Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 17 ERLEIUT Spreng- ing í Finn- landi TVEIR ungir Finnar biðu bana í gífurlegri sprengingu í fjöl- býlishúsi í Lahti í suðvestur- hluta Finnlands í gær og lög- reglan segir hugsanlegt að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Hermt er að „mörg kíló af dínamíti" hafi sprungið og miklar skemmdir urðu á fjöl- býlishúsinu, sem var sex hæða og með 36 íbúðir. Fjórir íbúar voru fluttir á sjúkrahús vegna taugaáfalls. Herferð gegnasma HÆGT er að bjarga 100.000 mannslífum á ári með nýrri alþjóðlegri áætlun, sem miðar að því að fræða lækna og asma-sjúklinga um hvernig bregðast eigi við sjúkdómnum, að sögn sérfræðinga sem kynntu áætlunina á blaða- mannafundi í London í gær. Þeir sögðu að áætlunin gæti ennfremur sparað sem svarar hundruðum milljarða króna. „Koma má í veg fyrir 60-70% dauðsfalla vegna asma með nútímameðferð og við erum sannfærð um að hægt verður að bjarga 100.000 mannslífum á ári," sagði Romain Pauwels, sem fer fyrir sérfræðingunum. 1.000 eftir- skjálftar MEIRA en þúsund eftirskjálft- ar hafa riðið yfir Lijiang-hérað í suðvesturhluta Kína frá land- skjálftanum, sem kostaði 246 manns lífið um helgina, og þeir hafa torveldað björgunar- starfið. 330.000 heimili eyði- lögðust eða skemmdust í skjálftanum mikla og margir meðal hundraða þúsunda manna, sem misstu heimili sín, sofa úti frekar en að hætta sér inn í skemmd hús. Réttað yfir Coeme DÓMSTÓLL í Belgíu neitaði í gær að fresta réttarhöldum yfir Guy Coéme, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra landsins, og sjö samstarfs- mönnum hans, sem sakaðir eru um að hafa notað fé skatt- borgara með ólöglegum hætti. Réttarhöldin hófust á mánu- dag og yerjendurnir höfðu ósk- að eftir því að þeim yrði frest- að til að þeir gætu lesið ákæru- skjalið, sem er 30.000 blaðsíð- ur. Bankamaður myrtur ENN einn bankamaðurinn var myrtur í Moskvu í gær, þegar Alexej Bútenko, 26 ára aðstoð- arbankastjóri Grandinvest var skorinn á háls í bílageymslu í borginni. Banka- og fjármála- menn hafa verið algengustu fórnarlömb leigumorðingja í Moskvu og fleiri borgum í Rússlandi að undanförnu. Sam- band rússneskra banka segir að glæpasamtök séu að reyna að sölsa bankana undir sig. Whitewater-rannsóknin í Arkansas Bandaríkja- forseta gert að bera vitni Reuter Peres sigraði í Blich SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, vann öruggan sigur í „kosningum" í Blich-gagnfræða- skólanum í Tel Aviv en kosningar meðal nemenda þar eru taldar gefa nijög góða vísbendingu um hvernig atkvæði munu falla í þingkösningum. Líkja ísraelskir fjölmiðlar gjarnan kosningunum í Blich við forkosningar í New Hampshire í Bandaríkjunum og fékk umfjöllun um kosningarnar mun meira rými i fjölmiðlum en heimsókn Warrens Christophers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, vegna yfirstandandi friðar- viðræðna. Hafa nemendurnir, sem eru 17-18 ára, reynst sannspáir um kosningaúrslit fyrir þingkosningar árin 1977,1984 og 1992. Peres hlaut 61% atkvæða en Benjamin Netanyahu, leiðtogi Líkud-bandalagsins, 39% at- kvæða. Erþetta nokkru meiri munur en í skoðanakönnunum að undanfðrnu. Netanyahu lét þetta þó ekki á sig f á. „Ég vona að Peres haldi áfram að sigra í Blich. Sjálfur hyggst ég hins vegar sigra í raunverulegum kosningum. Þingkosningar fara fram í ísrael í maí. Little Rock. Reuter. ALRÍKISDÓMARI í Little Rock í Arkansas hefur stefnt Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, til að bera vitni í réttarhöldum vegna White- water-málsins. Ólíklegt er að for- setinn þurfi að koma fyrir rétt og vitnisburður hans verður að öllum líkindum tekinn upp á myndband eða sýndur í réttarsalnum í beinni útsendingu um gervihnött. Réttarhöld hefjast vegna Whitewater-málsins í Little Rock 4. mars og tveir af sakborningun- um, James McDougal og fyrrver- andi eiginkona hans, Susan, óskuðu eftir vitnisburði forsetans. Þau hafa verið ákærð fyrir fjársvik í tengsl- um við Whitewater-málið, sem snýst um fasteignabrask í Arkansas um miðjan síðasta áratug þegar Clinton var ríkisstjóri þar. Susan McDougal sagði að Bill Clinton væri „eini maðurinn á jörð- inni" sem gæti hrakið ásakanir Davids Hale, fjármálamanns og dómara í Little Rock; um að Clinton og Jim Guy Tucker, ríkisstjóri Ark- ansas, hefðu lagt að honum að lána henni 300.000 dala, jafnvirði tæpra 20 milljóna króna. Hale heldur því fram að þau hafi öll vitað að lánveit- ingin hafi ekki verið viðeigandi og hjónin fyrrverandi eru sökuð um að hafa notað lánsféð með ólögleg- um hætti. Clinton og Tucker hafa ítrekað neitað ásökunum Hale. Lánið var ekki endurgreitt og saksóknarar hafa sagt að það hafi stuðlað að gjaldþroti sparisjóðsins Madison