Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR7.FEBRÚAR1996 35 FRETTIR 4 i 4 4 4 ] Þorraganga í Rauðarárvík Á miðvikudagskvöldið í 15. viku vetrar, 7. febrúar, fer HGH frá Hafnarhúsinu kl. 20 í stutta gönguferð eftir strandstígnum inn undir Rauðarárvík og til baka. Við upphaf göngunnar verður farið í heimsókn í ís- landsmarkað og kynnst því hvernig fiskuppboð fer fram og hvernig nýja Boðakerfið virkar. í lok göngunnar býður HGH göngufólkinu að taka upp nesti sitt (gjarnan þorra- mat) í Hafnarhúsinu. Unnur Sveinsdóttir kynnir þar ýmsa síldarrétti og Þórður kemur með nikkuna. Allir velkomnir. ¦ FATASÖFNUN hefur verið átaksverkefni Rauða, kross íslands annað hvert ár og hefur þá safnast mikið af góðum og hlýjum fatnaði. Fötin hafa verið send til pökk- unar í Danmörku, en nú er komin fatapökkunarstöð. á Akranesi. Til að söfnun verði jafnari yfir árið og hægt sé að losna við föt hyenær sem er hafa deildir RKÍ í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi komið upp söfn- unarkössum í verslanamið- stöðinni Garðatorgi í Garðabæ og í Fjarðarkaup- um við Hólshraun í Hafnar- firði. Trefjar hf. framleiddu þessa kassa. ¦ Starfsmannafélag Bún- aðarbanka íslands er 60 ára í dag. Félagið var stofnað 7. febrúar 1936 og fyrsti for- maður þess var Haukur Þor- leifsson, og voru stofnendur 16 'talsins. Öflugt félagsstarf hefur verið í félaginu í gegnum árin og ýmsar nefndir í gangi ár hvert. Félagsmenn _eru nú tæplega 580 talsins. Núver- andi formaður er Helga Thor- oddsen. Afgreiðslustaðir bankans verða af þessu tilefni með hátíðarbrag á afmælisdaginn og viðskiptavinum boðið í kaffi og kökur og starfsmenn munu leggja sig fram um að kynna spariáskriftina „Á grænni grein". ¦ A Fundi sínum þann 9. janúar 1996 ákvað Jafnrétt- isráð að skipa eftirtalda aðila í Karlanefnd Jafnréttis- ráðs: Einar Svein Árnason menntamálaráðuneytinu, Hjörleif Sveinbjörnsson fræðslufulltrúa BSRB, Karl Steinar Valsson embætti lög- regluvarðstjóra, Sigurð Snævarr Þjóðhagsstofnun og Sigurð Svavarsson fram- kvæmdastjóra Máls og menn- ingar. Hlutverk Karlanefndar Jafnréttisráðs er að virkja karla í jafnréttisumræðunni og vinnunni að jafnrétti kynja. ¦ Haldinn verður opinn fræðslufundur um fíkni- efnavandann í Hótel Sel- fossi í kvöld 7. febrúar. Fund- inum er ætlað að varpa ljósi á það ástand sem skapast hefur í fíkniefnamálum á ís- landi undanfarið og málefni sem því tengjast. Framsögu- menn verða fimm og að lokn- um erindum verða pallborðs- umræður. Það er Hersir f.u. sjálfstæðismanna sem heldur fundinn. Kristniboðssam- komur í Hafnarfirði FJÓRAR kristniboðssamkomur verða haldnar í Hafnarfírði á næstunni, sú fyrsta fimmtudaginn 8. febrúar í Hafnarfjarðarkirkju en hinar þrjár 9.-11. febrúar í húsi KFUM og K við Hverfisgötu. Þær hefjast allar kl. 20.30. Starf íslendinga í Eþíópíu og Kenýu verður kynnt í máli og myndum. Einnig verður kórsöng- ur, einsöngur og mikill almennur söngur og hugvekja flutt í lok hverrar samkomu. Á samkomunni í Hafnarfjarðar- kirkju mun kirkjukórinn syngja undir stjórn Ólafs W. Finnssonar. Skúli Svavarsson segir frá kristni- boði og sýnir litskyggnur frá Afr- íku og sr. Ólafur Jóhannsson, prestur í Laugarneskirkju, flytur hugleiðingu. Málefni kristniboðs- ins hafa vérið kynnt að undan- förnu í öllum söfnuðum Kjalarnes- prófastsdæmis og hafa m.a. ferm- ingarböm safnað peningum til ákveðinna verkefna á kristni- boðsakrinum, auk annars styrks frá prófastsdæminu. Fra föstudegi til sunnudags verða síðan samkomur í húsi KFUM og K sem fyrr segir. Þá syngja þær einsöng Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Helga Magnús- dóttir og Ólöf Magnúsdóttir en aðrir sem sjá um dagskráratriði eru Friðrik Hilmarsson og kristni- boðarnir Birna G. Jónsdóttir, Guð- laugur Gíslason, Valdís Magnús- dóttir, Kjartan Jónsson og Jónas Þórisson. Nú eru tíu íslendingar kristni- boðar að störfum á ýmsum stöðum í Eþíópíu og einn í Kenýu. Áætlað er að Kristniboðssambandið þurfi um 18 milljónir króna til starfsins á þessu ári. Þyrnirós gefin út á myndbandi SAMMYNDBÖND hafa gefið út á myndbandi sígilda meistaraverkið Þyrnirós eða „Slepping Beauty". Þetta er sennilega eitt þekktasta ævintýri allra tíma. Myndin var gerð árið 1959 og er talið að með henni hafi Walt Disney endanlega sannað það fyrir sjálfum sér og heiminum að hjá