Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Prjón og sitt-
hvað fleira
LIST
OG HÖNNUN
Hafnarborg
PRJÓN -
TEXTÍLHÖNNUN
Kaffe Fassett. Opið frá 12-18 alla
daga til 19 febrúar.
Aðgangur 300 krónur.
Á SAMA tíma og ýmsir listaskól-
ar leggja niður grónar listgreinar í
nafni nýstefnu í skólamálum, hafa
einstaklingar hafíð þær til vegs svo
útbreiðsla þeirra er meiri og almenn-
ari en nokkru sinni. Veigurinn felst
í því, að um ástríðu og lifun er að
ræða, en séu þau atriði ekki fyrir
hendi innan stofnana og einungis
staðnaður sótthreinsaður lærdómur
á ferðinni, er hætta á að áhugi nem-
enda dvíni fljótlega. En það telst
mikil fljótfærni og skammsýni að
gera það að áfellisdómi yfir sígildum
listgreinum, telja þær úreltar,
þröskuld á vegi nýstefnunnar og því
markmiði „að veita nýju blóði“ inn
í skólana. Grunnatriði, sígild list og
þjóðlegar erfðir fara einfaldlega
aldrei úr tísku, frekar en frumform
jarðar. Þannig veit ég að ýmsir
þættir höggmyndalistar, svo sem
mótun og steinhögg eiga víða undir
högg að sækja, sömuleiðis hefð-
bundinn vefnaður, og jafnvel hið
hefðbundna nám í undirstöðugrein-
um, teikningu og málun.
Ekki er laust við að ýmsir hafa
litið til þessarar þróunar með nokkr-
um ugg, því þetta er í kjama sínum
svipað því og að úrelda mömmu
sína, og álíta að eitthvað í áttina
að staðlaðri glasafijóvgun sé fram-
tíðin. En á sama tíma eru sem bet-
ur fer framsæknir málarar að leita
til akademískrar tækni í uppbygg-
ingu myndheilda, einkum málunar-
tækni. Sér þess víða stað, því mynd-
verk þeirra hafa vakið dijúga at-
hygli, og sumir jafnvel heimskunnir.
Er ég kom til Finnlands fyrst
fyrir aldarfjórðungi eða svo, minnist
ég þess, að ég kom inn í mjög at-
hyglisverða, og að ég held nýstofn-
aða deild pijónahönnunar við listiðn-
aðarskólann í Helsingfors, sem hreif
mig upp úr skónum. Vakti sérstaka
athygli á henni hér í blaðinu og inn-
an Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands, en fékk engin viðbrögð í landi
sauðkindarinnar.
Þá tel ég það til frásagnar, að
þá ég var við nám í Kaupmanna-
höfn um miðbik aldarinnar, undraði
mig hve mikið var pijónað þar. Jafn-
vel settist maður ekki inn í sporvagn
án þess að einhveijar konur væru
þar með pijóna sína á lofti, jafnvel
kornungar stúlkur. þetta kom mér
spanskt fyrir sjónir því yfírleitt
pijónuðu í þá tíð einungis rosknar
og gamlar konur heima á íslandi,
helst rosavettlinga með tveim þuml-
um á sjómenn. Undantekningar
voru þó nokkrar, en það var næsta
fátítt að sjá fólk við pijóna í strætó.
Þótti mér núlistamanninum unga,
sem Danir væru langt á eftir tíman-
um, iðjan gamaldags á dögum staðl-
aðra nýviðhorfa á öllum sviðum,
húsa sem áttu að vera eins og skó-
kassar í laginu, enda í móð hjá
„djúpvitru“ dularfullu fólki með pípu
í munnvikinu og svartar alpahúfur
á kollinum.
Tíminn er afstæður, því nú sést
varla nokkur kona pijóna í almenn-
ingsvögnum í Kaupmannahöfn, en
á sama tíma virðast konur á öllum
aldri famar að pijóna uppi á ís-
landi, þykir í senn fínt og nútíma-
legt.
