Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 21 IRNSAGNA- GETRAUN 18ÁRA0GELDRI Þrenn verðlaun eru veitt fyrir lausnir á fomsagnagetraun. 1. verðlaun eru íslandssaga a-ö eftir Einar Lax- ness frá Vöku-Helgafelli. 2. verðlaun Vídalínspostilla frá Máli og menningu og 3. verðlaun Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur frá Hörpuútgáfunni. Svarið hverri spurningu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Skrifið nafn og aðrar upplýsingar í þar til gerðan reit, klippið síðuna út, setjið í umslag og skrifið utan á: Morgunblaðið - forrisagnaget- raun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 15. janúar. /; +*f,V\íV c- ■ vm ' ^íii »«*'vJfi.Tj .i|w - iuiaMhm a-fX I'W m JA.^Ír tV Myt.A iUhv-AI l.fiUv sl "■ * *** tv*I« V- •' I ■JHMT* 1 >wcn. 'tr* Í.ÍU.« SFf f.v-iw * «» f* •-**»»'. vi 1 |Fr "»«.<«■ *».» w»i . [Vftilini.rfw 1*4« Wfl « MUAs <4 **i ws mi * *?>«••t-*. < .y I. I hvaða sögu segir svo frá? Snorri gengur inn og tekur eitt mikið krókaspjót, gengur bölvandi og blótar hestunum og svo Þorgeiri, ber hestana með spjótinu og særir. Sýnist Þorgeiri eigi örvænt að Snor- ri bani hestunum. Hann hleypur nú af baki og hefir skjöldinn fyrir sér. Exinni heldur hann með skildinum í vinstri hendi. Spjót hefír hann í hendi og sækir þá að Snorra. Hann hörfar þá undan um völlinn til lamb- hússins og verst með spjótinu. Tveir húskarlar Snorra sáu að hann hljóp út reiður með spjót sitt. Tekur sína exi hvor þeirra í hönd sér og fara til fulltingis við Snorra. Þorgeir verst þeim með miklum mjúkleik en sækir að þeim með miklu afli og öruggleik sem hið óarga dýr. Húskarlarnir verða brátt sárir af Þorgeiri því að þeir höfðu skammskeftar öxar en Þorgeir lagði spjótinu hart og tíðum. Hrukku þeir Snorri inn í lambhúsið. Dyrnar voru lágar og þröngvar á húsinu og var illt þar inn að sækja eftir þeim. Þorgeir hleypur upp á húsið og rýfur til. Þar sem húsið raufaðist leggur Snorri spjótinu út í móti. Þorgeir verður sár af því nokkuð og þó lítt. Kastar Þorgeir þá spjótinu en tekur exina í hægri hönd. Sækir Snorri þá að Þorgeiri með hörðum hug þar sem húsið var rofið. En Þorgeir varðist með skildi og exi og ieitar eigi annars en höggva spjót Snorra af skaftinu. Létti eigi þeim leik fyrr en Þorgeir hjó spjót Snorra af skaftinu. Og þegar jafnskjótt hljóp Þorgeir inn í húsið um glugg þann er á var rofinn með skjöld og exi og hjó þegar í höfuð Snorra svo hart áð hann klýf- ur hausinn allan. Fær Snorri af því sári þegar bana. Þá snýr Þorgeir að •húskörlum Snorra og sækir þá fim- lega, hlífandi með skildi, höggvandi með exi þeirri er vön var að fá mörgum manni náttstaðar. Lauk svo þeirri atsókn að Þorgeir vó þá báða. a) Egils sögu b) Finnboga sögu Ramma c) Fóstbræðra sögu d) Njáls sögu II. Hver orti? Liggjum báðir í lamasessi Halldór og ek, höfum engin þrek; veldur elli mér, en æska þér, þess batnar þér, en þeygi mér. a) Snorri Þorgrímsson b) "Björn Breiðvíkingakappi c) Hólmgöngu-Bersi d) Hallbera Snorrradóttir III. Úr hvaða sögu er þessi kafli? Þar var nú glaumur og gleði mik- il og skemmtan góð og margskonar leikar, bæði dansleikar, glímur og sagnaskemmtun. Þar var sjö nætur fastar og fullar setið að boðinu af því að þar skyldi vera hvert sumar Ólafsgildi ef korn gæti að kaupa, tvö mjölsáld á Þórsnessþingi og voru þar margir gildabræður. Á