Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 28
'28 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐÍÐ Meðal annarra orða íslenskt • A sjonvarp Alvarlegast er erlenda áreitið hjá sjón- varpinu, segir Njörður P. Njarðvík, sem áréttar, að grundvöllur íslenzks sjónvarps sé íslenzk dagskrá. ÞAÐ er ekki algengt hér á landi að menn segi af sér og fórni stöðu og starfi fyrir sann- færingu. En það hefur nú gerst fyrir opnum tjöldum svo að at- hygli vekur. Sveinbjörn I. Bald- vinsson, dagskrárstjóri innlendr- ar dagskrárgerðar hjá sjónvarps- deild Ríkisútvarpsins, hefur sagt upp starfi sínu með bréfi til fram- kvæmdastjóra sjónvarps, af því að hann telur svo þrengt að inn- lendri dagskrárgerð, að hann geti ekki lengur lagt nafn sitt við það smáræði sem þar er unnt að gera. Ég vil óska Sveinbirni til hamingju með heilindi hans og það hugrekki sem þarf til að fylgja sannfæringu sinni. Sofandi risi í uppsagnarbréfi sínu segir Sveinbjörn, að hann hafi hugleitt uppsögn um alllangt skeið, en kornið sem fyllti mælinn hafi verið sú ákvörðun útvarpsráðs að hafa að engu rökstudda til- lögu hans um „að hætta við þátt- töku í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1996 til að mætá að hluta þeim stórfellda niðurskurði sem fyrirsjáanlegur er á innlendri dagskrá Sjónvarps- ins í haust". Telur hann að í ákvörðun útvarpsráðs felist bæði vanvirðing við störf hans og greinilegt vantraust, þar eð rök hans og upplýsingar voru að engu höfð. Sveinbjörn segir, að þegar hann hóf störf hjá sjónvarpinu hafi hann lýst því yfir, „að tvö skref yrði að stíga ef Sjónvarpið ætlaði að halda stöðu sinni gagn- vart eigendum sínum, íslensku þjóðinni. Annars vegar að auka tengsl dagskrárinnar við daglegt líf í landinu, með því að gera þá innlendu sýnilegri og fyrirferðar- meiri, en hins vegar að hefja reglubundna framleiðslu á leiknu efni. Ég sagði ennfremur að það væri ekki nóg að stíga bara ann- að skrefið og þurfa svo að hopa á ný til að stíga í hinn fótinn. Sú hefur þó einmitt orðið raun- in". Og síðar í bréfinu segir Svein- björn: „Ég hef ritað allmörg og löng bréf, þess efnis að vekja upp umræðu um ýmis stórmál sem lúta að markmiðum, stefnu °S. forgangsröðun í starfsemi RÚV, en skemmst er frá þyí að segja að árangur af því er eng- inn. Er sárt til þess að vita að meðan heimurinn allur er á fleygiferð inn í nýja öld, skuli Ríkisútvarpið ekki einu sinni velta því fyrir sér hvernig það eigi að bregðast við. Ég tel nú fullreynt af minni hálfu að vekja þann öfluga en sofandi risa sem mér finnst Ríkisútvarpið vera og læt öðrum eftir að reyna." Og hann bætir við, að sér finnist ekki freistandi að fá sér blund við hlið trölla, „og því best að koma sér áður en syfjan sækir að". Alvarlegt mál í þessu uppsagnarbréfi er yfir- stjórn Ríkisútvarpsins borin þungum sökum, svo þungum að óhjákvæmilegt er að þær séu teknar til alvarlegrar umræðu. Menntamálaráðherra, sem er æðsti yfirmaður stofnunarinnar, hlýtur að láta þetta mál til sín taka, þar sem stjórnandi inn- lendrar dagskrárgerðar, þýðing- armesta þáttar sjónvarpsins, segir í raun að stofnunin sé líkt og stefnulaust rekald. Og mér er kunnugt um, að það er ekki aðeins Sveinbjörn I. Baldvinsson sem er óánægður með stefnu- leysi yfirstjórnar RÚV, sú sama óánægja er einnig meðal dag- skrárgerðarfólks útvarpsins. Sannast að segja er þetta svo alvarlegt mál, að það snertir þjóðina alla og íslenska