Ekki er það nýstefna í skólamál-
um sem á heiðurinn, heldur nokkrir
einstaklingar, og þá helst sá er ber
undarlega nafnið Kaffe Fassett, og
er merkilegt nokk frá landi hinnar
stöðluðu fjöldaframleiðslu, fæddur í
San Francisco árið 1937.
Að maðurinn skuli kominn hingað
og fylla hvem krók og kima Hafnar-
borgar af verkum sínum, halda jafn-
framt fyrirlestra og námskeið, hlýt-
ur að stafa af áhuga fólks á iðju
hans og pijónahönnun um leið. Hef
ég ekki í annan tíma séð viðlíka
mannfjölda samankominn í húsinu
og á sunnudag er mig bar að garði
í annað sinn. Áhuginn skein úr
ásjónum fólksins, sem var á öllum
aldri, frá gömlum köllum og kelling-
um niður í reifabörn. Var næstum
því jafn margt og á hinni sallafínu
opnun sl. föstudagskvöld, sem sjálf-
ur sendiráðherra Breska heimsveld-
isins bauð til.
Kaffe Fassett hefur verið búsett-
LISTIR
xr k rtnw-i . .. a Morgunblaðið/Þorkell
KAFFE Fassett pi^onahonnuður.
EITT verkanna á sýningunni. Morgunbiaðið/RAX
ur í Lundúnum frá árinu 1964, svo
það er skiljanlegt að enskir eigni
sér manninn, enda er menntun hans
mikið til sótt í hið óviðjafnlega safn
Victoria og Albert Museum í Lond-
on. Þar hef ég séð mikilfenglegast
úrval textíla hvers konar, og tekur
daga að skoða það allt að gagni.
Sýningin ber líka sterkan svip af,
að Fassett hafi óspart sótt hug-
myndir þangað, allt í senn hvað
mynstur, efni og liti snertir, sem
er að mínu mati hárrétt stefna.
Skólamir geta aldrei komist með
tærnar þar sem söfnin em með
hælana um margs konar fróðleik
og hann liggur þar ómengaður og
upplifaður, bíður hins næma og for-
vitna auga. Og það er alveg rétt sem
listamaðurinn sagði, „menn geti allt
eins þjálfað litnæmið og vöðvana",
að auk er það öllu hollara fyrir lík-
ama og sál, enda koma engir anaból-
ískir sterar þar nærri.
Listamaðurinn hefur einnig orðið
fyrir áhrifum úr fleiri áttum, eða
kannski hafa viðkomandi listamenn
sótt á sömu mið svo hér ber að fara
mjög varlega í allar fullyrðingar og
getspeki.
Mikið upplýsingastreymi um
listamanninn hefur þegar komið í
íjölmiðlum og skal það ekki endur-
tekið hér en snúið sér beint að sjálfri
sýningunni. Einstök verk eru ekki
númeruð, en það sem rýninum þótti
mest áberandi í heildina var hve
hinn óhlutbundni form- og litræni
stígandi hafði mikla yfírburði yfir
hlutlæga útfærslu. Ólíklegustu lita-
sambönd verða mjög lifandi í hönd-
um listamannsins, einkum ef allt er
lagt í blæbrigði grunnlitarins og
samvirkar formanir, og skiptir þá
jafnvel ekki máli, þótt hann sé bleik-
ur eins og nærklæði kvenna, sem
þykir yfírleitt ekki par fínn litur í
myndlist.
Einnig skiptir fjöldi lita ekki
máli, ef gerandinn heldur sig innan
marka þessa jafna og hæga stíg-
anda og gengur út frá þróuðum ríki-
dómi blæbrigða, sem er einungis
rofínn af tilfallandi formum. Hins
vegar eru verkin á sýningunni mjög
misjöfn og undraði mig að sjá þarna
innan um púða, sem eru varla af
hærri listrænni gráðu en almennur
saumaklúbbaiðnaður og teikningin
á þeim er stundum óörugg og svíf-
andi. I hinum skreytikenndari verk-
um þykir mér listamaðurinn einnig
stundum á hálum ís og einkum er
hann blandar saman bútasaumi og
pijóni.
