Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hj ónabandssælan í Suðurríkjunum KYIKMYNPIR Sagabíó Eitthvað til að tala um „Somcl liing- to Talk About" • • Leikstjóri: Lasse Haliström. Ilandrit: Callie Khouri. Kvikmyndataka: Sven Nykvist. Aðalhlutverk: Julia Roberts, Dennis Quaid, Kyra Sedgwick, Ro- bert Duvall, Gena Rowlands. Warner Bros. 1995. EINVALALIÐ tengist gam- andramanu Eitthvað til að tala um. Svíar tveir standa að baki myndavél- arinnar, leikstjórinn Lasse Hallström og kvikmyndatökumaðurinn Sven Nykvist, leikhópurinn samanstendur af gömlum og nýjum stjörnum og handritið gerir Callie Khouri sem áður skrifaði um þær Thelmu og Louise. Eitthvað til að tala um er suðurríkjasaga og ein af fjölmörgum svokölluðum kvennamyndum sem komið hafa frá Hollywood á undan- förnu ári og vakið hafa athygli; leik- konan Goldie Hawn er einn af fram- leiðendum myndarinnar. Handrit Khouri ristir aldrei mjög djúpt en í því eru mörg hnyttin samtöl og skemmtilegar persónugerðir og það er fyrst og fremst leikurinn undir styrkri stjórn Hallströms sem keyrir myndina áfram. Sögusviðið er hestabúgarður. Ro- berts leikur dóttur eigandans, Du- valls. Hún hefur komist að framhjá- haldi Quaids, eiginmanns síns, og horfið aftur á heimaslóðir þar sem systir hennar, Sedgwick, tekur vel á móti henni en móðirin, Rowlands, reynir að fá hana til að snúa aftur. Það gerir Duvall líka en ekki af virð- ingu fyrir hjónabandinu heldur vegna mikilvægra viðskiptasam- banda. Roberts kemst að því að framhjáhald er fremur regla en und- antekning í hennar yfírstéttarsamfé- lagi og sker upp herör gegn virðing- arleysinu fyrir hjónabandinu með margháttuðum afleiðingum. Eitthvað til að tala um er stykki fyrir leikara að njóta sín í og þeir sleppa ekki tækifærinu. Senuþjóf- urinn er Kyra Sedgwick sem fær úr bestu setningunum að moða og ger- ir hlutverki kjaftforrar systur með hjartað á réttum stað frábær skil. Það sama má segja um Rowiands á hlutverki langþreyttrar eiginkonu sem ekki er dauð úr öllum æðum. Allur vindur fer úr Duvall þegar hann allt í einu tekur að búa við ósigrandi kvennaveldi eiginkonu og dætra og Quaid er hagvanur í hlut- verkum hins iðrandi syndara. Ro- berts er frískleg sem eiginkonan er gerir allt vitlaust í kvennaklúbbunum með uppljóstrunum sínum og neitar staðfastlega að láta sem ekkert sé. Myndin er um hjónabandið og ástina í öllum aldursflokkum frá sjónarhóli kvenna. Gömul frænka er t.d. hinn mesti skaðræðisgripur þeg- ar kemur að framhjáhaldi eigin- manna. Helsti gallinn er sá að þótt gamanið heppnist vel er alvaran klén og fer í öllu eftir formúlu róman- tískra Hollywoodmynda. Myndin ristir aldrei djúpt því lausnirnar eru of einfaldar og klisjukenndar og reynt er á undarlega máttlausan hátt að afsaka hliðarspor eigin- mannsins með því að kenna konunni um. En hér svífur frísklegur og skemmtilegur andi yfir samskiptum fólks og myndin er meinlaus afþrey- ing. Of meinlaus reyndar. Arnaldur Indriðason Gala tónleikar Sinfóníunnar NÚ STENDUR fyrir dyrum tón- leikaferð Sinfóníuhljómsveitar ís- lands til Bandaríkjanna. Lagt verður upp 19. febrúar og mun hljómsveít- in halda tónleika á ýmsum stöðum, meðal annars í Flórída, Massachu- setts og New York. Hæst ber tón- leika hljómsveitarinnar 27. febrúar í Carnegie Hall í New York. Ferð- inni lýkur 5. mars. Til að brúa þann kostnað sem ekki fæst greiddur í Bandaríkjunum hefur hljómsveitin ákveðið að halda „Gala tónleika" þar sem hljóðfæra- íeikarar ásamt listafólkinu Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Kristni Sig- mundssyni munu koma fram og gefa vinnu sína í þágu þessa verkefnis. Diddú og Kristinn munu syngja saman og sitt í hvoru lagi ýmsar af vinsælusustu óperuaríum sam- tímans. Má þar nefna aríu Nætur- drottningarinnar o.fl. aríur úr Töfraflautu Mozarts, aríu Violettu úr La Traviata og fleira. