Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDUR BJARNIJÓNSSON tGuðmundur Bjarni Jón Jóns- son fæddist 2. nóvember 1926 í "Bolungarvík. Hann lést á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 28. janúar sl. og fór útför hans fram frá Hólskirkju, Bolung- arvík, sl. laugardag. FYRSTU kynni okkar Guðmundar Bjarna Jónssonar frá Bolung- arvík eru u.þ.b. hálfrar aldar gömul. Hann var þá að læra járnsmíði í Vélsmiðjunni Þór á ísafirði og ég hygg að hann muni hafa verið innan við tvítugt þegar leiðir okkar lágu saman. Má segja að aldursmunur okkar hafi þá verið allmikill þar sem ég var fimm árum eldri. Núna er sá aldursmunur sáralítill. Ég veitti honum fyrst athygli á fundum, sem við sóttum báðir af miklum áhuga, um bæjarmál og stjórnmál á ísafirði, að þá stóð hann stundum upp og gerði stuttar, æði beinskeyttar athugasemdir við mál- flutning sem honum féll ekki alltof vél í geð. Sumum fannst hann vera frakkur, öðrum ekki. Ég þóttist vera orðinn sæmilega fullorðinn að vera fimm árum eldri og það kom oft í minn hlut að svara fyrir fólk sem var á hans aldri og að mínum. Samstarf okkar sem hófst upp úr þessu þróaðist upp í mikla vináttu sem hefur staðið senn í hálfa öld. Við Guðmundur Bjarni urðum strax mjög samrýndir og bárum mikla virðingu hvor fyrir skoðunum annars. Við vorum báðir tryggir stefnu Sjálf- stæðisflokksins að vera víðsýnn um- bótaflokkur sem hefði það markmið að efla sjálfstæði einstaklinga til athafna og dáða, jafnframt því að koma þeim til hjálpár sem á aðstoð og skilningi þurfa að halda. Á þessum árum var hörð barátta í stjórn- málum í mínum gamla heimabæ, ísafirði. Það var mikill baráttuhugur í sjálfstæðismönnum að leggja veldi Alþýðu- flokksins í rúst, en það hafði staðið þá svo að segja samfleytt í næst- um því aldarfjórðung. í kosningunum 1946 til bæjar- stjórnar tókst þetta. Alþýðuflokkur- inn missti meirihluta sinn og við tók stjórn Sjálfstæðisflokksins og Sam- einingarflokks alþýðu, sem náðu saman um stjórn bæjarmálefna. Stjórnmálin voru á þessum árum, og nokkuð lengi á eftir, mjög hörð og illskeytt og engum til frama sem mælir þeim bót eins og þau voru framsett. Seinna tók að mildast og vaxa skilningur á milli manna án tillits til stjórnmálaflokka. Við Guðmundur Bjarni áttum allt- af samleið og það var merkilegt hvað lítið bar á milli okkar í skoðunum. Hann var mikill félagsmálamaður. Hann tók þátt í félagsstarfi margra félaga. Hann var dugmikill verkmað- urog lauk sínu námi í Vélsmiðjunni á ísafírði og var lengi á eftir búsett- ur í bænum. Hann gekk að eiga sína konu á árinu 1948 og öll börn þeirra, nema yngsta dóttirin sem fæddist eftir að fjölskyldan flutti til Bolung- arvíkur, voru fædd á ísafirði meðan þau bjuggu þar. En á árinu 1958 er sóst eftir því + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, ÁRMANN GUÐNASON, Hrísateigi 18, lést 5. febrúar. Steinunn Tómasdóttir, Hugi Ármannsson, Katrín Briem, Guðrún Ármannsdóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabamabörn. + Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR ANTON JÓNASSON (Toni) framreiðslumaður, Vesturgötu 73, lést á heimili sfnu laugardaginn 3. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. örlygur Antonsson, Jónas Antonsson, Ómar Antonsson, Edda Antonsdóttir, Anton Ingibjartur Antonsson, Steinberg Antonsson, Heiðar Hálfdán Antonsson, Guðrún Jóhahna Benediktsdóttir, Guðjón Pálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sonja Sigurðardóttir, Kristín Gísladóttir, Eva Dóra Hrafnkelsdóttir, Amanda Sherell Antonsson, t Ástkæreiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, BJARNIANDRÉSSON skipstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarsjóð Landakotsspítala. Karen Andrésson, Alda Bjarnadóttir, Kristján Óskarsson, Kári Jóhannesson, Bjarni I. Kristjánsson, Bjarni B. Kárason, Örn Ó. Óskarsson, Jóhann Ö. Kárason. að Guðmundur taki að