Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 29
28 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ARFLEIFÐ
MITTERRANDS
FRANCOIS Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, er
lést á mánudag var meðal áhrifamestu stjórnmálamanna
eftirstríðsáranna. Ferill Mitterrands var margslunginn og oft
mótsagnakenndur, rétt eins og forsetinn sjálfur. Á þeim fjórtán
árum er hann réð ríkjum í Elysée-höll setti hann mark sitt á
Parísarborg, Frakkland, Evrópu og veröldina í heild.
Við upphaf stjórnmálaafskipta sinna var hann í tengslum
við hreyfingu yst á hægri væng stjórnmálanna en stofnaði
nokkrum áratugum síðar franska Sósíalistaflokkinn. Hann náði
kjöri sem forseti sem róttækur sósíalisti en færðist yfir á hægri
væng stjórnmálanna og nýtti sér hin konunglegu völd franska
forsetaembættisins til hins ýtrasta. í síðari heimsstyijöldinni
var hann bendlaður við leppstjórnina í Vichy áður en hann
gekk til liðs við andspyrnuhreyfingu de Gaulles hershöfðingja.
Ásamt de Gaulle er Mitterrand áhrifamesti stjórnmálamaður
Frakklands á þessari öld og því óhjákvæmilegt að þeir séu oft
bornir saman. Segja má að de Gaulle hafi verið sá er byggði
upp sjálfsvirðingu Frakka á ný eftir styrjöldina með sjálf-
stæðri þjóðernisstefnu sinni og áherslu á andspyrnuhreyfing-
una. Ferill Mitterrands í síðari heimsstyijöldinni átti hins veg-
ar meira sammerkt með lífsreynslu óbreyttra Frakka á þeim
árum og fékk þá til að sættast við fortíð sína.
Mitterrand hefur sjálfur sagst vera stoltastur af þeim bygg-
ingum er hann hafði frumkvæði að því að láta reisa í París
s.s. píramítann við Louvre-höll og Bastilluóperuna. Á hinum
alþjóðlega vettvangi var það hins vegar uppbygging Evrópusam-
starfsins er var honum hugleiknust.
Mitterrand var einn síðasti stjórnmálaleiðtoginn er upplifði
síðari heimsstyrjöldina af eigin raun og mótaði sú reynsla af-
stöðu hans til umheimsins. Ásamt Helmut Kohl, kanslara Þýska-
lands, lagði hann grunninn að þeim stórbrotnu áformum, sem
pólitísk umræða í Evrópu mun snúast um á næstu árum; efna-
hagslegan- og peningalegan samruna Evrópu og sameiginlega
stefnu Evrópuríkja í utanríkis- og varnarmálum. Nái þau fram
að ganga verður vafalítið litið á þau sem merkustu arfleifð
Mitterrands. Reynslan mun þó ein leiða í ljós hvort framtíðar-
kynslóðir stjórnmálamanna hafi sömu áherslur og sú er nú
hverfur af vettvangi.
NORRÆNU MÁLIN
FINNSKA ríkisstjórnin, sem fer nú með forystu í norrænu
ráðherranefndinni, hyggst leggja mikla áherzlu á það á
árinu, sem er nýhafið, að styrkja stöðu finnsku og íslenzku í
norrænu samstarfi. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær
vilja Finnar að meiri áherzla sé lögð á að þýða upplýsingaefni
um norrænt samstarf á íslenzku og finnsku og jafnframt að
túlkað sé á milli skandinavísku tungumálanna og þessara mála
í norrænu samstarfi.
„Með málskilningi er ekki aðeins átt við kunnáttu í „skand-
inavísku“ heldur er afar mikilvægt að leggja einnig áherzlu á
þá, sem tala finnsku og íslenzku og geta ekki tjáð sig á neinu
skandinavísku máli,“ segir í starfsáætlun finnsku stjórnarinn-
ar, sem Morgunblaðið sagði frá í gær. „Finnland hyggst sam-
þykkja aðgerðir, sem auka möguleika Norðurlandabúa — líka
Finna og Islendinga — að taka þátt í norrænu samstarfi á eig-
in tungumáli á jafnréttisgrundvelli.“
Þessar áherzlur Finna ber að skoða út frá tvennu. Annars
vegar er skiljanlegt að menn vilji að móðurmáli þeirra sé sómi
sýndur, þegar aðrir geta mælt á eigin tungu. Morgunblaðið
hefur áður tekið undir að íslenzka, sem er hin upprunalega
tunga norrænna manna, njóti jafnréttis á fundum Norðurlanda-
ráðs með því að ræður manna séu túlkaðar.
