Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 34

Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 34
84 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkœr amma mín, BJARNVEIG HELGADÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landspítalanum 8. janúar. Kristín Bjarnveig Reynisdóttir. t Faðir okkar, GEIR GESTSSON, Hringbraut 5, Hafnarfirði, lést f St. Jósefsspftala, Hafnarfirði, að kvöldi 8. janúar. Bjarni Hafsteinn Geirsson, Svavar Geirsson. t GUNNVÖR RÓSA FALSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 8. janúar. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 15. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd frændfólks og vina, Bentey Hallgrfmsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR, elliheimilinu Grund, lést í Borgarspftalanum að kvöldi 8. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurmundur Guðnason, Guðni Sigurmundsson, Edda Sveinbjörnsdóttir, Garðar Guðnason, Karólína Þórunn Guðnadóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, fóstur- móðir, amma og langamma, SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR, Norðurgötu 32, Akureyri, sem lést á heimili sínu 3. janúar, verð- ur jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri föstudaginn 12. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hvítasunnukirkjuna, Akureyri, eða nauðstöddum börnum. ABC hjálparstarf með Ásgrimur Stefánsson, Kristinn Ásgrímsson, Þórdís Karlsdóttir, Hekla Gestsdóttir, Hörður Júlíusson, Kristinn Gunnarsson, Lilja Hallgrímsdóttir, Hannes Rútsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR EIRÍKSSON frá Bíldudal, Hvassaleiti 58, lést í Landspítalanum að morgni 8. janúar. Fríða Pétursdóttir, Pétur Brynjólfsson, Sigfríður Angantýsdóttir, Sigrfður Brynjólfsdóttir, Örn Engilbertsson, Gyða Brynjólfsdóttir, Jósteinn Kristjánsson, Valgerður Brynjólfsdóttir, Anders Hansen, barnabörn og barnabarnbörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA EINARSDÓTTIR frá Reykjadal, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 6. janúar. Útförin verður gerð frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 12. janúar kl. 14.00. Gógó Engilbertsdóttir, Oddur Á. Pálsson, Margrét Engilbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MARGRÉT PÁLÍNA G ÚSTAFSDÓTTIR + Margrét Pálína Gústafsdóttir fæddist á Stokks- eyri 10. nóvember 1899. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Víðihlíð 1. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar Margrét- ar voru Gústaf Arnason, trésmiður á Stokkseyri, f. í Ártúnum á Rangár- völlum 10.3. 1857, d. 22.8. 1914, og kona hans, Jóhanna Pálína Margrét Magnúsdóttir, húsmóðir og saumakona, f. í Króki í Holtum, Rang., 1.9. 1862, d. 23.2. 1917. Margrét fór 19 ára sem ráðs- kona til Símonar Guðmunds- sonar, sjómanns og verksljóra í Bergvík og Hrúðurnesi, í Leiru og víðar, ekkjumanns með sex börn, f. 11. nóv. 1887 á Klöpp á Miðnesi, d. 8. okt. 1977. Þau giftust tveimur árum síðar. Margrét og Símon eign- uðust sex börn og komust fjög- ur þeirra til fullorðinsára. Börn þeirra: Einar, f. 6.2. 1920, d. sama ár. Einar, f. 19.5. 1921 í Hrúðurnesi, d. 12.12. 1981, múrari í Reykjavík, en eftirlif- andi kona hans er Jónína Vald- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stnð. (V. Briem.) Kær fóstra mín er látin í hárri elli. Upp rifjast minningar frá lið- inni tíð. Efst í huga mínum er þakk- læti til þeirrar manneskju, sem tók mig móðurlausa, barn að aldri, sem sína eigin dóttur. Margrét var á margan hátt svo langt á undan sinni samtíð. Á þeim árum tíðkaðist ekki að húsmæður ynnu utan heimilis, hvað þá rækju eigin fyrirtæki. Nítján ára gömul fór hún sem ís Eiríksdóttir, f. 6.1. 1923, og eign- uðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Gústaf Pálmar, f. 29.10. 1922 í Hrúðurnesi, prent- ari í Reykjavík, kvæntur Lilju Ingi- björgu Siguijóns- dóttur, f. 31.3. 1927, eignuðust þau fimm börn. 2) Mar- grét, f. 12.7. 1924 í Hrúðurnesi, ekkja eftir Viggó Óskar Sveinsson, f. 3.1. 1920, d. 29.7. 1983, pípulagn- ingameistara, en þau eignuðust fimm börn og eru þijú þeirra á lífi. 3) Jóna, f. 1926, d. sama ár. 4) Móna Erla, f. 24.11. 1927 í Hrúðurnesi, gift Sigurbirni Reyni Eiríkssyni húsasmiði, þau eignuðust fimm börn. Auk sinna eigin barna ólu Margrét og Símon að mestu leyti upp dótturdóttur Símonar af fyrra hjónabandi, Ernu Þórðardótt- ur, f. 29.10. 