fyrirtæki hans störfuðu færustu teiknarar og sögumenn sem völvar á en meira en þrjú hundruð manns unnu að gerð myndarinnar, segir í fréttatil- kynningu. Eins og flestir vita fjallar mynd- in um Þyrnirós sem stingur sig á snældu. Til að forðast svefninn ævilanga þarf prinsinn að kyssa hana. Þar stendur þó hið illa fyrir en álfkonurnar þrjár sprenghlægi- legu hjálpa Þyrnirós úr ógöngum hennar. Tónlistin er fengin að láni úr tónsmíðum Tsjaíkovskíjs. ¦ SIGRÍÐUR Björnsdóttir held- ur námskeiðið Inngangur að myndþerapíu um miðjan febrúar. Námskeiðið er haldið á kvðldin, einu sinni í viku, í 10 vikur og er aðallega ætlað kennurum, þroska- þjálfum, hjúkrunarfræðingum, sál- fræðingum og ððru fagfólki í kennslu-, uppeldis-, félags- og heil- brigðisþjónustu. Markmiðið með námskeiðinu er að kynna starfs- greinina fyrir þátttakendum í gegnum þeirra eigin reynslu og upplifun þar sem gefinn er kostur á að æfa sig í hinum ýmsu þáttum myndaþerapíunnar, s.s. að tjá sig í gegnum eigið myndferli, að miðla og deila innri og ytri upplifunum, að taka gagnkvæman þátt í hóp- umræðum, að búa til sjálfsprottnar myndir, að nota hugmyndaflug, að örva skapandi hugsun og inn- sæi. Kennari er Sigríður Björns- dóttir, löggiltur félagi í „The Brit- ish Association af Art Therapists" (BAAT). Morgunblaðið/Einar S. Einarsson Loksins skíðafæri BÖRNIN kunna vel að meta snjó- inn sem fallið hefur í höfuðborg- inni undanfarið. I Grafarvogi hefur verið sett upp skíðalyfta líkt og víðar í Reykjavík og var hún mikið notuð í gær. Til fjalla er að verða gott skíðafæri. Reyndar var lokað í Bláfjöllum í gær, en það var ekki vegna snjóleysis heldur vegna hvassra éh'a. Mjöllin er laus og fýkur um leið og vind hreyfir ogþá er hætt við ófærð á veginum. í Skálafelli og á Hengilssvæðinu eru horfur á að skíðalyftur verið opnaðar á allra næstu dögum. Hópmeð- ferð fyrir spilafíkla BANDARÍSKUR ráðgjafi fyrir spilafíkla, Howard Cornbleth að nafni, verður með fjögurra daga hópmeðferð fyrir spilafíkla í göngu- deild SÁÁ á næstunni. Fyrsti fundurinn verður í dag, miðvikudaginn 7. febrúar, og stendur frá kl. 17 til 19. Því næst verður fundur á fimmtudaginn og síðan verða tveir fundir í næstu viku. Allir þeir sem telja sig eiga við vanda að stríða vegna spilaár- áttu eru velkomnir á þessa fundi. Howard Cornbleth starfar sem ráðgjafi í sérstakri deild fyrir spila- sjuka í Charter-sjúkrahúsinu í Las Vegas. Hann er kominn hingað til lands á vegum SÁÁ til að miðla fagfólki af þekkingu sinni á spila-. fíkn og veita spilasjúkum ráðgjöf, jafnt með einkaviðtölum og hóp- meðferð. Cornbleth hefur 17 ára reynslu að baki sem ráðgjafi spila- fíkla. Þar á undan var hann hinum megin við borðið, var haldinn spila- fíkn árum saman og starfaði yið ýmis spilavíti í Las Vegas, þar á meðal sem gjafari. ? ? ? Tónleikar á Kringlu- kránni í KVÖLD leikur djasstríð Eddu Borg á Kringlukránni. Tríóið skipa,. auk Eddu Borg, sem syngur þeir Björn Thoroddsen á gítar og Bjarni Sveinbjörnsson á kontrabassa. Tríóið leikur eigin útsetningar á lögum eftir Gershwin, Ellington, Monk, Rodgers/Hart, og fleiri. Leikurinn hefst um tíuleytið. Fræðslurit um geðsjúkdóma KOMIÐ er út fræðsluritið Kvíði eftir Lárus Helga- son yfirlækni á geðdeild Landspít- alans. Fræðsluritið er það þriðja, sem Delta hf. lætur skrifa og gefa út í röð fræðslurita fyr- ir almenning um geðsjúkdóma. Það fyrsta, Þunglyndi, kom út árið 1991 og ári síðar kom út ritið Geðklofi. Lárus Helgason er höfundur allra þriggja fræðsluritanna. Fræðsluritin hafa undirtitilinn Leiðbeiningar fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þau eru framlag Delta hf. til almenningsfræðslu um geðræna sjúkdóma og sjúkdóm- seinkenni. Þeim er m.a. ætlað að útskýra sjúkdómana, styðja við bakið á sjúklingum og auka skiln- ing aðstandenda og vina. Einnig að draga úr þeim fordómum, sem því miður má enn oft finna í garð þeirra, sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða. Á alþýðlegu máli er dregin upp mynd af einkennum sjúkdómanna, fjallað um orsakir og meðferðarúrræði. í fræðslurit- unum er einnig að fmna leiðbein- ingar til þeirra, sem þjást af kvíða, fælni og þunglyndi, segir í fréttatil- kynningu. Útgefandi fræðsluritanna er Delta hf. og liggja þau frammi fyrir almenning í apótekunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.