Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Talið er að íslenska neðanjarðarhagkerfið velti árlega um tuttugu milljörðum króna
Dragbítur á heiðarleg
fyrirtæki og ógnun
við samfélagið
ÚTBREIÐSLA neðanjarðarhag-
kerfisins hér á landi skapar mikla
erfíðleika hjá þeim fyrirtækjum,
sem fara eftir leikreglum samfé-
lagsins, greiða til þess lögboðna
skatta og skyldur og uppfylla allar
þær kvaðir, sem settar eru. Þess
vegna er það mikið hagsmunamál
atvinnulífsins í heild að allir sitji
við sama borð og að leikreglur sam-
félagsins séu virtar. Þetta kemur
fram í skýrslu nefndar Verslunar-
ráðs Islands um neðanjarðarhag-
kerfíð og viðbrögð við því, sem
kynnt verður á morgunverðarfundi
þess að Hótel Sögu í dag.
í umræddri skýrslu kemur fram
að talið sé að neðanjarðarhagkerfíð
hér á landi sé með svipaða veltu
og tíðkist í nágrannalöndunum eða
milli 4-5% af landsframleiðslu. Það
nemi um um 20 milljarða króna
veltu hérlendis. Nefnd fjármála-
ráðuneytisins, sem fjallaði um málið
árið 1993 mat það svo að tekjutap-
ið fyrir ríki og sveitarfélög væri um
tveir þriðju af veltu neðanjarðar-
hagkerfisins. Þetta þýði að tekjutap
opinberra aðila vegna neðanjarðar-
hagkerfisins sé um 14 milljarðar
króna.
Nefnd Verslunarráðsins telur að
þetta mat sé allt of hátt. Staðreynd-
in sé sú að mikið af starfsemi neð-
anjarðarhagkerfisins myndi aldrei
eiga sér stað ef hún þyrfti að fara
fram eftir settum reglum. Verð á
margvíslegri vöru og þjónustu í
umræddu kerfí taki að sjálfsögðu
mið af því að viðskiptin séu ekki
skráð og skattar ekki greiddir. „Ef
viðskiptin væru með fullum sköttum
hækkaði verðið og eftirspurnin
minnkaði auk þess sem áhuginn á
að selja viðkomandi vöru eða þjón-
ustu minnkaði líka. Ennfremur
verður óbeint til mikið af skatttekj-
um vegna neðanjarðarstarfsemi þar
sem tekjum af henni er eytt í vörur
og þjónustu sem skattar eru greidd-
ir af. Því getur málið aldrei snúist
um að öll neðanjarðarstarfsemi
komi upp á yfírborðið og skili fullum
skatttekjum þar sem hún fellur nið-
ur ef aðstæður hennar breytast,"
segir í skýrslunni.
Ógnun við samfélagið
Áhersla er lögð á að gera verði
greinarmun á neðanjarðarstarfsemi
sem ógni samfélaginu og þeirri, sem
geri það ekki. Ráðast eigi gegn
skipulagðri neðanjarðarstarfsemi,
sem ógni samfélaginu vegna þess
að hún breiðist út í einstökum at-
vinnugreinum og sýki þær með
þeim hætti að að skráð starfsemi
geti alls ekki keppt á jafnréttis-
grundvelli. Hins vegar sé óraun-
hæft að ætla að uppræta þann hluta
starfseminnar, sem ógni ekki sam-
félaginu eins og þann sem er tilfall-
andi, einstaklingsbundin og byggist
á tilviljanakenndri greiðasemi innan
fjölskyldu og milli vina.
Skatteftirlit gagnrýnt
Nefndin bendir á að freistingin
til að svíkja undan skatti verði þeim
mun meiri eftir því sem skattarnir
verði hærri og hið opinbera verði
því að stilla álögum í hóf og fara
vel með opinbert fé. Þá verði einnig
að sjá til þess að borgararnir fái
réttláta og sanngjarna meðferð hjá
skattyfirvöldum en misbrestur á því
geti leitt til að samstaða um leik-
reglur samfélagsins bresti og þeir
leiti leiða til að ná raunverulegum
eða meintum rétti sínum með öðrum
hætti. „Sem dæmi ■ um þetta má
nefna hið misheppnaða eftirlitsátak
skattyfirvalda á árinu 1993,“ segir
í skýrslunni.
Skattyfirvöld verða fyrir mikilli
gagnrýni í skýrslunni og segir að
þau standi sig ekki í stykkinu. Þau
fáist fyrst og fremst við minnihátt-
ar mál og geri miklar kröfur til
þeirra sem líklegastir séu til að
vera með sín mál í lagi. Þá sé ósann-
gjörn meðferð skattyfirvalda í ein-
stökum málum og áhersla á smáu
málin hvimleið.
