Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 29 er viðsnúningurinn nú vissulega góð frétt. Það liggur fyrir að skynsam- leg fjárfesting er grundvöllur auk- innar verðmætasköpunar og bættra lífskjara. Hagstæð samkeppnisstaða forsenda frekari sóknar Á undanförnum árum hefur skattalegt umhverfi atvinnurekstr- ar í landinu breyst til hins betra og til samræmis við það sem erlend- ir samkeppnisaðilar búa við. Því skýtur skökku við að nú skuli liggja fyrir ákvörðun um hækkun trygg- ingargjaldsins um áramótin. Það vekur upp ugg um að sá skilningur sem stjórnvöld hafa sýnt í þessum efnum á undanförnum árum sé að bresta. Ekki nóg með að lagðar séu auknar álögur á atvinnulífið í land- inu með brejdingunni á lögum um tryggingargjald, heldur er staðfest mismunun milli atvinnugreina sem kemur fram í misháu tryggingar- gjaldi og á að heyra sögunni til. „Svona gera menn ekki“ ef ætlunin er að styrkja atvinnulíf landsmanna og auka eftirspum eftir vinnuafli. Ef hagstæðum rekstrarskilyrð- um er haldið í horfinu og þess gætt að hlúa að vaxtarsprotunum má án efa reikna með frekari sókn á erlenda markaði og sterkari sam- keppnisstöðu á heimamarkaði. Það er því mikilvægt að viðhalda sterkri samkeppnisstöðu og meðvitund um þýðingu þess að velja íslenskt. Árangur undangenginna ára er órækur vitnisburður um þá miklu möguleika sem við stöndum frammi fyrir í verðmætasköpun og atvinnu- uppbyggingu. Eg vil að lokum þakka félögum Samtaka iðnaðarins ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óska þeim og landsmönnum öllum velfarnaðar á komandi ári. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri Aframhald- andi vöxtur krefst mikill- ar vinnu ÞAÐ er hefð og reyndar öllum nauð- synlegt að líta til baka um áramót og skoða árangur liðins árs og freista þess að meta möguleika sína á nýju ári. Þetta gerir íslensk ferða- þjónusta eins og aðrar atvinnu- greinar þjóðarinnar. Þegar árangur ársins 1995 er skoðaður er það eðlilega mjög misjafnt hver niður- staða einstakra fyrirtækja, lands- hluta og einstaklinga verður. Sá árangur heildarinnar, sem fram kemur í ýmsum fyrirliggjandi tölulegum upplýsingum, staðfestir, að umsvif í öllum þáttum ferðaþjón- ustunnar hafa aldrei verið meiri hér á islandi en á þessu ári. Gjaldeyristekjur fyrstu 9 mánuði ársins eru rúmlega 1.600 milljónum meiri en sömu mánuði í fyrra sam- kvæmt upplýsingum Seðlabankans. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu verða því um 19 milljarðar króna á árinu. Það er 6-7 milljörðum meira en fyrir 3 árum, sem er yfir 50% aukning. Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja frá Hagstofunni um gistinætur erlendra og innlendra ferðamanna fyrstu 8 mánuði ársins á hótelum og gistiheimilum þá hef- ur gistinóttum fjölgað verulega. Sérlega ánægjulegt er að sjá þá aukningu sem orðið hefur í ferða- lögum íslendinga um eigið land. Fyrirtæki i ferðaþjónustu og sveit- arfélög hafa víða tekið höndum saman_ og skapað tilefni til ferða- laga. Á árinu var t.d. efnt til fleiri héraðsviðburða en nokkru sinni fyrr og árið 1996 verða okkur gefin enn fleiri tilefni til að „sækja ísland heim“. Erlendir gestir, sem heimsóttu okkur á árinu, voru um 190.000, sem er um 6% aukning frá fyrra