sér forstjóra- starf við Vélsmiðju Bolungarvíkur og þá flytur hann með sína fjöiskyldu frá ísafirði til fæðingarbæjar síns, Bolungarvíkur, og þar átti hann æ síðan heima. Starfi sínu sem framkvæmdastjóri Vélsmiðju Bolungarvíkur gegndi hann til ársins 1992. Lengi framan af var hann að byggja upp fyrirtæk- ið. Því vegnaði svo mjög vel um nokk- ur ár. Síðan dró ský fyrir sólu, það varð samdráttur í þessari iðngrein og starfsemi samfara henni sem hafði mikil áhrif og sterkasta at- vinnufyrirtækið í Bolungarvík átti við vaxandi erfiðleika að etja sem enduðu með því að það hætti starf- semi. Vélsmiðjan varð fyrir þungu höggi af þeirri ástæðu. En þetta fyrirtæki var ekki það eina, við sáum önnur, bæði á Vest- fjörðum og alls staðar annars staðar á landinu, verða að draga úr sínum rekstri og mörg þessara fyrirtækja urðu að hætta sinni starfsemi. Guðmundur var sérstaklega mikill félagsmálamaður. Hann var formað- ur Iðnaðarmannafélags Isfirðinga í nokkur ár. Hann var einn af stofn- endum Lionsklúbbs Bolungarvíkur og sennilega hefur enginn meðlimur þess klúbbs mætt oftar og betur á fundum en hann, þannig var hann gerður. Hann stóð í forustusveit í bæjarmálum, hreppsnefnd Hóls- hrepps, allt frá árinu 1962, og í bæjarstjórn Bolungarvíkur eftir að Bolungarvík varð kaupstaður. Þann- ig að seta hans í hrepps- og bæjar- stjórn þar var um 20 ára skeið. Jafn- hliða þessu þá átti hann mikið starf í ýmsum öðrum félögum. Hann sat m.a. í stjórn Sambands ísl. sveitarfé- laga frá 1978 til 1982. Hann var í • Frímúrarareglunni áratugum saman og hann var lengur í stjórn kjördæ- misráðs Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum en flestir, ef ekki allir aðrir, og formaður kjördæmisráðsins í nokkur ár. Ég ætla ekki að rifja upp öll hans miklu félagsmálastörf. Mér er sér- . staklega í mun að geta hans sem góðs drengs sem var gaman og gagn- legt að eiga samstarf og samvinnu við og umfram allt að eiga hann að góðum vini í öll þessi ár. Vinátta okkar brást aldrei. Það gekk á ýmsu, bæði í stjórnmálum og öðrum málum, en alltaf gátum við talað saman, allt- af var gott á milli okkar og fáa eða enga átti ég betri vini en hann. Heim- ili hans og Fríðu stóð mér alltaf opið. Þangað var gott að koma og þar var gott að vera. Börnin þeirra eru hvert öðru elskulegra og það má því segja að þau höfðu mikið barnalán. Það var ekki nóg með að þau hugsuðu um börnin sín heldir einnig um tengdabörnin, barnabörnin og barna- barnabörn. ' Guðmundur Bjarni Jónsson átti við mikla vanheilsu að stríða á síð- ustu árum. Hann þurfti að fara í hjartaaðgerðir og leggjast hvað eft- ir annað inn á sjúkrahús. Stundum var honum vart hugað líf en alltaf reis Guðmundur upp og alltaf þegar hann var búinn að ná sér eftir síð- asta áfallið þá var sami áhuginn, sami viljinn, sama góða geðið að hafa góð áhrif á þá sem í kringum hann voru. Hann var einn af þessum mönnum sem alltaf hafði til þrek, hversu þjáður sem hann var. Hann var alltaf tilbúinn til þess að rétta öðrum hjálparhönd og hugsa um þá sem honum voru næstir og þá sem honum voru kærastir, þó óskildir væru. Hann var af góðu og dugm- iklu fólki kominn. Átti góða for- eldra, góð systkini og mikinn frænd- garð. Hann var frændrækinn mað- ur. Hann var heilsteyptur, sagði kost og löst á hverju máli og hverj- um manni eftir því sem kom honum fyrir sjónir, en fyrst og fremst var hinn jákvæði hugur hans það sem skipti mestu máli. Vinátta hans við samferðamann- ina var meiri en hjá mörgum öðrum. Þó að hann væri oft á tíðum nokkuð ákveðinn, og stundum jafnvel ein- strengingslegur í stjórnmálum, þá var grunnt á skilningi á skoðunum annarra, þó að þeir tilþeyrðu ekki hans eigin flokki. Þetta var hans aðalsmerki og þetta var eitt af því sem svo margir fundu í hans fari og kunnu að meta. Á þessari stundu er mér ljúft að minnast þessa látna vinar. Hann var, ásamt Fríðu konu sinni, á Heilsuhæli náttúrulækningafélagsins í Hveragerði þegar hann lést. Mér var sagt að hann hafi verið kátur og léttur síðasta kvöldið, eins og hann oftast var, og gengið til náða og fengið hægt andlát. Guðmundur Jónsson var mikill gæfumaður. Hann átti góða, trygga og elskulega konu, sem komin er af góðu fólki. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þess að föður hennar þekkti ég mjög vel, Pétur Pálsson, sem lengi bjó í Hafnardal og var sonur Páls Ólafssonar prófasts og Arndísar Pétursdóttur Eggerts konu hans í Vatnsfirði. Vatnsfjarðarættin er fjöimenn bæði á Vestfjörðum og víða annars staðar. Mikið af því fólki þekki ég vel og að öllu góðu. Guð- mundur var því gæfumaður að eign- ast þessa góðu konu og hann var líka gæfumaður að eignast góð börn og góða fjölskyldu. Nú ertu horfinn kæri, góði, gamli vinur. Við Kristín og fjölskylda okkar þókkum þér fyrir samveruna, fyrir vináttu og einstaka tryggð á liðnum árum. Minningin um þig mun lifa í huga okkar og við erum þakklát fyr- ir það að hafa átt þig fyrir vin í öll þessi ár. Á vináttu okkar bar aldrei skugga. Þú varst sannur Bolvíking- ur. Þú varst sannur Vestfirðingur. Þú varst sannur umbótamaður fyrir hinn almenna borgara og hinn al- menna mann. Þú vildir að öllum liði vel og allir fengju að njóta sín og að þeim, sem væru utanveltu í lífinu, væri sinnt. Þetta eru orð að sönnu. Þetta er ekki sagt af því að þú ert horfinn héðan. Þetta er sagt vegna þess að svona varstu og þetta er sú minning sem er mér og mörgum öðrum kærust. Við hjónin sendum Fríðu, börnunum, fjölskyldunni og öðrum vandamönnum Guðmundar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti þér. x Guð geymi þig, gamli, góði vinur, í nýjum heimkynnum. Matthías Bjarnason. ÆÐRULEYSI, dugnaður og létt lund einkenndu Guðmund Bjarna Jónsson. Það voru einmitt þessi aðalsmerki hans sem gera hann eftirminnilegan öllum sem kynntust honum og munu bera hróður hans lengi. Hlutskipti hans var lengst af að stjórna'erilsömu og öflugu fyrirtæki, jafnframt því að vera umsvifamikill í félagsmálum af margs konar tagi. Engu að síður gaf hann sér tíma til þess að ræða málin í dagsins önn, slá á létta strengi og koma manni á óvart með hnyttilegum athugasemdum. Þetta eru fágætir eiginleikar og dýrmætir; ekki síst samferðamönnunum sem njóta þeirra. Guðmund Bjarna þekkti ég jafnt úr starfi og félagsmálavafstri okkar beggja. Hann var vinur föður míns og náinn samverkamaður hans í Vélsmiðju Bolungarvíkur hf. þar sem annar var framkvæmdastjóri en hinn stjórnarformaður. Það samstarf stóð um áratugi og bar ekki skugga á, þó oft þyrftu þeir að véla um mikil mál þar sem hagsmunirnir fóru ekki alltaf saman til skamms tíma. Báðir voru hins vegar sannfærðir um að í litlu sjávarplássi eins og Bolungarvík þyrftu menn að vinna saman, virða hag hver annars og hafa skilning á því að íslenskt sjávarpláss er óræður vefur þar sem margháttuð starfsemi styður hver aðra. Þeim var því mæta vel ljóst, þó þeir hefðu kannski ekki um það mörg orð sín á milli, að hags- munir útgerðarmannsins og vél- smiðjunnar voru samtengdir og að hvorugur vildi án hins vera. Þegar ég var að komast á fullorð- insaldur og leiðir okkar Guðmundar tókú að liggja saman á hinum póli- tíska vettvangi innprentaði hann mér einmitt mjög þennan sannleik. Hann var svo sem ekki með neitt orð- skrúð. Sagði bara umbúðalaust sem augljóst ætti að vera hverjum manni að bátarnir réru ekki mikið ef ekki væru til iðnaðarmenn í landi, til þess að þjónusta þá. Þetta nægði honum og þetta nægði mér. Skilaboðin voru skýr og hrein. Hann var maður at- vinnulífsins. Skóli lífsins hafði fært honum heim sanninn um gildi þess að atvinnulífið stæði styrkum fótum og honum var það afar Ijóst að hags- munir launþega og atvinnulífsins færu saman. Án öflugs atvinnulífs væri ekki hægt að búa fólki góð kjör. Án góðs starfsfólks yrði atvinnulífið aldrei öflugt. Fyrir honum var þetta