Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 B 7 milljarða á ári hveiju. Eini aðilinn, sem ekkert fær í sinn hlut fyrir afnotaréttinn að auð- lindinni, er sjálfur eig- andinn, íslenska þjóðin. Þetta er bæði sið- ferðilega fordæm- anlegt og hagfræðilega óskynsamlegt. Þess vegna höfum við jafn- aðarmenn barist fyrir því s.l. áratug að tekið verði upp veiðileyfa- gjald fyrir afnotarétt- inn af auðlindinni. Seinast gerðum við til- lögu um það við af- greiðslu ijárlaga fyrir jól. Þá lögðum við til að veiðileyfagjaldið yrði innheimt sem sértekjur fyrir þær stofnanir, sem ríkið rekur og skattgreiðendur kosta í þágu sjávarútvegsins. Á móti væri unnt að lækka skatta á almenn- ing. Þrír stjórnmálaflokkar hafa nú lýst yfir stuðningi við þessa stefnu á Alþingi. Auk Alþýðuflokksins eru það Þjóðvaki og Kvennalistinn. Auk þess hafa áhrifamenn innan Alþýðu- bandalagsins lýst sig sama sinnis, auk þess sem tillögur um upptöku veiðileyfagjalds eiga vaxandi fylgi að fagna t.d. á landsfundum Sjálf- stæðisflokksins. Það er því ekki spurning um hvort, heldur hvenær, veiðileyfagjaldi verður komið á. Morgunblaðið á mikinn heiður skilinn fyrir að hafa gætt almanna- hagsmuna í þessu stóra máli. Það er hins vegar forystu Sjálfstæðis- flokksins til skammar, að hafa í þessu máli eins og í landbúnaðarmál- um, gengið erinda þröngra sérhags- muna, í blóra við almannaheill. 4. Verði af sameiginlegri mynt um næstu aldamót eins og flest bendir til, verða áhrif þess á íslenskt efna- hagslíf í réttu hlutfalli við þann fjölda þjóðmynta sem sameinast í nýja gjaldmiðlinum. Ef aðeins Þýskaland, Frakkland og Benelux-löndin verða í upphafi aðilar að nýja myntbanda- laginu verða áhrif þess á íslenskt efnahagslíf ekki umtalsverð. í reynd hafa gjaldmiðlar þessara þjóða verið nátengdir þýska markinu um nokk- urt skeið. Þýski Seðlabankinn hefur t.d. komið í veg fyrir að franski frankinn hafi sveiflast mikið til. Ef hins vegar bæði norðurlandamyntimar, breska pundið, svo ekki sé minnst á saltfisk- myntir Miðjarðarhafs- landanna, verða hluti af þessu bandalagi, þá fer það að hafa veruleg áhrif á íslenska hags- muni. Nýi gjaldmiðill- inn er sagður eiga að verða jafn sterkur þýska markinu. Það mun efla íslenskan út- flutning ef gjaldmiðlar þeirra svæða sem flutt er út til styrkjast. Áhætta vegna gengis- -fellinga þessara mis- munandi veiku þjóð- mynta mun minnka. Þess vegna mun þetta sennilega styrkja íslenskan út- flutning, enda verði hann samkeppn- isfær á alþjóðlegum mörkuðum. Sem greiðslumiðill gæti íslenska krónan jafnvel styrkst. Þeir sem geyma fjármuni sína í íslenskum peningum munu hinsvegar þurfa að taka á sig verulega gengisá- hættu, vegna þess að íslenska krónan mun veikjast sem geymslumiðill. Margt bendir til að vextir þurfi að vera allmiklu hærri hér á landi en í nágrannalöndunum til að vega upp á móti óhagræði lítillar, „sjálfstæðr- ar“ myntar. Litlar „sjálfstæðar" inynteiningar geta orðið auðveld bráð spákaupmennsku, orðið of mikill áhættugjaldmiðill. Það gæti orðið íslensku atvinnulífi skeinuhætt. Jafn- vel svo áhættusamt að það gæti ekki lifað við það til lengdar. Pólitískt mun nýtt myntbandalag veikja stöðu þjóðarinnar út á við. Enn eitt valdabandalag rís sem mun móta efnahagslíf álfunnar, án þess að við séum í námunda, hvað þá að við séum þátttakendur. Pólitískum hagsmunum er nú til dags einkum fylgt eftir með full- gildri þátttöku í fjölþjóðlegum stofn- unum eða bandalögum sem taka mikilvægar ákvarðanir. Nýtt myntbandalag Evrópubanda- lagsþjóðanna mun því þegar fram í sækir veikja pólitíska stöðu þjóðar- innar, ef við stöndum þar fyrir utan. 5. Evrópusambandið mun á næstu árum, eftir lok