ári. Auk þess komu hér 21.348 er- lendir gestir með skemmtiferða- skipum, sem er 20% aukning frá fyrra ári. Fróðlegt er að skoða þær breyt- ingar, sem eru að verða á komutíma erlendu gestanna. Það hefur verið eitt af meginverkefnum í íslenskri ferðaþjónustu að auka hlut þeirra sem koma utan hefðbundins há- annatíma til að ná fram betri nýt- ingu fjárfestinga. Á þetta hefur verið lögð mikil áhersla og veruleg- ur árangur hefur náðst. Á þessu ári er aukning sumarmánaðanna þriggja í komu erlendra gesta um 2,5% miðað við síðasta ár, en aukn- ing utan þess tíma rúm 10%. Þá er það ekki síður athyglivert að mánuðina janúar-maí á þessu ári fjölgar gistinóttum erlendra gesta á hótelum og gistiheimilum um 20%, en komum þeirra um 7,5%. Þessar tölur tala sínu máli um árangur í lengingu ferðamanna- tímans. Aftur á móti hlýtur það að valda ferðaþjónustufyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í ferðaþjónustu á landsbyggðinni áhyggjum, að sáralítið af aukning- unni í ferðaþjónustu utan háanna- tímans skilar sér út fyrir höfuðborg- arsvæðið. Það er er ekkert náttúru- lögmál að ferðamannatíminn á landsbyggðinni sé 8-10 vikur. Þessu er hægt og verður að breyta með vilja og samvinnu allra og ekki síst ákveðinni hugarfarsbreytingu. Gjörbreytt upplýsinga- og söluumhverfi Mikilla fjárfestinga er þörf í ís- lenskri ferðaþjónustu á næstu árum. Á það ekki síst við um rann- sóknar- og þróunarstarf auk gæða- mála og í markaðsmálum í víðasta skilningi. Sá þáttur, sem mun þó líklega skipta mestu á komandi árum um árangur okkar, er hvernig okkur tekst að byggja upp upplýsinga- og sölukerfi. Kröfur um auðveldari aðgang að upplýsingum í ferðaþjón- ustu og um betri svörun verða sí- fellt meiri. Tölvubókunarkerfi, margmiðl- unareinkatölvur og samtengingar- möguleikar þessarar tækni færa okkur stöðugt nær því að ferðalög verði sniðin að séróskum hvers ferðamanns. Óskir eru settar fram á markaðstorgi margmiðlunar og þar eru möguleikarnir kannaðir. Þeir ákvörðunarstaðir, sem geta komið til móts við þessar breyttu kaupaðferðir og tryggja að vara þeirra sé í boði á þessu sameigin- lega markaðstorgi, munu njóta þessa breytta kaupferlis. Vöxtur er nú einmitt hvað mest- ur í einstaklingsferðum, þar sem neytendur velja einstaka hluta, jafnvel á Interneti, og raða saman í ferð að eigin vali. Að mínu mati mun verða mikil aukning á næstu árum í sölu „klæðskerasaumaðra" einstaklingsferða. Þessi þróun, sem er hraðari en okkur grunar, mun því hafa í för með sér enn styttra söluferli og beinna samband milli neytanda og veitanda þjónustunnar en nú er. Tíminn frá því áhuginn er vakinn til endanlegra kaupa styttist stöð- ugt. Þessar dreifileiðir eru einnig ódýrari en þær hefðbundnu, sem er ákaflega mikilvægt í vaxandi verðsamkeppni komandi ára. Ferðamenn næstu áratuga eru börn, sem nú alast upp við marg- miðlunarmöguleika. Þeir móttöku- staðir ferðamanna, sem svara kröf- um þeirra, munu njóta þess. Við verðum að vera meðal þeirra. íslensk ferðaþjónusta þarf að búa sig undir frekari stórbreytingar í sölu- og dreifikerfi. Geri hún það ekki, er sú hætta fýrir hendi að við verðum ekki samkeppnishæf eða að upplýsinga- og sölukerfið færist í enn frekari mæli í annarra