Reykjahólum voru svo góðir landskostir í þenna tíma að þar voru aldrei ófrævir akr- arnir. En það var jafnan vani að þar var nýtt mjöl haft til beinabótar og ágætis að þeirri veislu og var gildið að Ólafsmessu hvert sumar. Frá því er nokkuð sagt, er þótti lítið til.koma, hveijir þar skemmtu eða hveiju skemmt var. Það var í frásögn haft, er nú mæla margir í móti og látast ekki vitað hafa, því að margir ganga duldir hins sanna og hyggja það satt er skrökvað er en það logið sem satt er. Hrólfur af Skálmarnesi sagði sögu frá Hröngviði víkingi og frá Ólafi liðs- mannakonungi og haugbroti Þráins og Hrómundi Gripssyni og margar vísur með. En þessari sögu var skemmt Sverri konungi og kallaði hann slíkar lygisögur skemmtilegar. Og þó kunna menn að telja ættir sínar til Hrómundar Gripssonar. Þessa sögu hafði Hrólfur sjálfur saman setta. Ingimundur prestur sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur margar og flokk góðan við enda sögunnar er Ingimundur hafði ortan og hafa þó margir fróðir menn þessa sögu fyrir satt. a) Heimskringlu b) íslendinga sögu c) Vopnfirðinga sögu d) Þorgils sögu og Hafliða IV. Hver orti? Urðum vér at veija, varð ár drifin sára, hrafn naut hræva, Gefnar hjaldrskýja mik frýju, þás við hjalm á holmi hrein míns fóður sveini, þaut andvaka unda, unnr, benlækir runnu. a) Guðný Bárðardóttir b) Þórarinn í Mávahlíð c) Stúfur skáld Þórðarson d) Sturla Þórðarson V. Hver er Gestur? „Hér set eg grið,“ segir hann, „allra manna á millum, einkanlega þeim sama Gest til nefndum er hér situr, og að -undir skildum öllum goðorðsmönnum og gildum bændum og allrar alþýðu vígra manna og vopnfærra og allir aðrir héraðsmenn í Hegranessþingi eða hvaðan sem hvorir eru að komnir, nefndra manna eða ónefndra, handsölum grið og fullan frið komumanni hinum ókunna er Gestur nefnist, til gam- ans, glímu og gleði allrar, til hérvist- ar og heimferðar hvort er hann þarf að fara á legi eða landi eða flutn- ingi. Skal hann hafa grið í öllum stöðum, nefndum og ónefndum, svo lengi sem hann þarf til heillar heim- komu að höldnum tryggðum. Set eg þessi grið fyrir oss og vora frænd- ur, vini og venslamenn, svo konur sem karla, þýjar og þræla, sveina og sjálfráða menn. Sé sá griðníðing- ur er griðin rýfur eða tryggðum spillir, rækur og rekinn frá guði og góðum mönnum, úr himinríki og frá öllum helgum mönnum og hvergi hæfur manna í milli, og svo frá öllum út flæmdur sem víðast varga reka eða kristnir menn kirkjur sækja, heiðnir menn hof blóta, eldur brenn- ur, jörð grær, mælt barn móður kallar og móðir mög fæðir, aldir elda kynda, skip skríður, skildir blika, sól skín, snæ leggur, Finnur skríður, fura vex, valur flýgur vorlangan dag og standi honum beinn byr undir báða vængi, himinn hverfur, heimur er byggður og vindur veitir vötn til sjóvar, þrælar korni sá. Hann skal firrast kirkjur og kristna menn, heiðna hölda, hús og hella, heim hvern nema helvíti. Nú skulum vér vera sáttir og sammála hver við annan í huga góðum hvort sem vér finnumst á fjalli eða fjöru, skipi eða skíði, jörðu eða jökli, í hafi eða á hests baki, svo sem vin sinn í vatni fínni eða bróður sinn á braut fínni, jafnsáttir hver við annan sem sonur við föður eða faðir við son í samför- um öllum. Nú leggjum vér hendur saman og allir vér og höldum vel griðin og öll orð töluð í tryggðum þessum að vitni guðs og