Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR7.FEBRÚAR1996 MORGUNBLAÐIÐ ¦k M®t$mnWmHb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RIKISREKIN APÓTEK INNAN tíðar verður frjálsræði aukið í lyfjasölu. Það mun leiða til aukinnar samkeppni á milli lyfjabúða og von- andi lægra lyfjaverðs. Núverandi fyrirkomulag á Jyfjasölu hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. í stórum dráttum byggist það á því, að tiltölulega fámennur hópur sérmennt- aðra manna hefur leyfi til að reka apótek. Nýir aðilar kom- ast inn í þetta kerfi, þegar þeir sem fyrir eru hætta sökum aldurs. Að sumu leyti má segja, að leyfi til þess að reka lyfjabúð á íslandi hafi áratugum saman verið takmörkuð auðlind og að selja hefði átt aðgang að henni háu verði alveg með sama hætti og það er fáránlegt að úthluta tak- mörkuðum fjölda sjónvarpsrása fyrir ekki neitt. Á þessu er að verða breyting að því er lyfjabúðir varðar. Þótt ákveðnir fyrirvarar séu í nýjum lögum er ljóst, að frelsi og samkeppni er að hefja innreið sína í rekstur lyfjabúða og er það vel. Það var hins vegar áreiðanlega ekki tilgang- ur og markmið löggjafans með þessum breytingum, að umfangsmikill ríkisrekstur yrði tekinn upp á apótekum. Það sýnist þó vera að gerast; í Moi'gunblaðinu sl. sunnudag kom fram, að Sjúkrahús Reykjavíkur ætli að auka sértekjur sínar með sölu á lyfjum. Þessi starfsemi hafi hafizt um áramót. Fyrir einu og hálfu ári var heimild til sölu á lyfjum rýmkuð á Landspítala sem og öðrum sjúkrahúsum. Þessi heimild er takmörkuð við sölu á lyfjum til sjúklinga og göngudeildarsjúklinga. Ekki er hægt að horfa fram hjá því, að rekstur lyfjabúða á spítölum er til hagræðis fyrir sjúklinga. Hins vegar getur það tæpast hafa verið markmið löggjafans, að sjúkrahúsin tækju upp beina samkeppni við lyfsala, sem þau óneitanlega gera með þessari starfsemi. Þessi samkeppni af hálfu opin- berra aðila kemur til á sama tíma og ný og aukin sam- keppni kemur til sögunnar af öðrum ástæðum. Vel má vera, að það sé æskilegt að reka lyfjabúðir innan sjúkrahúsanna. En er þá ekki eðlilegast að gefa þeim apótek- urum, sem nú þegar stunda lyfsölu, eða þeim, sem hyggj- ast hefja lyfsölu á grundvelli nýrra laga, tækifæri til að bjóða í aðstöðuna innan sjúkrahúsanna? Með þeim hætti væri tryggt, að sjúklingar fengju þá þjónustu, sem talið er æskilegt, að þeir njóti en jafnframt komast opinberir aðilar hjá því að hefja lyfsölu, sem tæpast er þeirra verkefni. SPARNAÐUR EÐA TIL- FÆRSLA ÚTGJALDA? STJÓRN Ríkisspítala hefur lagt fram tillögur um sparnað í rekstri á þessu ári og er gert ráð fyrir að ná fram 400 milljóna króna sparnaði. Þetta á að gerast að hluta til með lokun deilda, að hluta með fækkun starfsmanna svo og öðrum aðgerðum. Því ber að fagna, ef Ríkisspítölum tekst að ná fram svo miklum sparnaði í rekstri á þessu ári. Vegna fenginnar reynslu er hins vegar nauðsynlegt, að nánari skýringar komi fram á þessum tillögum og þá fyrst og fremst, hvort í þeim felst raunverulegur sparnaður eða einungis tilfærsla útgjalda. Fyrir skömmu benti Morgunblaðið á, að þær hugmyndir, sem þá voru uppi um að loka Bjargi, sem er samastaður fyrir geðsjúkt fólk, þýddu ekki raunverulegan sparnað held- ur tilfærslu útgjalda innan opinbera kerfisins. Ein tillaga stjórnar Ríkisspítala er sú, að loka öldrunardeild frá 1. apríl nk. til áramóta. Ástæða er til að spyrja, hvað verði um það fólk, sem þar hefur dvalizt um lengri eða skemmri tíma. Er niðurstaðan sú, að það þurfi ekki að vera á öldrun- ardeild? Ef svo er fer ekki á milli mála, að lokunin leiðir til sparnaðar. En verður fólkinu komið fyrir annars staðar og munu útgjöld aukast þar? Það eru spurningar af þessu tagi, sem kalla á svör eftir þá reynslu, sem við höfum haft af sparnaðaraðgerðum í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Ætlunin er einnig að fækka starfsmönnum með því að ráða ekki í þau störf, sein