Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÍLAGUÐINN Yaksha Purnabhadra á 19. aldar málverki. Himnaríkí tilnefnt til Norrænna leikskáldaverðlauna • DANSKA leikkonan Ghita Narby hélt í síðustu viku upp á 40 ára leikafmæli sitt er hún lék í uppfærslu Konunglega danska leikhússins á Colombe eftir Jean Anouilh. Var útvöldum hópi fólks boðið á sýninguna, auk þess sem henni var útvarpað beint í danska ríkisútvarpinu. Colombe gerist í leikhúsinu og fjallar um frú Alexöndru, sem Norby leikur, en hún ræður lög- um og lofum á sviðinu og utan þess. • INDVERSK-breski rithöfund- urinn Salman Rushdie, sem ver- ið hefur í felum í sjö ár vegna dauðadóms iranskra klerka yfir honum, vann fyrir skemmstu til Whitbread-verð- launanna. Þau eru veitt árlega fyrir bestu skáld- sögu ársins að mati dómnefnd- ar, sem valdi að þessu sinni „The Moor’s Last Sigh“. Verðlaun- in nema um 200.000 krónum ísl. Fyrirfram var búist við því að Rushdie hlyti verðlaunin en bók hans hefur selst í um 120.000 eintökum á Stóra- Bret- landi og í Ástralíu á fjórum mánuðum. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Kate Atkinson fyrir „Behind The Sce- nes At The Museum, Michael Murpurgo fyrir „The Wreck Of Zanzibar“, Roy Jenkins fyrir „Gladstone" og Bernard O’Do- noghue fyrir „Gunpowder". • HALDA varð ráðstefnu rök- hyggjumanna í Nýju Dehli á Indlandi án heiðursgestsins, rit- höfundarins Taslimu Nashrin, sem fékk ekki vegabréfsáritun til landsins. Múslimar í heima- landi hennar, Bangladesh, hafa hótað henni lífláti vegna skrifa hennar og neituðu indversk stjórnvöld, í annað sinn frá því Nashrin flúði heimaland sitt, að veita henni vegabréfsáritum, til að styggja ekki indverska músl- ima. • „VALD og gull“ er heiti sýn- ingar sem nú stendur yfir í Mannfræðisafninu í Rotterdam í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis- ins Indónesíu. Sýndir eru yfir 250 skartgripir úr gulli, svo og 20 viðhafnarbúningar. Ætlunin með uppsetningu sýningarinnar er að sýna fram á félagslegt, pólitískt og trúarlegt gildi skart- gripanna á eyjunum 20.000 sem mynda Indónesíu, Malaysíu og Filippseyjar. Jafnvel þótt sýn- ingargestir geri sér ekki fylli- lega grein fyrir gildi hvers skartgrips fyrir sig, munu þeir án efa njóta fegurðar þeirra. Þá stendur einnig yfir í Rotter- dam umfangsmikil sýning á verkum Leonardos da Vinci en meðal þess sem sýnt er, eru módel af nokkrum uppfinninga hans. Arlegir Vínartón- leikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar ÁRLEGIR Vínartón- leikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands verða haldnir næstkomandi fimmtudag, föstudag og laugardag. Vínar- tónleikar eru jafnan best sóttu tónleikar hljómsveitarinnar og er löngu uppselt á þá alla. Þegar eru famar að berast miðapantan- ir fyrir Vínartónleika 1997, að því er fram kemur í kynningu. Eins og endranær kemur hljómsveitar- stjórinn frá landi vals- ins, Austurríki, og heitir hann Roman Zeilinger. Hlaut hann tónlistarmenntun sína við Tónlistarskólann í Vín, þar sem hann lagði stund á píanóleik, tónfræði og hljóm- sveitarstjórn. Stjóm- andaferil sinn hóf Zeil- inger sem kórstjóri, meðal annars hjá Vín- ardrengjakórnum, sem hann fór með í tón- leikaferð um England, Kanada og Bandarík- in. _ Árið 1964 hóf hann störf við Landstheater í Linz, fyrst sem kórstjóri en síðar hljómsveitarstjóri og í seinni tíð hefur Zeilinger gegnt starfí ópem- stjóra þar á bæ. Auk starfa sinna í Linz stjórnar hann víða, meðal annars í Vín, Salzburg, Ung- veijalandi og Dan- mörku. Einsöngvari á tón- leikunum verður Gu- ido Paévatalu, barí- ton, sem verið hefur fastráðinn söngvari við Konunglega leik- húsið í Kaupmanna- höfn frá því hann lauk námi við Ópemaka- demíuna þar í borg. Að auki hefur Paévat- alu sungið með flest- um hljómsveitum Danmerkur og haldið tónleika í Vín, Amst- erdam og Bergen. Paévatalu er óvenju íjölhæfur listamaður og hefur, fyrir utan óperusviðið, komið fram sem hljóðfæra- leikari, skemmtikraft- ur og leikari. Til