Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 19 ERLENT Reuter Mitterr- and syrgður FRANQOIS Mitterrand, fyrrverandi Frakklands- forseta, var minnst um all- an heim í gær, en hann lést á skrifstofu sinni í París á mánudag. í Þýskalandi minntust leiðarahöfundar hans sem leiðtoga er hefði verið traustur bandamaður Þjóðverja og margir Iétu í ljós efasemdir um að sam- starf rikjanna yrði jafngott eftir að Jacques Chirac tók við embætti. Hið virta blað Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði samskipti Frakka og Þjóðveija aldrei hafa verið betri en í tíð Mitterrands, jafnvel ekki er Konrad Adenauer og Charles de Gaulle voru við völd. Margir Parísarbúar lögðu í gær leið sína að skrifstofu Mitterrands í miðborg Parísar og lögðu þar blómsveiga í minningu um forsetann. Kínveijar mótmæla nýrri mynd um munaðarleysingjahæli í Kína Asökunum um skipuleg dráp á börnum neitað Starfsmenn sakaðir um að hafa svelt þúsundir barna í hel Peking, London. Reuter, The Daily Telegraph. KÍNVERSK stjórnvöld sögðu í gær að ekkert væri hæft í ásökun- um um að starfsmenn kínverskra munaðarleysingjahæla hefðu svelt þúsundir barna í hel. Þau sögðu að aðbúnaður barnanna færi batnandi og forstöðumenn hælanna ættu yfir höfði sér fang- elsisdóm ef skjólstæðingar þeirra syltu eða frysu til bana. Reuter STARFSMENN og börn á munaðarleysingjahæli í Shanghai þar sem hermt er að þúsundir barna hafi verið svelt i hel. Kínversk yfirvöld skipulögðu ferð fyrir erlenda fréttamenn um hælið. „Engir dauðabiðsalir eru til í Kína,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Chen Jian, á blaðamannafundi í Peking. „Það er mjög ósanngjarnt að setja hluta sög- unnar fram sem aila söguna og ófrægja Kínverja." Talsmaðurinn var að svara ásök- unum, sem koma fram í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch/Asia og í breskri heim- ildamynd, um að þúsundir barna, einkum stúlkur og fötluð börn, hafi verið látin svelta í hel í „biðsölum dauðans“_ á munaðarleysingjahælum í Kína. „Ástandið er yfirleitt gott og fer batnandi," sagði hann. Wu Jingsong, ’yfirmaður kín- verskra samtaka sem reka fjögur „barnaþorp" á vegum stjórnarinnar og barnahjálparsamtakanna SOS, sagði að aðbúnaðurinn væri ef til vill ekki nógu góður á nokkrum munaðarleysingjahælum en það væri af og frá að börn syltu eða frysu þar í hel. Wu sagði að kínversk yfirvöld sendu eftirlitsmenn reglulega til að kanna aðbúnað barnanna á öllum hælum landsins. Veik og fötluð börn valin I heimildarmyndinni og skýrslu mannréttindasamtakanna er því haldið fram að starfsmenn munað- arleysingjahælis í Shanghai hafi valið börn og sett þau í sérstaka deild, þar sem þau hafi verið án matar og drykkjar. Breska sjón- varpsstöðin Channel Four sýndi myndina í gær, en hún er framhald myndarinnar „Biðsalir dauðans" sem vakti mikla athygli í fyrra. Nýja myndin er meðal annars byggð á frásögn og gögnum Zhang Shuy- uns, læknis sem starfaði á hælinu á árunum 1988-93. Zhang flutti frá Kína í fyrra og tók með sér lækna- skýrslur, myndir af deyjandi börnum og upptökur á viðtölum við ungt fólk sem dvaldi á hælinu. Zhang segir að starfsmenn hæl- isins hafi valið veikburða, sjúk og fötluð börn og sett þau í sérstaka deild þar sem þau hafi verið án matar og lyfja. Þeir hafi