Hins vegar verður ekki framhjá því gengið að fjölmargir
finnskir og íslenzkir stjórnmálamenn og aðrir þátttakendur í
norrænu samstarfi, ekki sízt þeir yngri, búa einfaldlega ekki
yfir nægilega góðri kunnáttu í skandinavísku málunum til að
geta skilið þau, hvað þá tjáð sig á þeim. Það er alkunna að í
ýmsum norrænum samtökum og félögum er nú notuð enska,
ef ekki á fundum þá í óformlegum samtölum manna á milli.
Eðlilegt er að reynt sé að finna lausn á báðum þessum vanda-
málum. Það má hins vegar ekki verða of dýrt, þótt finnsk
stjórnvöld telji að nokkru megi kosta til. Og allra sízt, má slíkt
leiða til minni áherzlu á það, sem mestu máli skiptir; kennslu
og kunnáttu í Norðurlandamálum á íslandi og í Finnlandi. Hið
norræna samstarf og samfélag er einstakt og á sér fyrst og
fremst rætur í sögunni. Mikilvægur hluti af þeirri sögu er nor-
ræna málsamfélagið, sem hefur byggzt á víðtækri kunnáttu
almennings á Norðurlöndunum í skandinavísku málunum. Slík
kunnátta er og verður bezti lykillinn að því að menn geti tekið
þátt í norrænu samstarfi á jafnréttisgrundvelli.
Togstreita læknavísinda
o g sparnaðarþarfar
VIÐBYGGINGIN við Domus Medica sem hýsir segulómtækið.
Morgunblaðið/Þorkell
SEGULÓMTÆKIÐ, sem styrrinn stendur um.
Deila Tryggingastofnun-
ar ríkisins og einkafyrir-
tækis lækna um kaup á
segrulómsjá er dæmi um
kreppu heilbrigðis- og
velferðarkerfísins, skrif-
ar Guðmundur Sv.
Hermannsson. Tog-
streita er á milli bess að
vilja bjóða bað besta í
læknavísindum og bess
að reyna að leysa fjár-
hagsvanda ríkissjóðs.
DEILA Tryggingastofnunar
ríkisins (TR) og fyrirtæk-
isins Læknisfræðilegrar
myndgreiningar hf. (LM)
vegna nýrrar segulómsjár sem LM
hefur keypt er nokkuð óvenjulegt
dæmi um þá kreppu sem heilbrigðis-
og velferðarkerfið er í. Deilan lýsir
togstreitunni milli þess að vilja bjóða
það besta og nýjasta í læknavísindum
og þess að reyna að leysa íjárhags-
vandann sem heilbrigðiskerfið, ríkið
og þar með þjóðin eiga við að etja.
Þetta mál hófst í raun árið 1992
þegar fimm læknar sem unnu á
Landakotsspítala í Reykjavík stofn-
uðu fyrirtækið Læknisfræðilega
myndgreiningu hf.
Fyrirætlunin var að stunda starf-
semina áfram á Landakoti, leigja
gömlu röntgentækin þar og end-
umýja þau síðan á eigin reikning en
samningar um það náðust ekki við
stjórn spitalans. Þeir fengu þá inni
í Domus Medica og hófu rekstur
myndgreiningarstofu þar síðla árs
1993 með fullkomnu tölvusneið-
myndatæki og isótópavél auk tækja
til venjulegrar röntgen- og ómskoð-
unar. Á þeim rúmu tveimur árum
sem fyrirtækið hefur starfað hafa
sjúklingakomur verið vel yfir 30 þús-
und, þar eru 25 manns á launaskrá
og veltan er yfir 150 milljónir króna
á ári.
Aukið framboð
Með fyrirtækinu jókst framboð á
myndgreiningarrannsóknum. Áður
þurfti að bíða í 10-15 daga eftir að
komast í sneiðmyndatöku en sá tími
hefur styst í 2-3 daga.
