Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 62

Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 62
62 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Skokknámskeið Ný 16 vikna námskeið hefjast 8. janúar 1996 og verður kennt á mánudögum, miðvikudögum og fímmtudögum. Byrjendur........ kl. 19.15—21.15 Framhaldshópur.....kl. 17.15—19.15 Áætlun: Þrekmælingar Einstaklings/hópáætlanir Mataræði Teygjur/teygjuæfingar Þrekleikfimi Aðrir viðburðir: Ferð í Flóahlaupið í Vorsabæ Auðragatnagleði NR Námsflokkahlaup 96 Víðavangshlaup ÍR á sumar- daginn fyrsta Gautaborgarhálfmaraþon í maí Kjörorð: Aldrei of seint Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. Innritun hefst 4. janúar og upplýsingar eru veittar í símum 551 2992 og 551 4106. Kennari: Jakob Bragi Hannesson. A/htuiu RÝMINGARSALA BÚTASALA Kl Bútar og gluggatjaldaefni í metratali - allt að ta 50% afsláttur ÍjLUGGATJOÖJ Skipholti 17a ÐB □ ÍDAG Með morgunkaffinu HOGNIHREKKVISI // l/eann, mjö'j rolcpfr... ■ Ást er ... 6-25 að brciða yfir og kyssa góða nótt. TM Reg U.S. Pal. Otf. — all rights reserved (c) 1995 Los Argeles Tlmes Syndicate Farsi ^IW^araBCartoons/^Lby^JniversafPressS^ndirate^ „ {//frhöfum fenqihöll þessi orð!Ef \//cf óctrct gscturn kom/ð e/nhserrt skJpQn d þau..." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Farseðill o.fl. tapaðist FRANSKUR maður sem var að skemmta sér á Þorláksmessu tapaði far- seðlinum sínum heim aft- ur, svartri loðfóðraðri leðurhúfu og frönsku nafnskírteini. Hann lagði leið sína á Gauk á Stöng að biðskýli hjá Hreyfli, tók leigubíl þaðan upp í Eskihlíð. Hafi einhver fundið þessa muni er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-6536 eða 422-7136. Bíllykill tapaðist BÍLLYKILL í brúnu lyklaveski tapaðist sl. fimmtudag um fimm- leytið. Eigandinn lagði bíl sínum í bílastæði við Hafnarstræti, fór þaðan og yfir Hafnarstræti, yfir Lækjartorg, í Ey- mundsson og aftur til baka að bílastæðinu. Hafi einhver fundið kippu er hann vinsam- lega beðinn að láta vita í síma 551-4597 eða fara með lyklana í úrsmíða- verslun Garðars Ólafs- sonar við Lækjartorg. Úr tapaðist Úr á keðju af gerðinni Pierpoint tapaðist 10. desember, líklega í Kolaportinu. Hafi ein- hver fundið úrið er hann beðinn að láta vita í síma 553-6411. SKÁK Umsjðn Margeir Pctursson HVÍTUR á leikinn Staðan kom upp á stór- mótinu í Groningen í Hol- landi fyrir áramótin. Bos- níumaðurinn Ivan So- kolov (2.665) var með hvítt og átti leik, en Ung- veijinn Zoltan Almasi hafði svart og lék síðast 19. — g7—g5?. Það er ljóst að hvítur verður að láta mann af hendi, en Sokolov hafði greinilega séð allt fyrir: 20. Bxe6! - fxe6 (Auð- vitað ekki 20. — gxh4? 