einnig valið „börn sem voru mjög skítug eða óþæg eða bara ófríð“. Markmiðið hafi verið að halda fjölda barnanna á hælinu innan ákveðinna marka. Óhugnanleg frásögn í heimildarmyndinni segir að op- inber gögn sýni að rúmur helmingur allra barna, sem sett hafi verið á kínversk munaðarleysingjahæli á þessum tíma, hafi dáið innan árs. Zhang nefnir sem dæmi stúlku sem dó tveimur mánuðum eftir að hún var sett á hælið árið 1989. „Undir lokin var hún orðin svo hungruð að hún reyndi að naga hold af hend- inni,“ segir hún . „Munaðarlausu börnin voru lamin og misnotuð hvenær sem var,“ segir Zhang í myndinni. „Barsmíðarnar voru mjög alvarlegar. Yfirleitt voru notaðir stólfætur eða mjög stór prik. Höggin voru látin dynja á öllum lík- amanum, einkum höfðinu." Zhang segir að börnin hafi verið bundin við rúmin á nóttunum. „Einu sinni átu rottur fingur og hönd af barni. Þetta sýnir að þjáningar barn- anna voru rniklar." Ai Ming, 23 ára Kínveiji sem var á hælinu, lét Human Rights Watch í té ljósmynir af látnum og deyjandi börnum. Hann sagði að þeim hefði verið misþyrmt á hælinu. Morðingja Ayyash leitað PALESTÍNSK yfirvöld gáfu í gær út handtökutilskipun á hendur Kamal Hammad, kaupsýslumanni á Gaza-svæð- inu, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í drápinu á Yahya Ayyash, sprengjusér- fræðingi Hamas, samtaka heittrúaðra múslima. ísraelsk og palestínsk dagblöð segja að ísraelska leyniþjónustan hafi greitt Hammad sem svar- ar 65 milljónum króna fyrir að færa Ayyash farsíma, sem sprengju hafði verið komið fyrir í. Blöðin segja að Hammad hafi flúið til Israels eftir dráp- ið á föstudag og nokkur þeirra telja að hann hafi síðan farið til Bandaríkjanna undir fölsku nafni. Vogel dæmd- ur sekur WOLFGANG Vogel, lögfræð- ingur í Austur-Berlín sem var þekktur fyrir að skipuleggja njósnaraskipti í kalda stríðinu, var í gær dæmdur sekur um að hafa kúgað fé af Austur- Þjóðverjum sem vildu flýja vestur á bóginn. Vogel fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm og honum var gert að greiða 92.000 mörk, 4,2 millj- ónir króna, í sekt fyrir fjárkúg- un, meinsæri og skjalafals. Grískir sós- íalistar deila ÁGREININGUR er kominn upp meðal forystumanna grískra sósíalista um hvernig standa eigi að vali á eftir- manni Andreas Papandreous forsætisráðherra, sem liggur á sjúkrahúsi. Framkvæmda- stjórn flokksins sagði í vik- unni sem leið að eftirmaður- inn yrði valinn á fundi mið- stjórnarinnar 20. janúar en ráðherrar flokksins mótmæltu þeirri ákvörðun í gær. „Ég er einn þeirra sem vilja ekki setja nein tímamörk," sagði Karo- los Papoulias utanríkisráð- herra. Læknar forsætisráðherrans sögðu í gær að hann væri á hægum batavegi eftir átta vikna sjúkrahússdvöl og gæti nú stigið nokkur skref. Dráp og ólga í Istanbul TVEIR kaupsýslumenn voru myrtir þegar óþekktir menn réðust inn á skrifstofu þeirra í Istanbul í gær og hófu skot- hríð. Vinstrisinnuð skæruliða- samtök lýstu drápunum á hendur sér. Tyrkneskir kaup- sýslumenn hvöttu til þess að endi yrði bundinn á ólguna í stjórnmálum landsins sem þeir sögðu hafa stuðlað að árásinni. SÚ1 01 SAI 10 .AN HEFST Á -60% afsláttur i MORGU »humme IN 1 ö • S Nýtt kortatímabil S P 0 R T B Ú I IMÓATÚIXII sími 511 3555 D 1 N 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.