menn- ingu. Lögum samkvæmt hefur Ríkisútvarpið sérstökum skyld- um að gegna við íslenska menh- ingu, og ef það sinnir þeim skyld- um slælega, táknar það í raun verulegt áfall fyrir íslenska menningu. Eg hef oft áður sagt, að Ríkisútvarpið er (eða nú ætti kannski að segja getur verið) stærsta leikhús þjóðarinnar, stærsti tónleikasalur, stærsti sýningarsalur myndlistar, stærsti fyrirlestrarsalur. Mögu- leikar Ríkisútvarpsins eru tak- markalitlir, og það getur verið og á að vera í menningarlegu forystuhlutverki. En fólk kemur ekki í stærstu sali landsins, nema þar sé áhugavert efni í boði, borið fram af metnaði, kunnáttu og getu. Og á það skortir tilfinn- anlega. Alvarlegast er ástandið án efa í dagskrá sjónvarpsins. Ekki síst vegna þess að erlent áreiti er þar sífellt meira. í Reykjavík eru þrjár aðrar sjónvarpsstöðvar sem ausa yfir okkur amerísku afþrey- ingar- og ofbeldisefni. Og grund- völlur íslensks sjónvarps er ís- lensk dagskrá. Það verður aldrei of ^ oft sagt, þótt stjórnendum RÚV virðist ganga illa að skilja það, að RÚV á ekki að elta einka- stöðvarnar í afþreyingu. RÚV á tilverurétt sinn undir því að sjón- varp þess sé þvert á móti óðru- vísi. Sýni okkur íslenskan veru- íeika til að efla sjálfsvitund okk- ar. Hana sækjum við ekki til Hollywood. En sá sem ekki hefur metnað né sjálfsvirðingu, kemur engu til leiðar. Ríkisútvarpið hefur misst stöðu sína sem sameiningartákn þjóðarinnar og íslenskrar menn- ingar. Og hana þarf Ríkisútvarp- ið að endurheimta. Stjórnendur verða að vita hvað þeir vilja. Hvað ætla þeir sér með stofnun sinni? Við því hefur ekki fengist viðunandi svar. Og hér sannast sem oftar, að stjórnendur fjölm- iðils, sem er tæknilega í örri þró- un, mega ekki vera æviráðnir. Og allra síst ef þeir með stefnu- leysi sínu hrekja burt það starfs- fólk sem býr yfir áræði, metnaði og Iöngun til að gegna starfi sínu með sóma. Höfundur er prðfessor í íslensk- um bókmenníum við Háskóla íslands og fyrrverandi formað- ur útvarpsráðs. MINNINGAR SOLEY CHRISTENSEN + Sóley Christen- sen frá Reyni- felli í Vestmanna- eyjum fæddist 4. mars 1917, en heim- ili hennar var að Rude Vang 59 í Holte við Kaup- mannahöfn. Hún lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöf n 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Gunn- arsdóttir, f. 13. febr- úar 1880, d. 1947, og Þorbjörn Arn- björnsson, f. 6. október 1886, d. 1979. Systkini Sóleyjar voru í aldursröð: Arnmundur, f. 1908, d. 1910, Guðsteinn, f. 6. sept. 1910, d. 14. feb. 1995, Guðrún, f. 20. júní 1912, Elísabet, f. 1913, d. sama ár. Elísabet, f. 1915, d. 1937, Jóna, f. 1919, d. 1950, Arn- mundur, f. 18. april 1922, Sigríður, f. 17. júlí 1926. Eiginmaður Sól- eyjar var Poul Christensen, f. 16. október 1912, d. í júní 1994. Börn þeirra hjóna eru Arne Thorbjörn, f. 25. apríl 1939 og á hann fjögur börn, og Jetta, f. 29. mars 1942 og á hún tvö börn. Þau systkini eru bæði búsett í Kaupmannahöfn. Útför Sóleyjar fór fram í Kaup- mannahöfn í gær. LATIN er í Kaupmannahöfn heið- urskonan Sóley Christensen. Sóley fæddist og ólst upp í Vestmannaeyj- um. Hún var dóttir Margrétar Gunnarsdóttur og Þorbjörns Arn- björnssonar. Æskuheimili Sóleyjar var á Reynifelli í Vestmannaeyjum. Þar óx hún upp við leiki og störf ásamt systkinum sínum. Sóley fór ung til Kaupmanna- hafnar, en þangað höfðu tvær syst- ur hennar farið til náms. Dvölin í Kaupmannahöfn varð lengri en áætlað var í fyrstu. Þar