Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heilbrigðisráðherra lagðist gegn því að Grensásdeildin yrði lögð niður GRENSÁSDEILDIN er ein fullkomnasta endurhæfingarmiðstöð á Norðurlöndum að sögn Ásgeirs B. Ellertssonar yfirlæknis. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRUMTILLÖGUR fram- kvæmdastjórnar og stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um hvernig mögulegt yrði að mæta 380 milljón króna niðurskurði á rekstrarkostn- aði sjúkrahússins voru kynntar fyr- ir Ingibjörgu Pálmadóttur, heil- brigðisráðherra nýlega. Einn liður tillagnanna fólst í því að hætta endurhæfingarstarfsemi á Grensás- deild. Annar helmingur endurhæf- ingarstarfseminnar færðist í aðal- byggingu sjúkrahússins í Fossvogi og hinn helmingurinn yrði lagður niður. Nú hefur stjórn sjúkrahúss- ins hins vegar ákveðið að fara aðra leið. Legudeild endurhæfingar og taugadeild verða sameinaðar í eina deild og stofnuð verður 20 rúma dagdeild fyrir endurhæfingarsjúk- linga. Jóhannes Pálmason, forstjóri sjúkrahússins, sagði að því hefði aldrei verið að leyna að upphaflega tillagan um Grensásdeildina hefði verið einn af mörgum erfiðum kost- um. „Stjórnin kynnti hugmyndirnar fyrir ráðherra og beið með að taka ákvörðun þar til hann hafði tjáð sig um þær. Hann mæltist til að endur- hæfmgarstarfsemin á Grensási yrði ekki fyrir eins miklu höggi og upp- haflega var áformað. Þeim óskum var að sjálfsögðu mætt," sagði Jó- hannes um ástæðurnar fyrir því að fallið var frá fyrri áformum. Hann tók fram að ekki hefðu verið nema um 40 rúm af um 60 opin á Grensásdeildinni undanfarin misséri. Starfsemin myndi væntan- lega verða svipuð eftir breytinguna. Með fækkun rúma og stofnun dag- deilda væri hins vegar stefnt að því að spara um 23 milljónir í rekstri deildarinnar á ári. Fyrri tillagan gerði ráð fyrir að lokun Grensás- deildarinnar væri liður í tilfærslu starfseminnar inn í aðalbygginguna í Fossvogi. Sú keðjuverkun átti að skila 65 milljón króna sparnaði á ári. Hugmyndirnar verða endur- skoðaðar á næstu vikum. Jóhannes var spurður að því hvort til greina kæmi að Grensás- ieildin þjónaði sjúkiingum frá báð- um stóru sjúkrahúsunum en í um- ræðu um framtíð deildarinnar hefur komið fram að Ríkisspítalar hafa sóst eftir húsnæði á Kópavogshæli undir endurhæfingarstöð. „Um það hefur ekki sérstaklega verið rætt," svaraði Jóhannes. „Hins vegar er ekkert óeðlilegt að úr því geti orðið ef að hægt er að hiú betur að endur- hæfingunni. Frám hefur komið að Ríkisspítalar þyrftu á sama hátt ekki að vera að leggja áherslu á uppbyggingu endurhæfingarstarf- semi sinnar. Spítalarnir þurfa auð- vitað að ræða þetta," sagði Jóhann- es. Sjúkrahúsin fái úr hagræðingarsjóði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- isráðherra, sagði að eitt af verkefn- um nefndar um samhæfingu stóru sjúkrahúsanna tveggja væri að koma í veg fyrir að starfsemi væri lögð niður á einum stað og hafin á öðrum eins og virst hefði stefna í. Deildin þjóni frem- ur báðum stóru sjúkrahúsunum Fyrstu niðurskurðartillögur Sjúkrahúss Reykjavíkur gerðu m.a. ráð fyrir því að endurhæfingarstarfsemi yrði hætt á Grens- ásdeild. Nú er gert ráð íyrir einni legudeild, í stað tveggja, og dagdeild. Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðisráðherra, segir í samtali við Onnu G. Olafsdóttur ákjósanlegt að deildin þjóni báðum stóru sjúkráhúsunum. „Mér finnst ákjósanlegra að að- staða Grensásdeildarinnar verði nýtt og hún þjóni sjúklingum frá báðum sjúkrahúsunum. Með því móti myndast auðvitað meiri þungi á Sjúkrahús Reykjavíkur og því er ekki óeðlilegt að eitthvað' fari á móti til Ríkisspítalanna. Ég get nefnt í því sambandi að því hefur verið varpað fram að efla skurðstof- urnar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á sama tíma og tvær skurðstofur hafa staðið auðar á Landspítalan- um. Við erum s.s. að