Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Reykjavík, Landsvirkjun og framtíðarskipan orkumála MIKIL umræða hef- ur að undanförnu átt sér stað um orkumál, ekki síst um hlutverk og stöðu Landsvirkjun- ar. M.a. hefur iðnaðar- ráðherra ákveðið að hefja heildarendur- skoðun á löggjöf um vinnslu, flutning og dreifmgu orku með það markmið í huga að auka skilvirkni starf- semi á orkusviðinu, auka samkeppni, þó þannig að hún stuðli að jöfnun orkuverðs, tryggja gæði og auka sjálfstæði orkufyrir- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tækja og ábyrgð stjórnenda, eins og segir í tillögunni. Jafnframt hafa eignaraðilar Landsvirkjunar, ríki, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær ákveðið að hefja viðræður um fram- tíðarskipulag, rekstrarform og eignaraðild að fyrirtækinu. skuldum og rekstri. Einnig tók Landsvirkj- un við öllum vatnsrétt- indum og réttindum ríkisins og Reykjavík- urborgar til virkjana í Sogi. Auk þess lagði ríkið fram aðrar eignir svo sem vatnsréttindi í Þjórsá o.fl. en Reykja- víkurborg lagði fram gufuaflsstöð sína við Elliðaár. Voru framlög ríkisins og Reykjavík- urborgar við stofnun Landsvirkjunar metin að jöfnu. Höfuðstóls- og eiginfj árframlag eigenda Landsvirkjunar Við stofnun Landsvirkjunar lögðu eigendur, ríki og Reykjavíkurborg, fram eftirtaldar eignir (allar upp- hæðir í þús. kr. á verðlagi des. 1995): Sogsvirkjanir og stofnun Landsvirkjunar Frumkvæði bæjaryfirvalda í Reykjavík að virkjunum í Sogi á árunum 1935-1963 er saga mikillar framsýni og framkvæmda. Lög nr. 82/1933 um virkjun Sogsins veittu Reykjavík sérleyfi til virkjunar í Sogi. Með þeim var veitt heimild til að koma upp fyrstu vatnsaflsvirkjun þar ásamt orkuflutningi til Reykja- víkur. Ljósafossvirkjun var byggð á árunum 1935-1937 og vélarafl þar aukið á síðustu heimsstyrjaldarárun- um. Með lögum nr. 28/1946 um virkjun Sogsins voru Sogsvirkjunar- lögin frá 1933 endurskoðuð og Reykjavík veitt sérleyfi til virkjunar alls Sogsins smám saman eftir því sem orkuþörf skapaðist. í 7. gr. lag- anna er m.a. ákvæði um að ríkið skuli framkvæma aukninguna og gerast meðeigandi að Sogsvirkjun. Árið 1949 kom fram ósk frá ríkis- stjórninni um að hún gerðist meðeig- andi í Sogsvirkjun og skírskotaði hún til ákvæða í Sogsvirkjunarlögunum. írafossvirkjun var byggð á árunum 1950-1953 og Steingrímsstöð á ár- unum 1957-1960. Aukning vélarafls írafossvirkjunar var framkvæmd 1962-1963. Var þá Sogið talið full- virkjað og litið svo á að eignarhlutir Reykjavíkur og ríkisins hafi verið því sem næst jafnir. Við stofnun Landsvirkjunar árið 1965 tók hún við öllum eignum Sogsvirkjunar ásamt áhvílandi Rikið þús.kr. Sogsvirkjun 793.018 Vatnsréttindi í Þjórsá 305.063 Undirb.kostn.Búrf.virkjun. 