hitti hún Poul Christensen, sem síðar varð maður hennar og bjuggu þau allan sinn búskap þar, síðustu árin í Holte í nágrenni Kaupmannahafn- ar. Sóley var úti öll stríðsárin og kom í sína fyrstu heimsókn til Eyja eftir stríð með fjölskylduna sína, en tveir nýir fjölskyldumeðlimir höfðu bæst við. Bæði börn þeirra voru þá fædd. Eftir þetta komu þau oft til íslands og héldu góðum tengslum bæði við land og fólk. Þegar ég var að alast upp heyrði ég.mikið talað um Sóleyju frænku í Danmörku. Pabbi fór og heimsótti systur sína og var óþreytandi að segja okkur sögur af því. Síðar fékk ég að kynnast sjálf þessari fj'öl- skyldu Sóleyjar þegar ég dvaldi við störf í Danmörku. Þá kynntist ég þessu heimili sem var mikið menn- ingarheimili. Á heimili Sóleyjar voru íslending- ar ávallt velkomnir og þeir eru ófá- ir sem nutu gestrisni þeirra hjóna gegnum árin. Á árum áður var mikið um það að fólk þyrfti að leggj- ast á sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Æði oft var haft samband við Sól- eyju og hún leysti málin, hvort sem það var að heimsækja fólk á sjúkra- húsið eða hafa ættingja þess á heimili sínu. Það er varla hægt að nefna Sóleyju án þess að nefna Poul mann hennar. Hann var ein- stakur maður. Á hans heimili voru allir velkomnir. Poul var einstaklega gestrisinn og skemmtilegur. Hann tók sig til og lærði íslensku til að geta rætt við íslensku gestina á þeirra eigin máli. Stór hópur frænd- systkina Sóleyjar dvaldi oft hjá þeim hjónum þegar leiðin lá til Danmerkur, hvort sem var við nám eða störf. Þau hjónin bjuggu í rað- húsi í úthverfi Kaupmannahafnar með fallegum garði, þar sem var yndislegt að dvelja og þaðan eigum við margar góðar minningar. Eftir að við Siggi gengum í það heilaga fórum við í okkar fyrstu utanlandsferð saman til þeirra hjóna í Holte. Við fórum þangað oft á sumrin, skrifuðum og sögð- umst vera á leiðinni. Fengum þá bréf um hæl að herbergi 101 væri tilbúið eins og Poul kallaði gesta- herbergið hjá þeim. Við áttum margar góðar stundir hjá þeim hjónum í Holte, þar sem spjallað var um ísland og alltaf voru taug- arnar sterkar til gamla landsins. Sóley var alltaf sannur Vestmanna- eyingur og íslendingur þótt hún dveldi mestán hluta ævi sinnar á erlendri grundu og talaði dönsku eins og innfæddur Dani. Poul fræddi okkur um hvað helst væri að sjá og heyra í Danmörku og var óþreytandi að sýna okkur það helsta í menningu og listum. Ekkert kynslóðabil var á þessu heimili. Allir fundu sig heima þar. Fyrst fóru systkini Sóleyjar og heimsóttu hana, síðan þeirra börn og barnabörn. Við alla voru þau hjón eins og boðin og búin til að taka á móti og sinna óskum hvers og eins. Sóley hefur átt við heilsubrest að stríða síðustu árin. Poul annað- ist hana af mikilli alúð, þar til hann lést fyrir tveimur árum. Síðan þá dvaldist Sóley á sjúkrahúsi og and- aðist þar í janúarlok. Það er skarð fyrir skildi þegar þessi heiðurshjón eru horfin og Kaupmannahöfn er ekki sú sama í okkar augum eftir fráfall þeirra. Það var mannbætandi að dvelja hjá þeim og mannlífið væri auðugra ef það ætti fleiri slíka. Við hjónin kveðjum Sóleyju með þakklæti fyrir alít sem hún var okkur og okkar fjölskyldu. Við vott- um börnum hennar og öðrum ætt- ingjum okkar dýpstu samúð. Asta Arnmundsdóttir, Sigurður Jónsson. BRYNDIS EINARSDÓTTIR + Bryndís Ein- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. ágúst 1926. Hún lést í Reykjavík 27. janúar