hendur. Samgöngur við umheiminn eru undirstaðan Á þessu ári var þess minnst að 50 ár eru síðan reglubundið milli- landaflug hófst milli Islands og annarra landa. Við njótum enn áræði og fram- sýni frumherjanna í flugrekstri. Byggð með 265.000 íbúa fjarri öllu vega- og járnbrautakerfi stórra markaðssvæða virðist ekki við fyrstu sýn vera álitlegur staður til að byggja upp- ferðaþjónustu. Ekki aðeins erum við fjarri markaðs- svæðunum heldur er heimamarkað- ur lítill. Sú hugmynd, og síðan sú framkvæmd, að hefa flug milli Evr- ópu og Bandaríkjanna með ísland sem tengistöð var og er enn for- senda þess að við getum byggt hér upp ferðaþjónustu fyrir erlendan markað allt árið. Hvers konar flugsamgöngur væru milli íslands og annarra landa ef eingöngu væri verið að sinna þörfum 265.000 manna byggðar fyrir samgöngur við umheiminn? Hvaða byggð í heiminum með slíkan íbúafjölda hefur beint flug til 25 staða í Evrópu og Ameríku? Hver væri tíðnin milli Islands og Bret- lands, svo dæmi sé tekið, ef þessar- ar tengingar nyti ekki við? Daglegt flug allt árið gerir okkur kleift að vera með í samkeppni um farþega, sem kjósa hvaða ferðalengd sem er, hvenær sem er. Framtíð ferðaþjónustunnar hér á landi og þá ekki síst frekari dreifing erlendra gesta yfir allt árið á veru- lega undir því hvernig Flugleiðum tekst að þróa þetta tengikerfi enn frekar og á næsta ári munu mögu- leikarnir aukast enn með tilkomu nýrra ákvörðunarstaða í Evrópu og Ameríku. Það er auðvitað ekki einugnis férðaþjónustan, sem hefur notið þessa. Þróun þessa kerfis hefur skipt sköpum fyrir íslenskt við- skiptalíf almennt og útflutning. Matvælaframleiðendur, eins og við erum fyrst og fremst, eiga mikið undir því að vera samkeppnishæfir í að koma vöru sem oftast og fersk- astri á markað. Hvernig ættum við möguleika á því að koma ferskum sjávarafurðum daglega beint till neytenda í Bandaríkjunum, ef um- rætt flutningakerfi ferðaþjón- ustunnar væri ekki til staðar? Hvernig gætum við tekið þátt í alþjóðlegum viðskiptum, samið um sölu á afurðum, raforku og öðru , ef við hefðum einungis þá tíðni í flugi, sem heimamarkaður þarfn- ast? Frekari uppbygging Flugleiða á þessu leiðakerfi og markaðssetn- ing þeirra og annarra samhliða því skiptir því ekki einungis ferðaþjón- ustuna í landinu miklu, heldur er hún í reynd grundvöllur þess að við getum haldið áfram að auka hlut okkar í alþjóðlegum viðskiptum og eflt enn frekar samkeppnishæfni okkar í útflutningi. Þetta er gert að umtalsefni hér á 50 ára afmælisári millilandaflugs- ins, þar sem mér finnst oft á tíðum að mikilvægi þessarar framsækni frumherjanna og frekari þróun og vinnsla þeirrar hugmyndar í hönd- um Flugleiða gleymist og við íslend- ingar lítum á það sem sjálfsagðan hlut að við höfum þessar frábæru samgöngumöguleika til allra átta allt árið. En það er auðvitað ekkert sjálfgefið að rekstri alþjóðaflugfé- lags sé haldið úti frá okkar litla samfélagi. Samhliða því að þessi hugmynd var sett í framkvæmd á sjötta ára- tugnum hófst sölu- og markaðs- starf í tveimur heimsálfum. í ára- tugi hafa íslensk fyrirtæki í ferða- þjónustu því starfað erlendis og byggt upp markaði. Sú vinna var frá upphafi í höndum íslenskra fyr- irtækja, enda áttum við Islendingar