285.544 Samtais 1.383.625 Reykjavíkurborg þús.kr. Sogsvirkjun 793.018 Gufuaflsstöð 590.607 Samtals 1.383.625 Þessu til viðbótar lögðu eignarað- iðlar fram jöfn eiginfjárframlög í peningum til Landvirkjunar á árun- um 1966 til 1983, eða samtals 1.059.954 þús.kr. hvor. Með yfirtöku Landsvirkjunar á Laxárvirkjun á ár- inu 1983 var ákveðið að ríkið héldi áfram 50% hlut sínum í Landsvirkj- un, en hlutur Reykjavíkurborgar lækkaði í 44,525% og hlutur Akur- eyrarbæjar várð 5,475%. Til þess að ná fram þessari skiptingu breyttust eiginfjárframlög til Landsvirkjunar á árinu 1983 sem hér segir: fé Landsvirkjunar í árslok 1995 að fjárhæð 26 milljarðar króna, fæst að fjárfesting í Landsvirkjun hefur skilað eigendum sínum að meðaltali 5-6% árlegri raunávöxtun frá upp- hafi eignaraðildar. Eiginfjár- og höfuðstólsframlög skiptast í dag þannig á milli eigenda (upphæðir í þ.kr.): Ríkið 13.000.000, Reykjavíkurborg 11.576.500 og Ak- ureyrarbær 1.423.500. Fjárfesting eigenda Landsvirkjunar í fyrirtækinu hefur því skilað sér í verulegri eigna- myndun. Hlutverk og skyldur Landsvirkjunar Samkvæmt lögum og reglugerð- um um Landsvirkjun er það m.a. til- gangur og verkefni fyrirtækisins að vinna, flytja og selja í heildsölu raf- orku til almenningsrafveitna svo og iðjufyrirtækja og selja varmaorku frá aflstöðum sínum þar sem hún fellur til. Ennfremur að byggja og reka raforkuver og meginstofnlínukerfi landsins og hafa með viðunandi ör- yggi tiltæka nægilega raforku til þess að anna þörfum viðskiptavina sinna á hverjum tíma. Landsvirkjun ber jafnframt skylda til að láta sömu gjaldskrá gilda um afhendingu rafmagns til almenn- ingsrafveitna á öllum afhendingar- stöðum Landsvirkjunar. Þessi stað- reynd kemur m.a. í veg fyrir að fyrir- tækið geti tekið þátt í samkeppni. Arðgreiðslur í lögunum um Landsvirkjun nr. 42/1983, 5. gr. er svofellt ákvæði um arðgreiðslur til eigenda: „Lands- virkjun greiðir eigendum arð af sér- stökum eiginfjárframlögum sem þeir hafa lagt fram til Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar og munu leggja fram til Landsvirkjunar. Eiginfjárframlög skv. 2. mgr. skulu framreiknuð til verðlags hvers tíma samkvæmt Eiginfjárframlög Ríkið Reykjavíkurborg Akureyrarbær Greitt til LV fyrir sam. 1.05"9.954 1.059.954 Greitt til Laxár fyrir sam. 4.830 18.136 Leiðr. við sameiningu 6.653 -105.839 99.186 Samtals 1.071.437 954.115 117.322 Höfuðstólsframlag Laxárvirkjunar til Landsvirkjunar nam samtals 1.066.589 sem skiptist þannig að hófuðstólsframlag Akureyrarbæjar nam 693.283 (65%) og höfuðstólsframlag ríkisins 373.306 (35%). Heildarfram- lög eigenda Landsvirkjunar skiptast því þannig: Heildarframlög Eiginfj árframlög Höfuðstólsframlög Samtals framlög Miðað við núverandi hlut eignar- aðila í Landsvirkjun og áætlað eigið Ríkið Reykjavíkurborg Akureyrarbær 1.071.437 954.115 117.322 1.756.931 1.383.625 693.283 2.828.368 2.337.740 810.605 byggingarvísitölu og ákveður stjórn Landsvirkjunar arðgreiðsluna sem Staða Reykjavíkurborg- ar í Landsvirkjun hefur verið til umfjöllunar. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson fjallar hér um framtíðarskipan orkumála á íslandi. hundraðshluta þeirrar fjárhæðar. Arðgreiðslan skal ákveðin með hlið- sjón af afkomu fyrirtækisins." Samkvæmt þessari lagagrein væru arðgreiðslur Landsvirkjunar til Reykjavíkurborgar því reiknaðar af 954 millj.kr. Með öðrum orðum, að arðgreiðslan fer eftir sömu lögmálum og í hlutafélagi. Hluthafar í Eim- skipafélagi íslands hf. fá greiddan arð af hlutafjáreign sinni en ekki af verðmæti fyrirtækisins. Frá 1985 hefur borgin fengið 240 millj. kr. í arðgreiðslur og 393 millj. kr. í formi ábyrgðargjalds, sem líta má á sem ígildi arðs eða samtals 633 millj. kr. Rafmagnsverð Landsvirkjunar hefur lækkað verulega undanfarin ár eða um 40% að raungildi síðan 1984. Ugglaust má telja að rafmagnsverð Landsvirkjunar hafi auðveldað Raf- magnsveitu Reykjavíkur aðgreiða borgarsjóði hærri arð en ella. Á þessu ári greiðir Rafmagnsveitan borgar- sjóði 483 millj. í arðgreiðslur en í fyrra 596 millj. kr. Framtíðarskipan orkumála Umfjöllun um framtíðarskipan orkumála á íslandi er nauðsynleg og því eðlileg sú ákvörðun iðnaðarráð- herra að hefja heildarendurskoðun á löggjöf um yinnslu, flutning og dreif- ingu orku. í þeírri endurskoðun sem framundan er koma margir mögu- leikar til skoðunar og ennfremur þarf að taka tíllit til margvíslegra sjónarmiða. Ýmsum mikilvægum spurningum sem varða meðal annars samkeppni í sölu raforku, jöfnun raforkuverðs, skipulag orkuöflunar og dreifingar og hagkvæmustu virkj- unarkosti, þarf að svara. Rafvæðing er ofin úr þremur meg- inþáttum, þ.e. framleiðslu, flutningi raforkunnar og dreifingu hennar. Ég tel fulla ástæðu til þess að kanna hvort sami aðili skuli annast bæði framleiðslu og flutning raforku, eins og Landsvirkjun gerir í dag, það er hvort ekki sé rétt að aðskilja frekar þessa þrjá meginþætti og skapa þannig raunhæfan grundvöll fyrir samkeppni í orkumálum. Nánast öll löggjóf um orkumál og orkufyrirtæki útilokar samkeppni á þessu sviði og takmarkar mjög sjálfstæði orkufyrir- tækja. Eftirfarandi leiðir er sjálfsagt að skoða í þeim tilgangi að opna fyrir samkeppni og auka hagræðingu á sviði orkumála: - stofnun sérstaks fyrirtækis sem yfirtæki og hefði með höndum rekstur á meginflutningslínukerfi landsins, sem allir seljendur og framleiðendur raforku ættu jafnan aðgang að gegn sama flutnings- gjaldi; - afnám ákvæða sem skylda Lands- virkjun til að viðhafa verðjöfnun við sölu raforku og stjórn Lands- virkjunar fái frjálsari hendur um verðlagningu orkunnar - sveitarfélögum verði skapað meira svigrúm til að vinna og selja raforku; - stofnun orkubúa í eigu sveitarfé- laga með samruna minni veitna í eigu sveitarfélaga og Rafmagns- veitna ríkisins, sem leystar yrðu upp; - Lándsvirkjun gerð að hlutafélagi. Reykjavík, Nesjavellir og Landsvirkjun Staða Reykjavíkurborgar í Lands- virkjun hefur verið til umfjöllunar í borgarstjórn, meðal annars með til- liti til virkjunarmöguleika borgarinn- ar á Nesjavöllum. Borgaryfirvöld verða að marka sér skýra stefnu í þessu mikilvæga máli og ná sam- komulagi um hvernig virkjun Nesja- valla verði framkvæmd og um sölu orku þaðan. Jafnframt er óhjá- kvæmilegt að breyta lögunum um raforkuver frá 1981 með síðari breyt- ingum, sem kveða á um að raforka frá Nesjavöllum verði seld inn á land- skerfið og um það gerður samrekstr- arsamningur. Hvað varðar