Allt annar handleggur er að sjá
formin í sjölum, peysum, vestum og
hvers konar yfírhöfnum stuttum
sem löngum, en þar er öryggið í
fyrirrúmi og árangurinn oft framúr-
skarandi enda er hið hreina pijón
og huglæga framsetning ótvírætt
styrkur listamannsins. Sýningunni
er mjög smekklega og vel fyrir kom-
ið miðað við fjölda verka svo að á
stundum jaðrar við kraðak. Telst
lærdómsríkt dæmi um lögmálið,
regla í ruglingi, eins og það er
stundum orðað, eða regla í fijálsri
mótun.
Eitthvað voru listamenn að agnú-
ast út af yfirbragði markaðssetning-
ar við opnunina, en markaðssetning
er nú einmitt það sem mest er ábóta-
vant á íslenzkum listavettvangi um
þessar mundir. Er einmitt höfuð-
ástæða þess hve íslenzkir listamenn
og hönnuðir eiga erfitt uppdráttar
heima sem erlendis. Góða list þarf
að markaðssetja eins og hvað annað
og það vita allir utan landsteinanna,
og það er eins og að reka hausinn
í vegg að koma með góða vöru í
verndað umhverfi, hafí menn ekki
réttu samböndin og tilfinningu fyrir
markaðssetningu. Gleymum ekki að
allt kostar peninga og að listin kost-
ar ekki einungis miklar fómir af
hálfu gerendanna heldur einnig
dijúgan skilding. Mér varð ósjálf-
rátt hugsað til þess, hvar frábærir
pijónahönnuðir eins og Hulda Jós-
efsdóttir og Steinunn Bergsteins-
dóttir stæðu í dag hefðu verk þeirra
notið réttrar markaðssetningar.
Maður þakkar með virktum fyrir
þessa sýningu sem kemur heilasell-
unum á hreyfingu og vonandi hefur
hún farsæl og örvandi áhrif á lista-
menn, almenning sem og landsfeð-
ur.
Bragi Ásgeirsson
BÓKMENNTIR
Ljóðabók
SIGURVEGARINN
SÁRFÆTTI
eftir Björgu G. Gisladóttur.
Útgefandi höfundur -1995.
SIGURVEGARINN sárfætti er
fyrsta ljóðabók Bjargar G. Gísla-
dóttur og annað skáldverk hennar.
Frumraun hennar var leikþátturinn
Þá mun enginn skuggi vera til, sem
hefur verið sýndur á síðustu misser-
um í Reykjavík og á mörgum stöð-
um úti á landi.
Ljóðabók sinni skiptir Björg í
þijá hluta: Fjötrar, Fangelsi kuld-
ans og Sláttur á fíðlustreng. Bókin
fjallar að miklu leyti um sigur
manneskjunnar á erfíðleikum og
sársauka sem líkaminn veldur. I
fyrsta ljóði bókarinnar er spurt:
„Afhveiju lifi ég í fíötrum líkam-
ans háð gangverki þessarar vélar?“
(Úr Ifíötrum, s. 7.)
Þó ljóðmælandanum fínnist hann
enn heftur af líkama sínum í síð-
asta hluta verksins hefur hann orð-
ið fyrir létti og í stað þess að þyngsli
líkamans sitji í fyrirrúmi hefur ljóð-
mælandinn eignast dálítið frelsi sem
kemur ekki hvað síst fram í
andblænum á ljóðunum sjálfum.
Tungumálið breytist þegar líður á
verkið og loftið fer að leika um
orðin þegar ljóðmælandinn hefír
sigrast á reiðinni og sársaukanum
sem hafði búið svo kyrfilega um sig.
