Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjármálaráðherra leggur í dag fram frumvarp um fjárreiður ríkísins Ríkisreikningur verður eins og ársreikningur fyrirtækja í FRUMVARPI til laga um fjárreið- ur ríkisins sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra leggur fram á Al- þingi í dag er gert ráð fyrir því að reikningsskil ríkisins og fjárlög verði sem mest færð til þess horfs sem er í fyrirtækjum landsins. Gerður verð- ur rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir ríkissjóð og stofnanir hans og einnig yfirlit um sjóðstreymi. Þá verða upplýsingar um öll fyrirtæki og stofnanir sem ríkið á aðild að í ríkisreikningi. Sérstök reikningsskilanefnd sem fjármálaráðherra skipaði hefur und- anfarin fimm ár unnið að endurskoð- un reglna um bókhald ríkisins, reikn- ingsskil þess og gerð fjárlaga. Nefndin skilaði af sér áliti fyrir rúmu ári og frumvarpið sem nú verður iagt fram byggist í meginatriðum á tillögum nefndarinnar. í því er lagt til að settar verði heildstæðar reglur um fjárreiður ríkisins. „Ef frumvarpið verður að lögum færir það okkur í fremstu röð þjóða hvað varðar uppsetningu fjárlaga og ríkisreiknings og framkvæmd á fjármálum ríkisins," segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Með frumvarpinu er gert ráð fyr- ir því að reikningsskil ríkisins taki sem mest mið af bókhalds- og reikn- ingsskilaaðferðum atvinnufyrirtækj- anna í landinu og í fyrstu grein þess er beinlínis vísað í nýsett lög um bókhald og reikningsskil. Það felur í sér að í stað þess að gera réikning- ana upp eftir greiddum reikningum og innheimtum tekjum verður gerð- ur rekstrarreikningur og efnahags- reikningur og yfirlit um sjóð- streymi, eins og gert er í fyrirtækj- um. Framsetning fjárlaga á að vera með sama- hætti. Fleiri fyrirtæki í ríkisreikning Reynt verður að skilgreina ríkis- aðila, ríkistekjur og ríkisútgjöld í samræmi við alþjóðastaðla. Sem dæmi má nefna að barnabætur og vaxtabætur sem hingað til hafa ver- ið dregnar frá tekjuskatti munu verða færðar sem útgjöld ríkissjóðs og tekjuskatturinn mun þá koma að fullu til tekna. Við þetta munu niður- stöðutölur fjárlaga og ríkisreiknings hækka frá því sem nú er. Ný flokkun ríkisaðila verður víð- tækari og verða því upplýsingar í fjárlögum um fleiri aðila en nú er og koma þær inn í C-, D- og E-hluta ríkíssjóðs. Þannig verða lánasjóðir í eigu ríkisins, til dæmis Fiskveiða- sjóður og Iðnlánasjóður, í C-hlutan- um. I D-hluta ríkissjóðs verða kenni- tölur úr ársreikningum fjármála- stofnana ríkisins, eins og til dæmis ríkisbankanna, og í E-hlutanum verða kennitölur úr reikningum sam- eignar- og hlutafélaga í meirihluta- eigu ríkisins. Þar myndu til dæmis verða upplýsingar um íslenska járn- blendifélagið, svo dæmi sé tekið. Fjölmargar fleiri nýjungar eru í frumvarpinu. Nefna má að með'fjár- lagafrumvarpi skal ávallt leggja fram áætlun fyrir ríkisbúskapinn næstu þrjú árin þar sem gera á grein fyrir horfum í ríkisbúskapnum og stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum. Þá skal fjármálaráðherra láta gera mánaðarlega greiðsluuppgjör fyrir ríkíssjóð. Óhappið í Vestmannaeyjahöfn Rifan nær 7 metra niður Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SKEMMDIR sem urðu á Naust- hamarsbryggjunni í Vestmanna- eyjum á mánudagskvöld er lithá- íska skipið Siauliai sigldi á bryggj- una voru kannaðar í gær. Að sögn Ólafs Kristinssonar, hafnarstjóra, er þilið mikið skemmt og í ljós kom þegar kafað var við þilið í gær að það er rifíð um sjö metra niður frá bryggju- kanti en dýpi á'þessum stað er um 10 metrar. Olafur sagði að skýrslutökur vegna atburðarins hefðu farið fram hjá lögreglunni í Eyjum í gær og ekkert hefði komið fram sem benti til neinnar bilunar. Þarna hefði bara átt sér stað óhapp sem trúlega mætti rekja til mannlegra mistaka. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun hafnsögumaður vera leiðbein- andi skipstjórnanda um leið og hann kemur um borð og ber að- eins ábyrgð á þeim ráðum sem hann gefur. Að öðru leyti ber skip- stjóri ábyrgð á siglingu skipsins. Reynt að hefja undirbúning viðgerðaídag Ólafur sagði að verkfræðingur frá Vita- og hafnamálastofnun hefði komið til Eyja í gær til að meta skemmdirnar og huga að úrræðum til að hægt verði að lag- færa þilið sem fyrst en í gær- kvöldi lá ekki fyrir hvernig verður staðið að viðgerð en Ólafur sagð- ist vona að hægt yrði áð hefjast handa við undirbúning viðgerðar- innar í dag. Hann sagði að hafnaryfirvöld myndu trúlega ekki óska eftir að sjópróf færu fram vegna óhapps- ins en i dag yrði sett fram skaða- bótakrafa á hendur útgerð skips- ins og farið yrði fram á kyrrsetn- ingu þess þar til trygging fyrir greiðslu fengist. Hann sagði að ekki lægi enn fyrir hver skaðabótakrafan yrði en unnið var að mati á tjóninu og gerð kröfunnar í gærkvöldi. Morg^inblaðið/Sigurgeir Jónasson HAFNARSTJÓRINN í Eyjum og verkfræðingur Vita- og hafnamálastofnunar skoða skemmdirnar á Nausthamarsbryggjunni í Eyjum í gær. Utgerðir telja hótanir að undirlagi sjávarutvegsráðuneytis Eftirlitsmenn í Öll skip á Flæmingjagrunni í GÆR var óskað eftir veiðieftirlits- mönnum um borð í rækjuskipin Erik og Kan, sem eru að veiðum á Flæm- ingjagrunni. Að sögn Guðmundar Karlssonar, forstöðumanns veiðieft- irlits Fiskistofu, er ekki vitað hvenær eftirlitsmenn komast um borð í skip- in en það verði næstu daga. Útgerð skipanna telur að íslensk stjórnvöld hafi hagnýtt sér atbeina Kanada- manna til að þvinga eftirlitsmennina um borð í skipin. í dag fara Klara Sveinsdóttir og Hólmadrangur til veiða á þessum miðum og fara eftirlitsmenn með báðum skipunum. „Það virðist að allir ætli nú að taka eftirlitsmenn," sagði Guðmundur. Hótanir að undir- lagi íslendinga Kanadamenn hafa hótað því að skip sem neita að hafa veiðieftirlits- menn um borð fái enga þjónustu í kanadískum höfnum. Kan varð vél- arvana á Flæmingjagrunni í fyrra- dag. Sunna tók Kan í tog og var áætlað í gær að skipin kæmu til hafnar í St. Johns á Nýfundnalandi í dag. Sem kunnugt er fengu eftir- litsmenn ekki að fara um borð i Kan á sínum tíma. Óttar Yngvason, út- gerðarmaður i Kan ehf., sagðist í gær ekki eiga von á neinum aðgerð- um þegar skipin koma í höfn þar sem útgerðin hafi samþykkt að veiði- eftirlitsmenn verði um borð. Óttar sagði Kan ehf. • hafa farið fram á það að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að kvöð um eftir- litsmenn yrði aflétt fyrir Erik og Kan. NAFO-samningurinn geri ráð fyrir því að hvert ríki sjái um fram- kvæmd eftirlits í sínum ski'pum. Óttar segir- Ijóst af svari sjávarút- vegsráðuneytisins frá í gær að ráðu- neytið vilji hagnýta sér atbeina kanadískra stjórnvalda til þess að þvinga íslensk útgerðarfyrirtæki til hlýðni við íslensk reglugerðar- ákvæði, jafnt þótt deilt sé um hvort þau standist lög. „Þetta vekur sterk- ar grunsemdir um það að