mest undir því að vel tækist til. Ég hef áður látið í ljós þá skoðun mína að við Islendingar eigum í vaxandi mæli að koma okkur enn betur fyr- ir á helstu markaðssvæðum okkar. Á síðustu 8 árum hafa 11 íslensk- ar ferðaskrifstofur opnað á megin- landi Evrópu og á Norðurlöndum. Á þessum stöðum hefur náðst hvað mestur árangur í sölu ferða til íslands utan háannatímans. Þessa sókn þarf að auka enn frekar og fjölga íslenskum söluaðil- um á enn fleiri svæðum. Því fólki fjölgar stöðugt sem hefur menntað sig í markaðsmálum í alþjóðlegu umhverfi. Við eigum því meiri tæki- færi en áður til að stórauka eigin markaðssetningu og sölu, sem er að mínu mati okkur lífsnauðsýnlegt til að auka okkar hlut enn frekar og með hliðsjón af því breytta sölu- kerfi, sem áður var rætt. Árið 1996 Þegar litið er til þeirra upplýs- inga, sem liggja fyrir um væntingar ársins 1996, þá er því spáð að einka- neysla aukist talsvert og atvinnu- leysi fari minnkandi í mikilvægum markaðslöndum okkar. Hagvöxtur þar verði á bilinu 2-3,5% og allt að 5% í einstökum löndum. Innlend- ur markaður mun njóta aukins kaupmáttar. Ferðalög hafa aukist verulega undanfarin ár umfram aukningu hagvaxtar. Það er til- hneiging til að nota aukinn kaup- mátt til ferðalaga frekar en annarra þátta. Áframhaldandi aukningu er spáð i einstaklingsferðum og stutt- um ferðum, oft sem öðru eða þriðja fríi ársins. Neikvætt er aftur á móti áfram- haldandi lágt gengi bandaríkjadals, hærri skattar og vextir á Vestur- löndum vegna stöðugs fjárlaga- halla. Miðað við aukið framboð í flugi á næsta ári milli íslands og annara landa og annarra væntinga auk þeirra upplýsinga sem liggja nú fyrir frá mörkuðunum, er ekki óeðli- legt að gera ráð fýrir að umfangið aukist hliðstætt því sem raunin varð í ár. Enn skal þó á það minnt að ekk- ert gerist af sjálfu sér og mikil vinna framundan til að ná hlutfallslega sama vexti og á þessu ári. Þá verður að tryggja að aukin umsvif leiði ekki til frekari óarð- bærra fjárfestinga, heldur skili sér sem aukin arðsemi, en frekari arð- semi er okkur nauðsynleg til að endurnýja og til að bæta samkeppn- ishæfni. Islensk ferðaþjónusta hefur notið þess stöðugleika, sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Það er von þeirra sem starfa við ferðaþjónustu að sá stöðugleiki, sem hér hefur verið undanfarin ár, verði tryggður til frambúðar. Ferðaþjónustan er líklega mesta samkeppnisatvinnugrein heims. Stöðugleiki og sambærilegt rekstr- arumhverfi og samkeppnisþjóðirnar bjóða ferðaþjónustuaðilum er for- senda þess að við getum verið sam- keppnishæf og keppt á þessum al- heimsmarkaði. Að frumkvæði samgönguráð- herra hófst á árinu vinna við opin- bera stefnumörkun í ferðaþjónustu. Stefnumörkunin á að ná til sem flestra þátta atvinnugreinarinnar. Vinna við stefnumörkunina er í full- um gangi og að mínu mati mun margt af þeirri vinnu nýtast at- vinnugreininni við sína stefnumörk- un, hvort sem um er að ræða í fyrir- tækjum eða við stefnumörkun sveit- arfélaga í atvinnumálum. Tillögurnar verða kynntar á ár- inu 1996 og er það von mín að stjórnvöld muni á árinu samþykkja og koma í framkvæmd stefnu í ferðaþjónustu til framtíðar. Stefnu- mörkun, sem tryggir frekari upp- byg:gingu arðvænlegrar