Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 23 AÐSEIVIDAR GREINAR Morgnnblaðið, Dags- brún og nútíminn MORGUNBLAÐIÐ hefur þrisvar á rúmri viku gert innri málefni verkalýðshreyfingar- innar að umtalsefni í leiðaraskrifum. Eink- um eru það þrjú atriði sem blaðið telur til vansa fyrir hreyfing- una. I fyrsta lagi að hún sé ólýðræðisleg. í öðru lagi að það sé tímaskekkja að vinnu- veitendur innheimti félagsgjöld stéttarfé- laga beint af launum starfsfólks. í þriðja lagi sé það úrelt fyrir- komulag að vinnuveitendur stéttarfélög semji um skyiduaðild launþega að tilteknum verkalýðs- félögum. í hnotskurn hefur Morgunblaðið áhyggjur af því að „áhrif verka- lýðshreyfingarinnar þverri frekar frá því sem þegar er orðið“ og „vilji hún láta taka sig alvarlega verði lýðræðið að vera virkara“. Þessi leiðaraskrif um verkalýðs- hreyfingu, lýðræði og nútímann virðast tilkomin vegna væntan- legra kosninga til stjórnar og trún- aðarmannaráðs verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Morgunblaðið hefur áhyggjur af kosningafyrirkomulaginu í félag- inu og telur að það dragi úr vilja almennra félagsmanna til að hafa afskipti af málefnum hreyfingar- innar. Að halda því fram að Morgun- blaðinu hafi verið umhugað um málefni verkafólks er að taka of djúpt í árinni. Verkalýðshreyfingin hefur átt í vök að veijast þegar blaðið hefur á umliðnum áratugum oftast túlkað sjónarmið atvinnu- rekenda í kjarabaráttu launafólks í landinu. MALASKOLINN MIMIR sími: 588 22 99 Skúli Thoroddsen og Það sjónarmið að um skylduaðild laun- þega að stéttarfélög- um sé að ræða er afar tvírætt. Mörgunblaðið telur einnig að félögin eigi að innheimta fé- lagsgjöld eins og önn- ur félagasamtök geri. Leiðarahöfundur virð- ist halda að stéttar- félög séu eins og hver önnur skemmti-, mál- funda- eða íþrótta- félög. Það eru þau ekki og það verður að hafa í huga þegar málefni verkalýðs- hreyfingarinnar eru rædd. Dagsbrún tókst, í harðvítugum deilum sem Morgunblaðið átti einnig aðild að, að fá atvinnurek- endur til kjarasamninga á sínum tíma. Stéttarfélögin urðu viðsemj- endur um kaup og kjör á vinnu- markaði og verkfallsréttur var viðurkenndur með lögum árið 1938. Það má fallast á það með Morg- unblaðinu að tímabært sé að end- urskoða þá löggjöf en blaðið viður- kennir að ekki hafi farið mikið fyrir því í hveiju sú umræða ætti að felast. Ég fæ ekki séð að þar sé við verkalýðshreyfinguna að Dagsbrúnarmenn ráða því sjálfir, segir Skúli Thoroddsen, hvort Dagsbrún verður áfram virkt afl í kjarabaráttunni. sakast og því þykir mér Morgun- blaðið vega heldur ómaklega að Dagsbrún núna sem sérstökum fulltrúa ólýðræðislegra stjórnar- hátta og blóraböggli ófrelsis í ís- lensku þjóðlífi. Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað 26. janúar árið 1906. Það er því aðeins eldra en Morgun- blaðið og saga þeirra víða samof- in. Frumkvöðlar félagsins vildu tryggja stöðugleika og festu í fé- lagsstarfinu. Kjarabaráttan er bæði skammtímabarátta til þess að veija og sækja kaup og kjör, og langtímabarátta sem felst í að tryggja kaupmátt og félagslegt öryggi. Kjarabaráttan er samfelld og þarf að vera í stöðugri endur- skoðun. Stofnendur Dagsbrúnar vildu beita fijálsum samtakamætti sín- um til að ná bættum kjörum fyrir sig og tryggja þann árangur til lengri