Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR: EVROPA EMU-umræða í franska þinginu París. Reuter. FRANSKA ríkisstjórnin hyggst gefa þinginu yfirlýsíngu um hinn efna- hagslega og peningalega samruna Evrópu (EMU) þann 21. febrúar. Að því búnu verða almennar umræð- ur í þinginu um EMU. Þingumræðurnar verða mánuði áður en ríkjaráðstefna Evrópusam- bandsríkjanna hefst í Torino á Italíu en þar verður rætt um endurskipu- lagningu stofnanakerfis ESB. Aformin um peningalegan sam- runa hafa sætt vaxandi gagnrýni í Frakklandi og virðist sú ákvörðun stjórnarinnar að efna til umræðna í þinginu um EMU til þess fallin að ítreka stuðning þingsins við áformin. Jacques Chirac Frakklandsforseti ítrekaði í síðustu viku að hann stefndi að því að Frakkar myndu uppfylla skilyrðin fyrir EMU-þátt- töku í tæka tíð. Sagðist hann telja líklegt að sex til sjö ESB-ríki myndu gera slíkt hið sama. Hagspár hafa þrátt fyrir það ít- rekað bent til að fjárlagahalli í Frakklandi árið 1997 verði um 3,5% eða hálfu prósentustigi meira en Maastricht-sáttmálinn leyfir. Þjóðverjar ákveðnir Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, ítrekaði í gær að Þjóð- verjar væru einnig staðráðnir í að standa við tímasetningar Maastric- ht-sáttmálans. Orðrómur hefur verið á kreiki í Bonn undanfarna daga um að þýska stjórnin sé að undirbúa frestun EMU og virtist Kinkel með yfirlýsingu sinni vilja slá á slíkar vangaveltur. I yfirlýsingu Kinkels sagði að annaðhvort yrði komið á peningaleg- um samruna og þá jafnframt gerðar nauðsynlegar breytingar á evrópska hagkerfinu til að tryggja samkeppn- isstöðu þess eða þá að Evrópa yrði undir í samkeppninni um atvinnu- tækifæri til lengri tíma litið. „Stjórnmálamenn verða að sýna mikla staðfasta forystu í þessu máli, er snýst um framtíð okkar og verða að leggja mikið á sig til að sannfæra fólk." Reuter Ekki meiri styrkir EVROPUSAMBANDIÐ hyggst breyta reglum sinum varðandi styrki til nautgripaslátrunar. Hef- ur komið í ljós að núverandi regl- ur ýta undir að bændur ali upp naut sín þannig að þau henti í nautaat. Er talið að í raun haf i skattgreiðendur í Evrópusam- bandinu greitt niður þessa vin- „ sælu íþrótt á Spáni um allt að 130 milljónir króna á ári. Búist er við að framkvæmdastjórnin muni í næstu viku leggja til að bændur fái eina greiðslu vegna slátrunar ungnauta og verði hún greidd út er þau eru sextán mánaða gömul. Þá eru nautin of ung fyrir nauta- at. Núverandi kerfi var ætlað að styðja minni bændur er styðjast við hefðbundnar aðferðir og fá þeir tvær greiðslur. Aðra er naut- in eru tíu mánaða en hina er þau eru 22 mánaða. Þar með er ýtt undir að bændurnir ali upp eldri naut er send eru í nautaat. Þegar nautin eru orðin þetta gömul eru þau hins vegar orðin stór og feit og kjötið af þeim ekki jafngott og af yngri nautum. Ríkjaráðstefna og framkvæmdastjórn Lúxemborg krefst áframfulltrúa París. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Lúxem- borgar, Jean-Claude Juncker, sagði í gær að þótt breytingar yrðu gerðar á stofnanakerfí Evrópusambandsins ' á ríkjaráðstefnunni, er hefst í næsta mánuði, yrði að tryggja að smærri aðildarríki sambandsins ættu ávallt vísan fulltrúa í framkvæmdastjórn- inni. Juncker, sem í gær var staddur í París vegna viðræðna við Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Ala,in Juppé forsætisráðherra, sagði jafn- framt að ekki mætti auka vægi stærri aðildarríkja á kostnað áhrifa smærri ríkja fyrr en tekin hefðu verið stór skref