ríkjaráðstefnunnar, verða að allsheijarsamtökum lýðræð- isríkja í Evrópu. Þeir einir þurfa að rökstyðja sitt mál sérstaklega, sem halda því fram, að stærsta mál sam-' tímans í Evrópu komi íslendingum einum þjóða ekki við; sé ekki á dag- skrá. Eina afstaðan til Evrópusam- bandsins sem er óframbærileg og óhaldbær er sú, að málið sé ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin átti fyrir löngu að virkja allt stjórnkerfið, í samvinnu við hagsmunaaðila, til að rannsaka kosti og galla aðildar og undirbúa samningsmarkmið og samnings- stöðu. Hluti þeirrar rannsóknar á að snúast um það hver verði staða Is- lands í framtíðinni, utan Evrópusam- bandsins. Stærsta spurningin er auð- vitað sú, hvar ísland eigi heima í samfélagi þjóðanna á næstu öld. Það er auðvitað spurning um pólitíska grundvallarafstöðu, alveg eins og þegar við tókum ákvörðun um stofn- aðild að Atlantshafsbandalaginu (1949), um aðild að EFTA (1970) og um aðild að Evrópska efnahags- svæðinu (1989-1993). Hér er því ekki um skyndiákvörð- un að ræða, sem byggir á því hvenær Evrópusambandinu þóknast að hefja viðræður. Hér er um örlagaríkt stór- mál að ræða, sem eðli málsins sam- kvæmt á sér langan aðdraganda og krefst vandaðs undirbúnings. Ríkis- stjórn sem segir að þjóðinni komi málið ekki við eða að það sé ekki á dagskrá, er einfaldlega að bregðast skyldum sínum. Forsætisráðherra, sem getur helst ekki rætt málíð nema í skætingstón að hætti götustráka, dæmir sig úr leik sem alvöru stjórn- málamann. Til eru þeir sem segja að EES- samningurinn sé okkur nóg eins og olíuríkinu Noregi. Þessi rök eru ekki hvað síst notuð af þeim, sem voru andvígir EES-samningnum af full- veldisástæðum. En eftir að banda- lagsþjóðir okkar í EFTA, aðrar en Noregur og Liechtenstein, hættu EES samstarfinu hafa fullveldisrök andstæðinga EES öðlast merkingu, sem þau ekki höfðu á sínum tíma. I dag eru Islendingar áhrifalausir þiggjendur laga og reglna frá ESB, sem þeir ekki voru áður. EES-samn- ingurinn samrýmist því ekki lengur þeim fullveldiskröfum, sem áður voru úrslitaatriði andstæðinga EES. Ef íslendingar hins vegar hafna lögum og reglum ESB á einhveiju sviði, kallar það á uppsögn samnings- ins á því sviði, í krafti öryggis- ákvæða samningsins. Þannig er hætta á því að samningurinn trosni smám saman upp. Oryggi Islendinga er vel tryggt með aðildinni að Atlantshafsbanda- laginu og varnarsamningnum við Bandaríkin. Hvorugt er hins vegar tryggt til frambúðar. NATO er þegar orðið að tvíhliða varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Kanada annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar. Þau ríki sem hvorugum til- heyra hafa ekki sömu áhrif og áður. Trygging Bandaríkjanna fyrir öryggi Evrópu með nærveru hersveita er ekki varanleg. Framsýnir forystu- menn lýðveldisins vissu það á sínum tíma að með stofnaðild íslands að NATO vorum við að tryggja okkur fyrir hinu ófyrirséða, í tæka tíð. Nýjasta rit Þórs Whiteheads um ís- land í seinni heimsstyijöldinni, er okkur þörf áminning um að læra af reynslunni og reikna með hinu ófyrir- séða, þegar stefnan er mótuð í örygg- ismálum þjóðarinnar. Ef samningaviðræður um aðild við þær þjóðir sem nú eru í biðröðinni hefjast á árinu 1998 mundi ekki veita af því að setja allt á fullt í undirbún- ingsvinnu við að rannsaka kosti og galla aðildar og samningsmarkmið nú þegar. Árið 1993 beitti ég mér fyrir því í ríkisstjórn að fela stofnun- um Háskólans tilteknar undirbún- ingsrannsóknir. Niðurstöðum þeirra var yfirleitt tekið með einfeldnings- legum glósum af stjórnmáiamönn- um, sem hafa asklok fyrir himin. Sannleikurinn er sá að við megum engan tíma missa til að hefja heima- vinnu okkar