Verð á rannsóknunum lækkaði
nokkuð með aukinni samkeppni en
vegna fjölgunar þeirra jókst sér-
fræðikostnaður Tryggingastofnunar
verulega árið 1994. LM hefur fengið
greitt af sérfræðilækningalið sjúkra-
trygginga og samkvæmt upplýsing-
um frá TR jukust útgjöld vegna sér-
fr-æðilækninga milli áranna 1993 og
1994 um 100 milljónir vegna þessa
aukna framboðs á myndgreiningar-
rannsóknum. Á síðasta ári er talið
að sérfræðilæknisútgjöldin verði
svipuð eða ívið meiri en árið áður.
Fyrsta árið fékk LM greitt sam-
kvæmt töxtum daggjaldanefndar
með 11,4% afslætti og frá upphafi
síðasta árs samkvæmt samningi sem
LM og TR gerðu til þriggja ára. Þar
var samið um að þegar TR hefði á
hveiju ári greitt fyrir 1 milljón verk-
eininga samkvæmt fullum taxta
(hver eining kostar um 135 krónur)
þá fái TR 45% afslátt af taxta. Þessi
afsláttur byijaði á síðasta ári að virka
í október þannig að TR fékk 19 millj-
ónir í afslátt frá fullum taxta.
Með þeim samningi fylgdi verð-
skrá yfir allar myndgreiningar-
aðferðir, þar á meðal myndgreiningu
með segulómsjá, svonefnda MRI seg-
ulómun, en eigendur LM höfðu fullan
hug á .að festa kaup á segulómsjá.
„Við erum að reka almenna mynd-
greiningarþjónustu þar sem við ætl-
um að bjóða upp á allt í læknisfræði-
legri myndgreiningu. Það höfum við
vitað frá upphafi," sagði Þorkell
Bjarnason, einn af eigendum LM.
Dýr tækni
Segulómun byggist á um 15 ára
gamalli tækni sem notar lágorkuraf-
segulbylgjur í stað jónandi geisla til
að taka innvortis myndir af sjúkling-
um. Aðferðin er einkum notuð við
að greina sjúkdóma í heila og mænu,
Iiðum, vöðvum og bijóski, en vax-
andi notkun er við sjúkdómsgreining-
ar í kvið og brjóstholi og jafnvel víð-'
ar. Eitt slíkt tæki er til á Landspít-
alanum og var tekið i notkun 1991.
Hins vegar er segulómun mun
dýrari en röntgenmyndataka. Sem
dæmi má nefna að samkvæmt gjald-
skrá LM kostar tölvusneiðmyndataka
án skuggaefnis 10.500 krónur en
samsvarandi segulómun kostar tæp-
ar 40 þúsund krónur.
Það var forsenda kaupanna á seg-
ulómsjá að Tryggingastofnun myndi
greiða fyrir rannsóknirnar og LM
leit svo á að TR hefði skuldbundið
sig til þess með fyrrnefndum samn-
ingi þar sem segulómun væri á verð-
skránni. LM keypti í júní á síðasta
ári segulómsjá frá Picker-Inter-
national á fjármögnunarleigusamn-
ingi. Verðið var um 93 milljónir en
að auki þurfti að byggja sérhannað
húsnæði við Domus Medica sem kost-
aði um 30 milljónir. Tækið er mun
öflugra en tæki Landspítalans.
„Vissulega hefðum við viljað geta
keypt ódýrari tæki en við höfum
geysilegan faglegan metnað og því
kaupum við góð tæki. Við erum fyrst
og fremst að sinna þörfum sjúkling-
anna og tryggja þeim sem besta þjón-
ustu,“ sagði Þorkell. •
Lögfræðileg deila
Gert er ráð fyrir því að rekstur
segulómsjárinnar geti hafist í þessum
mánuði. Hins vegar hefur Trygg-
ingastofnun tilkynnt að hún telji sér
ekki skylt að greiða fyrir rannsókn-
irnar, þótt þær séu á verðskrá samn-
ings TR og LM. Vísar stofnunin í
ákvæði í almennum sérfræðiþjón-
ustusamningi TR og Læknafélags
Reykjavíkur um að samningurinn nái
ekki til nýrrar starfsemi lækna með
óeðlilega háan stofnkostnað, nema
TR samþykki sérstaklega.