í átt að efnahagslegum og pólit- ískum samruna sambandsins. Útilokað, segír Juncker „Ég tel útilokað að sum ríki verði svipt réttinum til fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni," sagði Juncker í samtali við Le Figaro. Öll Evrópusambandsríki eiga nú að minnsta kosti einn fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni og fjölmennari ríki tvo fulltrúa. Forseti framkvæmda- stjórnarinnar, Jacques Santer, er frá Lúxemborg, sem er minnsta og fá- mennasta aðildarríki ESB, með 400 þúsund íbúa. Ríkjaráðstefnan á að hefjast í Tor- ino á Italíu í marsmánuði og er mark- mið ráðstefnunnar að aðlaga stofn- anakerfi Evrópusambandsins og skipulag að stórauknum fjölda aðild- arríkja. Þau telja nú fimmtán en verða að öllum Iíkinum orðin hátt á þriðja tug upp úr aldamótum. Frakkar hafa lagt mikla áherslu á að íbúafjöldi ríkja endurspeglist í ríkara mæli við atkvæðagreiðslur innan sambandsins, en það hefði í för með sér að mjög drægi úr áhrif- um ríkja á borð við Lúxemborg. Juncker sagðist aðspurður ekki telja slíkt koma til greina nema róttækar pólitískar breytingar yrðu gerðar á ESB. ERLENT Beðið eftir páfa Reuter JOH ANNES Páll páfí II hóf í gær vikulanga ferð um ríki í Mið- og Suður-Ameríku og var fyrsti áfangastaðurinn Guatemalaborg í Guatemala. Tók mikill mannfjöld á móti honum við komuna og þar á meðal þessir strákar, sem tókst að koma sér fyrir í fremstu röð. Stækkun NATO Norskur fulltrúi andvígur NORSKUR herforingi hefur lýst sig andvígan því að Atlantshafs- bandalagið (NATO) verði stækkað til austurs. Dagfinn Danielsen, sem er full- trúi Norðmanna í hermálanefnd NATO, lét þessi orð falla í fyrir- lestri sem hann flutti við norska varnarmálastofnun á dögunum. Að sögn fréttastofunnar NTB gagn- rýndi Danielsen yfirlýstan stuðning norskra stjórnvalda við stækkun NATO. Sagði hann að í augum Rússa hlyti sú niðurstaða að vera hin „fullkomna auðmýking". „Herforinginn hefði gjarna mátt láta þetta ósagt," sagði Jorgen Kosmo, varnarmálaráðherra Nor- egs. O J. Simpson talar í sjónvarpsþætti Sakar eiturlyfja- sala um morðin Los Angeles. Reuter. BANDARÍSKI íþrótta- og sjónvarps- -maðurinn O.J. Simpson hringdi í sjónvarpsstöðina CNN á mánudags- kvöld og tók þátt í umræðuþætti til að vísa á bug fréttum um eiðsvarinn vitnisburð hans vegna morðana á fyrrverandi eiginkonu hans, Nicole Brown Simpson, og vini hennar, Ronald Goldman. Simpson kvaðst sannfærður um að morðin tengdust eiturlyfjaneyslu vinkonu Nicole, Faye Resnick. Ummæli Simpsons í þættinum eru í samræmi við þá tilgátu verjenda hans að eiturlyfjasalar hefðu myrt Nicole Brown og Goldman til að knýja Resnick til að greiða skuld við þá. Simpson neitaði því að hafa geng- ið í skrokk á Nicole nema einu sinni árið 1989. Hann sagði lögfræðinga hennar hafa fengið hana til að tíunda meint- ar barsmíðar í dagbók til að hægt yrði að rifta kaupmála þeirra. Myndband auglýst Simpson talaði í umræðuþættinum „Sönnunarbyrðin", þar sem lögfræð- ingar voru að ræða frásagnir af eiðs- vörnum vitnisburði Simpsons vegna einkamáls sem fjölskyldur Nicole Brown og Goldmans hafa höfðað gegn honum. Upplýsingum um vitn- isburðinn var lekið til Los Angeles O.J. Simpson Times, sem birti þær á Iaugardag. Gefið hefur verið út myndband þar sem Simpson talar um morðmálið og John Kelly, lögfræðingur Brown- fjölskyldunnar, lýsti ummælum hans í þættinum sem „svívirðilegri og smánarlegri tilraun til að auglýsa myndbandið". Resnick bjó um tíma hjá Nicole og