Guaranty, sem var í eigu James McDougals. GjaidþrQtið kostaði ríkissjóð Bandaríkjanna 65 milljónir dala, sem svarar 4,2 millj- örðum króna. James og Susan McDougal tóku þátt í fasteignabraskinu með Clin- ton-hjónunum og saksóknarinn í Whitewater-málinu, Kenneth Starr, er að rannsaka hvort fé úr Madison Guaranty hafi verið notað í viðskipt- unum. Ekki einsdæmi Alríkisdómarinn í Arkansas, George Howard, sagði vitnisburð forsetans nauðsynlegan til að tryggja sakborningunum sanngjörn réttarhöld. David Kendall, lögfræð- ingur Clintons, sagði að forsetinn myndi bera vitni „með viðeigandi hætti" og einn af ráðgjöfum Clint- ons sagði ólíklegt að forsetinn þyrfti að koma fyrir réttinn. Mjög óvenjulegt er að forseta Bandaríkjanna sé birt slík stefna en þó ekki einsdæmi. Thomas Jeff- erson þurfti til að mynda að bera vitni í réttarhöldunum yfir Aaron Burr, þriðja varaforseta Bandaríkj- anna, sem var ákærður fyrir föður- landssvik árið 1807. Gerald Ford bar einnig vitni í réttarhöldum yfir Lynette Alice Fromme, sem reyndi að ráða hann af dögum, árið 1975 og Jimmy Cart- er vegna máls fjármálamannsins Richards Vescos árið 1978. Þá bar Ronald Reagan vitni á myndbandi vegna réttarhaldanna yfir John Po- indexter, öryggisráðgjafa hans, vegna íran-kontramálsins árið 1990, eða eftir að hann lét af embætti. Forkosningar hjá bandarískum repúblikönum að hefjast Hver getur sigrað Clinton? Wnshinirtnn. Renter. ^*^^ ^^^^ Washington. Reuter. SLAGURINN í forkosningabaráttu bandarískra repúblikana harðnar dag frá degi en í gær ætluðu kjör- fundir í Louisiana að taka afstöðu til frambjóðendanna. Fyrstu eigin- legu átökin verða þó í Iowa næst- komandi mánudag og í New Hampshire rúmri viku síðar. Berst Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldunga- deild, harðri baráttu fyrir forystunni meðal frambjóðendanna en meðal repúblikana al- mennt gætir vaxandi efasemda um, að nokkur þeirra geti sigrað Bill Clinton for- seta í forsetakosning- unum í nóvember. Aðeins þrír fram- bjóðendanna níu voru á kjörseðlinum í Louis- Steve iana en samkvæmt Forbes skoðanakönnunum eru þeir Dole og auðkýfingurinn Steve Forbes næstum, jafnir í Iowa og New Hampshire. Hefur sá síðar- nefndi verið í mikilli sókn að undan- förnu en sumir telja, að hann sé að missa flugið. Óvissa í New Hampshire Samkvæmt köhnunum er dálka- höfundurinn Pat Buchanan í þriðja sæti en hann ásamt Phil Gramm, öldungadeildarþingmanni frá Tex- as, og útvarpsmanninum Alan Key- es voru þeir einu, sem reyndu með sér í Louisiana í gær. Það, sem veldur mestri óvissu um úrslitin í New Hampshire, er, að þar mega óflokksbundnir menn kjósa en kannanir benda til, að Forbes munj fyrst og fremst hagnast á því. I Iowa fer kosningin fram á kjörfundi og þar getur niðurstaðan ráð- ist af fundarsókninni. Hjaðningavígin í Repúblikanaflokknum eru góð tíðindi fyrir Clinton en ljóst er, að engin átök verða um framboð hans og hefur það ekki gerst hjá dem- ókrötum frá því á fjórða áratugnum. Það var einu sinni óskráð regla meðal repúblikana, að þeir skyldu ekki tala illa hver unrannan en hún hefur verið þver- brotin að þessu sinni. Nú svífast þeir einskis í áróðri sínum hver gegn öðrum en Clinton reynir að vera sem forseta- legastur. Dagblaðið Concorde Monitor birti niðurstöður könnunar á sunndag en í henni voru kjósendur repúblik- ana spurðir hvort þeir gerðu sér miklar vonir um þann frambjóð- anda, sem þeir hygðust kjósa. Að- eins 51% svaraði því játandi. Þá voru þeir spurðir hver væri líkleg- astur til að sigra Clínton og aðeins 36% sögðu Dole, 34% Forbes og aðrir fengu undir 15%. í könnun TÆPT ár er síðan Bob Dole ákvað að sækjast eftir að verða frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í haust. Hér er hann ásamt konu sinni, Elizabeth, í New Hampshire í apríl í fyrra. New York Post sagði fjórðungur repúblikana, að Clinton ætti skilið að vera endurkjörinn. Veikleikar Ðoles Flestir fréttaskýrendur telja ólík- legt, að Forbes muni sigra Dole þegar allt kemur til alls en þeir segja, að kosningabarátta hans hafi sýnt hvar Dole er veikastur fyrir. Leiðtogar meirihlutans í öld- ungadeild eru yfirleitt í hlutverki sáttasemjarans og það er ekki góð- ur bakgrunnur fyrir forsetafram- bjóðanda. Sem dæmi um þetta er nefnt, að Dole brást við helsta kosn- ingamáli Forbes, flötum skatti á alla, með því að leggja til, að.hald- in yrði landsráðstefna til að fjalla um kosti hans og galla^Þótti flest- um heldur lítið bragð að því. „Einu sinni öldungadeildarþing- maður, ávallt öldungadeildarþing- maður," sagði Allan Lichtman, stjómmálafræðingur við Banda- ríska háskólann, og spáði því, að Dole yrði ekki í framboði gegn Clin- ton 5. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.