Leiðir til úrbóta
Nefnd Verslunarráðsins tínir til
nokkur atriði, sem hún telur að
geti orðið til úrbóta og dregið úr
neðanjarðarstarfseminni. Til dæmis
sé mikilvægt að þrýst sé á að nýtil-
komin skilaskylda ársreikninga til
hlutafélagaskrár sé uppfyllt þannig
að fyrirtæki geti nálgast almennar
fjárhagsupplýsingar um önnur fyr-
irtæki og metið þannig áhættuna
af viðskiptum. Þá gæti verið til
bóta að gera kröfu um að bókhald
fyrirtækja sé endurskoðað með
reglubundnu millibili, t.d. þriðja eða
fjórða hvert ár.
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli
11,6% söluaukn-
ing á síðasta ári
SALA Fríhafnarinnar á síðasta ári
jókst um 11,6% miðað við árið þar
á undan. Heildarvelta síðasta árs
nam rúmum 2,2 milljörðum króna
en hafði verið 1.970 milljónir árið
þar á undan. Mest varð söluaukn-
ingin á rafmagnstækjum af ýmsu
tagi og er sala þeirra orðin álíka
stór þáttur í veltu Fríhafnarinnar
og sala áfengis.
Þessi söluaukning er nokkru meiri
en sem nemur auknum fjölda far-
þega sem fóru um Kefiavíkurflug-
völl á síðasta ári, en fjölgun þeirra
nam 10%. Guðmundur Karl Jónsson,
forstjóri Fríhafnarinnar, segir að það
sé alltaf ánægjuiegt að sjá söluaukn-
ingu umfram fjölgun farþega. Hann
Forte hafn-
arnýjuboði
Granada
London. Reuter.
BREZKA sjónvarps- og veitinga-
húsafyrirtækið Granada hefur gert
lokatilraun til að komast yfir hótel-
fyrirtækið Forte plc með því að
hækka tilboð sitt í það um 15%.
Forte-fyrirtækið undir forystu Sir
Rocco Forte flýtti sér að hafna til-
boði Granada og sagði að það og
boð um að selja glæsi- og Meridan-
hótel Forte miðaði að því að svipta
fyrirtækið eignum.
Kjarni tilboðs Granada er óbreytt-
ur, en fyrirtækið kveðst meðal ann-
ars fúst að greiða að auki sérstakan
arð upp á 47 pens á hlutabréf í Forte.
Granada segir að nýja tilboðið sé
endanlegt og metur Forte á um 3.8
milljarða punda, en tilboðið í það
hljóðar upp á um 3.3 milljarða punda
samkvæmt upphaflega tilboðinu,
sem gildir til 23. janúar.
bendir einnig á að aukningin hafi
orðið mest í fjölda erlendra ferða-
manna. Þeir kaupi gjarnan nokkru
minna en íslendingar og því virðist
sem íslenskir ferðamenn hafí að
jafnaði eytt meira fé í Fríhöfninni á
siðasta ári en árið 1994.
Eins og sjá má í meðfylgjandi
töflu varð söluaukning á öllum til-
greindum vöruflokkum sem í boði
eru í hillum Fríhafnarinnar. Sem
fyrr segir dregur sala rafmagns-
tækja nokkuð mikið á áfengissöluna,
en sala þeirra jókst um 16,7% á
sama tíma og sala áfengis jókst um
tæp 7%. Heildarsala beggja vöru-
flokka var um 500 milljónir árið
1995.
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa
hækkaði í gær, annan daginn í röð,
og hefur krafan hækkað um 0,1% á
tveimur dögum og stendur nú í
5,90% hjá flestum verðbréfafyrir-
tækjanna.Loftur Ólafsson, ráðgjafi
hjá Landsbréfum, segir að þessi
hækkun nú hafi komið til vegna lí-
tillar eftirspurnar eftir húsbréfum
upp á síðkastið. „Þetta var í raun
aðlögun að þeirri þróun sem þegar
hafði átt sér stað. Húsbréf seldust
ekki á meðan að ávöxtunarkrafan
vár í kringum 5,80% og því þurfti
að hækka kröfuna til þess að fá ein-
hveija eftirspurn eftir bréfunum."
Loftur segir að þessi hækkun hafí
augsýnilega borið árangur því að
talsvert meira hafí selst af húsbréf-
um en undanfarna daga.
Eftirspurn eftir verðbréfum á lang-
tímamarkaði tók talsverðan kipp í
gær eftir nokkra deyfð upp á síðkast-
ið. Um leið lækkaði ávöxtunarkrafa
SALA —^ FRÍHAFNARINNAR 1995 auSS;g HeiSala
Tæki 16,7% 502
Sælgæti 16,2% 336
Tóbak 11,6% 193
llmvatn 7,2% 469
Áfengi Úrog 6,9% 504
skartgripir Ýmsar 6,0% 60
vöruteg. 19,0% 136
Samtals 11,6% 2,200
Þá má einnig sjá að sala sælgæt-
is hefur aukist um rúm 16%. Mest
er þó aukningin í sölu á því sem
skilgreint er sem ýmsir vöruflokkar
en þar mun fyrst og fremst vera
um að ræða skó, slæður og fatnað
af ýmsu tagi. Sala á þessum vöru-
tegundum jókst um 19% á síðasta
ári.
