Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 27 með róttækum breytingum. Kvóta- kerfið tryggir að höfð er stjórn á sókn í fiskistofnana. Frjálsri verð- myndun á fiski hefur verið komið á og horfið hefur verið frá mið- stýrðu opinberu fiskverði. Stað- greiðslukerfi skatta og olíuverðs- tenging skiptaverðmætis eru þættir sem hafa skapað stöðugleika og betri aðiögunarhæfni innan grein- arinnar. Sjóðakerfi sjávarútvegsins hefur verið aflagt, nema stjórnvöld sjá enn ástæðu til að starfrækja Þróunarsjóð til að úrelda fiskiskip í andstöðu við sjávarútveginn. Nú getur hver og einn vegið og metið hvernig rekstur hans gengur frá degi til dags. Þá eru ótaldar ýmsar ytri breytingar í efnahagsmálum, í kjölfar aukins stöðugleika undan- farinna ára. Krafa um raunávöxtun þess fjármagns, sem varið er til fjárfestinga, kemur í veg fyrir fjár- festingargleði fyrri ára. Það er ekkert því til fyrirstöðu að aðrar greinar geti lifað í góðri sambúð við sjávarútveginn og það er tíma- skekkja að nefna sambúðarvanda sem skjól fyrir misjöfnu gengi ann- arra atvinnugreina. Þvert á móti byggist gengi fjölmargra atvinnu- greina meira og minna á styrkri stöðu sjávarútvegsins - já, raunar þjóðfélagsins i heild. Atvinnugrein, sem skiptir jafn miklu máli fyrir búsetu í landinu og sjávarútegurinn, getur ekki vik- ið sér undan því að umræða um málefni greinarinnar verði ávallt í brennidepli. Nauðsynlegt er fyrir þá, sem starfa í sjávarútvegi, að gera sér grein fyrir þessu og hafa umburðarlyndi fyrir margs konar skoðunum, sem í opnu lýðræðis- þjóðfélagi eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum. Það er hlutverk fjöl- miðla að sjá til þess að öll sjónar- mið fái sína umfjöllun. Hins vegar hefur það viljað brenna við í þess- ari umræðu undanfarin ár að sum- ir fjölmiðlar hafi neytt aflsmunar til þess að koma einsleitum sjón- armiðum sínum um auðlindaskatt á framfæri. Umræðan um þetta mál byggðist í upphafi á því að hér væri um mikilvægt efnahagslegt stjórntæki að ræða, en þar sem sá rökstuðningur hefur ekki fengið frekari hljómgrunn, hefur þessari umræðu verið snúið inn á þá braut að um sérstakt réttlætismál sé að ræða. Samtök útvegsmanna hafa ítrekað varað við slíkri séríslenskri skattaleið og hafa fært fyrir því gild rök. Hingað til hefur einungis . Alþýðuflokkurinn og flokksbrot úr honum tekið undir þessa kröfu. Við því var að búast enda hefur sá flokkur ekki borið umhyggju fyrir málefnum sjávarútvegsins. Mikilvægi veiða utan íslensku lögsögunnar hefur farið vaxandi undanfarin ár. Með nýjum sáttmála um veiðar utan lögsögu hefur verið lagður grunnur að samskiptaregl- um þjóða varðandi veiðar utan lög- sögu. Fyrirsjáanlegt er að á næstu árum muni nást samkomulag um hvernig fiskistofnum, sem veiðast á alþjóðlegu hafsvæði, verður skipt milli einstakra landa. Þetta á við um þorskveiðar í Barentshafi, veið- ar úr norsk-íslenska síldarstofnin- um, sem í ár veiddist aðallega í færeyskri lögsögu, úthafskarfa- veiðar á Reykjaneshrygg og rækju- veiðar á Flæmingjagrunni. Afla- verðmæti á þessu ári er líklega milli 6 og 7 milljarðar króna eða yfir 7% af áætluðu heildarútflutn- ingsverðmæti sjávarafurða, sem áætlað er um 88,4 milljarðar króna á þessu ári. Það er eitt af forgangs- verkefnum okkar að tryggja að hagsmuna íslendinga sé gætt með öllum tiltækum ráðum í framtíð- inni. Á þessu ári var til lykta leidd erfið vinnudeila við