Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Friðsamir frelsarar Indversk jainlist er nú sýnd í V&A safninu -----------------------------^------------------------------------------------------- í Lundúnum. Arni Matthíasson kynnti sér hvað væri verið að sýna og hvað jaintrú væri. AVICTORIA and Albert safn- inu í Lundúnum stendur nú fróðleg sýning á ind- verskum listmunum sem tengjast jaintrú, en það er ævaforn átrúnað- ur, um margt skyldur hindúasið og búddatrú, sem leggur umfram allt áherslu á friðsamt líferni og hrein- lífi ýmiskonar. Sýningunni er skipt niður í deildir eftir viðfangi, til að gefa sem heillegasta mynd af trúnni, sem er vel virk í dág með um sex milljón áhangendur. Hringrás fæðingar, dauða og endurholdgunar Jaintrú er ein þriggja helstu trú- arbragða Indlands fornaldar, en hín eru búddatrú og hindúatrú. Líkt og tvö þau síðari trúarbrögðin trúa þeir sem játa jaintrú á hringrás fæðingar, dauða og endurholdgun- ar. Jaintrú felur í sér leið til að frelsast frá þessum hring, en nafn trúarinnar er komið úr orðinu jina, sem þýðir frelsari eða sigurvegari. Þrátt fyrir það eru jaintrúarmenn friðsamir, leggja sér ekki til munns aðrar lífverur utan jurtir og leggja hart að sér til að tryggja að þeir valdi ekki öðrum lífverum skaða. Þannig er alsiða að sjá jaintrúaða í hvítum kuflum með sóp sem þeir beita sífellt á göngu sinni til að tryggja að þeir stígi ekki óafvitandí á skordýr, aukinheldur sem þeir bera slæður fyrir vitun sér til að þeir andi ekki að sér smáverum. 24 fullkomnar verur Jaintrúaðir trúa á 24 fullkomnar verur, jin, sem eru þeim fyrirmynd- ir um hegðun og framkomu og leið- beina þeim. Jin-verurnar eru allar í hávegum, fjórar þó meira metnar en aðrar og á sýningunni mátti víða sjá líkneski þeirra sem þekkja mátti af ýmsum teiknum. Fyrstan er frægan að telja Rishabhanatha, fyrsta jin, sem meðal annars er minnst fyrir að hafa uppgötvað eld- inn. Þá er Neminatha, 22. jina, sem vegsamaður er fyrir andúð sína á ofbeldi, en í jaintrú er hann talinn frændi Krishna og Brahma hindúasið. Parsvanatha, 23. jina, var mikill kennari sem uppi var á áttundu öld fyrir Krist, en myndir af honum eruxauðþekkjanlegar af sjöhöfða nöðru sem gætir hans. Fjórði meðal fremstu jina er Mahavira, samtímamaður Búdda, sem mótaði jaintrú sem svar við stéttaskiptingu Brahmína og fórn- arathafna þess. Nokkrar konur eru meðal jina, en hlutverk þeirra í trúnni er takmarkað. Andúð á ofbeldi Boðendur jaintrúar lögðu og leggja mikla áherslu á andúð á of- beldi og sem dæmi má nefna að áðurnefndur Neminatha, 22. jina, var á leið til brúðkaups síns og prisessu þegar hann heyrði dauða- stunur dýranna sem slátrað var til veislufanga. Hann fylltist viðbjóði á þessu atferii og mannlífinu um leið, hætti við brúðkaupið, gaf allar eigur sínar og gerðist allslaus munkur. MYND frá átjándu öld. Jaintrú hefur haft mikil áhrif á önnur trúarbrögð Indverja og indverskt þjóðfélag almennt. Sem dæmi má nefna að andúð jaintúaðra á ofbeldi hafði mikil LIKNESKI Santinatha frá tólftu öld. áhrif á Mahatma Gandhi, sem beitti aðferðum þeirra í andófi gegn Bret- um með góðum árangri. Munklífi er vel þekkt í indversk- um trúarbrögðum, en jainmunkar skipast í tvo hópa, digambara og svetambara. Þeir fyrrnefndu eiga ekkert og ganga jafnan naktir, en þeir síðarnefndu klæðast hvítu. Ólíktviðhorftillistar Grundvallarmunur er á listsköp- un jaintrúar og vestrænum viðhorf- um til listar. I jaintrú hafa listaverk ákveðnu trúarlegu hlutverki að gegna þótt miklu skipti eðlilega að þau séu augnayndi. Jaintrúaðir gefa lítið fyrir heimsins glys og glingur og stefna allir að því að gefa frá sér eigur sínar og öðlast með því færi á að rjúfa endurholdgunar- hringrásina. Það þarf þó ekki að gerast í þessu lífi og nota má það til undirbúnings og því hefur frá örófí verið mikið um auðuga kaup- menn og höndlara meðal jaintrú- aðra. Þeir hafa sannað trú sína og ástundun með því að gefa fé til lista- verkasmíða eða hofbygginga. Þann- ig hefu'r þorri listaverkanna á Vict- oria and Albert-sýningunni orðið til og þannig eru listaverk að verða til enn þann dag í dag. Víða mátti sjá myndir af gefendunum, sem fengu fyrir vikið að sitja við fótskör einhvers hinna mestu jina. Jain Art from India í Victoria and Albert-safninu er bráðfróðleg sýning og vel þess virði að skoða hana, aukinhðldur sem alltaf er mikið að sjá í safninu, sem reynd- ar er verið að endurnýja um þessar mundir. Sýningin er opin til 18. febrúar. Myndlist á skrifstofu Kvenna- listans Á SKRIFSTOFU Samtaka um Kvennalista hefur verið tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða myndiistarkonum að setja upp verk eftir sig. Gert er ráð fyr- ir að hver sýning standi í u.