Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 45

Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Öllloforð Atlanta stóðust Frá Jóni Friðjónssyni: VEGNA fréttar á íþróttasíðu ( Morgunblaðsins á laugardaginn | vill undirritaður koma því á fram- . færi að það er ekki rétt hjá Jó- I hanni Guðjónssyni formanni hand- knattleiksdeildar Aftureldingar að loforð Atlanta um flug með leik- menn og stuðningsmenn UMFA á Evrópuleikinn í Drammen seinna í mánuðinum hafi ekki staðist og verið bara orðin tóm. Undirritaður hafði milligöngu . um viðræður við Atlanta og strax ' og þessi hugmynd kom upp var ( ljóst að forráðamenn Alanta vildu ( allt til þess gera að þetta væri hægt, en hið rétta er að allan tím- ann vissum við Aftureldingarmenn að samningar stóðu yfir um leigu fyrir vélarnar og því gat brugðið til beggja vona, en öll loforð Atl- anta b'yggðust á því að vélarnar yrðu á lausu þessa helgi, það er 20. til 21. janúar. Við fengum að ( fylgjast með því dag frá degi I hvernig málin þróuðust þannig að ekkert átti að koma okkur á óvart I í þessu efni. Miklar líkur voru á því að Júmbó-þota félagsins yrði til stað- ar umrædda helgi þar sem hún var væntanleg til landsins 16. janúar, en ef ekki þá var til vara Tri-Star vél félagsins, en hún var staðsett á Englandi og ætluðu Atlantamenn að sækja hana til að geta flogið með Aftureldingu og stuðnings- menn hennar til Noregs. Þetta ætlaði Flugfélagið Atlanta að gera undir kostnaðarverði og styrkja þannig handknattleiksdeild Aftur- eldingar. Það kom svo í ljós 3. janúar sl. að samningar um leigu fyrir vélar- arnar hefðu tekist og því gat ekki orðið af þessu flugi. Það er því ekki rétt hjá Jóhanni að Atlanta hafi verið búið að gefa okkur ákveðin loforð um þetta flug, menn þar reyndu hins vegar allt sem þeir gátu til að leysa málið og voru búnir að kanna að fá stóra vél frá erlendu flugfélagi til að fara þessa ferð fyrir okkur, þótt sá kostur hefði orðið eitthvað dýr- ari, en það gekk ekki eftir. Atl- anta sveik því engin loforð og er ekki við þá að sakast þótt ekki hafi orðið af þessu flugi og ferðin verið farin með leiguvél frá Flug- leiðum. JÓN FRIÐJÓNSSON, Hlíðartúni 2, Mosfellsbæ. Að fljóta sofandi að feigðarósi i i i Frá Astþóri Magnússyni: í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag um bókina „Hver vegur að heiman" eftir Guð- mund Árna Stefánsson lýsir Guð- mundur Heiðar Frímannsson bók- menntagagnrýnandi því yfir að viðtal við mig á síðum þesarar * góðu bókar hafi fælt lesendur frá i henni. j Gagnrýnandinn kvartar yfir því að hálft viðtalið við mig séu hug- leiðingar um heimsmálin sem hann segir að hefði í mesta lagi átt að vera einhver „stutt moðsuða" á einni blaðsíðu. Líklegast tilheyrir bókmenntagagnrýnandi Morgun- blaðsins þeim hópi fólks sem flýtur sofandi að feigðarósi. Fjöldi sér- I fræðinga um allan heim hefur lýst því yfir í ritum og máli að heimur- inn standi nú gagnvart einhvetjum I mestu vandamálum sögunnar sem jafnvel gætu orsakað endalok sið- menningar og útrýmingu mann- kyns verði ekki gripið til stórtækra björgunarátaka. Því miður eru heimsmálin í svo miklu óefni, að erfitt er að koma því fyrir í einhverri „moðsuðu" á einni blaðsíðu. Einnig er ekki van- þörf á að nota nokkur vel valin orð til vakningar, því bókmennta- i gagnrýnandi Morgunblaðsins er ekki einn um að vera sofandi á verðinum og göslast áfram blindur sem kettlingur í vísitölukapphlaupi smáborgaranna. Hins vegar fer þeim farþegum feigðarflugsins fjölgandi sem hafa vaknað til lífs- ins, eins og ég sjálfur, og sem láta sér ekki á sama standa um tví- skinnung og sofandahátt þeirra sem eru við stjórvölinn í flestum ríkjum heims. A síðustu mánuðum hafa á tólfta hundrað íslendinga gerst félagar í samtökunum Friður 2000 sem vinnur að því að upplýsa allan almenning um þessi mál og koma á alheimsátaki til friðar í heiminum. Gagnrýni Guðmundar Heiðars á bókina er svo óljóst skrifuð, að mér er ekki ljóst hvort það er umfjöllunin um heimsmálin, ég sem persóna, uppsetning bókarhöf- undar eða eitthvað annað sem á að hafa fælt lesendur frá bókinni. Mér er hins vegar ljúft að tjá gagn- lýnandanum að fjöldi fólks hefur lýst við mig mikilli ánægju með þessa bók og umfjöllun mína um heimsmálin á þessum fáeinu síðum sem þar buðust til að vekja svefn- genglana. Ég hef því keypt tölu- vert upplag af bókinni í þeim til- gangi að gefa hana nýjum félags- mönnum Friðar 2000. Að lokum vil ég minna Guðmund Heiðar á þetta gamalkunna ljóð: En þú sem undan ævi straumi, flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei laxinn sem leitar móti, straumi sterklega og stiklar fossa. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. Leikendur: Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Lilja G. Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason. ÞJOÐLEIKHUSIÐ SÍMI 551 1200 ’prrAum 3lendur vfir s vornámskeiðin. Barnadansar, samLæmis<teosar Jassleikskólinn, kántrýdansar, stepp. rokk....þú temur - »,ö kennum. Kennslustaöir: Engjateigur 1, Frostaskjól, Genöuberg, Fjörgyn Grafarvogi og Stjörnuheimiliö Garöabæ. í dag kl. 17.00, kynning fyrir foreldra á jassleikskólanum og barnadonsum. Kl. 20.30 ókeypis danstími fyrir pör, hjón og góöa vini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.