Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 62
62 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Skokknámskeið Ný 16 vikna námskeið hefjast 8. janúar 1996 og verður kennt á mánudögum, miðvikudögum og fímmtudögum. Byrjendur........ kl. 19.15—21.15 Framhaldshópur.....kl. 17.15—19.15 Áætlun: Þrekmælingar Einstaklings/hópáætlanir Mataræði Teygjur/teygjuæfingar Þrekleikfimi Aðrir viðburðir: Ferð í Flóahlaupið í Vorsabæ Auðragatnagleði NR Námsflokkahlaup 96 Víðavangshlaup ÍR á sumar- daginn fyrsta Gautaborgarhálfmaraþon í maí Kjörorð: Aldrei of seint Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. Innritun hefst 4. janúar og upplýsingar eru veittar í símum 551 2992 og 551 4106. Kennari: Jakob Bragi Hannesson. A/htuiu RÝMINGARSALA BÚTASALA Kl Bútar og gluggatjaldaefni í metratali - allt að ta 50% afsláttur ÍjLUGGATJOÖJ Skipholti 17a ÐB □ ÍDAG Með morgunkaffinu HOGNIHREKKVISI // l/eann, mjö'j rolcpfr... ■ Ást er ... 6-25 að brciða yfir og kyssa góða nótt. TM Reg U.S. Pal. Otf. — all rights reserved (c) 1995 Los Argeles Tlmes Syndicate Farsi ^IW^araBCartoons/^Lby^JniversafPressS^ndirate^ „ {//frhöfum fenqihöll þessi orð!Ef \//cf óctrct gscturn kom/ð e/nhserrt skJpQn d þau..." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Farseðill o.fl. tapaðist FRANSKUR maður sem var að skemmta sér á Þorláksmessu tapaði far- seðlinum sínum heim aft- ur, svartri loðfóðraðri leðurhúfu og frönsku nafnskírteini. Hann lagði leið sína á Gauk á Stöng að biðskýli hjá Hreyfli, tók leigubíl þaðan upp í Eskihlíð. Hafi einhver fundið þessa muni er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-6536 eða 422-7136. Bíllykill tapaðist BÍLLYKILL í brúnu lyklaveski tapaðist sl. fimmtudag um fimm- leytið. Eigandinn lagði bíl sínum í bílastæði við Hafnarstræti, fór þaðan og yfir Hafnarstræti, yfir Lækjartorg, í Ey- mundsson og aftur til baka að bílastæðinu. Hafi einhver fundið kippu er hann vinsam- lega beðinn að láta vita í síma 551-4597 eða fara með lyklana í úrsmíða- verslun Garðars Ólafs- sonar við Lækjartorg. Úr tapaðist Úr á keðju af gerðinni Pierpoint tapaðist 10. desember, líklega í Kolaportinu. Hafi ein- hver fundið úrið er hann beðinn að láta vita í síma 553-6411. SKÁK Umsjðn Margeir Pctursson HVÍTUR á leikinn Staðan kom upp á stór- mótinu í Groningen í Hol- landi fyrir áramótin. Bos- níumaðurinn Ivan So- kolov (2.665) var með hvítt og átti leik, en Ung- veijinn Zoltan Almasi hafði svart og lék síðast 19. — g7—g5?. Það er ljóst að hvítur verður að láta mann af hendi, en Sokolov hafði greinilega séð allt fyrir: 20. Bxe6! - fxe6 (Auð- vitað ekki 20. — gxh4? 