Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Er þorskstofn- inn að braggast? MEÐ NÝJU ári kem- ur hækkandi sól og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Nú munu sárin foldar gróa því góðærið gengur í garð eins og forsætis- ráðherra segir. Það er líka byijað að byggja upp þorskstofninn sem stækkar óðum segja margir. Sjómenn á Vestijörðum hafa aldrei á ævi sinni séð aðra eins þorskgengd. Þeir gætu veitt tonn á mín- útu segja þeir í hvert troll ef þeir bara mættu. Það gera 60 tonn á klukkutíma, 500 tonn á 8 tíma vinnudag eða 130 þús. tonn á ári þó að ekki væri nú verið að toga um helgar. í 80 troll mætti fá 10 milljónir tonna af þorski, tuttugu til fjörutíu milljónir tonna ef togað væri á vöktum. Að viðbættum þess- um 20-30 þús. tonnum sem smábát- arnir stela frá togaraflotanum og þeim stórútgerðarmönnum sem eiga þorskstofninn. Það væru sko vit í hásetahlutnum þá. En togararnir fá bara ekkert að veiða þennan þorsk, kvótakerfið skammtar öllum flotan- um aðeins 155 þús. tonn. Það er góð og gild ástæða fyrir því. Þessar ár- vissu upphrópanir Vestfirðinga um ævintýralega þorskgengd hafa nefni- lega ætíð reynst tóm haugalygi eða a.m.k. stórlega ýktar og svo er enn. Þorskstofninn er ekkert að bragg- ast. Stærð hans ákveðst ekki af nein- um árlegum duttlungum náttúrunnar eða sérstökum skilyrðum á Vest- fjarðamiðum nú. Þorskar kvikna ekki af sjálfu sér og þeir ganga ekki úr Barentshafi til íslands. Grænlands- ganga mun heldur ekki koma aftur, a.m.k. ekki næstu áratugina. Þorsk- stofninn nú ákveðst fyrst og fremst af aðstæðum og skilyrðum í sjónum fyrir meira en hálfum áratug. Af ástandi sem við þekkjum og vitum því að það er ekkert að marka upp- hrópanir Vestfirðinga nú fremur en í fyrra, hittiðfyrra né árin þar áður. Algjör óþarfi, tíma- og peningasóun að senda fiskifræðinga nú á Vest- fjarðamið. Vissulega finnast ljósir punktar ef þorskstofninn er skoðaður. Árin 1989 og 1990 var hrygning með besta móti þótt ekki hafl hún jafnast á við góðærin hér áður fyrr. Fyrir því geta legið ýmsar ástæður. Vafa- laust spilar heppni og umhverfisskil- yrði inn í en sjálfsagt hefur það líka hjálpað að þá var hrygningarstofn í hámarki og 1990 kom síðasta Græn- landsgangan. Það voru risaárgang- arnir frá 1983 og 1984 sem sáu til þess, síðasta gullna tækifærið sem gafst til þess að byggja hratt upp þorskstofninn og standa við þau lof- orð sem sjávarútvegsráðherra gaf bæði íslendingum og Grænlending- um. Að þessu búum við enn þann dag í dag og því er nú þorskstofninn ekki enn minni en hann er. Þess vegna var á þessu ári sem nú er að líða meira um 5 ára fisk en verið hefur síðan 1989 og meira um 6 ára fisk en verið hefur síðan Grænlands- gangan kom 1990. Það má jafnvel enn vonast eftir því að hrygningin hafl ekki verið svo hörmuleg á liðnu ári. Hrygningarstofninn var af fyrr- greindum ástæðum í hámarki og þó að tíu ára golþorskar hafi að vísu aldrei verið sjaldgæfari var talsvert meira um 11 og 12 ára fisk en oft áður a.m.k. í seinni tíð. Aftur eru hér risaár- göngunum frá 1983 og 1984 um að þakka. Ástand hrygningar- stofnsins var í raun ekkert verra á síðasta ári en 1989 og 1990. En þorskstofninn er ekkert að braggast, ástand hans fer versn- andi. Á