tala þarna um samstarf og sérhæfingu sem eflaust skilar sér í einhverjum sparnaði," sagði Ingibjörg og tók fram að samhæfingarnefndin væri að hefja störf í ráðuneytinu. Um hvort spítalarnir gætu átt von á að fá viðbótarfjárveitingu til að mæta niðurskurðinum sagði Ingibjörg að ekki væri ólíklegt að megnið af 150 milljóna króna hag- ræðingarsjóði í fjármálaráðuneyt- inu færi til heilbrigðismála. Illskásta leiðin Kristín Á. Ólafsdóttir, stjórnar- formaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að framkvæmdastjórn og stjórn hafi kynnt fyrir Ingibjörgu' Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, iliskástu leiðina til að mæta kröfu fjárlaga um 380 milljóna króna nið- urskurð. „Stjórnendum spítalanna hefur verið stillt upp við vegg og þeir eiga ekki nema vonda kosti til að stoppa upp í gatið," sagði hún. Hún sagði að tillögurnar til ráð- herra hefðu gert ráð fyrir tilfærslu milli húsa sjúkrahússins, þ.e. Borg- arspítalans, Landakots og ýmissa útibúa, og afleiðingarnar væru fækkun legurúma á öllum sviðum starfseminnar, t:d. á endurhæfing- ar-, geð-, skurð- og lyfjasviði. Kristín sagði að tilfærslan næði ekki að mæta 380 milljóna króna niðurskurði. „Við fórum heldur ekki svo langt í tillögunum enda hefur nefnd á vegum ráðuneytisins, um hvernig sjúkrahúsið eigi að spara 70 milljónir með samvinnu sjúkra- húsanna í Reykjavík og á Reykja- nesi, varla hafið störf. Við getum ekki sett fram tillögur um hvernig við ætlum að ná fram sparnaði með aukinni samvinnu fyrr en nefndin er búin að senda eitthvað frá sér." Kristín sagði að tillögurnar hefðu ekki síst verið kynntar fyrir ráð- herra til að sýna fram á afleiðingar niðurskurðarins og gefa yfirvöldum tækifæri til að endurskoða ákvörð- un sína um fjárveitingu. „Okkar skilaboð til ráðherra voru að veru- lega erfitt yrði að fara að tillögun- um og töluvert viðbótarfé þyrfti til að halda uppi eðlilegri starfsemi," sagði Kristín. Hún sagði aðspurð að minnsta kosti 300 milljónir þurfa upp í 380 milljóna króna niður- skurðargatið til að hægt væri að halda sjó í starfsemi spitalans. Hún sagði að útgjöld til sjúkra- húsanna hefðu verið að lækka en ekki að rjúka upp úr öllu valdi eins og reynt hefði verið að sannfæra þjóðina um. „Sú staðhæfing er ein- faldlega röng þvi á sama tíma og þjóðinni hefur verið að fjölga, t.d. um 16-17.000 manns frá 1988, og hlutfall aldraðra að hækka hafa útgjöld verið að lækka. Maður er því svo fullkomlega ósáttur, og í rauninni bit á að yfirvöld skuli vera að þjarma jafnmikið að sjúkríihús- unum og þau hafa verið að gera á síðustu árum og eru enn að gera." Sjúklingurinn verði sjálfbjarga Ásgeir B. EUertsson, yfirlæknir, vildi koma á framfæri kæru þakk- læti til ráðherra fyrir eindregna afstöðu með endurhæfingarstarf- semi á deildinni. „Nú er gert ráð fyrir 30 rúmum á einni hæð og 20 dagsvistunarplássum á annarri hæð. Sú niðurstaða er góð í stöð- unni. ,Hins vegar er því ekki að leyna að við höfum lagt áherslu á að Grensásdeild verði fyrst og fremst rekin fyrir þá sjúklinga sjúkrahúsanna í Reykjavík sem þurfa á endurhæfingu og sjúkra- húsvistun að halda. Ég er því að vona að hagræðingarnefnd, sem á að skila tillögum um hagræðingu sjúkrahúsanna í Reykjavík 1. mars, geri endurhæfinguna að einum þætti í samvinnu og verkaskiptingu spítalanna. Þannig yrði ákveðið að Grensásdeild sinnti þeim sjúkling- um, sem þurfa þessarar,endurhæf- ingar við, frá báðum sjúkrahúsun- um. Við værum s.s. að nota rúmin hér fyrir sjúklinga sem væru rúm- liggjandi eða við rúmin þegar end- urhæfingin hefst," sagði hann. Hann sagði að þótt gott væri að eiga kost á dagvistunarplássum væri varla skortur á þeim. Nefndi hann í því sambandi að tekið væri á móti sjúklingum með fótavist á Reykjalundi, á heilsustofnuninni í Hveragerði og hjá sjúkraþjálfunar- stöðvum á Reykjavíkursvæðinu. Ásgeir segir að