Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 31.TBL.84.ARG. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Viðræður um olíusölu Irakar vongóðir Sameinuðu þjóðunum. Reuter. FULLTRUI íraksstjórnar sagðist í gær vera vongóður um að samkomu- lag myndi takast um takmarkaða olíusölu íraka ef utanaðkomandi af- skipti myndu ekki hafa truflandi áhrif á samningaviðræður er hófust í New York í gær. „Ég vil taka það fram að verðum við látnir afskiptalausir munu skrif- stofa SÞ og sendinefnd íraks að mínu mati geta náð samkomulagi sem allir eru sáttir við, ef ekki kem- ur til þrýstingur eða afskipti utanað- komandi aðila," sagði Abdul Amir al-Anbari, sem er formaður írösku ' sendinefndarinnar. Öryggisráðið samþykkti á síðasta ári ályktun um að írökum verði leyft að selja olíu fyrir andvirði tveggja milljarða bandaríkjadollara, rúmlega 130 milljarða króna, á sex mánaða tímabili og á að nota tekjurnar af sölunni til kaupa á matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Anbari sagði það ekki vera vanda- mál að krafa yæri gerð um að þriðj- ungur tekna íraka myndi renna í skaðabótagreiðslur vegna innrásar- innar í Kúveit. Villþak á framlög Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði í gær óvænt til að framlag Bandaríkjastjórnar til Sameinuðu þjóðanna yrði lækkað úr 25% í 15-20% af heildartekjum samtak- anna. Tillaga Boutros-Ghalis gerir ráð fyrir að þak verði sett á heildarfram- lag einstakra ríkja. Bandaríkin eru eina ríkið er greiðir yfir 20% af heild- artekjum stofnunarinnar og hefur Bandaríkjastjórn dregið greiðslur til SÞ af óánægju við hversu hátt fram- lagið er. Samtökin eiga nú í mestu fjárhagserfiðleikum í sögu sinni sök- um þess hve mörg ríki hafa ekki greitt framlög sín og stendur til að segja upp 10% af föstu starfsliði SÞ í New York. ? ? ? Mannskæð loftmengun París. Rcutcr. LOFTMENGUN í stærstu borgum Frakklands, París og Lyon, verður hundruðum manna að bana á ári hverju, samkvæmt rannsókn er greint var frá í blaðinu Le Monde í gær. Um er að ræða viðamikla rann- sókn í mörgum borgum Evrópu og kemur fram að 260-350 deyja árlega af hjartabilun af völdum útblásturs bifreiða og verksmiðja i París og 30-50 í Lyon. París er í hópi þeirra tíu evrópsku borga þar sem mengun er mest en þó er mengun þar mun minni en í Aþenu og Milanó, sem tróna efst á listanum. Deila Kína og Tævan Vilja að verði úr dregið spennu Reuter. Peking. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur að sögn háttsettra embættismanna hvatt stjórnvöld í Kína og á Tævan til að sýna stillingu í samskiptum sínum. „Við höfum komið skýrum skilaboðum á framfæri um að við viljum að dregið verði úr spenn- unni," sagði bandarískur embættis- maður og bætti við að hernaðarátök yrðu litin mjög alvarlegum augum. William Perry, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sakaði í gær Kínverja um að nota hótanir um hemað til að hafa áhrif á forseta- kosningar á Tævan í næsta mán- uði. Perry sagðist þó ekki telja að átök milli Kína og Tævans væru yfirvofandi. Kínversk stjórnvöld réðust í gær harkalega að þeim tveimur fram- bjóðendum, sem taldir eru eiga eft- ir að fá mest fylgi í forsetakosning- unum á Tævan. Svo virðist sem árásin er beindist að Lee Teng-hui, sitjandi forseta, og Peng