Stór hluti ljóðanna í bókinni fíall-
ar um sársauka og harm þeirra sem
hafa orðið fyrir kynferðislegu of-
beldi. Þá leiðir Ijóðskáldið okkur
t.d. inn í baðherbergið til lítillar
stelpu sem grætur og veggirnir
gráta með henni á meðan svört stutt
hár fljóta í vatninu, í ljóðinu Þol-
andi. Lítil hjörtu bresta og fullorðin
er manneskjan sem var þetta barn
að reyna að tína saman brotin. Ljóð-
skáldið leiðir okkur inn í reiðina og
hefndarþorstann, burt frá þoland-
anum og til þess sem fremur og
segir ógnandi:
þú getur aldrei verið óhultur
því sá andlegi kraftur sem býr í mér
nær þér kannski á morpn
þá munu augu þín mæta
böðlinum
sem býr í sjálfum þér
(Ör Svartur hugur, s. 26.)
Fyrstu tveir hlutar verksins nálg-
ast þessa bitru reynslu frá mörgum
sjónarhornum. Það er síðan fyrst
og fremst á eftirfarandi hátt sem
einsemd og þyngsli
reynslunnar losna úr
viðjum:
Með minni hijúfu tungu
sleikti ég örin
þar til fór að blæða
I blóðinu bjuggu tilfínningar
þær þekktu ekki veg sinn
þær týndust í orðflaumi tung-
unnar
Með minni hijúfu tungu
myndaði ég orð
Tilfínningar okkar mættust
sameinuðust í sársauka
reynslunnar _
(Úr Orð, s. 33.)
Nefnilega með orðum ogtjáningu
og samneytinu við annað fólk. Það
er þess vegna sem ljóðin í síðasta
hlutanum lifna við og verða orð
sterkrar manneskju en ekki veik-
rar. Þar víkur reiðin og harmurinn
fyrir nautninni og ljóðmælandinn
hvíslar:
„í eyra þitt/njóttu stjamanna/njóttu norður-
ljósanna/njóttu _ brims-
ins/njóttu mín“ (Úr Ástarleik-
ur, s. 41.)
Sársaukinn hefur
með lækningu orðsins
tekið á sig yfírvegaðra
form, hann er „under
control" eins og sagt
er á ensku og ljóðmæl-
andinn hefur náð sátt
við vonbrigði lífsins.
Hann stendur dálítið
æðrulaus frammi fyrir
sambandsleysinu á
milli fólks, fíarlægðinni
og aðskilnaðinum. í
þessum hluta ná væng-
ir ljóðanna betra flug-
þoli, þó getur það einn-
ig verið sökum þess að lesandanum
er létt, hann fær tilfinningu fyrir
góðum endi og fer því að líða vel.
Síðasta ljóðið gefur lesandanum
sannarlega von:
Ást
Ást þín er eins og skordýr
sem sýgur sig fast á húð mína
og verpir í hold mitt
ég er öil í kýlum
ógeðslegum kýlum
nótt eina rifnar ofan af kýlunum
í tunglskinsbirtunni
glittir á hvítar perlur í rifunum
Þama brúar ljóðskáldið ljótleik-
ann og fegurðina á einfaldan hátt
og það tekst.
Flest öll ljóðin í Sigurvegaranum
sárfætta eru hversdagslega orðuð.
Þau bera þungar og erfiðar tilfínn-
ingar og koma tilfinningunum til
skila án skrúðs eða yfirgengilegra
orða. Án ofbeldis. Þessi bók nær
inarkmiði sínu, sem ég held að sé
að koma umræddri reynslu til ann-
arra manna og gefa bæði þeim sem
þekkja og þeim sem ekki þekkja
hlutdeild í henni. Það er með sam-
ræðunni sem þolendur misnotkunar
sigra skömmina.
í lokin langar mig til að birta
ljóð úr bókinni sem rímar við ljóðið
hér á undan en tekur einnig utan
um þema bókarinnar.
Poki
Belgvíður dvergur í sauðskinnskóm
birtist mér í draumi
rétti mér poka af iðandi kóngulóm
Ég vaknaði
opnaði pokann
hann var fullur af hugmyndaflugi
(S. 12.)
Kristín Ómarsdóttir
Erfiðri reynslu
komið til skila
Björg G.
Gísladóttir