tvenns konar endurhæfing fari fram á Grensás- deild. „Annars vegar koma hingað sjúklingar eftir heilablóðfall. Ég'get nefnt dæmi um að maður fái skyndilega lömun í hægri útlimina. Hann er greindur með heilablóð- fall, þ.e.a.s. blóðtappa í heila, á bráðamóttöku og er að því loknu sendur til okkar í endurhæfingu. Hins vegar koma til okkar sjúkling- ar eftir bráðainnlagnir á slysadeild og til heila- og taugaskurðlækna. Hér er ég að tala um meiðsl eftir slys, t.d. höfuð- og mænuáverka. SjúkJingurinn er rannsakaður og meðhöndlaður á spítalanum í viku eða hálfan mánuð. Að þvi loknu kemur hann í endurhæfingu til okk- ar. Ef um er að ræða mænuskaða getur endurhæfingin tekið allt frá þremur, fjórum mánuðum upp í eitt ár," segir hann um endurhæfing- una. Hann segir að endurhæfingin stuðli að því að gera sjúklinginn smám saman sjálfbjarga. „Lang- flestir eru rúmliggjandi við komuna hingað. Endurhæfingin getur fyrst skilað því að þeir komist heim um helgar og svo á nóttunni. Síðasta skrefið er að sjúklingurinn búi heima hjá sér og komi aðeins hing- að í þjálfun. Sumir ná sér alveg en aðrir fara misfatlaðir út í lífið," segir Ásgeir og hann tekur fram að Grensásdeildin sé að því leyti ólík annarri endurhæfingu að þang- að komi flestir eftir nýjan skaða, sjúkdóma eða slys. Sjúklingar með króníska taugasjúkdóma, t.d. MS og Parkinson, séu mun færri. Hann segir að um 600 manns frá 15 ára aldri gangi í gegnum endur- hæfingu á Grensásdeildinni á hverju ári. Fleiri séu komnir á efri ár og þurfi á endurhæfingu á halda eftir sjúkdóma. Unga kynslóðin þurfi oftar á endurhæfingu að halda eft- ir slys, t.d. umferðarslys. „Við höf- um náð mjög góðum árangri. Eng- inn vafi er t.a.m. á því að við erum í fremstu röð í endurhæfingu eftir heilablóðfall. Núna eru aðrar Evr- ópuþjóðir að fara sömu leið og við og hefja endurhæfingu um leið og greiningu er lokið. Áður lágu sjúk- lingar oft lengur á spítala áður en hafist var handa við endurhæfing- una og langan tíma tók að koma þeim út í lífið aftur," sagði Ásgeir og tók fram að á sama hátt hefði náðst góður árangur varðandi maenuskaða. Ásgeir sagði að aðeins væru .45 af 60 legurúmum í notkun. „Ýmist hefur ástæðan verið sú að ekki hefur verið til nægilega mikið fé eða þá skortur á hjúkrunarfræðing- um til að halda uppi fullri starf- semi. Afleiðingin hefur orðið sú að hingað koma nánast aðeins sjúk- lingar frá spítalanum. Einn og einn kemur utan af landi vegna sér- stakra aðstæðna og örfáir af Land- spítalanum. Ef við fengjum að vera með starfsemina á fullu gætum við án efa sinnt Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum innan þeirra sérsviða sem við fáumst við," sagði Ásgeir. Hann sagði að starfsemin væri alls ekki dýr miðað við árang- urinn af henni og kostnaður á hvert rúm helmingi minni en í aðalbygg- ingunni í Fossvogi. Tvöfaldur ávinningur Ásgeir sagði að mikill ávinningur væri af endurhæfingunni fyrir ein- staklinginn sjálfan og þjóðfélagið í heild. „Fyrir einstaklinginn skiptir auðvitað mestu máli hversu fljótt hægt er að lina þjáningar hans svo hann verði fær um að flytjast aftur heim til sín og fara út í þjóðfélag- i'ð. Hér gildir sem sagt að því fastari tökum sem sjúkdómurinn er tekinn því betra fyrir þig. Um leið ert þú að spara þjóðfélaginu með styttri legutíma og oft getur þú farið að vinna og afla með því tekna fyrir þjóðfélagið. Ungur maður með mænuskaða liggur ekki í rúminu alla ævi heldur fer hann út í lífið á hjólastól og er sjálfbjarga. Hann skapar sjálfum sér, fjölskyldu sinni og þjóðfélaginu tekjur," sagði Ás- geir og nefndi til dæmis um stytt- ingu legutíma að heilablóðfalls- sjúklingar hefðu þurft á um 120 daga endurhæfingu að halda fyrir nokkrum árum. Með því að hefja þjálfunina fyrr hafí hins vegar tek- ist að stytta endurhæfinguna niður í 70 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.