íslenska sjávarútvegsráðuneytið kunni að hafa haft að því frumkvæði að Kanadamenn hafl sett þessi skilyrði fyrir afgreiðslu íslenskra skipa," sagði Óttar. „Þegar íslensk stjórn- völd í rauninni leita aðstoðar erlends ríkis til að þvinga íslensk skip, í stað- inn fyrir að gera út um ágreininginn fyrir íslenskum dómstólum, þá erum við nauðbeygðir til að taka þessa eftirlitsmenn um borð." Óttar sagði það gert með þeim fyrirvara að þetta verði borið undir dómstóla og krafist skaðabóta fyrir allt tjón sem útgerð- in kann að verða fyrir. Eingöngu gagnvart aðilum sem ekki virða samþykktirnar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að gerð hafi verið fyrirspurn um til kanadískra stjórn- valda um hvort skip sem ekki tækju veiðieftirlitsmenn um borð fengju þar þjónustu. Það svar hefði borist frá Kanada að þeir hefðu tekið ákvörðun um þetta. Þorsteinn sagði þessa ákvörðun ekki beinast að ríkj- um, sem framfylgdu samþykktum NAFO, heldur einvörðungu þeim skipum eða ríkjum, sem virtu ekki samþykktirnar. Vánská stjórnar hjá BBC í Skotlandi OSMO Vánská, stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands, hef- ur fallist á að verða aðalstjórn- andi sinfóníuhljómsveitar breska ríkisútvarpsins í Skot- landi til þriggja ára, að því er kom fram í finnska dagblaðinu Huvudstadsbladet í gær. Vanská tekur við hljómsveit BBC í Skotlandi í sumar, en samningur hans hér á landi rennur út á þessu ári. Vanska hefur stjórnað Sin- fóníuhljómsveit íslands frá ár- inu 1993 og hann hefur einnig verið aðalstjórnandi sinfóníu- hljómsveitarinnar í Lahti frá árinu 1988. Þar hefur hann vakið heimsathygli. „Án þeirrar reynslu, sem við öfluðum okkur í Lahti, hefði ég aldrei fengið þetta tilboð," sagði Vánska við Huvudstads- bladet. Fæddist fyrir utan fæðing- ardeildina SJÚKRAFLUTNINGAMENN úr Slökkviliði Reykjavíkur tóku á móti barni í sjúkrabíln- um á leið úr Árbæjarhverfi að fæðingardeild Landspítalans um klukkan átta í gærkvöldi. Varaneyðarbíll slökkviliðs- ins var sendur frá slökkvistöð- inni við Tunguháls að húsi við Hraunbæ vegna konu sem þurfti að komast strax á fæð- ingardeild. Guðmundur Hall- dórsson slökkviliðsmaður segir að þá þegar hafi verið orðið stutt á milli hríða og aðeins tvær mínútur þegar þeir komu á staðinn. Hann segir að sést hafi í kollinn á stúlkubarni þegar ekið var niður Ártúns- brekkuna og fæðingunni lokið á Barónsstíg, fyrir utan fæð- ingardeildina. Þá var læknir af hinum neyðarbíl slökkviliðs- ins kominn til liðs við slökkvi- liðsmennina. Flutti inn 30 grömm af kókaíni TUTTUGU og fimm ára karl- maður hefur viðurkennt inn- flutning á 30 grömmum af kókaíni, sem hann keypti í Bandaríkjunum og lét senda sér í pósti. Maðurinn hefur ekki komið við sögu fíkniefna- lögreglunnar áður. Rannsóknardeild tollgæsl- unnar fann kókaínið í hrað- sendingu, sem kom til landsins þann 24. janúar sl. Sendingin var látin fara sína leið, en fíkniefnalögreglan sat um manninn þegar hann tók við henni. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa farið til Banda- ríkjanna skömmu áður, keypt efnið og látið senda sér það. Ekið á barn í Hnífsdal DRENGUR varð fyrir bíl í Hnífsdal í gærkvöldi. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Atvikið átti sér stað við verslunina Vöruval um klukk- an átta í gærkvöldi. Drengur- inn gekk út á götuna fyrir aftan bíl og varð þar fyrir öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.