sjálfra af fullri alvöru. Hræðsluáróðurinn um að ESB muni stela af okkur fiskimiðunum, sem stjórnarherrarnir hafa reyndar úthlutað fámennum úrvalshópi ókeypis, er fordæmanlegur. í EES- samningunum féll Evrópusambandið frá kröfum sínum um veiðiheimiidir í íslenskri lögsögu og samþykkti var- anlega undanþágu varðandi fjárfest- ingar í íslenskum sjávarútvegi. Kröf- ur Evrópusambandsins um veiði- heimildir í lögsögu annarra ríkja verða að byggjast á sögulegum rétti. Evrópusambandið viðurkennir að aðildarríki þess eiga engan söguleg- an rétt til veiðiheimilda innan ís- lensku lögsögunnar. Hin sameigin- lega fiskveiðistefna bandalagsins snýst um sameiginlega nýtingu á sameiginlegri lögsögu og sameigin- legum fiskistofnum. Efnahagslög- sagan íslenska er algerlega aðgreind frá lögsögu ESB og við nýtum enga sameiginlega fiskistofna innan lög- sögunnar. Þess vegna getur enginn með rökum fullyrt neitt fyrirfram um niðurstöðu aðildarsamninga varðandi sjávarútvegsmál, fyrir utan það eitt að samningsstaða íslendinga er sterk. 6. Sá tlmi er alla vega ekki kom- inn af þeirri einföldu ástæðu að til þess að breyta „hlutverki og valdsviði“ forsetaembættisins þarf stjórnarskrárbreytingu. Lík- urnar á því að efnt verði til stjórn- arskrárbreytinga fyrir forseta- kosningar geta ekki talist miklar. Sem dæmi um æskilegar breytingar má nefna kröfuna um hreinan meirihluta greiddra at- kvæða til að ná kjöri og afnám skattfríðinda forsetaembættisins. En m.a.s. þessu verður ekki breytt án undangenginna stjórn- arskrárbreytinga. Stundum heyrist í almennri umræðu að forseti geti (og eigi) að beita meintu formlegu valdi sínu í stjórnmálaátökum t.d. með því að neita að undirrita lög, sem meirihluti Alþingis hefur sam- þykkt. Þeir sem þannig tala gleyma því, hvernig til forseta- embættisins var stofnað sam- kvæmt stjórnarskrá og hefð. ís- lenska stjórnarskráin er danskur erfðagripur. Ákvæðin um hlut- verk þjóðhöfðingjans bera þess merki að þingræðið (og lýðræðið) hafði átt í átökum við konungs- valdið. Danska stjórnarskráin snýst því um það að takmarka vald þjóðhöfðingjans (konungs- ins) og að festa þingræðisregluna í sessi um að meirihluti þjóðkjör- ins þings ráði. Síðar hafa frænd- ur okkar á Norðurlöndum eins og t.d. Svíar dregið enn frekar úr valdi hins arfgenga konungs- dæmis með því t.d. að færa frum- kvæðisvald konungs við stjórnar- myndanir til þingforseta. Forseti sem léti á þetta reyna og neitaði að undirrita lög, sem meirihluti Alþingis hefur sam- þykkt (eins og t.d. EES-samning- inn) væri þar með að segja þin- græðinu stríð á hendur. Afleið- SJÁ NÆSTU SÍÐU Jón Baldvin Hannibalsson Jafnframt verður að gæta réttlætis í skiptingu arðs þannig að verkamað- urinn njóti ávaxtanna ekki síður en eigendur og stjórnendur fyrirtækja, en á því sviði er pottur brotinn hér á landi. Hvaða skýring er t.d. á því að íslenskur verkamaður í fiskvinnslu í Danmörku fær mun hærri laun fyrir sína vinnu en félagi hans á ís- landi fær fyrir sambærileg störf? Við skulum minnast þess að efnahags- legur stöðugleiki sem ekki felur í sér jöfnuð og réttlát kjör er byggður á sandi og á sér ekki langa framtíð. Góðærisgaur Sigmunds ætti að bretta upp ermarnar og huga að at- vinnuleysinu, jöfnuði og réttlæti í stað þess að setja upp sólgleraugu þegar týra sést við sjónarrönd. 