sjómenn eftir nær þriggja vikna verkfall. Ástæða vinnudeilunnar varðaði fyrst og fremst ákvörðun fiskverðs. Nú hafa samskiptareglur útgerðar og sjó- manna varðandi fiskverðsá- kvarðanir verið skilgreindar nánar í kjarasamningi og því engin ástæða til þess að ætla annað en að friður verði í samskiptum út- gerðar og sjómanna á næstu árum. Ég vil að lokum óska öllum landsmönnum gleðilegs nýárs. Benedikt Davíðsson, forseti AS Við stöndum á tímamótum ÁRIÐ 1995 hefur að mörgu Íeyti verið merkilegt hvað varðar at: vinnulífið og vinnumarkaðsmál. í fyrsta skipti í mörg ár er nú farið að birta til í íslensku efnahagslífi svo um munar. Kaupmáttur launa hefur farið mikið batnandi á árinu á sama tíma og afkomutölur sýna að staða fyrirtækja hefur einnig batnað nokkuð. Strax haustið 1994 þótti sýnt að nokkur efnahagsbati væri líklegur á árinu 1995 og að líklegt væri að hægt yrði að bæta afkomu almennings án þess að mik- il hætta yrði á að verðlag færi úr böndunum. Þessi skoðun var m.a. boðuð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar frá því í desember 1994 sem gefin var út í tengslum við fjár- lagaumfjöllun fyrir árið 1995. Með aimennu kjarasamningun- um sem gerðir voru í lok febrúar var ætlunin að nota það svigrúm sem þróun efnahagslífsins gaf til þess að reyna að bæta kjör tekju- lægstu hópanna umfram önnur. Eins og á síðustu árum var nú reynt að teygja sig eins langt í því að bæta kjörin án þess að hætta yrði á að kjarabæturnar yrðu verð- bólgunni að bráð. Á undanförnum árum, meðan hvað mest hefur kreppt að íslensku efnahagslífi hefur verkalýðshreyfingin jafnan reynt að axla sinn hluta ábyrgðar- innar í þeirri viðleitni okkar allra að stíga ölduna og byggja undir betri tíma. Ég vil í því sambandi sérstaklega minna á samningana 1993, þar sem gerður var kjara- samningur með engum almennum launahækkunum, en með mikilli áherslu á að ná niður verðlagi á nauðsynjavörum, m.a. með lækkun á virðisaukaskatti á matvælum. Þá var einnig gert samkomulag um verulega aukið fjármagn til verklegra framkvæmda til þess að sporna gegn atvinnuleysinu, sem þá fór enn vaxandi. Við undirbúning og gerð kjara- samninganna fyrir ári var fyrirfram ákveðið að breyta því verklagi sem hafði viðgengist í kjarasamningum innan ASÍ allt frá árinu 1990. í stað þess að gerður yrði einn sam: eiginlegur kjarasamningur af ASÍ voru það nú starfsgreinasamböndin sem gerðu samninga, hvert fyrir sína félagsmenn. Samt sem áður var fylgt sameiginlegri stefnu um það yfirlýsta markmið að fyrirsjá- anlegan efnahagsbata ætti fyrst og fremst að nýta til þess að bæta hlutfallslega mest launakjör þeirra sem höfðu þau lökust fyrir. Þannig voru samningarnir gerðir og þannig voru þeir einnig samþykktir af fé- lagmönnum, reyndar einnig með heitingum ráðamanna um að hér væri um tímamótasamninga að ræða sem vafalaust yrðu fyrirmynd annarra kjarasamninga sem ætti eftir að gera. Þannig var staðan um mánaða- mótin febrúar/mars 1995. Allir vita að þessar óskir og væntingar stóð- ust ekki. Þegar leið á árið fannst mörgum félagsmönnum ASÍ að þeir hefðu verið plataðir þegar þeir samþykktu tímamótasamningana í lok febrúar. Ég ætla hvorki að ergja sjálfan mig né aðra með því að rekja þessa sögu sem náði hámarki með úrskurðum forsætisnefndar Alþing- is og Kjaradóms síðsumars. Á næstu mánuðum verður ekki horft til fortíðar, nú þarf að meta stöðuna og horfa til framtíðar. Kjarasamningar