Einnig hefur verið vísað til reglu-
gerðar um röntgenrannsóknir sem
heilbrigðisráðherra gaf út fyrir
nokkrum árum þar sem kveðið er á
um að ekki megi greiða fyrir segul-
ómrannsóknir nema á Landspítalan-
um. Hins vegar er óljóst hvort sú
reglugerð eigi við í þessu tilfelli þar
sem hún vísar til rannsókna á sjúkra-
húsum en ekki einkastofum.
Þórir Haraldsson aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra segir að heil-
brigðisráðuneytið skipti sér ekki af
þessu máli sérstaklega. Um sé að
ræða lögfræðilega deilu á milli TR
og LM sem þurfi að skera úr. Gert
er ráð fyrir að sérstakur gerðardóm-
ur muni fá þessa deilu til úrskurðar.
Deilt um þörf
Þetta mál hefur vakið ýmsar
spumingar. í fyrsta lagi er deilt um
hvort yfirleitt sé þörf fyrir nýja seg-
ulómtækið.
LM heldur því fram að til að veita
áfram bestu og fullkomnustu þjón-
ustu sem völ er á verði fyrirtækið
að fylgjast með nýjungum og því sé
nauðsynlegt að bjóða upp á segul-
ómun, m.a. til að dragast ekki aftur
úr öðrum þjóðum.
Þorkell Bjarnason hefur sagt að
tækjum af þessari gerð hafi fjölgað
verulega víðast hvar undanfarin ár
og algengt sé að eitt tæki sé á hveija
45 þúsund íbúa. Það þýðir að hér á
landi þyrfti 4-5 tæki og um 10 þús-
und rannsóknir á ári.
Aðrir viðmælendur Morgunblaðs-
ins i heilbrigðiskerfinu segja að þess-
ar tölur séu fjarri lagi og flestar
aðrar þjóðir telji nægilegt að hafa
eitt tæki á hveijar 2 milljónir íbúa.
Ásmundur Brekkan forstöðumað-
ur röntgen- og myndgreiningardeild-
ar Landspítalans sagðist hafa stað-
festar upplýsingar um að nú um ára-
mótin voru til 52 segulómtæki í Sví-
þjóð eða eitt tæki á hveija 175 þús-
und íbúa. í Noregi væru til 12 tæki
eða eitt á hveija 420 þúsund íbúa.
Og í Japan, þar sem tæknin væri
mest, hefði árið 1992 verið eitt tæki
á hveija 100 þúsund íbúa að jafnaði.
Ásmundur sagði að bæði vegna
mikils kostnaðar við segulómrann-
sóknir og þess að þörf á þeim sé
mikið til takmörkuð við rannsóknir
á heila-, tauga- og hreyfikerfi væru
um 5.000-6.000 slíkar rannsóknir á
ári hæfilegar hér á landi og tæki
Landspítalans anni því.
Þröngur stakkur
Það er þó óumdeilt að nokkur bið-
listi er eftir að komast að í tæki
Landspítalans og hann hefur frekar
lengst undanfarnar vikur meðan á
deilu röntgentækna og sjúkrahússins
hefur staðið. Þetta stafar m.a. af því
að Landspítalanum er þröngur stakk-
ur skorinn fjárhagslega og það setur
rekstri segulómtækisins einnig
skorður.
Þarna er komið að öðrum þætti
málsins, þeim kostnaði sem falla mun
á ríkissjóð.
Nú greiða sjúklingar að jafnaði
900 krónur fyrir myndgreiningu en
TR greiðir Landspítala um 24 þúsund
fyrir hveija rannsókn án skuggaefn-
is. Samsvarandi rannsókn myndi
kosta 40 þúsund samkvæmt taxta
LM en 21.800 ef miðað er við 45%
afslátt.