2. Er spurt að því hvort leyfa eigi Bandaríkjamönnum, Japönum, Norð- mönnum, Þjóðveijum, Englending- um eða öðrum Evrópubúum að fjár- festa í íslenskum sjávarútvegi vegna þess að íslenskir aðilar hafa fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum í Chile, Namibíu, Kamtsjatka og Rússlandi? Svarið er nei, það á ekki að leyfa erlendum aðilum að kaupa sig inn í íslenskan sjávarútveg á þessum for- sendum. Það er nýbúið að leggja fram frumvarp á Alþingi um rýmkun heimilda fyrir erlenda aðila til að setja fé í íslenskan sjávarútveg og engin ástæða til að auka þær á með- an engin reynsla er fengin af þess- ari breytingu. Það má vera að nauð- synlegt sé að leyfa einhveija erlenda fjárfestingu í fiskvinnslu og vöruþró- un í sjávarútvegi hérlendis til að bæta skilyrði fyrir aukna framleiðslu og framleiðni og styrkja stöðu okkar á erlendum mörkuðum. Um þær heimildir verða þó að gilda skýrar reglur sem tryggja að íslendingar ráði sjálfir útgérð og veiðum innan efnahagslögsögu landsins. 3. Með orðinu „sjávarútvegsauðlind" er væntanlega átt við fiskistofna og aðrar lifandi auðlindir sjávar. Mætur maður sagði „að sjávarútvegurinn hafi komið okkur úr holunum og gert okkur að þjóð“. Þetta eru ekki ný sannindi en vilja stundum gleym- ast. Verðmætasköpunin í sjávarút- vegi hefur gert okkur kleift að byggja hér upp þjóðfélag sem stenst samanburð við iðnþróuð ríki heims- ins. Og sjávarútvegur - útgerð og vinnsla sjávarafurða - verður enn um langa hríð mikilvægasti þátturinn í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir vax- andi möguleika í öðrum atvinnu- greinum. Lifandi auðlindir sjávar eru tak- markaðar og þess vegna er brýnt að nýta þær skynsamlega og taka ekki meira úr þeim hveiju sinni en þær þola. Það þarf að meta afrakst- ursgetu fiskistofna og stofna annarra nytjadýra og setja reglur sem tryggja að veiðin miðist við þá getu. Jafn- framt þarf að tryggja að reglurnar séu með þeim hætti að arðurinn af þessum sameiginlegu auðlindum þjóðarinnar renni til íbúa byggðanna og landsmanna allra, en ekki til fárra útvaldra. Alþingi samþykkti árið 1983 að gerð skyldi tilraun með kvótakerfið svokallaða í eitt ár, enda voru þá margir lausir endar og undirbúnings- vinnu ólokið. Þetta kerfi er enn við lýði í megindráttum, en ýmsar breyt- ingar hafa verið gerðar á því til að stoppa í göt sem fram hafa komið. Þetta kvótakerfi sem átti að vernda nytjafiskana og hámarka afrakstur- inn af veiðum, tryggja vísindalegt eftirlit með ástandi fiskistofna, minnkun flota og aukna hagkvæmni í veiðum, hefur ekki skilað þeim ár- angri sem að var stefnt. Ofan á það bætist að nú á útgerð smærri báta í vök að verjast og sú fjölbreytni í stærð og gerð báta og veiðarfæra, sem einkennt hefur íslenska flotann, er í hættu. Og nú er svo komið að helstu auðlindir hafsins eru að verða eign fárra útvaldra útgerðarmanna og fyrirtækja. Hefð er að myndast á eignarhaldi fárra sægreifa á fiskin- um í sjónum og verðmætustu hrygg- leysingjum sjávar, sem veitir þeim heimild til að arfleiða aðra að þess- ari eign sinni. Niðurstöður úr þessari 12 ára tilraun eru flestum ljósar, en þrátt fyrir það virðist ekki vera sam- staða um að endurskoða kerfið eða leita nýrra leiða til að ná settum markmiðum. Það er orðið mjög brýnt að leita nýrra leiða til að ná settum markmið- um í stjórn fiskveiða og það verður að gerast í samstarfi við vísinda- menn, útgerð, fiskvinnslu, starfsfólk °g byggðarlög. Alþýðubandalagið getur aldrei fallist á það stjórnkerfi veiða sem færir þjóðarauð á fárrá manna hendur og mismunar lands- hlutum og byggðariögum með ósann- gjörnum hætti. Kvótakerfið hefur haft ýmis skað- leg áhrif á vinnslu sjávarafurða í landi án þess að á vandamálum hafi verið tekið. Og sama má reyndar segja um bankakerfið, sem virðist reka aðra stefnu á þessu sviði en stjórnvöld. Með EES-samningnum áttu að opnast nýir markaðir fyrir fullunna sjávarvöru og skilyrði að skapast fyrir smá og meðalstór fyrir- tæki hér á landi. Þessir möguleikar nýtast ekki nema að mjög takmörk- uðu