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari mun leika Tzigane eftir Ravel og hljómsveitin mun auk þess leika þekkta forleiki og önnur hljómsveit- arverk. Hljómsveitarstjóri verður Bern- harður Wilkinson. Tónleikarnir verða laugardaginn 10. febrúar kl. 17 í Háskólabíói. Reuter Sýning á verkum Cézanne í London VERIÐ er að Ieggja Iokahönd á undirbúning stórrar sýningar á verkum franska málarans Pauls Cézannes, sem verður í Tate- safninu í London í dag, miðviku- dag. Þegar hafa verið seldir 24 þúsund miðar á sýninguna og daglega kaupa 1.500 manns miða. Bresk dagblöð segja að Cézanne-fár sé að grípa um sig í höfuðstaðnum. Miðasalan slær öll met og er tífalt meiri en hjá fyrri methafa í Tate, Pablo Pic- asso. Cézanne-sýningin var áður í París og þar sóttu hana 642 þúsund manns. Damien Whit- more, upplýsingafulltrúi Tate, sagði að sýningin hefði vakið slíka hrifningu í Frakklandi að kynt hefði undir eftirvæntingu listunnenda hinum megin við Ermarsundið. Hér sést listgagn- rýnandi virða fyrir sér eitt verk- anna á sýningunni. Málverkauppboð Gallerís Borgar Þokkaleg sala á Hótel Sögu MÁLVERKAUPPBOÐ sem Gallerí Borg stóð fyrir á Hótel Sögu síðast- liðið sunnudagskvöld gekk þokka- lega fyrir sig miðað við árstíma, að sögn Péturs Þórs Gunnarssonar hjá Gallerí Borg. ¦ „Þetta gekk ekki eins vel og jóla- uppboðið en miðað við að nú er febr- úar erum við sáttir. Febrúar er ekki hentugasti tíminn fyrir uppboð sem þetta og við höfum oft sleppt febrú- aruppboðunum úr síðustu árin. Nú vorum við hins vegar komnir með svo mikið af myndum að við ákváð- um að slá til," segir Pétur. Dýrasta myndin sem boðin var upp er eftir Jón Stefánsson. Var hún slegin á 740.000 krónur en mats- verðið var 700-900 þúsund krónur. „Það var mikið bitist um þetta verk, þótt ekkert einasta boð kæmi úr salnum. Það má eiginlega segja að háð hafí verið símaeinvígi um verk- ið," segir Pétur. Pétur segir að fátt hafi komið á óvart á sunnudagskvöldið. Að vísu hafi verk eftir Mugg, sem metið var á 350-450 þúsund krónur, verið sleg- ið á 205.000 krónur. „Það er nátt- úrulega alltof lágt verð fyrir stórt olíumálverk eftir Mugg." Meðal málverka sem boðin voru upp á Hótel Sögu voru verk eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson, Finn Jóns- son, Þórarin B. Þorláksson, Þorvald Skúlason og Jón Engilberts. ? ? »----------- Gítarleikur í Borgarnes- kirkju EINAR Kristján Einarsson gítar- leikari heldur tónleika í Borgarnes- kirkju í kvöld kl. 20.30. A efnis- skránni eru verk eftir Fernando Sor, J.S. Bach, Benjamin Britten og Nikita Koshkin. Einar hefur komið fram á tón- leikum í Svíðþjóð, Englandi og á Spáni og við margvísleg tækifæri víða hérlendis. Hann hefur leikið með Capuf hópnum og Sinfóníu- hljómsveit íslands og komið fram sem einleikari með Kammersveit Akureyrar, Kammersveit Reykja- víkur og Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann var þátttakanadi í ís- lenskri gítarhátíð sem haldin var í Wigmore Hall í London árið 1994 og á síðastliðnu ári voru honum veitt starfslaun úr Listasjóði. LEIKUST Ríkisútvarpiö ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ Frátekna borðið í Lourdes eftir An- ton Helga Jónsson