Það er hins vegar bent á, að í
raun liggi ekki fyrir hvað þessar og
fleiri rannsóknir kosti á Rikisspítul-
unum. Verðlagningin geti verið hluti
af baráttu sjúkrahúsa og stofnana
fyrir auknu fjármagni í reksturinn,
þar sem engin samkeppni sé í þessum
viðskiptum. Því gefi þetta mál tilefni
til að auka nákvæmni í verðlagningu
á læknisverkum hjá ríkisstofnunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Læknisfræðilegri myndgreiningu hf.
þarf um 12 rannsóknir á dag, eða 3
þúsund á ári, til að nýja segulómtæk-
ið standi undir kostnaði. Þá megi
áætla að reikningur til TR vegna
segulómrannsókna verði um 60 millj-
ónir á ári. Hins vegar megi einnig
búast við að öðrum rannsóknum
fækki eitthvað á móti þannig að
kostnaðaraukningin verði minni.
„Ef þetta nýja tæki ætti að fara
í gang á þeim kjörum sem hefur
verið samið um við LM þá þýðir það
kostnaðarauka fyrir sjúkratrygging-
ar um tugi milljóna árlega og þeir
peningar eru einfaldlega ekki til og
ekki gert ráð fyrir þeim í fjárlög-
um,“ segir Þórir Haraldsson, aðstoð-
armaður heilbrigðisráðherra.
Dýrir biðlistar
Innan heilbrigðisráðuneytisins er
bent á, að þótt hægt sé að auka
nákvæmnina í myndgreiningu þurfi
það ekki að þýða betri lækningu þar
sem í því aðhaldi og kreppu sem ríki
í heilbrigðismálum skorti spítalana
fé til að taka sjúklingana í meðferð.
Þorkell Bjarnason segir hins vegar
að fljótari og öruggari sjúkdómsgrein-
ing verði ekki metin til fjár. Og færri
legudaga á sjúkrahúsum megi m.a.
þakka framförum í myndgreiningu.
„Eg er ekki samþykkur biðlistum
og það kostar sitt að reka þá. Það
liggur sama vinna á bakvið, hvort
sem hún er unnin strax eða þremur
mánuðum síðar, en sjúklingurinn
þarf að bíða þennan tima. Ég er á
móti sparnaði í heilbrigðiskerfinu,
sem felst í raun í því að sjúklingum
er ekki sinnt,“ sagði Þorkell.
Hætta á ofnotkun
Aðrir viðmælendur blaðsins telja
að tilkoma segulómsjárinnar í Domus
hafi í för með sér mikla ofnotkun á
slíkum rannsóknum. Þótt rannsókn-
imar séu ekki gerðar nema eftir tilvis-
un sérfræðinga sé það mannlegt eðli
og viðskiptaleg staðreynd, einkum í
heilbrigðisgeiranum, að aukið fram-
boð bjóði upp á aukna eftirspurn.
Þetta tengist því að um er að
ræða einkafyrirtæki sem fjármagnar
sjálft kaupin á tækinu. Það er greini-
legt að umsvif LM ýta óþægilega við
mörgum innan heilbrigðiskerfisins
enda vilja menn setja spurningar-
merki við einkavæðingu sem felst í
því að skattgreiðendur, eða ríkið,
greiði í raun fyrir tækið með notkun.
Þetta sé því hreinræktaður „bisniss"
eins og einn viðmælandi blaðsins
orðaði það.
Ásmundur Brekkan sagðist taka
undir það sjónarmið sem Jóhannes
Gunnarsson lækningaforstjóri á
Borgarspítala hefur lýst, að það
væri félagslegt og heilsupólitískt
stórslys að taka svona tæki í notkun
á einkastofu því þá væri augljós
hætta á gífurlegri ofnotkun. Ef þörf
hefði verið á að kaupa annað tæki
hingað til lands hefði átt að setja það
upp á Borgarspítalanum þar sem
bæði eru heila- og taugaskurðlækn-
ingar og mjög stór slysamóttaka.
Þetta sjónarmið virðist raunar eiga
hljómgrunn víðar innan heilbrigði-
skerfisins.