leyti vegna þeirrar afstöðu bank- anna að lána ekki fé til uppbygging- ar á nýjum fyrirtækjum í sjávarút- vegi. Og þessa afstöðu taka ríkis- bankarnir ekki síður en aðrir. Það er ljóst að lifandi auðlindir sjávar nýtast þjóðinni ekki sem skyldi á meðan haldið er af þijósku í það fyrirkomulag sem nú er viðhaft í sjávarútvegi og vinnslu. Veiðileyfa- gjald er engin töfralausn, en það má nota til að losa um eignarhald fárra aðila á sameiginlegum auðlind- um þjóðarinnar og koma í veg fyrir hefðarrétt. Margvíslegum öðrum að- gerðum má beita til að leysa þá slæmu hnúta sem búið er að binda og skapa með því svigrúm fyrir skyn- samlegri nýtingu auðlindanna. Þar á meðal þeirrar auðlindar sem felst í reynslu og verkkunnáttu þjóðarinnar á sviði sjávarútgerðar og vinnslu. 4. Leiðtogafundur Evrópusambands- ins er búinn að samþykkja sameigin- legan gjaldmiðil þessara þjóða, en af fréttum að dæma er enn óvíst hvort af því verði á þessari öld og hvaða ríki muni taka þátt í þessu samkrulli. Breska vikuritið Econom- ist segir t.d. að þessi ákvorðun leið- togafundarins sé ein af mörgum dæmigerðum óljósum ákvörðunum æðstu stofnana ESB, enginn viti hvort hún verði að veruleika eða hvernig hún verði framkvæmd. Á rneðah þessi óvissa ríkir er ekki hægt að meta áhrifin á samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja, sérstak- lega á meðan ekki er ljóst hvaða lönd muni nota nýja Evróinn. Gangi ákvörðunin eftir hafa ís- lensk fyrirtæki af því viss þægindi og hagræðingu, sem felst í því að flytja vöru á stóran markað þar sem einn gjaldmiðill er notaður í stað margra. Á móti kemur að samkeppn- isstaða íslenskra fyrirtækja gæti versnað eitthvað vegna vaxtalækk- unar í sumum landanna í kjölfar breytingarinnar. Á þessu stigi er ekki hægt að segja fyrir um hver heildaráhrifin munu verða á stöðu íslenskra fyrirtækja og engin ástæða til að reyna það. 5. Það er ljóst að margar meginsam- þykktir Evrópusambandsins, sér- staklega þær sem lúta að sjávarút- vegi og sameiginlegri nýtingu á auð- lindum hafsins, eru andstæðar hags- munum íslendinga. Það er ekkert sem bendir til að þessum samþykkt- um verði breytt á ríkjaráðstefnunni og á meðan þær standa óbreyttar er ekki mikil ástæða til að ræða aðild Islands að Evrópusambandinu. ísland er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og hefur með honum tekið á sig margvíslegar skyldur gagnvart ríkjum Evrópusam- bandsins, sem sumar hveijar fela í sér visst afsal fullveldisréttar. Á þennan samning er ekki komin reynsla ennþá. Við erum fámenn þjóð og þurfum að gæta okkar í samskipt- um við aðrar þjóðir viljum við halda sjálfstæði okkar og fullveldisrétti. Við skulum einnig hafa í huga að víðar má ná góðum viðskiptasamn- ingum en í Evrópu eins og nýleg dæmi sanna, og það án hættu á af- sali fullveldisréttar. 6. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, fyrir frábær störf í þágu lands og þjóðar, Það verður erfítt að fylla hennar skarð og það mun taka tíma fyrir nýjan forseta að öðlast þann sess á alþjóðavett- vangi sem forseti okkar skipar nú. Hún hefur verið konum fyrirmynd og hvatning bæði hér á landi og 5 öðrum löndum. Ákvæði stjómarskrárinnar um embætti forseta lslands má túlka með ýmsu móti. Vilji forsetans og þjóðarinnar ræður miklu um það hvernig forsetaembættið þróast enda eru ákvæði stjómarskrárinnar með þeim hætti að þau koma ekki í veg fyrir að embættið breytist og fylgi breyttum viðhorfum og kröfum. Ai- þýðubandalagið er ekki fylgjandi því að þingræðið verði afnumið með því að teknar verði upp beinar kosningar á forseta, sem velji sér ríkisstjórn án tillits til meirihluta á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.