tíma. Lýðræðið í Dagsbrún er þannig að kosning stjórnar og trúnaðarmannaráðs fer fram ár- lega og áriega hefur framboðs- frestur til stjórnarkjörs verið aug- lýstur í Morgunblaðinu. Að kosn- ingafyrirkomulaginu hafi verið ætlað að tryggja að ekki kæmu fram framboð til stjórnar og trún- aðarráðs sem ekki nytu umtals- verðs stuðnings í félaginu er afar eðlilegt þegar litið er til uppruna félagsins, tilgangs þess og mark- miða. Menn voru einfaldlega að reyna að tryggja stöðugleika í fé- lagsstarfinu vegna þess hveru mikið var í húfi fyrir svo marga. Sjálfsagt má finna betri lýðræðis- reglur og einfaldari sem þjóna þessum stöðugleika og tryggir samfellu í starfí félagsins á virk- ari hátt en nú er gert. Það er þá Dagsbrúnarmánna sjálfra að ákveða það. Að félögin hafi samið svo við atvinnurekendur í kjarasamningi, að launþegar greiði til stéttarfé- laganna félagsgjöld varðar félags- leg réttindi. Félagsgjöldin eru m.a. notuð til að tryggja að samningar séu haldnir og ekki síður til að bæta félagslegt öryggi launþegans þegar annað þrýtur. Það sem Morgunblaðið kallar í þessu sambandi „tímaskekkju" sýnist mér að sé afar mikilvægt einmitt nú. Stéttarfélögin hafa, vegna þessarar „tímaskekkju", getað stutt margar fjölskyldur á tímum harðæris og atvinnuleysis og á það jafnt við um þá sem valið hafa að standa utan félaga sem hina er teljast fullgildir fé- UTSALA PCIlímogfúguefni iSÍpi”?::: Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ÞU GETUR TREYST FAGOR 3 wjlt A® 40% AFSIÁTTUR RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 562 40 11 FAGOR S30N Kælir: 265 I - Frystir: 25 I HxBxD: 140x60x57 cm Innbyggt frystihólf **■*■ 37.800 FAGOR D27R Kælir: 212 I - Frystir: 78 I HxBxD: 147x60x57 cm Stgr.kr. 44.800 lagsmenn. Vegna þessarar „tíma- skekkju“ ráða verkalýðsfélögin yfir öflugum sjúkrasjóðum sem veitt hafa aðstoð þegar almanna- tryggingakerfið hrekkur ekki til. Þegar heilbrigðisþjónustan, skóla- kerfið og félagslega þjónustan eru skorin niður þá er það ekki tíma- skekkja að verkalýðshreyfingin standi vörð um félagslegt öryggi umbjóðenda sinna. Væntanlegar kosningar í Dags- brún snúast ekki um lýðræðið í verkalýðshreyfingunni. Að kosið er segir okkur að lýðræðið er, þrátt fyrir allt, til staðar og nýtanlegt. Kosningarnar nú snúast um fé- lagslegt öryggi á tímum óvissu fyrst og fremst. Kynslóðaskipti standa fyrir dyr- um í stjórn félagsins. Uppstillinga- nefnd hefur lagt til verulega upp- stokkun í stjórn með ungum frísk- um mönnum og konu til varafor- mennsku. Uppstillinganefndin leggur einnig til að sú þekking og reynsla sem til er í félaginu nýtist áfram um sinn með því að kjósa Halldór Björnsson til formennsku. Ég fæ ekki betur séð, sem fyrrum innan- búðarmaður hjá Dagsbrún, en að þetta sé góður kostur og ábyrgur. Þessi stjórn er án efa hæf til þess að takast á við nútímann og þau vandamál sem við er að glíma. Að Dagsbrún verði áfram virkt afl í íslensku þjóðlífí er auðvitað undir Dagsbrúnarmönnum sjálfum komið. Allar forsendur til þess eru fyrir hendi nú sem fyrr og um það er kosið. Höfundur er lögfræðingur og fyrrum starfsmaður Dagsbrúnar. FAGOR C34R - 2 pressur Kælir: 290 I - Frystir: 110 I HxBxD: 185x60x57 cm Tvöfalt kælikerfi •r-69.800 n SPARISJÓÐURINN -fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.