árinu sem nú er að renna upp verða færri 5 ára þorskar í sjónum en hafa nokkru sinni mælst í bráðum aldarlangri sögu þorsk- rannsókna. Eini Ijósi punkturinn í ár eru 6 og 7 ára þorskarnir sem verða enn fleiri en í ár og geta vafa- laust kallað á upphrópanir Vestfirð- inga eitt árið enn. Þessir þorskar eru langflestir kynþroska og munu gera hrygningarstofninn jafnvel enn stærri í ár en í fyrra og þá stærri en verið hefur síðan Grænlandsgang- an kom 1990 og hann á sjálfsagt að stórum hluta tilvist sína að þakka. Það er vissulega ljós í svartnættinu. En hitt vegur þó sennilega þyngra að golþorskastofninn er í sögulegu lágmarki og fer hratt minnkandi. í ár verða færri 10 og 11 ára fiskar en nokkru sinni hafa mælst í þorsk- stofninum'. Sjálfsagt færri en verið hafa nokkurt ár síðan ísland reis úr hafi fyrir milljónum ára. Því má allt Þorskstofninn stækkar ekki, segir Einar Júlíusson, meðan hrygningin batnar ekki en togurum fjölgar. eins búast við lélegri hrygningu en nokkru sinni fyrr. Og varla batnar hrygningin eða stofninn verulega á næsta ári þó að ráðherra hafi lofað meira en 200 þús. tonna kvóta þá. Næsta ár verða 6 ára þorskar á Is- landsmiðum færri en nokkru sinni hefur áður mælst. Hrygningarstofn- inn mun minnka. Veiðistofninn gæti stækkað lítilsháttar því þá verður farið að telja með árganginn frá 1993, þann eina sem náð hefur næst- um meðalstærð síðan risaárgangarn- ir frá 1983 og 1984 komu. En það er skammgóður vermir því næsti árgangur frá 1994 er örlítill og það eru engir möguleikar á að flotinn gæti veitt 100 þús. tonna stærri kvóta á næstu árum eins og aðal- fundur Skipstjóra- og stýrimannafé- lags Norðlendinga hefur lagt til og stutt þannig Vestfirðingana sem og Farmanna- og fiskimannasamband- ið. Á þeim bæjum hafa menn hvorki vit á þorskveiðum né skilning á nauð- syn þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins. Engan stuðning við uppbyggingu þorskstofnsins og afla- reglu sína mun sjávarútvegsráðherra fá úr þeim áttum. Og þorskstofninn stækkar ekki á meðan hrygningin batnar ekki en togurunum fjölgar. Hann braggast reyndar ekki fyrr en hálfum til heilum áratug eftir að hrygningin kemst í lag. Þorskstofn- inn braggast ekki á þessari öld. Við höfum séð til þess. Höfundur er edlisfræitingur. Einar Júlíusson Rosenthal -pegarpúvehirsV Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Verð við nllrn hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. SKÓLI J0HN CASABLANCAS Á ÍSLANDI KYNNIR Á NÝJU ÁRI John Casablancas MODELING & CAREER CENTER INNRITUN HAFIN - SÍHIAR S88 7799 S88 7727 Skeiían 7 ELITE módelkeppnin '96, leit hafin. Námekeiðið er ætiað öllum aldurshópum. 10-12 • 13-14 • 15-20 • 20 og eldri - Lokaðir hópar - Kennarar Ipjálfaðir frá John Casablancas, USA. Hannes tískuljósmyndari frá Mílanó ásamt Gústa, Superstudíó test myndatökur. 4 VIKNA KYHMINGARNAMSKEIÐ A 4.900 KR. I—I 1iaMi'ía»' \j\010W*W Feimni Sjálfsöryggi Augnasamband Framsögn - auglýsingar Skipulagning Tjáning - að jpora Göngulag Dans - Funck REYKJAVÍKURVEGI 62 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 1680 L0KAÐ í DAG STÓR- ÚTSALA HEFST Á M0RGUN NÝTT K0RTATÍMABIL Opið laugardag til kl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.