gam- ans má geta þess að hann skemmti gestum dönsku konungsfjöl- skyldunnar í einni af veislunum í tilefni brúðkaups Joachims Danaprins og Alex- öndra Manley á liðnu ári. Tónleikarnir á fimmtudag og föstudag hefjast klukkan 20.00 en á laugardaginn fer tónsprotinn á loft klukkan 17.00. Roman Zeilinger Guido Paévatalu Jaina-list í London LISTMUNIR sem tengjast hinni lítt þekktu og dularfullu ind- versku Jaina-reglu eru nú til sýnis í Viktoria og Albert Museum í London. Þar getur að líta litskrúðug verk sem tengjast regl- unni en hún var stofnuð á 6. öld f. Kr. Jaina-reglan boðar strangt meinlæti og trú á endurholdgun og sálnaflakk og eru fylgis- menn hennar ekki margir á indverskan mælikvarða, um 2% þjóðarinnar. Þrátt fyrir að reglan boði meinlæti hafa fylgis- menn hennar skapað mörg ómetanleg listaverk sem ekki hafa áður verið sýnd í Evrópu. Eru alls um 120 verk á sýningunni, þau elstu um 2000 ára. Hún stendur til 18. febrúar. STYTTA af Digambara jina frá 19. öld. LEIKRITIÐ Himnaríki — geðklofinn gamanleikur eftir Árna Ibsen hefur verið tilnefnt fyrir íslands hönd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 1996, sem verða afhent í þriðja sinn á Norrænum leik- listardögum í Kaupmannahöfn í júní í sumar. Danir tilnefna leikritið Kains Mærke (Tákn Kains) eftir Morti Vizki, Norðmenn Isblomst (ís- blómið) eftir Teije Nordby, Svíar Cancerbalkong- en (Svalir á krabbameinsdeild) eftir Marianne Goldman og Finnar Anastasia och jag (Anastas- ia og ég) eftir Paavo Havikko. Um Himnaríki segir í umsögn dómnefndar: „Himnaríki er skemmtilegt og kröftugt gam- anleikrit, ögrandi í framsetningu og nýstárlegt að formi. Leikrtið nær vel að fanga tilgangsleysi og firringu ungs fólks í velferðarsamfélagi nútím- ans. Leikrtið lýsir vel því nöturlega ástandi sem gjaman fylgir þeirri kröfu að verða að „skemmta sér“ — þ.e. af vilja fremur en mætti. í verkinu er dregin upp raunsönn lýsing af ungu fólki í samfélagi þar sem gömul og hefðbundin gildi em á undanhaldi, tilvistin er tilgangslaus, hugsjónir veikar og framtíðin marklaus; — þar gildir það eitt að lifa heitt og hratt fyrir hvert andartak í einu, án stefnu, án takmarks, án ábyrgðar. Form- bygging verksins er í fullu samræmi við efnið; nútímaleg, óvænt, endurtekin og klofín.“ Önnur verk eftir Árna Ibsen em leikgerð af „Oliver Twist“ (1981), „Skjaldbakan kemst þang- að líka“ (1984), „Afsakið hlé“ (1989), útvarps- leikritið „Ský“ (1990), „Fiskar á þurru landi“ 1993 og „Elín Helena“ (1993). Himnaríki var frumsýnt 14. september sl. hjá leikhópnum Hermóði og Háðvör í húsi Bæjarút- gerðarinnar í Hafnarfirði og hefur verið leikið þar fyrir fullu húsi síðan. I dag og á morgun er sýningin á fjölunum í Bergen í Noregi, en þangað var henni boðið á norræna leiklistarhá- tíð. Einnig er til athugunar að bjóða sýningunni á alþjóðlegu leiklistarhátíðina Bonner-Biennale í Bonn í júní í sumar. • HÚN gæti talist ævisaga allra ævisagna, ein af jólabókunum í Bretlandi, því þar er sjónum beint að Guði. Bókin ber heitið „Guð: Ævisaga" og er eftir fyrrum jesú- íta sem hefur snúið sér að blaða- skrifum, Jack Miles. í bókakálfi The Sunday Times fær bókin af- leita dóma. Bókadómarinn þakkar fyrir það að ekki hafi fleiri bækur komið út eftir höfundinn en óttast greinilega að svo kunni að verða og að þar verði sérstaklega tekið fram að höfundurinn hafi einnig tekið sama ævisögu Guðs. I bók- inni sé ekki farið í sálgreiningar eða heimspekilegar vangaveltur Nietzches eða Freuds, heldur geti höfundurinn sér til um hugsanir og líðan Guðs. Líkir bókadómarinn verkinu við glens og gamanmál Monthy Python leikhópsins og seg- ir hana einkar gott dæmi um það þegar tilraun til að manngera Guð missi gjörsamlega marks. Sakar bókadómarinn Miles um að vera ekki nægilega lesinn I Biblíunni en leita þess í stað ódýrra lausna með spurningum sem helst sé að finna í ameriskum spjallþáttum. Morgunblaðið/Kristinn ATRIÐI úr leikritinu Himnaríki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.