Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SVIPMYIMDIR UR JAPAIMSFERÐ FLUGLEIÐAVÉLIN Eydís lenti mjúklega á Kastrup- flugvelli eftir tæplega þriggja tíma flug frá Keflavík. Ekki gafst tækifæri til að litast um í Kaupmannahöfn að því sinhi, þar sem flugið til Tokyó átti að hefjast eftir tvær stundir. Eyddum við því tímanum í flugstöðinni, fengum okkur hressingu og litum á vörur í fríhöfninni en keyptum lítið því að verðlag virtist ótrúlega hátt og kom það mörgum á óvart. Á tilsettum tíma gengum við um borð í SAS-vélina, sem bar nafnið Guðrun Viking og komum okkur fyrir i rúmgóðum sætum. En það varð bið á brottförinni og innan skamms voru farþegar látnir vita, að bilun hafði komið fram í hemlabúnaði, slanga hafði gefið sig og hemlavökvi lekið niður. Far- þegar, sem fylltu vélina, voru beðr.- ir að sitja rólegir í sætum sínum, því lagt yrði af stað jafnskjótt og viðgerð lyki. Þessum fréttum var tekið með jafnaðargeði þótt sum- um óaði við að lengja setuna í flug- vélinni, þar sem vitað var fyrirfram að flugið tæki um 11 stundir. Við- gerðin virtist tímafrek og mínút- urnar liðu hægt, hver af annarri. Framundan var greinilega langur dagur. Þeetta var miðvikudaginn 10. maí sl. Ég, sem þessar línur rita, fyrrverandi skólastjóri norðan af Ströndum og konan mín, Aðalbjörg Albertsdóttir, vorum á leiðinni til Tokyó í boði hjónanna, Fríðu dótt- ur okkar og Jóns Magnúsar Kristj- ánssonar viðskiptafræðings, sem þar hafa dvalið um eins árs skeið, en þangað fluttu þau búferlum þegar Jón Magnús var ráðinn framkvæmdastjóri söluskrifstofu SH í Tokyó. Jón Magnús hafði „skroppið heim“ til að flytja skýrslu á aðalfundi SH í Reykja- vík. Þar kom fram, að sala fyrir- tækisins á sjávarafurðum hafði vaxið í Japan til mikilla muna á árinu 1994. Einnig var þar umtals- verð sala á hrossakjöti og hver veit nema takist að vinna markað fyrir íslenskt dilkakjöt (villibráð) í þessu auðuga landi, ef áhugi ráða- manna vaknar fyrir slíku. - Nú hafði Jón Magnús lokið erindum sínum í Reykjavík og var með okkur í flugvélinni á leið heim til fjölskyldu sinnar í Tokyó, konu og þriggja bama og vorum við því laus við kvíða og áhyggjur þar sem við nutum leiðsagnar hans í ferð- inni um ganga og völundarhús flugstöðvanna. En án öruggrar fylgdar hefði maður ekki lagt upp í ferð um hálfan hnöttinn, með skerta sjón og heyrn á áttræðis- aldri. Þegar við höfðum setið fulla klukkustund í vélinni tilkynnti fiugstjórinn að tekist hafði að stöðva lekann á bremsuvökvanum og nú væri verið að búa Guðrunu undir flugtak. Skömmu síðar hófst flugið til Japans. Á sjónvarpsskjá gátum við fylgst með flugi vélar- innar yfir Eystrasalt, Litháen og Sovétríkin sálugu, þar sem flogið var yfir Moskvu og áfram austur yfir Úralfjöli og hinar víðáttumiklu sléttur Síberíu í rúmlega 30þúsund feta hæð með 900 km hraða á klukkustund. Þegar böndin brustu í Sovétríkjunum og kommúnisminn lagði upp laupana varð auðsóttara að ferðast um lofthelgi Rússlands og Síberíu, þannig að leiðin milli Vestur-Evrópu og Austur-Asíu styttist verulega. En hún er nógu löng þrátt fyrir það. Matur var framreiddur tvisvar sinnum og gátu farþegar fengið drykki með af öllum gerðum og var hvort tveggja innifalið í far- gjaldinu. Nokkur ókyrrð var í lofti er við flugum yfir hálendi Síberíu við austurströndina, en síðasta áfang- ann, yfir Japanshaf, haggaðist vél- in ekki. Lækkuðum við þá flugið og nokk'ru síðar sást land framund- an. Vorum við þá að fljúga inn Hvarvetna mætti okkur sama hlýja viðmótið og vin- gjamlega brosið, segir Torfi Guð- brandsson um Jap- ansferð sína og bætir við, að það hafí aukið löngun sína til að heim- sælga landið á ný. yfir Honshu, stærstu og fjölmenn- ustu eyjuna í Japan. Þegar við tók- um að greina línur og liti í lands- laginu vakti það athygli okkar að ræktað land virtist lagt undir hrís- gijónaakra að langmestu leyti, sem lágu flestir undir vatni. Flogið var suður yfir eyjuna og lent á Naridaflugvelli, sem er 90 km fyrir suðvestan Tokyó. Hafði flugið frá Kaupmannahöfn tekið 10 