21. Dg6+ og vinnur) 21. Rf5 - Df8 22. Hxe6 - He8 (Ef svartur þiggur seinni mannsfórnina og leikur 22. — gxh4 þá kem- ur 23. Re7+ - Kf7 24. Hael með afar sterkri sókn) 23. Hxe8 — Hxe8 24. Bg3 (Hvít- ur hefur fengið tvö peð og afar hættuleg færi fyrir manninn. Nú hótar hann að vinna svörtu drottn- inguna með 25. Bd6) 24. - Hd8 25. Hel - Rc6 26. He6! (Svartur getur nú ekki varist ölium hótunum hvíts) 26. — Kh8 27. Rd6 - Bc8 28. Rxc8 — Hxc8 29. Dg6 — Rxd4 30. Hxf6 og hvítur hefur unnið manninn til baka með peði meira og léttunnu tafli. Svartur gaf eftir 30. - Re2+ 31. Kfl! - Rxg3+ 32. hxg3 - Dg7 33. Df5. Lokastaðan í Groning- en: 1. Karpov 7 'A v. af 11 mögulegum, 2- 3. Ivan Sokolov og Kamsky 7 v. 4. Svidler 6 ‘A v. 5. Adams 6 v. 6- 7. Leko og Van Wely 5 v. 8. Tivjakov 5 v. 9. Almasi 4'/z v. 10-11. Piket og Curt Hansen 4 v. 12. Lautier 3'A v. Víkverji skrifar... ÓLASVEINARNIR, þeir synir Grýlu og Leppalúða, hverfa brátt til fjalla á nýjan leik og lands- menn verða þeirra ekki varir á ný fyrr en eftir tæpt ár. Víkveiji hefur oft furðað sig á því, að jólasveinar þeir sem koma fram á skemmtun- um, í fjölmiðlum og á útisamkomum virðast allir vera meira og minna steyptir í sama mótið. Ekki er bein- línis hægt að segja að Víkveiji hafi horn í síðu sveinanna, en hann hef- ur oft látið pirra sig að allir jóla- sveinar virðast hafa alveg sama talandann. Víkveija er spurn, hvers vegna uppeldi þeirra Grýlu og Lepp- alúða á sveinum sínum þarf að vera með þeim hætti, að jólasveinarnir, hvaða nafni sem þeir annars gegna, tala allir með sama skræka, leiði- gjarna róminum og hafa undan- tekningalítið tamið sér þann ósið, þegar þeir ræða við smáfólkið, að ræða við það á nótum sem eru fjarri því að geta talist vitsmunalegar. Börn eru bráðskemmtilegt fólk, og eiga það skilið að við þau sé rætt eins og viti bornar verur. Jólasvein- arnir hafa greinilega verið með- höndlaðir af Grýlu og Leppalúða á uppvaxtarárum sínum af mikilli lít- ilsvirðingu og aldrei fengið að vaxa, þroska og dafna sem vitsmunaver- ur. En Víkveija er spurn, hvers eiga blessuð börnin að gjalda að fá bull- ið þeirra í hausinn um hver jól og áramót? xxx AÐ gerist á þessum tíma ár hvert, að í þjóðfélaginu hefjast miklar umræður um Aramótaskaup Sjónvarpsins og hvernig grínurunum hafi tekist til við að skemmta lands- mönnum á gamlárskvöld. Að þessu sinni heyrist Víkveija sem nokkuð almenn ánægja ríki með Skaupið. En auðvitað eru ekki allir á einu máli í þeim efnum fremur en öðrum. Víkveija fannst Skaupið hóflega fyndið, en honum heyrist einnig að fleiri séu á þeirri skoðun að það hafí verið mjög fyndið. XXX ANNARS virðist sem áramótin hafi að mestu verið í friði og spekt. Hér á höfuðborgarsvæðinu viðraði einstaklega vel, frost og logn. Himinninn á miðnætti um áramótin var með því allra skraut- legasta sem Víkveiji man eftir. Fróðlegt verður að vita hversu mörg hundruð milljónum króna landsmenn brenndu um þessi ára- mót. Ekki er ólíklegt að íslendingar eigi heimsmet á þessu sviði og er þá að sjálfsögðu miðað við höfða- töluna víðfrægu. Það er eiginlega ótrúlegt hversu vel við sluppurn/frá slysum og óhöppum um áramótin, þegar til þess er litið, að stór hluti landsmanna tekur þátt í brennum og sprengingum. Drengur slasaðist illa á auga og ung kona sömuleiðis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.