Leikendun Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, ElvaÓsk Ólafsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Helga Jónsdóttir, Sigurður Skúlason o.fl. Leikstjóri: Ásdis Thoroddsen Sunnudaginn 4. februar kl. 14.00 ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ beitti þeirri ágætu nýjung í kynningu á starfsemi sinni að senda út boðs- miða á sunnudagsleikritið 4. febr- úar, Frátekna borðið í Lourdes, eft- ir Anton Helga Jónsson. Boðsmið- inn gilti að sjálfsögðu fyrir eins marga og gátu komið sér fyrir við útvarpstæki viðtakanda og Ijáð því eyra þann klukkutíma sem flutning- ur leikritsins tók. „Eyrað skiptir ennþá máli," sagði Anton Helgi í viðtali við Morgun- blaðið á sunnudaginn, en hann hlaut sem kunnugt^ er verðlaun í leikrita- samkeppni Útvarpsleikhússins og I leit að frönsku kraftaverki FélagsJeikskálda síðastliðið haust. Og Anton Helgi vinnur vel út frá þeirri staðreynd að það er eyrað en ekki augað sem nemur leiklistina á öldum hljóðvakans. Þannig smíðar hann nýstárlegt form um verkið, leikrit sem er í sjálfu sér ekki nýst- árlegt hvað efni og frásagnarhátt varðar. Leikritið er af toga raun- sæisverka, sprottið beint upp úr íslenskum samtíma. Það fjallar um miðaldra karlmann, Pétur, sem rnætir ýmsum hindrunum í lífi sínu og vanmátt hans að takast á við þær. Þannig er verkið innlegg í orðræðuna um „kreppu karlmanns- ins" sem nokkuð hefur verið á döf- inni undanfarin misseri. í leikritinu er því lýst á sannfærandi hátt hvernig Pétur (kletturinn = hinn sterki) brotnar smám saman niður þar til í mikið óefni er komið. En þrátt fyrir að Pétur ráði illa við aðstæður sínar, atvinnuleysi og veikindi konu sinnar, á hann sér draum um annað og betra líf, jafn- vel í öðru landi. Það er þessi draum- ur sem skapar leikritinu nýstárlegt form, því Anton Helgi tákngerir hann í frönskunámskeiði á snældum sem Pétur spilar sí og æ til að reyna að læra tungumál draumalandsins. Frönskunámskeiðið rammar leikrit- ið inn, það byrjar og endar á því, og spilar eitt stærsta hlutverkið í verkinu. Textinn sem á yfirborðinu er einfaldur, dæmigerður texti upp úr kennslubók í tungumáli, býr allt- af yfir einhverjum upplýsingum um líðan Péturs eða hugsanir hans á þeirri stundu sem við heyrum hann. I gegnum frönskunámskeiðið kem- ur höfundur til skila því innra lífi Péturs sem hann sjálfur á svo erf- itt með' að tjá. í Frakklandi er líka staðurinn Lourdes sem leikritið dregur nafn sitt af, sem er n.k. útópía verksins, staðurinn þar sem kraftaverkin gerast. Og kraftayerk er það sem Pétur bíður eftir, því aðra leið út úr ógöngum sínum virð- ist hann ekki geta fundið. Arnar Jónsson túlkar Pétur á afar sannfærandi hátt. Honum tókst vel að miðla lokuðum persónu- leika hans og hægfara niðurbroti. Kristbjörg Kjeld skilaði einnig hlut- verki eiginkonu hans Önnu vel og var samleikur þeirra mjög góður, t.a.m. þegar þau áttu heil samtöl þar sem þau töluðu stöðugt fram- hjá hvort öðru. Önnur hlutverk voru lítil, en öll voru þau vel unnin og hvergi bar á „lestursstíl" sem stund- um vill brenna við í útvarpsleikrit- um. Ásdís Thoroddsen leikstjóri skil- aði góðu og heilsteyptu verki þar sem texti og leikhljóð unnu skemmtilega saman. Enginn er skrifaður sérstaklega fyrir leik- hljóðum en upptökumaðurinn Sverrir Gíslason á eflaust stærstan heiðurinn af því að skapa þau. í útvarpi eru leikhljóðin að sjálfsögðu mikilvæg, þau gefa til kynna þann bakgrunn sem augað ekki nemur, sbr. óvitnuð orð Antons Helga hér að ofan: „Eyrað skiptir máli." Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.