fór á meðferðarstofnun fyrir eitur- lyfjafíkla skömmu fyrir morðin. Hún hefur sagt að enginn fótur sé fyrir tiigátunni um eiturlyfjasalana en Simpson kallaði hana „lygara". Resnick kom síðar fram í þættinum „Larry King Live" og lýsti Simpson sem „sjúklegum lygara". Athugun á fjárreiðum sænskra blaðamanna Hneykslast á öðrum en eru ekki til fyrirmyndar Kaupmannahofn. Morgunblaðið. SÆNSKIR blaðamenn, sem skrif- uðu sem mest um þær ógnarfjár- hæðir, sem ýmsir frammámenn í sænsku viðskiptalífi eiga vísar ef þeir láta af störfum, eru ekki síð- ur vel launaðir en þeir sem þeir skrifuðu um. Þetta kemur fram í könnun, sem sænska tímaritið Mánadens affárer hefur birt. Nið- urstaða blaðsins er að þekktustu blaðamennirnir og ritstjórarnir séu ekki aðeins valdamiklir, held- ur vel launuð forréttindastétt. Á síðastliðnu ári voru miklar umræður í Svíþjóð um ráðningar- samninga forstjóra. Þeir hafa ekki aðeins samning, sem kveður á um laun, heldur semja um háar greiðslur sér til handa, þurfi þeir að láta nauðugir af störfum. Þess- ar greiðslur ganga undir nafninu „fallhlífar", þar sem hugmyndin er að þær dragi úr efnahagsáfall- inu við brottrekstur. „Fallhlífar- greiðslurnar" geta numið tugum og jafnvel hundruðum milljóna íslenskra króna. 270 miiyóna „fallhlífar" í þessum umræðum voru það einkum síðdegisblöðin Aftonblad- et og Expressen, sem fóru hörðum orðum um þau forréttindi, sem forstjórarnir byggju við, og veltu Eru ekki síður forréttindastétt en forstjórar og stjórnmálamenn því upp hvort það væri maklegt þegar aðrir Svíar þyrftu að herða sultarólina. Samkvæmt úttekt Minadens affárer sverfur heldur ekki að ritstjórum og þekktum blaðamönnum síðdegisblaðanna. Ritstjóri fyrrnefnda blaðsins hefur tæpa milljón í mánaðarlaun og hefur tækifæri til að hagnast um sextíu milljónir þar að auki. Rit- stjóri síðarnefnda blaðsins hefur um 1,3 milljónir á mánuði og á vísar fallhlífargreiðslur sem nema tveimur árslaunum. Greiðslukort misnotuð? Métið í fallhlífargreiðslum eiga hins vegar tveir fyrrum frétta- stjórar á Expressen. Annar þeirra hefði átt að fá um 270 milljónir íslenskra króna, þegar hann hætti, en blaðið samdi um að hann tæki greiðsluna ekki út. Hinn starfar enn við blaðið, en samn- ingur hans hljóðar upp á um 180 milljónir í fallhlífagreiðslur. Þegar aðalritstjóri Expressen var rekinn í fyrra fékk hann fallhlífagreiðslur upp á 80 milljónir króna. I kjölfar þess að ýmsir stjórn- málamenn hafa verið umfjöllunar- efni blaða fyrir að misnota greiðslukort ráðuneyta og bæjar- stjórna er vakin athygli á að einn- ig blaðamenn eigi oft kost á að nota greiðslukort blaðanna, án þess að nákvæmlega sé gengið eftir hvort greiðslurnar séu hugs- anlega fyrir einkanotkun þeirra. Fjárreiðum Monu Sahlin, fyrrver- andi varaforsætisráðherra, var einnig gerð nákvæm skil nýlega og kom þá í ljós að hún var skuld- seig hvað varðaði stöðumælasekt- ir, barnaheimilisgjöld og annað. í kjölfar umfjöllunarinnar hætti hún við að gefa kost á sér til embætt- is flokksformanns og forsætisráð- herra. í könnun tímaritsins er einn- ig vakin athygli á að fjárreiður ýmissa þekktra blaðamanna séu heldur ekki til fyrirmyndar. Blaðamenn á stóru morgun- blöðunum Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet hafa állt önn- ur launakjör en starfsbræður þeirra á síðdegisblöðunum og hafa flestir á milli 200 og 250 þúsund á mánuði, en laun yfirmanna blað- anna eru töluvert hærri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.