losna. Þetta er aðferð, sem gefst oft vel. Ef þetta er hægt er það vísbending um að annað- hvort hafi verið um yfirmönnun að ræða eða þá að tekizt hafi að ná fram umtalsverðri hagræðingu. Ef niðurstaðan verður hins vegar sú, að kostnaður eykst vegna aukinnar yfirvinnu þeirra, sem eftir eru, hefur tilætlaður árangur ekki náðst. Það er nauðsynlegt að stjórn Ríkisspítala geri grein fyrir því, hvernig þessi mál horfa við henni. Afstaðan til þessara aðgerða hlýtur að byggjast á því, hversu raunhæfar þær eru. UPPSAGIMIR HEILSUGÆSLUU ÞAÐ kom mörgum á óvart þegar 127 heilsugæslu- læknar sögðu upp störfum um síðustu mánaðamót, en þetta eru um 90% allra heilsugæslu- lækna.t-á landinu. Ástæður uppsagn- anna má rekja til óánægju heilsu- gæslulækna með skipulag læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa og einnig kjara- mál. Viðræður um lausn eru hafnar, en óljóst er á hvaða grunni sú lausn verður. Umrasða um verkaskiptingu í heil- brigðiskerfinu er ekki einangruðvvið íslarid. Þetta er alþjóðleg umræða og í mö'rgum löndum hefur hart verið tekist á um þessi mál. í mörg ár hafa læknar tekist á um hver á að vera forgangur heilsugæslunnar fram yfir sérfræðiþjónustu lækna. Heilsugæslulæknar hafa haldið því fram að af hálfu stjórnvalda hafi til margra ára ríkt stefnuleysi í skipulagi læknisþjónustu utan sjúkrahúsa. Sé litið á lög og reglugerðir virðist þessi fullyrðing ekki fá staðist og stefnan sé tiltölulega skýr. í reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu segir í fyrstu grein: „I samræmi við markmið um að tryggja fagleg samskipti milli heilsugæslulækna, heimilislækna og sérfræðinga er gert ráð fyrir því sem meginreglu í reglugerð þessari að samskipti sjúklings og læknis hefjist hjá heilsugæslu- og heimilislækni." I samningi Tryggingastofnunar rík- isins og sérfræðinga sem gerður var á síðasta ári segir:.....skal samningur þessi á engan hátt koma í veg fyrir að því markmiði heilbrigðisyfirvalda verði náð að frumlækningar og heilsu- vernd séu unnin af heimilislæknum og heilsugæslustöðvum." Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslénskra heimilislækna, sagðí að stjórnvöld fylgdu ekki þessari stefnu í reynd á höfuðborgarsvæðinu. Hlut- verk heilsugæslunnar væri óljóst og ómarkvisst. Með stefnuleysi sínu væru stjórnvöld að grafa undan heislugæsl- unni og nú væri svo komið að hætta væri á að skipulag heilsugæslunnar bókstaflega hryndi. Hún sagði að í sínum huga væri þetta hrun þegar hafið á höfuðborgarsvæðinu og ef ekki yrði snúið við á þessari braut myndi hrunið einnig ná til landsbyggð- arinnar. „Núverandi kerfi hefur sína kosti og galla, en það er veruleg hætta á að það hafi mikla kostnaðaraukningu í för með sér ef þetta kerfi hrynur," sagði Katrín. Heimilislæknar eru 19,6% lækna á íslandi Katrín sagði að mjög víða erlendis þætti eðlilegt að um 40^60% lækna sinntu grunnþjónustunni, þ.e. heimil- islækningum. Hinn hluti lækna sinnir sérfræðiþjónustu og sjúkrahúsþjón- ustu. Hér eru aðeins rúmlega 19,6% allra lækna á íslandi heimilislæknar. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðustu ár, en það var 23% árið 1990. Katrín sagði að lausn þessa máls hlyti að felast í því að fjölga heimilis- læknum og halda áfram uppbyggingu heilsugæslustöðva á höfuðborg- arsvæðinu. Til greina kæmi að end- urskoða rekstrarfyrirkomulag heil- sugæslunnar. Stjórnvöld hafa á síðustu árum unnið markvisst að því að byggja upp heilsugæslustöðvar út um allt land. Segja rcá að þeirri uppbyggingu sé nú lokið. A seinustu árum hafa stjórn- völd einbeitt sér að uppbyggingu heilugæslustöðva á höfuðborgarsvæð- inu. Þar er enn talsvert ógert. Næsta verkefni er bygging heílsugæslustöðv- ar í Fossvogi. Vegna fjárskorts hefur núverandi heilbrigðisráðherra gripið til þess ráðs að hægja á uppbyggingu heilsugæslustöðva í ________ Reykjavík. Engar fjárveit- ingar eru t.d. til byggingar heilsugæslustöðva