Ming-min, frambjóðanda Lýðræðislega framfaraflokksins, hafi verið tilraun til að fá óákveðna kjósendur til að fylkja sér um aðra frambjóðendur, sem ekki eru jafn- harðir talsmenn sjálfstæðis Tævans. „Þó að framkoma þeirra og að- ferðir séu ólíkar eru þeir algjörlega samstiga í því að reyna að kljúfa móðurlandið," sagði í grein, sem birt var af opinberu fréttastofunni Xinhua. „Stefna þeirra gengur þvert á grundvallarhagsmuni kín- versku þjóðarinnar, þar á meðal íbúa Tævans. Kínverska þjóðin ... mun aldrei verða þeim sammála og þeirra bíður sá dómur einn að hafa mistekist." Stjórnvöld í Peking eru Lee mjög reið vegna tilrauna hans til að auka áhrif Tævans á alþjóðavettvangi. Kínverjar hafa aldrei samþykkt sjálfstæði Tævans sem ríkis en ey- ríkið var stofnað af þjóðernissinnum er þangað flúðu eftir að hafa beðið ósigur gegn kommúnistum í borg- arastyrjöldinni 1949. Neyðar- ástand í Lima LÝST hefur verið yfir neyðar- ástandi í umhverfismálum í Lima, höfuðborg Perú, en borg- aryfirvöld hafa gjörsamlega misst tökin á sorphirðu- og hreinlætismálum. Götur borg- arinnar eru að fyllast af rusli og líkist hún á köflum risavöxn- um öskuhaug, líkt og sjá má á þessari mynd. Þá er holræsa- kerfi borgarinnar sprungið. Bosníustjórn lætur handtaka tvo serbneska samningamenn Serbar ævareiðir og fresta viðræðum Sarajevo. Reuter. BOSNÍUSTJÓRN hefur handtekið tvo foringja í her Serba, sem hún segir hafa gerst seka um stríðsglæpi. Vill hún, að málþeirra verði tekin fyrir jafnt í Bosníu sem hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag en óttast er, að handtaka mannanna geti haft slæm áhrif á framkvæmd friðarsamninganna. Eru Bosníu-Serbar ævareiðir og ákváðu í gær að hætta að sækja fundi á land- svæði, sem Bosníustjórn ræður, eða þar til mönnunum hefði verið sleppt. Reuter HERMENN í bandaríska gæsluliðinu í bænum Memici í Bosníu brugðu á leik í gær og vörnuðu einum félaga sínum útgöngu úr tjaldi með því að kasta í hann snjóboltum. Serbar segja, að mennirnir tveir, Djordje Djukic herforingi og Aleksa Krsmanovic ofursti, hafí verið hand- teknir sl. laugardag þegar þeir voru á leið til fundar með fulltrúum NATO-herliðsins í Sarajevo. „Nú, þegar samist hefur um frið, handtaka þeir fulltrúa okkar," sagði Rajko Kasagic, forsætisráðherra Bosníu-Serba, á fréttamannafundi eftir að hafa kært handtökuna fyrir mannréttindafulltrúa SÞ. Skorað á NATO Dragan Bozanic, talsmaður Bosníu-Serba, sagði í gær, að Serbar myndu ekki lengur sækja fundi á svæðum, sem múslimar og Króatar réðu, og krafðist þess, að þeir yrðu haldnir á „hlutlausu" landi. Skoraði hann jafnframt á foringja NATO- herliðsins að tryggja, að mennirnir yrðu látnir lausir þar sem hér væri um að ræða skýlaust brot á Dayton- samkomulaginu. Þetta mál veldur miklum áhyggj- um hjá NATO og óttast er, að Serb- ar hefni sín og svari í sömu mynt. „Hér má ekkert út af bera. Smá- atvik eins og þetta gæti dregið dilk á eftir sér," sagði Andrew Cumming, talsmaður NATO. Talsmenn NATO segja, að Bosníu- stjórn hafí lofað að fara eftir ákvörð- un stríðsglæpadómstólsins um það hvort nægar sannanir væru gegn mönnunum tveimur en Bakir Alisp- ahic, yfirmaður bosnísku leyniþjón- ustunnar, vildi ekki ábyrgjast það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.