alls þorra launa- fólks renna út um næstu áramót. Ég tel að það sé nokkuð ljóst að við næstu samningsgerð geta orðið hörð átök um breytta tekjuskipt- ingu. Fólk hefur verið keyrt upp að vegg og með næstu samningum þarf að ýta hressilega á og vinna aftur það sem tapast hefur, bæði beint og hlutfallslega miðað við aðra hópa. Rétt fýrir jólin komu fram nýjar tölur frá Hagstofu íslands um fólks- fjölda á íslandi. Þar mátti m.a. heyra þá hryggilegu staðreynd að síðustu eitt jiundrað árin hafa ekki flutt fleiri íslendingar úr landi en á því ári sem nú er að líða. Þessar hræðilegu tölur ættu að fá okkur til þess að staldra við. Hvað veldur þessu? Hvaða fólk er þetta sem er að flytja úr landi? Orsakanna hlýtur fyrst og fremst að verða að leita í bágum lífskjörum og atvinnuleysi. Það er líka augljóst að það fólk sem er að flytja úr landi er duglegt, vel menntað fólk á besta aldri. Þetta er það fólk sem nú ætti að vera á fullu að byggja upp íslenskt velferð- arþjóðfélag. Þessar staðreyndir sýna að það er eitthvað verulega mikið að hjá okkur. Við eigum ekki að þurfa að sætta okkur við að missa gott og duglegt fólk úr landi. Þessu þarf að breyta. Á liðnu ári kom upp mikil um- ræða um launakjör og tekjur hér á landi miðað við nágrannalöndin. Það er augljóst að verulega hallar á okkur hvað þetta varðar. Launa- og starfskjör eru lélegri hér en í löndunum í kringum okkur, vinnu- tími er verulega lengri og skipulagi í framleiðslunni er víða ábótavant.' Þessir þættir munu eflaust verða grandskoðaðir fyrir næstu samn- ingsgerð að ári. Krafa verkalýðs- hreyfingarinnar hefur verið og mun verða sú að markvisst verði unnið að því á næstunni að skapa íslensku launafólki kjör og vinnuaðstæður í samræmi við stöðuna í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Undirbúningur og niður- staða næstu kjarasamninga verður að vera liður í því að marka ákveð- ið og trúverðugt upphaf á þessari leið. Að þessu markmiði verður verkalýðshreyfingin að einbeita sér á næstu mánuðum. Þessu markmiði verður því aðeins náð að sameinuð verkalýðshreyfing beiti því afli sem hún býr yfir. Ég sagði fyrr í þessu ávarpi að verkalýðshreyfingin hafi á undan- förnum árum tekið sinn hluta ábyrgðarinnar vegna mikils sam- dráttar í efnahags- og atvinnumál- um á undanförnum árum vegna samdráttar í þorskveiðum. Óhjá- kvæmilega hafa auknar byrðar ver- ið lagðar á herðar almenns iauna- fólks, þótt tekist hafi að verja stöðu þeirra allra tekjulægstu þokkalega. Sú skoðun er almenn innan hreyf- ingarinnar að venjulegt launafólk hafi borið allt of stóran hluta þess- ara byrða. Með samningunum síð- astliðinn vetur var stefnt að því að greiða tekjulægstu hópunum sér- staklega til baka fyrir þær byrðar sem þetta fólk hefur borið. Greini- legt er hins vegar að hvorki stjórn- völd né tekjuhærri hópar í þjóðfé- laginu gátu verið sammála í að gera betur við þá tekjulægstu. Saga launamála á síðastliðnu ári sannar það. Sífelldir tilburðir stjórnvalda til þess að skerða velferðarkerfið og hitta þannig oftast fyrir þá hópa sem verst eru settir snúa í sömu átt. Slíkir tilburðir kalla auðvitað líka á hörð viðbrögð af hálfu verka- lýðshreyfingarinnar. 