í Reykjavík á þessu ári. Að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðis- ~"~~"~ ráðherra, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdir við heilsugæslustöðina í Fossvogi hefj- ast. Katrín sagði að einnig þyrfti að auðvelda sjálfstætt starfandi heimil- islæknum að opna stofur. í dag eru 19 sjálfstætt starfandi heimilislæknar hér á landi og hefur þeim fækkað um fimm síðan árið 1990. Katrín sagði Fjöldi starfandi lækna á Islandi 1976-95 900 ~Q-—O- 700 600 500 400 300 200 100 864 III i : iíílit ! lilill I i IIIII i 0 1976 77 78 79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 aðrir p sjálfs starfí lækn ¦ heilsi lækn -þara fjöldi sérín með Trygc ríkisii Uppsagnii kjarabarál A bak við uppsagnir 127 heilsugæslulækna liggur margra ára uppsöfnuð óánægja þeirra með skipulag læknisþjónustu utan sjúkra- ---------------------_-------------------------------------------------_------------------------------------------------------ húsa. I umfjöllun Egils Olafssonar kemur fram að harðvítug átök um tilvísanakerfið á seinasta ári eiga vissan þátt í uppsögnunum, en innan Læknafélagsins eru mörg sár ógró- in vegna deilunnar. Við bætist svo óánægja __________lækna með kjör sín.________ sa va kc he m< að ur in eí SÍ( f : nt S( fy hí U] .. .... T| 'iiiHBlÍlíifi " " ¦ 1 Katrín Fjeldsted Sverrir Bergmann Sigurður Björnsson Olafur F. Magnússon Grunnlaun heilsugæslu- lækna 86 þús- und á mánuði að meginástæðan fyrir þessari fækkun væri að þorri sjálfstætt starfandi heimilislækna væri ekki með hjúkrun- arfræðinga í vinnu og hefði ekki að- stöðu til að sinna ungbarnaeftirliti, mæðravernd og heimahjúkrun. Fólk sem þyrfti á þessari þjónustu að halda leitaði eftir henni hjá heilsugæslu- læknum sem starfa á heilsugæslu- stöðvum. Katrín lagði áherslu á að það væri stjórnvalda að setja fram skýra stefnu í skipulagi læknisþjónustu utan sjúkrahúsa og fylgja henni eftir en. ekki heimilislækna. Það væri hægt að hugsa sér ýmsar lausnir, t.d. leið verð- stýringar, mismunandi fyrirkomulag í sjúkratryggingum eins og í Danmörku ----------- og frjálsa samkeppni. Ólafur F. Magnússon, formaður Félags sjálfstætt starfandi heimilislækna, sagði að féiagið styddi heilsugæslulækna í þessu . máli þó að það hefði ekki átt samleið með þeim í deilunni um tilvísanakerfið. Hann sagðist vera sannfærður um að besta leiðin til að leysa þessa deilu væri að auka sam- keppni í heilbrigðiskerfinu og leyfa fleiri sjálfstætt starfandi heimilis- læknum að opna læknastofur. Sjálf- stætt starfandi læknar væru betur fallnir til að leita hagkvæmustu lausna í rekstri heilsugæslunnar en ríkið. „Við teljum best og æskilegast að fólk byrji á að leita til síns heimilis- læknis, en við viljum ekki að það sé gert með einhverjum þvingunarað- gerðum. Við viljum auka frelsi í skipu- lagi heilbrigðismála og teljum að heimilislæknar geti mjög vel keppt við sérfræðinga um þjónustuna," sagði Ólafur. Katrín Fjeldsted sagðist vera alger- lega ósammála þessu mati. Hún sagði að erlendir sérfræðingar vöruðu ein- dregið við því að tekið væri upp skipu- lag þar sem læknar kepptu innbyrðis um sjúklingana. „Ef á að taka upp slíka stefnu verða stjórnvöld að lýsa því skilmerkilega yfir að það sé stefna þeirra að frelsi skuli ríkja og læknar skuli keppa innbyrðis. Þá munum við líka krefjast þess að allir vinni á sama taxta." Sérfræðingar undrandi á uppsögnunum Sigurður Björnsson, formaður Sér- fræðingafélags íslenskra lækna, sagði að sér hefði komið mjög á óvart að heyra um uppsagnir heilsugæslu- lækna. Hann sagði að heilsugæslu- læknar hefðu ekki svarað þeirri spurn- ingu hvað þyrfti að koma til, til þess að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Sigurður sagðist hins vegarlkann- ast við óánægju heilsugæslulækna með verkaskiptingu milli lækna. Hann st þ« Þ hi ai ei ai h; sí ai h 1£ e: a m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.