þ.b. tvo mánuði. Fyrst til að sýna hjá Kvennalistanum er Guðrún Hjartardóttir. Guðrún er fædd árið 1966 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnám í Hollandi. Hún hefur verið bú- sett í Hollandi um nokkurt skeið en er nýlega flutt til ís- lands. Verkið sem hún sýnir er frá árinu 1994 og ber titil- inn „Hlæjandi fígúra" og er mótað í mjúkan leir. Skrifstofa Kvennalistans er á 2. hæð á Laugavegi 17 og er opin milli kl. 14 og 18 alla virka daga nema föstudaga en þá er lokað kl. 17. Franska skáld- sagan Eldur í Kaup- mannahöfn Ekki ástæða til aðgerða VAKA-HELGAFELL, sem á út- gáfurétt á verkum Halldórs Lax- ness, hyggst ekki grípa til að- gerða vegna skáldsögu franska rithöfundarins Gilles Lapouge, Eldur í Kaupmannahöfn, að sögn Péturs Más Ólafssonar að- alritstjóra forlagsins, en eins og fram hefur komið þótti sögu- þráður verksins nokkuð líkur söguþræði íslandsklukku Nóbelsskáldsins. „Eftir að fréttir af útgáfu bókarinnar bárust þótti okkur ástæða til að fara yfir málið og fengum hlutlausa aðila í Frakk- landi til að lesa yf ir bækurnar og bera þær saman. Niðurstaðan varð sú að ekki þætti ástæða til aðgerða enda var ekkert tekið beinlínis upp úr íslandsklukk- unni og því ekki hægt að flokka neitt undir stuld. Rithöfundarn- ir skrifa um sama efnið en hvor með sínu skáldaleyfinu," segir Pétur Már og bætir við að mál- inu sé þar með lokið af hálfu Vöku-Helgafells. SANDOR Perjesi er einkum þekktur fyrir það að vera fyrstur skandinavískra listamanna til að velja sér það viðfangsefni að líta á bílinn út frá listrænu sjónarhorni. Fyrirlestur um þrívíddarf orm DANSKI myndhöggvarinn og hönnuðurinn Sandor Perjesi heldur fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 og fjallar hann um þrívíddarform. Sandor er fæddur 1940 og út- skrifaðist frá Listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1969 sem mynd- höggvari og myndlistarkennari. Hann hefur haldið fjöldann allan af fyrirlestrum um list og hönnun aðallega við listaháskóla víða um heim. Hann er einkum þekktur fyrir það að vera fyrstur skandinavískra listamanna til að velja sér það við- fangsefni að líta á bílinn út frá list- rænu sjónarhorni. Allir velkomnir og aðgangur eí ókeypis. Gilles Lapouge hefði átt að þakka Laxness Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FRANSKI rithöfundurinn Gilles Lapougefsem nýlega sendi frá sér skáldsögu er um margt líkist ís- landsklukku Halldórs Laxness, hefði átti að þakka Laxness inn- blásturinn, segir-Regis Boyer, pró- fessor við Sorbonne-háskóla, í sam- tali við Morgunblaðið. Boyer segir bókina vissulega fara nálægt bók Laxness, en hún sé líka skrifuð af mikilli ást á viðfangsefninu og gefi ekki tilefni til að hófðað sé mál vegna ritstuldar, auk þess sem hún veki athygli Frakka á íslandi. Regis Boyer þýddi á sínum tíma íslandsklukku Laxness á frönsku " og þekkir verkið því vel. Hann seg- ir bók Lapouge, Lincendie de Co- penhague undir greinilegum áhrif- um frá Laxness og mjög markaða þeirri bók, svo ekki sé meira sagt. Að sínu áliti hefði Lapouge átt að gera tvennt. Annars vegar að geta bókar Laxness sem áhrifavalds og hins vegar að fá leiðbeiningu kunn- ugra manna um íslensk nöfn, því þar mori allt í villum. Boyer þekkir Lapouge vel, því þeir hafa verið með útvarpsþætti saman, en segist ekki hafa hitt hann síðan bókin kom út og viti því ekki hvað Lapouge sjálfur hafi um áhrif Laxness að segja. Að sögn Boyer er Lapouge mikill áhugamað- ur um íslensk málefni og enginn þurfi að efast um ást hans á við- fangsefninu. Þessi afstaða hans endurspeglist mjög í bókinríi og því sé bókin ávinningur fyrir ísland, þar sem hún kynni ísland og ís- lenskar bókmenntir. Boyer segir því bókina ekki gefa ástæðu til dóms- máls, en vissulega ætti höfundurinn að þakka Laxness og úr því sé hægt að bæta í næstu prentun. Að sögn Boyer er erfitt að kynna ísland og íslenska menningu í Frakklandi, því erfitt sé að vekja áhuga Frakka á þessu. Bókin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út og þar sem hún kynni ísland og íslenskar bókmenntir vel sé ávinn- ingur að henni. Eins og fram kem- ur hér að ofan þykir ekki tilefni til að höfða mál á hendur höfundinum fyrir ritstuld og þá ákvörðun styður Boyer eindregið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.