sem sjálfsagður hlutur, sem lífreynsl- an hafði fullvissað hann um. Guðmundur var mikill ákafamaður að hverju sem hann gekk. Smáatriðin þvældust ekki fyrir honum og því var gott að leita til hans. Maður var varla búinn að stynja upp erindunum þegar svarið var komið og síðan gengið í málin. Honum leiddist ákaflega ef eitthvð þurfti að bíða morgundagsins og lagði metnað sinn í að standa við orð sín. Þessi önnum kafni maður lét sig þó ekki muna um að hasla sér völl í félagsstarfi. Hann var einn af stofn- endum lionsklúbbsins, starfaði innan frímúrarareglunnar og söng með kariakórnum svo dæmi sé tekið af félagsstörfum hans. Umsvifamestur hygg ég þó að hann hafi verið í hinu póiitíska starfi þar sem hann helgaði Sjálfstæðisflokknum krafta sína. Um árabil var hann formaður kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum og var þannig í hinni félags- legu forystu flokksins í kjördæminu. Á vegum Sjálfstæðisflokksins var hann í hreppsnefnd Hólshrepps og síðar bæjarstjórn Bolungarvíkur. Hann var valinn til margs konar trúnaðarstarfa af sveitarstjórnar- mönnum jafnt á Vestfjörðum sem á landsvísu. Sveitarstjórnarmálin voru honum afar hugstæð enda fóru þar saman áhugasviðin, að vinna Sjálf- stæðisflokknum brautargengi og að þoka áfram hagsmunamálum heima- byggðarinnar. Þetta fórst Guðmundi Bjarna afar vel úr hendi. Hann var maður vin- sæll, átti gott með að ræða við fólk og gerði aldrei mannamun. Æðar- slátt hins daglega lífs skynjaði hann manna best. Menn nutu oft vel ná- vistanna við hann enda var hann ein- att glaður í bragði þó þungi og mein- ing gæti líka fylgt orðum hans væri því að skipta. Hispursleysi hans og glöggskyggni á atburði líðandi stundar gerðu það líka að verkum að okkur þótti mörgum gott að leita í smiðju til hans í fleiri en einum skilningi. Hagsmunaglöggur maður sem Guðmundur Bjarni, gat oft gef- ið góð ráð þegar nauðsynlegt var að átta sig á atburðum og hvert stefna skyldi. Mér þótti þvi afar vænt um hve hann hvatti mig til dáða í stjórn- málunum og lagði að mér að hasla mér þar völl. Hann skyldi vel pólitísk- an áhuga og kenndi mér oft til verka á því sviði. Það var ekki lítill skóli hjá svo vopnfærum manni sem Guð- mundur Bjarni Jónsson var á hinum pólitíska vettvangi. Fyrir hartnær tveimur áratugum fór hann að kenna sér hjartameins sem síðar varð honum að aldurtila. Til Bretlands fór hann í mikja að- gerð árið 1980 og heimsóttum við Sigrún kona mín hann þar á sjúkra- hús. Að aðgerð lokinni sló hann mjög á létta strengi og var þar ekki að sjá að hann var rétt nýlega kominn af skurðarborðinu. Hann náði sér vel og gekk til starfa sinna af endurnýj- uðum þrótti. En fyrir örfáum árum mátti hann öðru sinni fara í mikla aðgerð. Um skeið var tvísýnt um líf hans, en hann náði þó undraverðum bata, þó því færi fjarri að hann gengi heill til skógar hin síðari ár. Hugur hans var þó sem fyrr bundinn áhuga- málunum. Ég hitti hann síðast á Isa- fjarðarflugvelli fyrir skömmu þegar þau Fríða Pétursdóttir kona hans voru á leið suður í Hveragerði sér til hvíldar og hressingar. Mér fannst hann líta vel út og ég fann að hann hlakkaði til dvalarinnar í Hveragerði. Ekki, óraði mig fyrir því þá að þetta yrði í hinsta sinn að ég sæi hann. Bolvíkingar sjá nú á bak afar mætum manni sem skilaði miklu dagsverki fyrir heimabyggð sína. Verka hans mun lengi sjá stað. Sjálf- stæðismenn á Vestfjörðum kveðja nú einn sinn besta félaga og forystu- mann. En mestur er missir eiginkonu, barna, tengdabarna, barnabarna auk annarra ættingja og venslafólks. Gu^ð- mundur var afar mikill fjölskyldumað- ur og naut þess að vera samvistum við sitt fólk. Söknuðurinn er sár en eftir lifír endurminningin. Ég og fjöl- skylda mín sendum Fríðu og öllu þeirra fólki innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Bjarna Jónssonar. Einar K. Guðfinnsson. -~~L^—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.