21. Dg6+ og vinnur) 21. Rf5 - Df8 22. Hxe6 - He8 (Ef svartur þiggur seinni mannsfórnina og leikur 22. — gxh4 þá kem- ur 23. Re7+ - Kf7 24. Hael með afar sterkri sókn) 23. Hxe8 — Hxe8 24. Bg3 (Hvít- ur hefur fengið tvö peð og afar hættuleg færi fyrir manninn. Nú hótar hann að vinna svörtu drottn- inguna með 25. Bd6) 24. - Hd8 25. Hel - Rc6 26. He6! (Svartur getur nú ekki varist ölium hótunum hvíts) 26. — Kh8 27. Rd6 - Bc8 28. Rxc8 — Hxc8 29. Dg6 — Rxd4 30. Hxf6 og hvítur hefur unnið manninn til baka með peði meira og léttunnu tafli. Svartur gaf eftir 30. - Re2+ 31. Kfl! - Rxg3+ 32. hxg3 - Dg7 33. Df5. Lokastaðan í Groning- en: 1. Karpov 7 'A v. af 11 mögulegum, 2- 3. Ivan Sokolov og Kamsky 7 v. 4. Svidler 6 ‘A v. 5. Adams 6 v. 6- 7. Leko og Van Wely 5 v. 8. Tivjakov 5 v. 9. Almasi 4'/z v. 10-11. Piket og Curt Hansen 4 v. 12. Lautier 3'A v. Víkverji skrifar... ÓLASVEINARNIR, þeir synir Grýlu og Leppalúða, hverfa brátt til fjalla á nýjan leik og lands- menn verða þeirra ekki varir á ný fyrr en eftir tæpt ár. Víkveiji hefur oft furðað sig á því, að jólasveinar þeir sem koma fram á skemmtun- um, í fjölmiðlum og á útisamkomum virðast allir vera meira og minna steyptir í sama mótið. Ekki er bein- línis hægt að segja að Víkveiji hafi horn í síðu sveinanna, en hann hef- ur oft látið pirra sig að allir jóla- sveinar virðast hafa alveg sama talandann. Víkveija er spurn, hvers vegna uppeldi þeirra Grýlu og Lepp- alúða á sveinum sínum þarf að vera með þeim hætti, að jólasveinarnir, hvaða nafni sem þeir annars gegna, tala allir með sama skræka, leiði- gjarna róminum og hafa undan- tekningalítið tamið sér þann ósið, þegar þeir ræða við smáfólkið, að ræða við það á nótum sem eru fjarri því að geta talist vitsmunalegar. Börn eru bráðskemmtilegt fólk, og eiga það skilið að við þau sé rætt eins og viti bornar verur. Jólasvein- arnir hafa greinilega verið með- höndlaðir af Grýlu og Leppalúða á uppvaxtarárum sínum af mikilli lít- ilsvirðingu og aldrei fengið að vaxa, þroska og dafna sem vitsmunaver- ur. En Víkveija er spurn, hvers eiga blessuð börnin að gjalda að fá bull- ið þeirra í hausinn um hver jól og áramót? xxx AÐ gerist á þessum tíma ár hvert, að í þjóðfélaginu hefjast miklar umræður um Aramótaskaup Sjónvarpsins og hvernig grínurunum hafi tekist til við að skemmta lands- mönnum á gamlárskvöld. Að þessu sinni heyrist Víkveija sem nokkuð almenn ánægja ríki með Skaupið. En auðvitað eru ekki allir á einu máli í þeim efnum fremur en öðrum. Víkveija fannst Skaupið hóflega fyndið, en honum heyrist einnig að fleiri séu á þeirri skoðun að það hafí verið mjög fyndið. XXX ANNARS virðist sem áramótin hafi að mestu verið í friði og spekt. Hér á höfuðborgarsvæðinu viðraði einstaklega vel, frost og logn. Himinninn á miðnætti um áramótin var með því allra skraut- legasta sem Víkveiji man eftir. Fróðlegt verður að vita hversu mörg hundruð milljónum króna landsmenn brenndu um þessi ára- mót. Ekki er ólíklegt að íslendingar eigi heimsmet á þessu sviði og er þá að sjálfsögðu miðað við höfða- töluna víðfrægu. Það er eiginlega ótrúlegt hversu vel við sluppurn/frá slysum og óhöppum um áramótin, þegar til þess er litið, að stór hluti landsmanna tekur þátt í brennum og sprengingum. Drengur slasaðist illa á auga og ung kona sömuleiðis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.