1936, sem er gift Hallgrími Friðrikssyni, húsa- smiði í New York og eiga þau fjögur börn. Utför Margrétar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ráðskona til afa míns, Símonar Guð- mundssonar, að Bergvík í Leiru, sem þá var ekkjumaður með sex böm á aldrinum 18 mánaða til níu ára, en kona hans, Halldóra, lést úr spönsku veikinni, eins og svo margir, árið 1918. Eitt af börnunum sex var móðir mín, Sigrún, þá aðeins fimm ára gömul. Margrét og Símon giftu sig árið 1920 og eignuðust saman sex börn á sjö árum, þar af létust tvö barn- ung. Fátæktin var gífurleg á þessu barnmarga heimili, eitt dæmi um það er að Margrét kiippti niður sinn eigin fatnað og saumaði á börnin. Og þar er Margréti rétt lýst, allt hennar líf einkenndist af umhugsun um aðra, hvar hún gat hjálpað þeim, sem mest þurftu á að halda á hveij- um tíma. Þegar ég fæddist, árið 1936, var móðir mín elskuleg orðin berkla- sjúklingur og tók Margrét það hlut- verk að sér að taka mig undir sinn verndarvæng og þegar móðir mín svo lést úrþeim sjúkdómi, árið 1942, t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JAKOB VIGTÝR LEÓ ÓLAFSSON, Kleppsvegi 52, sem andaðist í Borgarspítalanum 3. janúar sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Stefanfa Önundardóttir, Ólafur Jakobsson, Guðrún Kristjana Jakobsdóttir, Birgir Ástráðsson, Bjarni Þór Jakobsson, Jóna Þuríður Ingvarsdóttir, Jakob Leó, Stefanía Helga, Ásrún Lilja og Ásdis. t Dr. ANNA SIGURÐARDÓTTIR forstöðumaður Kvennasögusafns íslands verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Menningar- og minningarsjóð kvenna, Kvennaheimilinu, Hallveigar- stöðum, sími 551-81 56. Þorsteinn Skúlason, Ásdfs Skúladóttir, Anna Skúladóttir, Sigurður Karlsson, Eirný Ósk Sigurðardóttir, Móeiður Anna Sigurðardóttir, Áslaug Dröfn Sigurðardóttir, Skúli Á. Sigurðsson, Karen Emilía Barrysdóttir. varð ég sem eitt af bömum hennar. Leiðir Margrétar og Símonar skildu síðar. Margrét lærði fatasaum hjá móð- ur sinni á unga aldri og kom sér það vel síðar er þau fluttu til Reykja- víkur, þar sem hún tók að sér heima- saum. Skömmu síðar setti hún á stofn undirfataverksmiðjuna Max og kápusaumastofu, en þá fékk hún meistarabréf í klæðskeraiðn. Þar vil ég staldra við og rifja upp er ég var að byija að reyna að sauma mér flíkur. Ef illa gekk leitaði ég til hennar, með þeirri óþolinmæði, sem einkennir ungdóminn og mér verða ávallt í fersku minni þau orð, sem hún sagði við mig: „Erna, það spyr enginn hversu lengi þú varst að gera flíkina, heldur hver gerði hana.“ Þetta hef ég reynt að til- einka mér allt mitt líf og reyni af fremsta megni að kenna mínum börnum. Árið 1949 flutti Margrét vestur um haf, til Bandaríkjanna, þar sem hún síðan settist að í New York. Árið 1958 flutti ég svo ásamt eigin- manni mínum og fimm mánaða dótt- ur einnig þangað, þar sem við höfum búið síðan. Reyndist hún bömum okkar ijóram, Sigrúnu, Friðriki, Helgu og Unu, hin besta amma og kveðja þau hana nú með söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Erna. Kveðja frá langömmubörnum í byijun þessa árs bárust okkur þau tíðindi að langamma okkar, Margrét Pálína Gústafsdóttir, væri látin. Langamma okkar, eða Magga-Gúst-amma eins og við köll- uðum hana, var smávaxin og grönn kona en þrátt fyrir það var hún full af lífsorku og atorkumikil. Lífs- kraftur hennar virkaði drífandi á aðra fjölskyldumeðlimi í lifsbarátt- unni sem oft getur orðið erfið á köflum. Það að vita það að blóð hennar rennur í okkar æðum veitir okkur fulla trú á því að við getum staðist mótbárur lífsins. Minningar okkar um Möggu- Gúst-ömmu era einkum tengdar því er hún gætti okkar er við vorum yngri bæði hér á landi og í Banda- ríkjunum. Hún var bæði góð og elskuleg við okkur systkinin. Með ákveðni sinni hafði hún fulla stjórn á okkur „óþekktarormunum" þrátt fyrir að hún væri komin yfir átt- rætt er hún gætti okkar sem sýnir vel þann mikla innri styrk sem hún bjó yfir mest alla ævi. Við munum varðveita minningu elskulegrar langömmu okkar um aldur og ævi og þökkum henni samverustundirn- ar. Þykir okkur viðeigandi að minn- ast hennar með tveimur erindum úr Passíusálmunum eftir frænda hennar, Hallgrím Pétursson: Helgum guðs börnum herrans hold helgað bæði jörð og mold, gröfin því er vort svefnhús sætt, svo má ei granda reiðin hætt. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo'að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem guðs barn hér, gefðu, sætasti Jesú, mér. María Erla Marelsdóttir, Sigurður Einar Marelsson, Geir Arnar Marelsson. Minningarkort Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík Símar 552 5851 og 569 4250

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.