Takmarkanir og
tækniframfarir
Samkvæmt upplýsingum úr heil-
brigðisráðuneytinu hafa verið settar
strangar reglur og kröfur á Norður-
löndum um notkun segulómtækja
sökum þess hve dýrar þessar rann-
sóknir eru. Þannig greiði sjúkra-
tryggingar þar ekki fyrir segulóm-
mynd nema um sé að ræða alvarleg-
an áverka og í Bandaríkjunum greiði
tryggingafélög ekki fyrir slíkt nema
eitthvað mjög alvarlegt sé að.
Tryggingastofnun segir, að ef
samið hefði verið um segulómrann-
sóknir við LM hefði orðið að setja
reglur um hveijir ættu rétt á að fara
í slíkar rannsóknir. Þannig kæmi til
greina að setja á laggirnar sérstaka
nefnd til að fara yfir hvert mál og
einnig að takmarka þann hóp lækna
sem gæti vísað á slíkar rannsóknir.
Það má nefna mörg fleiri dæmi
en segulómtækið um þá togstreitu
sem er milli framfara í læknisfræði
og stefnumótunar og úárhagslegrar
getu ríkisins. Annað ■dæmi sem ekki
hefur þó farið eins hátt eru kröfur
um aukna notkun á interferon beta,
sem er lyf við MS-sjúkdómi, en árs-
skammturinn fyrir einstakling kostar
á milli 900 þúsund og 1.400 þúsunda
krónur.
„Það er alltaf verið að reka stjórn-
völd áfram með nýrri tækni, hvort
sem er með rannsóknartækni, að-
gerðatækni eða lyfjum. Við getum
til dæmis litið rúman áratug til baka
þegar mikil umræða var um hvort
kaupa ætti sneiðmyndatæki á Land-
spítalanum. Nokkrum árum síðar
voru tækin orðin þijú hér á landi.
Hvað hefði gerst á þeim tíma ef fyrir-
tæki á borð við Læknisfræðilega
myndgreiningu hefði þá verið starf-
andi í þessum geira?“ sagði Þórir
Haraldsson.
Reuter
AÐ minnsta kosti 264 létu lífið þegar Antonov-vélin hrapaði til jarðar á markaðstorgi í Kinshasa sl.
mánudag, aðallega konur og börn. Fjórir úr áhöfninni komust lífs af og urðu þeir að fá lögregluvernd
til að æstur múgurinn tæki þá ekki af lífi.
Eins og að taka þátt
í rússneskri rúllettu
ALMENNT ástand í Vestur-
Afríku hefur farið versn-
andi um margra ára
skeið. Styijaldarátök,
spilling og efnahagslegt hrun í kjöl-
farið hafa valdið því, að ýmis sam-
félagsleg þjónusta hefur hrunið
saman og er með öllu horfin á sum-
um sviðum. Venjulegar nútímasam-
göngur á landi hafa lagst niður
vegna þess, að vegakerfinu hefur
ekki verið haldið við árum saman
og vilji menn komast á milli fjar-
lægra héraða er ekki um annað að
ræða en flugið.
Við þessar aðstæður hefur
sprottið upp aragrúi lítilla flugfé-
laga en flest eiga þau það sam-
merkt með ríkisflugfélögunum, að
það er eins og að taka þátt í rúss-
neskri rúllettu að stíga um borð i
vélamar.
Flugslysið í Zaire á mánudag, þegar sovésk
Antonov-flutningaflugvél hrapaði til jarðar á
markaðstorgi í höfuðborginni, Kinshasa, og
olli dauða 264 manna, hefur enn einu sinni
vakið athygli á skelfílegu ástandi flugmála í
Vestur-Afríku. Yfirleitt má rekja slysin til
næstum algers skeytingarleysis um viðhald
og önnur öryggisatriði og það getur því verið
spuming um líf eða dauða að ferðast með
flugfélögum á þessum slóðum.
Örlagarík
ákvörðun
þýskur
Afríka hættu-
legasta flug-
svæði heims
Wolfgang Schmidt,
blaðamaður, sem starfaði í Vestur-
Afríku, þurfti fyrir skömmu að
komast frá Cotonou í Benin til
Douala í Kamerún. Ætla má, að
það hefði ekki átt að vefjast fyrir
honum en sannleikurinn er sá, að
Schmidt varð að taka sömu örlaga-
ríku ákvörðunina og aðrir þeir, sem
verða að komast frá einum stað til
annars í þessum heimshluta.
