 2.000 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm). 1.1.-31.4. 4.000 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til landbún- aðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16.00 föstudaginn 5. janúar 1996. Landbúnaðarráðuneytið, 29. desember 1995. - kjarni málsins! SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 ---------------------------------- Gleðilegt nýtt ár! / Miklar breytingar hafa orðið á stöðu Islands í samfélagi þjóðanna á síðustu árum. Samvinna og samskipti þjóða jafnt í Evrópu sem á alþjóða- vettvangi hafa aukist og við íslendingar höfum tekið markvissan þátt í þeirri þróun. Mikil samræming hefur farið fram á lögum, reglum og stöðlum til þess að greiða fyrir viðskiptum á milli landa. Sem dæmi um þátttöku okkar í þessu samstarfi má nefna EES og GATT. Þessir breyttu tímar hafa kallað á ný viðhorf. Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða hér heima til að jafna aðstöðumun íslenskra fyrirtækja og bæta samkeppnisstöðu þeirra. En það þarf að hyggja að fleiri þáttum. Þegar íslenskt atvinnulíf er borið saman við atvinnustarfsemi í öðrum löndum má ekki gleymast að jafna þarf bæði aðstöðu íslenskra fyrirtækja og launafólks. Sú staðreynd blasir við að laun í nágrannalöndum s okkar eru mun hærri en hér á landi. I ljósi nýrra aðstæðna er enn brýnna en áður að laun hér á landi taki mið af þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Á næstu árum verður það því ein meginkrafa íslensks launafólks og s samtaka þeirra að laun á Islandi verði sambærileg við þau laun sem greidd eru í helstu nágrannalöndum okkar. Um leið og ASÍ sendir launafólki og landsmönnum öllum nýárskveðjur með ósk um ánægjulegt gamlárskvöld minnum við fólk á að sýna aðgát við meðferð blysa og flugelda ALPÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Samstaðan er afl 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.