Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 41 FOLKI FRETTUM Húner vinsæl og veitafþví ) i NAOMI Campbell hefur aldr- ei haft áhyggjúr af ankakíló- um. Blaðamaður Arena-tíma- ritsins tók viðtal við liana á veitingastáð og hún pantaði sér t vær samlokur, aðra með avakadó og l'leski og hina með pylsum. Þar að auki fékk liún sér bananaeftirrétt. „Eg get ekki hætt að borða," segir hún. „Ég borða svona [mikið] á hverjum degi." Hún segist aldrei hafa þurft að hafa áhyggjur af vextinum. >,Ég borða þegar ég vil," seg- ir hi'm og bætir við að híin hafi ekki einu sinni stundað líkamsrækt, fyrr en nýlega, þegar hún uppgötvaði box. Þá íþrótt stundar hiin nú í einn og hálfan klukkutíma dag hvern. Naomi er 25 ára og hefur verið kölluð „erfiðasta" fyrirsæta heims. Að sögn setti liún eitt sinn það skil- yrði fyrir að taka þátt í tísku- sýningum í Mílanó að hún fengi herbergi á troðfullu Four Rooms-hótelinu. Sögu- sagnir herma að híin vilji ekki koma fram á tískusýn- ingum með öðrum þeldökk- um fyrirsætum. Hún er þekkt fyrir að nota orðbragð sem myndi koma sjómönnum í opna skjöldu og sagt er að skapsveiflur hennar séu ofsalegar. John Casablancas, formaður Elite, sagði eftir- farandi eftir að hafa rekið hana: „Engin peningaupp- hæð eða virðing gætu rétt- lætt það andlega ofbeldi sem ln'in hefur beitt starfslið okk- ar og viðskiptavini." Nokkr- um mánuðum síðar var hún ráðin aftur. Samband Naomi og bassa- leikara hljómsveitarinnar U2, Adams Claytons, vakti mikla athygli á sínum tíma. Hún hefur einnig verið orðuð við Mike Tyson og Robert De Niro. Nú er hún með ít- ölskum leikara að nafni Gianni, en vill ekki segja hveil ættarnafn hans er. „Hann er frábær og ég elska hann." Híin segir þó að þau hyggi ekki á brúðkaup í ná- inni framtíð, en híni sé „mjög hamingjusöm." Naomi er ein vinsælasta fyrirsæta nútímans og híin veit af fegurð sinni. „Það er alltaf verið að segja að líkami minn sé fullkominn. Ég er ekki með stór brjóst og ekki breiðar mjaðmir. Ég virðist passa í hvaða búning sem er." FYRIR ALLAR TEIKNISTOFUR Margar stærðir og gerðir. A-0, A-1, A-2. Mjög gott verð. LEITIÐ UPPLÝSINGA UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SÍMI564 4711 'FAX 564 4725 Mannaveiðar (Manhunter). Sannar sögur um heimsins hættulegustu glæpamenn. " kvöld kl. 22:05. Æ S T 0 O 3 0 0 h tl • S I M I Í33SBJ1 Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld, sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts, og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg og eru nú fr. frankar 1.400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1996 til 31. júlí 1997. Umsóknir skal stíla til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu, hjá Jóni Björnssyni framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í upplýsingum á 1. hæð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 10. mars 1996. Stjómarnefnd Kjarvalsstofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.