síðastliðinn og fór útför^henn- ar fram frá Arbæj- arkirkju 6. febr- Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir Íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Margs er að minnast, þegar kær vinkona er kvödd. Okkar kynni hófust á ung- lingsárum og urðu strax að mikilli vináttu, sem aldrei bar skugga á í meira en hálfa öld. Síðan liðu árin, heimili voru stofnuð, börnin komu til sögunnar og alítaf var mikill samgangur. Árið 1963 fór- um við nöfnurnar saman í vikuferð til London og var það í fyrsta skipti, sem við tókum okkur frí frá heimiíisstörfunum. Oft höfum við talað um, hve þessi ferð var frá- bær. Eins voru skemmtileg ferða- lög innanlands, dvalið í sumarbú- stöðum við Álftavatn, austur á Rangárvöllum og víðar. . Fyrir 12 árum datt okkur 4 vin- konum í hug að fara á bridsnám- skeið, sem varð til þess að við stofnuðum brids-klúbb og höfum við spilað vikulega öll þessi ár, allt- af þegar færi gafst. Hefur þetta veitt okk- ur" öllum ómælda ánægju og höfum við oft sagt, bæði í gamni og alvöru, að þetta væri skemmtilegasti spilaklúbbur landsins. Nú er stórt skarð höggvið í hópinn, þeg- ar við kveðjum Bryn- dísi. Hún, sem und- anfarin ár hefur strítt á móti svo þungum sjúkdómi, mætti allt- af, prúð og æðrulaus. Alltaf gaf hún gleði og kærleika til okkar. Það var svo sérstakt að koma inn á heimili þeirra hjónanna, því allt bauð mann velkominn. Hún ræktaði heimili sitt, fjölskyldu, garðinn og vini sína með sinni hógværu vand- virkni, sem henni einni var lagin. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (P. Árdal.) Við vottum Stefáni, Einari, Pétri, Þórunni og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúð. Bryndís, Marta, Guðrún. Að Bryndísi Einarsdóttur geng- inni eru veröldin og samtíðin stór- um fátæklegri. Það er meira en hálf öld, sem við höfum þekkst og aldrei hefur skugga borið á þau kynni. Erfitt er að hugsa til, að allt verður í þátíð, sem áður þótti óhugsandi nema í nútíð. En þetta eru víst leiðarlok okkar allra. Hún bar af frá unga aldri til æviloka, sama hvar og hvernig á var litið; fallegt barn, skínandi stjarna í uppvexti, fyrirmyndar móðir og afburða húsfreyja, gestrisin og góð hvort sem styðja átti ættingja eða aðra vini. Verkin hennar tala í heimili hennar og fjölskyldu. Þegar litið er yfir farinn veg og íhugað, hvað það var utan fríðleiks og fallegs umbúnaðar, sem var svo eftirtektarvert í fasi hennar, þá var það sú tignarlega ró er ríkti í henn- ar persónuleika. Þetta var óvenjulegt í leikjum barna og má segja meðal stall- systra, og skal þess þá einnig get- ið að rangsleitni og undirferli voru ekki hennar vopn, enda áreiðan- lega hvergi til í hennar skapgerð. Hún gat svo vel gefið af sér gleði með öllum sínum dyggðum - og gerði. Drenglyndi og heilindi voru hennar aðalsmerki; hún var drengur góður. Síðustu árin átti hún við hrak- andi heilsu að stríða. Það hlut- skipti tókst hún á við eins og ann- að, með reisn. Og af því að hún átti hvorki vanda né geð til að kvarta, þá brá hún sér á námskeið og hressti upp á bridskunnáttuna „af því að þá þarf nefnilega að hugsa dálítið". Það var og. Kunnugir hafa sagt, að hún hafi mætt alltaf er heilsan leyfði og reyndar oftar og verið mjög snjöll, eins og í svo mörgu öðru, alít sem hún snerti var til prýði. Guð styðji fjölskylduna. Blessuð veri minning elsku Dídí. Margrét Thors, Erla Tryggvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.