góðra manna og allra þeirra er orð mín heyra eða nokkurir eru nær staddir." a) Gunnar á Hlíðarenda b) Grettir Ásmundarson c) Þormóður Kolbrúnarskáld d) Gísli Súrsson VI. Hver orti? Rauð hilmir hjör, þar var hrafna gjör, fleinn sótti pr, flugu dreyrug spjör, 61 flagðs gota fárbjóðr Skota, trað nift Nara náttverð ara. a) Einar skálaglamm b) Ólafur hvítaskáld c) Gunnlaugur ormstunga d) Egill Skallagrímsson VII. Þessi saga gerist á Vestfjörðum. Hvað heitir hún? Það var einn dag að Ólafur geng- ur til fjárhúsa sinna því að veðrátta var hörð um veturinn og þurftu menn mjög að fylgja fénaði sínum. Hafði veður verið hart um náttina. Og er hann ætlaði heim að ganga sér hann að maður gengur að hús- inu. Er þar kominn Brandur hinn sterki. Ólafur tók honum vel. Brand- ur tók vel kveðju hans. Ólafur spurði hví hann færi svo síð. Hann svaraði: „Eigi er svo frá- sögulegt. Eg gekk til fjár míns snemma í dag en það hafði rekast látið ofan í fjöruna. Má þar og í tveim stöðum upp reka. En jafnan þar sem eg leitaði til þá stóð þar maður fyrir og bannaði í móti fénu svo að það hljóp aftur í fang mér og hefír svo farið í allan dag allt hér til. Nú vildi eg gjarna að við færum til báðir saman.“ „Það vil eg gera fyrir þína bæn.“ Ganga síðan báðir saman ofan í fjöruna. Og þegar þeir vilja féið upp reka sáu þeir að Þormóður er þar fyrir, glímufélagi hans, og blakar í móti fénu svo að féið hleypur aftur í fang þeim. Þá mælti Ólafur: „Hvort viltu heldur Brandur reka féið eða ráðast í móti Þormóði?" Brandur svarar: „Það mun eg kjósa hið auðveldara, að reka féið.“ Ólafur gengur að þar er Þormóð- ur stóð gegnt á uppi. Þar var laginn sríjór mikill framan í bakkann. Olaf- ur rann þegar upp’ á bakkann að Þormóði en hann gefur honum rúm. Og er Ólafur kemur á upp rennur Þormóður þegar undir hendur hon- um. Ólafur tekur og við eftir megni. Gangast þeir að lengi. Þykir Olafi hann ekki raknað hafa eftir hnysk- ingina. Þar kemur að þeir falla báð- ir senn fram á bakkann og er svo er komið, veltir hvor öðrum þar til er þeir tumba báðir ofan fyrir fönn- ina. Eru þá ýmsir undir þar til er þeir koma í fjöruna. Þá bar svo til að Þormóður varð neðri. Neytir Ól- afur þá þess og braut í sundur hrygginn í honum, bjó þá um sem honum líkaði og lagðist út á sjóinn með hann langt frá landi og sökkti niður í djúp. Þykir þar jafnan óhreint síðan ef menn sigla í nánd- ir. Ólafur lagðist til lands. Hafði Brandur þá upp komið fénu öllu og fagnaði Ölafi vel. Gengu þeir þá heim báðir. Og er Brandur kom heim var mikið af nátt. Þorbjörn spurði hvað hann hefði dvalið. Brandur sagði svo sem farið hafði og svo hversu Ólafur hafði honum til staðið. Þá mælti Vakur: „HræddUr hefír þú orðið ef þú lofar glóp þenna. Mun það hans fremd mest að fást við afturgöngumenn." Brandur svarar: „Hræddari mundir þú hafa verið því að þú ert mestur í málinu sem refurinn í hal- anum. Muntu í engum hlut mega jafnast við hann.“ Töluðu þeir þar til er hvorum- tveggja mislíkaði. Þorbjörn bað Brand ekki kapp á leggja með Ólafi: „Skal þér eigi duga og engum öðrum að láta Ólaf framar en mig eða frændur mína.“ Líður nú af veturinn. a) Hávarðar saga ísfirðings b) Gísla saga Súrssonar c) Kormáks saga d) Gull-Þóris saga FORNSAGNA- ■ ÁN L- - v'V" VVS',A'í>s’ ' V--.'. Natn: GETRAUN Staðnr:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.