atvinnu- greinar þjóðarbúinu til hagsældar, sem ekki gengur of nærri auðlind- inni, landinu sjálfu. Atvinnugrein, sem tvöfaldar umfang sitt á næstu 15 árum og skapar 50% fleiri at- vinnutækifæri en nú eru í grein- inni. Atvinnugrein, sem skilar þjóð- inni, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum þeirri arðsemi, sem nauðsynleg er samkeppnisat- vinnugrein, sem verður ein af undir- stöðuatvinnugreinum hér á landi á næstu öld. Nú er ljóst að forsetaskipti verða hér á næsta ári. Með störfum sínum hefur Vigdísi Finnbogadóttur tekist að beina kastljósi að þessu landi og þessari þjóð í norðri, sem við höfum síðan notið ríkulega. Vakin hefur verið forvitni til frekari kynna. Þá hefur hún ekki síður vakið hjá þjóðinni áhuga á að fara um eigið land og kynna sér sögu og menningu okkar sem víðast. Þegar hún hefur nú ákveðið að hverfa úr starfi þakkar íslensk ferðaþjónusta henni ómetanlegt starf i okkar þágu, starf sem aldrei verður fullþakkað og við munum búa að um ókomin ár. Ég þakka öllum innan ferðaþjón- ustunnar, opinberum aðilum og öðr- um innan lands og utan, sem með miklum dugnaði hafa enn aukið umsvif og mikilvægi ferðaþjón- ustunnar, einstaklega ánægjulegt samstarf. Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt ár. Einar Sveinsson, for- maður Verslunarráðs * Islands Rétt að und- irbúa aðild- arviðræður við ESB VIÐ þessi áramót ber það óneit- anlega hæst, að horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar virð- ast nú bjartari en verið hefur um langt skeið. Á árunum 1994 og 1995 batnaði afkoma atvinnufyrir- tækjanna í landinu talsvert eftir langt erfiðleikatímabil og útlit er fyrir að framhald verði á þeirri þró- un á næsta ári. Þjóðhagsstofnun spáir nú að hagvöxtur verði 3,2% á árinu 1996, sem er sambærilegt við ástandið í iðnríkjum Vestur- landa, reiknað er með minna at- vinnuleysi en verið hefur að undan- förnu og stóraukinni fjárfestingu í atvinnurekstri, ekki einvörðungu vegna álversframkvæmda heldur einnig vegna aukinnar fjárfestingar fyrirtækja í öðrum greinum. Varðveita þarf stöðugleikann Stöðugleiki í efnahagsmálum hefur verið ein helsta forsenda batnandi afkomu þjóðarinnar að undanförnu. Það er mikilvægt, nú þegar miklar framkvæmdir og auk- in umsvif eru í augsýn, að þess verði gætt að raska ekki því jafn- vægi sem ríkt hefur og missa ekki tökin á verðbólguþróuninni. í því sambandi er ástæða til að minna á nauðsyn þess, að aðhalds verði gætt í ríkisrekstrinum, útgjöldum haldið innan skynsamlegra marka og fjárlagahalla eytt. Hallinn á rík- isrekstrinum hefur verið óviðunandi um langt árabil og meðal afleiðinga þess er mikil lánsíjárþörf ríkissjóðs, sem ásamt öðru hefur leitt til þess að vextir hafa lengi verið of háir hér á landi. Baráttan við fjárlaga- hallann hlýtur því áfram að verða forgangsverkefni í efnahagsmálum. Þess ber hins vegar að gæta, að tilraunir til að vinna bug á halla- rekstri ríkissjóðs með skattahækk- unum eru ekki líklegar til árang- urs. Eina leiðin til að ná raunveru- legum árangri í þeim efnum, til lengri tíma litið, er að draga úr umsvifum ríkisins, gæta aðhalds og sparnaðar í rekstri og færa verk- efni til einkaaðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.