Schmidt átti um það að velja að
fljúga 455 mílur í ---------------
öfuga átt til Abidjan
og bíða þar í þijár
klukkustundir eftir
flugi með Air Afrique,
stærsta og öruggasta
flugfélaginu á þessum slóðum.
Hann gat líka komist þá um kvöld-
ið beint á áfangastað með Camero-
on Airlines, einu af litlu vandræða-
flugfélögunum.
Schmidt lá á og tók því áhættuna
af síðari kostinum. Þegar flugvélin
nálgaðist flugvöllinn í Douala virt-
ist eldur bijótast út í einum hreyfl-
inum að sögn vitna og flugvélin,
Boeing 737, hrapaði til jarðar í
mýri. Með henni fórust 72 af 78
mönnum um borð, þar á meðal
Wolfgang Schmidt.
Enn hefur engin opinber skýring
verið gefin á slysinu en það varð
til að vekja athygli á ástandinu í
Vestur-Afríku, hættulegasta svæði
í heimi hvað varðar flugsamgöngur.
Gjaldþrota ríkisstjórnir,
gjaldþrota flugfélög
brún við yfirlýsingu hans.
„Ég vil ekki hræða neinn en
verð að segja þetta: Sumar
þessara véla eru ekki í flug-
hæfu ástandi.“
Flugmálasérfræðingar segja, að
skýring á þessu ástandi sé í sjálfu
sér einföld: Fjárvana ríkisstjórnir
eru að reka næstum gjaldþrota
flugfélög á svæði þar sem um-
hyggja fyrir neytendum er óþekkt
fyrirbrigði.
Hjá Cameroon Airlines eru vél-
arnar nýttar til hins ítrasta á löng-
um flugleiðunum og þar eins og
hjá ýmsum öðrum afrískum flugfé-
----- lögum er algengt, --------
að eftir að hafa ver- sum f|UqfélÖQ
ið í notkun allan sinnalkki
daginn, seu þær not- «!*halrii
aðar til Evrópuflugs vionaiai
á nóttinni.
Sami óttinn, sama skelfingin
I von um einhvern hagnað eða,
sem er oftar tilfellið, í von um minna
tap, er reynt að spara með því að
hafa aðeins tvo flugmenn þegar
gert er ráð fyrir þremur mönnum
í stjórnklefa og viðhaldi er frestað
fram á síðustu stund. Um þessi
mál gilda að sjálfsögðu alþjóðlegar
reglur en einstök ríki geta þó farið
sínu fram hvað þetta varðar og það
er svo sannarlega gert í Afríku.
„Sum þessara flugfélaga eru ein-
faldlega ekki með neitt viðhald á
vélunum," sagði Nsikak Eduol,
flugmálaráðherra Nígeríu, nýlega
og er ekki hægt að segja annað en
að mörgum hafi brugðið illilega í
Eduol ætti að fara nærri um
það. Nígerískar flugvélar, oft gaml-
ar Boeing-vélar eða hræódýrar
Tupolev- eða Antonov-vélar frá sov-
éttímanum, hafa lent í sjö stórslys-
um að minnsta kosti á rúmu ári og
í þeim fórust tugir manna.
„Allir, sem ferðast með flugvél-
um í þessum ríkjum, upplifa sama
----------- óttann, sömu skelfi-
legu flugstöðvarnar
og sömu ömurlegu
þjónustuna,“ segir
Hans Crackauer, for-
maður í alþjóðasam-
tökum flugfarþega.
Eins og fyrr segir fórust að
minnsta kosti 264 manns í flugslys-
inu í Zaire á máhudag en 18. des-
ember sl. fórst Lockheed-188
Electra í Angóla og með henni 141
maður, þar af 80 börn. 3. desember
fórst flugvél frá Cameroon Airlines
með 72 mönnum og níu fórust þeg-
ar Boeing 737-vél frá Nigeria
Airways fórst við lendingu í Kaduna
13. nóvember. 25. júní fórst Tup-
olev-vél frá Harka Airlines við flug-
völlinn í Lagos í Nígeríu og með
henni 15 manns.
• Heimildir: The Intemational Heralá
Tribune, Reuter.