ýmissa flokka spariskírteina ríkis-
sjóðs og voru dæmi um að ávöxtunar-
krafan lækkaði um allt að 0,2%.
Aðspurður hvort hækkanir á ávöxt-
unarkröfu húsbréfa nú væru ekki í
mótsögn við þessar lækkanir, sagði
Loftur að hann teldi svo ekki vera.
„Ef við lítum á þessi viðskipti, eru
þetta yfirleitt nokkuð litlar fjárhæð-
ir og að auki í mjög smáum eining-
um. Mér sýnist að þarna hafi Þjón-
ustumiðstöð ríkisverðbréfa verið á
ferðinni til þess að safna í sarpinn
fyrir innlausnirnar nú í febrúar, þ.e.
til að geta boðið einstaklingum upp
á fieiri möguleika en bara þann flokk
spariskírteina sem boðið er upp á í
skiptikjörunum.“ Loftur segir að
þessi viðskipti hafi ekki verið alveg
í takt við aðrar hreyfingar á mark-
aðnum og því telji hann að núver-
andi ávöxtunarkrafa húsbréfa sé sú
lægsta sem hægt sé að bjóða mark-
aðnum sem stendur.
FUTURA hf., eigandi
Domino’s pizzustaðanna
hér á landi, hefur að und-'
anförnu átt í viðræðum við
Domino’s í Bandaríkjunum
um að fá sérleyfi til rékst-
urs slíkra staða í Dan-
mörku og jafnvel fleiri löndum.
Sérleyfið fyrir hin Norðurlöndin
fylgdi með í kaupunum á sínum
tíma þegar forráðamenn Futura
fengu leyfið fyrir Island. Hins vegar
rann leyfið út fyrir hin löndin með-
an á uppbyggingunni stóð hér
heima.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins ákvað Futura að sækja
um samninginn fyrir Danmörku og
hugsanlega Noreg og Svíþjóð á ný
og er von á fulltrúum Domino’s frá
Bandaríkjunum á morgun, fimmtu-
dag, til viðræðna. Endanleg niður-
staða liggur þó ekki fyrir því dansk-
ir aðilar hafa einnig sýnt áhuga á
leyfinu.
Forráðamenn Futura gera ráð
fyrir að stofna sérstakt fyrirtæki
um þetta verkefni og fá fleiri aðila
ti! liðs við sig. Er gert ráð fyrir að
þetta fyrirtæki reki sjálft um 10
staði í Danmörku en endurleigi sér-
leyfi til 20-30 aðila til viðbótar.
Gangi það eftir má búast við að
sérleyfí fyrir fleiri lönd fylgi
í kjölfarið.
Danir ósáttir við að
greiða fyrir símtalið
Bjartsýni ríkir um að
Futura hafi betur í sam-
keppninni við dönsku aðilana um
sérleyfið þar sem hægt er að benda
á ákaflega góðan árangur fyrirtæk-
isins hér á landi. Domino’s hefur á
skömmum tíma orðið umsvifamikið
á íslenska pizzumarkaðnum og er
staðurinn á Grensásvegi einn sölu-
hæsti staðurinn innan keðjunnar í
heiminum.
Þetta mál bar á góma í ræðu
Sigurjóns Sighvatssonar, kvik-
myndaframleiðanda, á hádegisverð-
arfundi Félags íslenskra stórkaup-
manna í síðustu viku. Fram kom
að markaðsrannsóknir í Danmörku
hafa leitt í ljós að aðstæður á mark-
aðnum þar eru töluvert frábrugðnar
því sem þekkist hér á landi. Þannig
virðast Danir t.d. ósáttir við að
greiða sjálfir fyrir símtalið þegar
þeir panta sér pizzu svo dæmi sé
tekið. Siguijón lét þess einnig getið
að upphaflega hafi hann haft hug
á að opna Burger King veitingastað
á íslandi og hafi samningar þar að
lútandi verið langt komnir.
Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags íslands
Landsbréf taka við
rekstri sjóðsins
LÍFEYRISSJÓÐUR Flugvirkjafé-
lags íslands (LFÍ) hefur samið við
Landsbréf um að fyrirtækið taki
við rekstri sjóðsins. Þetta er gert
til þess að gera rekstur sjóðsins
hagkvæmari og fá aðgang að sér-
fræðiþekkingu við stýringu fjár-
muna auk þess sem stjórn sjóðsins
geti nú sinnt eftirlitshlutverki sínu
betur en áður, að því er segir í frétt.
Hrein eign LFÍ nam 1.136 mi
ónum króna í árslok 1994 og vc
sjóðsfélagar 178 talsins en lífeyr
þegar 62. Sjóðurinn er fjórði lífe;
issjóðurinn sem gerir slíkan san
ing við Landsbréf, en heildareig
lífeyrissjóða í fullum rekstri 1
Landsbréfum nema nú 6 milljörði
króna.
Ávöxtunarkrafa hús-
bréfa hækkar enn
*
Eigendur Domino’s á Islandi
Vilja færa útkvíamar
til Danmerkur