stundir og 30 mínútur. Þá var miðnætti í Reykjavík, klukkan að verða 1, en í Tokyó var kominn fimmtudagur og klukkan 10 að morgni. - Þegar við stigum út úr flugvélinni fannst mér vera óþægi- lega mikill raki i loftinu, en sú til- finning hvarf á þriðja degi. Jón Magnús vísaði okkur nú leiðina gegnum flugstöðina sem er tvískipt eftir mikla stækkun og er sú bygg- ing bæði björt og glæsileg, hvar sem á hana er litið. Er við höfðum náð farangri okkar héldum við af stað til höfuðborgarinnar með al- menningsvagni. Umferðin var gíf- urleg og það vakti athygli mína, að þijár af hveijum fjórum bifreið- um voru vörubifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum. Jón Magnús býr með fjölskyldu sinni í Nakamachi í Setagaya - Ku og fórum við síðasta áfangann þangað í leigubfl. Tók ferðin frá flugvellinum hátt á þriðja klukku- tíma. Jón Magnús fékk rúmgóða íbúð til umráða með dálitlum garði, en mjög margir búa í þröngu hús- næði, þannig er algengt að fjög- urra manna fjölskylda verði að láta sér nægja 60 fermetra til íbúðar vegna þess hve húsverð er hátt í Tokyó og sama gildir um leiguhús- næði. En það er fleira dýrt í Japan. Við höfðum ekki dvalið marga daga í höfuðborginni þegar okkur varð ljóst, að flestar vörur voru tvöfalt dýrari þar en í Reykjavík. Mjólkurlítri kostaði t.d. 180 yen eða um 134 krónur og vatn í sama mæli er selt á rúmlega 100 yen eða 74 krónur. Skrifblokk af milli- stærð keypti ég fyrir 200 yen, en hafði fengið tvær slíkar fyrir sama verð í Reykjavík. Svipaða sögu er að segja um fatnað og heimilis- tæki. Þannig virðist yenið, þessi sterki og dáði gjaldmiðill, vera ósköp máttlaus í eigin landi. En þess ber líka að geta að vinnulaun eru há og mun ekki óalgengt að skrifstofumaður fái rúmlega 200 þúsund yen í mánaðarlaun. Er því ekki víst að kaupmáttur launa sé minni í Japan en á íslandi, þótt svo kunni að virðast við lauslega athugun. - En fá eru þau lönd sem geta státað af fleiri auðmönnum en Japan. Þjóðin er kurteis og öguð og hefur með dugnaði, hug- kvæmni og útsjónarsemi lyfti grettistaki og komist í fremstu röð þeirra þjóða heimsins, sem best hafa dafnað undir merkjum sam- keppni og markaðsbúskapar, hag- kerfis er nú um stundir nýtur mestra vinsælda og tiltrúar. Verslanir og stórmarkaðir eru með líkum hætti og gerist á Vesturlöndum og vöruúrval virtist mikið og fjölbreytt. Meiri munur var á afgrerðslufólkinu, sem tók viðskiptavinum hvarvetna með kostum og kynjum, brosi og hneig- ingum eins og kóngafólk væri á ferð og sá framgangsmáti virtist afgreiðslufólkinu eðlislægur og í blóð borinn. Og þetta sama kurt- eisa og elskulega viðmót mætti okkur einnig á hótelum og veit- ingastöðum og gerir það að verk- um að manni þykir áður en varir vænt um þessa þjóð. Tokyó Tokyó hefur verið höfuðborg landsins síðan 1868 eða í 127 ár. Hún er ein af stórborgum heimsins með rúmlega 8 milljónir íbúa, en með útborgunum Kawaski og Yokohama verður íbúatalan yfir 12 milljónir. Stór hluti borgarinnar var endurbyggður eftir jarðskjálfta árið 1923 og seinni heimsstyijöld- ina. í miðborginni, Ginza, eru ný- tískuleg breiðstræti og háhýsi, en annars kemur nokkuð á óvart hve götur eru víða mjóar og krókóttar í úthverfunum og þar hanga víða gildar raflínur í staurum yfir göt- umar þverar og endilangar. Meðal frægra bygginga, sem ferðamönnum gefst á að líta eru Tokyóturninn og keisarahöllin. Tokyóturninn er í Shiba-garðinum og er byggður í sama stíl og Eiffel- turninn í París, en er 33 m hærri og er því hæsti málmturn í heimi, 333 m. Keisarahöllin er í Chiyoda-ku hverfínu, umflotin margföldum síkjum og vafin miklum tijágróðri. Er höllin í pagóðustíl, fjölþekja, eins og musteri Búddahatrúar- manna, sem hvarvetna blasa við augum. Kirkjur kristinna safnaða er einnig að finna og fórum við hjónin ásamt Fríðu dóttur okkar tvisvar sinnum í Kirkju samei- naðra. Fór athöfnin fram á ensku og voru sálmar sungnir á því tungu- máli og var þátttaka almenn. Þarna komu fram nokkrir kórar og var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.