1 næstu kjarasamningum mun verkafólk ekki kalla á nýjar og end- urteknar uppsprengingar kauplags og verðlags. Það gengur hins vegar ekki til lengdar að verkafólk taki á sig byrðar umfram aðra þjóðfélags- þegna þegar hallar á i þjóðarbú- skapnum eins og gerst hefur á síð- ustu árum, en fái svo ekki rétta hlutdeild í efnahagsbatanum þegar hann loksins fer að skila sér. í næstu kjarasamningum mun verka- lýðshreyfingunni verða beitt af afli til þess að koma í veg fyrir slíka rangsleitni. Eg tel að við íslendingar stöndum nú á tímamótum. Að baki er ein- hver dýpsti öldudalur í efnahags- málum sem við höfum siglt í gegn um. Staðan í dag hvað varðar lífs- kjör og launakjör hér á landi er algerlega óviðunandi og okkur öll- um til háborinnar skammar. Land- flóttanum verður að snúa við, við verðum að tryggja sambærileg launakjör og lífskjör hér á landi og tíðkast í löndunum í kringum okk- ur. Á vettvangi ASÍ mun verða unnið markvisst að þessum mark- miðum á næsta ári. Á árinu 1996 verður Alþýðusamband íslands 80 ára, og í maí mun 38. þing sam- bandsins verða haldið í Kópavogi. Á árinu 1996 höfum við því ýmis tilefni til þess að þrýsta harðar á en oft áður og reyna að tryggja hag íslepsks launafólks. Ég óska launafólki öllu árangurs- ríkrar baráttu á komandi ári fyrir batnandi hag og bættum kjörum. Ólafur B. Ólafsson, formaður Vinnuveit- endasambands Islands Ár mikilla umskipta ÁRSINS 1995 verður ugglaust minnst sem tíma mikilvægra um- skipta. Langvarandi tímabil erfið- leika og stöðnunar er loks að baki og framundan betri tíð. En engrar uppskeru verður notið án þess að til hennar sé sáð og ekki nein tilvilj- un að hlutir hafi þokast til betri vegar. Atvinnulífið er nú skapandi sem aldrei áður enda hefur því ver- ið búinn gróskumikill jarðvegur, ekki síst fyrir tilstuðlan markvissrar stefnumörkunar aðila vinnumark- aðarins allt frá byijun þessa áratug- ar. Sameiginleg sýn og náið sam- starf vinnuveitenda og launþega við erfið skilyrði hefur skapað fyrir- tækjunum vaxtarmöguleika og sóknarfæri sem þau hafa nýtt og skilar nú þjóðinni nýjum störfum og bættum lífskjörum. Ávextir sátt- ar á vinnumarkaði og góðrar sam- keppnisstöðu fyrirtækja birtist í aukinni fjölbreytni og styrkari stoð- um. Til marks um það hafa ferða- þjónusta og útflutnings- og sam- keppnisiðnaður blómstrað og hlut- deild þeirra farið vaxandi í gjaldeyr- isöflun þjóðarbúsins. Staða atvinnumála hefur batnað mikið á árinu enda störfum fjölgað mikið. Þessi þróun mun enn halda áfram á næstu árum og atvinnu- leysi minnka að sama skapi. Raun- ar fjölgar störfum svo ört að tilefni er til þess að óttast að ekki séu vinnufúsar hendur til í landinu til að manna öll þau störf sem bjóðast á næstu misserum. Við vitum þó að framleiðnin í þjóðarbúskapnum stendur að baki því sem gerist með þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við og í því leynist varasjóður af vinnuafli þegar fram- leiðni eykst. I aðdraganda kjarasamninga í ársbyijun lagði VSI höfuðáherslu á að standa vörð um samkeppnis- hæfni atvinnulífsins þannig að áframhaldandi vöxtur yrði tryggð- ur. Þessi stefna hefur nú að mestu gengið eftir. Að vísu hafa launa- hækkanir orðið heldur meiri en við settum okkur en það hefur ekki haft hefðbundin verðbólguáhrif þannig að launþegar eru að upp- skera verulega kaupmáttaraukn- ingu á þessu samningstímabili. Full- yrða má að í heildina hafi ekki náðst meiri árangur í kjarasamn- ingum um langt árabil og það er í raun undrunarefni að andrúmsloftið skuli hafa einkennst af þeirri óánægju sem raun ber vitni á und- anförnum mánuðum. Efnahagsbatinn hefur skilað launamönnum 4% kaupmáttar- aukningu ráðstöfunartekna á þessu ári og það er meira en samningsað- ilar þorðu að vona í ársbyrjun. Kaupmáttarauki af þessari stærð- argráðu er með því mesta sem ger- ist í þeim löndum sem við lítum til og þarf því enginn að fara í grafgöt- ur um að hinn títtnefndi efnahags- bati hafi ratað í launaumslögin. Sköttum hefur verið létt af launþeg- um og þeim velt yfir á fyrirtæki með hækkun tryggingagjalds. Af þeim sökum er ekki við því að bú- ast að afkoma fyrirtækja verði eins góð á næsta ári og á þessu. Um áramót líta menn ekki ein- ungis um öxl heldur einnig fram veginn. Fullyrða má að atvinnurek- endur eru flestir hverjir bjartsýnni uni þessi áramót en oft áður þótt afkoman sé mismunandi eins og gengur. Auknar fjárfestingar eru framundan í atvinnulífinu og munar þar mestu um framkvæmdir við stækkun álvers og jarðgangagerð undir Hvalfjörð. Sú þriðjungs aukn- ing fjárfestingar sem spáð er ætti að hrista af okkur doðann. Það er þó engin ástæða til að ætla að hér verði ofþensla sem kalli á sérstök viðbrögð stjórnvalda. Enn er verulegur slaki í atvinnulífinu og búa flest fyrirtæki við vannýtta framleiðslugetu eftir langvarandi samdrátt. Rétt er að hafa hugfast að þrátt fyrir umskipti til betri veg- ar eru mikilvægustu fiskistofnarnir í lægð og verður að bíða enn um sinn eftir því að þar verði breyting á. Sú bið verður mörgum fyrirtækj- um í hefðbundinni botnfiskvinnslu erfið. Það vekur því undrun þegar stjórnendur Seðlabankans taka ákvarðanir um að stuðla að hækkun vaxta á sama tíma og vextir eru langt umfram það sem gerist í kringum okkur og vextir erlendis þar að auki á niðurleið. Ég hef stað- ið í þeirri trú að eitt stærsta efna- hagsvandamál þjóðarinnar væru of litlar fjárfestingar í atvinnulífinu sem t.d. lýsir sér í því að íjárfesting- ar í vélum og tækjabúnaði eru hlut- fallslega minni hér á landi en í þeim löndum sem við keppum við. Fram- leiðni er að sama skapi minni. Hér koma háir vextir svo sannarlega við sögu. Menn spyija því eðlilega hvort það sé stefna yfirvalda pen- ingamála að stuðla að minnkandi fjárfestingum í almennu atvinnulífi. Hveiju og einu okkar finnst það eðlilega óviðunandi að lífskjör hér séu lakari en í nálægum löndum. Lífskjörin hafa óvefengjanlega ver- ið lakari undanfarin ár en þar sem þau gerast best í heiminum, þ.e. á Norðurlöndunum. Reyndar ekki aðeins undanfarin ár heldur eflaust allt frá upphafi íslands byggðar ef út í það er farið. Okkur tókst að minnka það bil um sinn á tímabilinu eftir útfærslu landhelginnar en á síðustu árum dró aftur í sundur. Þetta bil viljum við aftur minnka. Þá ósk eigum við öll sameiginlega en spurningin er hvaða leið skilar okkur helst nær marki. Nú um stundir hrópa sumir hátt, láta ólík- indalega og ná með því athygli þjóð- arinnar. Slíkir menn vinna þeim málstað, sem þeir telja sig vera að þjóna, raunar skaða því vinnudeilur skapa engin verðmæti. Þjóðum sem bestum árangri hafa náð í fram- leiðni og verðmætasköpun og þar með lífskjörum hefur skilað áfram með hægu, öruggu og samfelldu átaki allra helstu þjóðfélagsafla. Hörðu árin hafa verið lærdómsrík. Allra leiða hefur verið leitað til hag- ræðingar og spamaðar. Samkeppn- ishæfnin hefur aukist en miklum vonbrigðum veldur slök frammistaða í opinberum atvinnurekstri, einkum heilbrigðiskerfinu. Öll erum við sam- mála um að bera sameiginlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.