virkjunarmöguleika Reykjavíkurborgar á Nesjavöllum finnst mér bæði sanngjarnt og eðli- legt, að Reykjavík fái að njóta þess frumkvæðis og þeirra gríðarlegu fjárfestinga sem hún hefur lagt í á Nesjavöllum. Óumdeildt er, að virkj- unarmöguleikar þar eru afar hag- stæðir og fjárfesting í virkjun á Nesjavöllum jafnframt þjóðhagslega hagkvæm. Vel mætti hugsa sér að gert yrði samkomulag milli Reykja- víkurborgar og Landsvirkjunar um að Landsvirkjun keypti raforku það- an á verði sem tryggði vel hagsmuni Reykjavíkurborgar og skilaði eðlileg- um arði af fjárfestingu borgarinnar í Nesjavallavirkjun. Einnig kæmi til álita, að borgin fengi heimild til þess á einhverju árabili' að nýta alla þá raforku sem framleidd yrði á Nesja- völlum í eigin þágu. Höfundur er borgarfulltrúi og á sæti í viðræðunefnd eignaraðila um Landsvirkjun. Rekstrarkostnaður borgar- sjóðs hækkar um milljarð FJÁRHAGSÁÆTL- UN Reykjavíkur var afgreidd í borgarstjórn 1. febrúar sl. Hún hefur verið kynnt þannig að ætla mætti að núver- andi meirihluta hafi tekist að lækka rekstr- arkostnað frá því sem áður var. Borgarstjóri hefur skrifað tvær greinar í Morgunblaðið, þar sem hún fjallar um áætlunina. Millifyrir- sögn í annarri þeirra er svohljóðandi: „Rekstrargjöld lækka". Borgarstjóri veit betur og er þessi fullyrðing því sett fram í þeim tilgangi einum að blekkja lesendur. Sannleikurinn er sá að reiknað er með að rekstrar- gjöld borgarinnar að frátöldum vaxtagreiðslum hækki um einn millj- arð frá síðustu fjárhagsáætlun eða um 12,5%. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1995 var rekstrarkostnaður að Guðrún Zoega frátöldum vaxtagreiðsl- um áætlaður rétt rúm- lega átta milljarðar, en samkvæmt bráðabirgð- auppgjöri verður hann um 8,9 milljarðar og hefur því farið tæpan milljarð fram úr upp- haflegri fjárhagsáætl- un ársins. Rétt er að vekja athygli á því að í rekstrarreikningi eru arðgreiðslur frá fyrir- tækjum borgarinnar (syo sem vatnsveitu, hitaveitu og rafmagn- sveitu) ekki taldar til tekna, heldur koma til frádráttar rekstrar- gjöldum, þannig að raunverulegur rekstrarkostnaður er hærri en fram kemur í reikningum (og fjárhagsá- ætlun) sem arðgreiðslum nemur. Arðgreiðslur voru um 1,6 milljarðar króna í fyrra, þannig að raunveru- legur rekstrarkostnaður varð 1,5 milljarðar króna. Ekki er rétt að tala um batnandi stöðu borgar- sjóðs, segir Guðrún Zoega, þegar skuldirn- ar halda áfram að vaxa. Rekstrarkostnaður hækkar undir stjórn R-listans Áætlun fyrir árið 1996 gerir ráð fyrir að rekstrargjöld án vaxta (og að frádregnum arðgreiðslum) verði um 9 milljarðar, það er einum millj- arði hærri en áætlun ársins 1995 gerði ráð fyrir. Vonandi er áætlunin í ár raunhæfari en sú síðasta, en eigi að síður má, í ljósi reynslunnar, gera ráð fyrir að rekstrargjöld verði eitthvað hærri en áætlun ársins 1995 gerði ráð fyrir. Vonandi er áætlunin í ár raunhæfari en sú síðasta, en eigi að síður má, í ljósi reynslunnar, gera ráð fyrir að rekstrargjöld verði eitthvað hærri en áætlunin gerir ráð fyrir. En hvernig lítur málið út, ef borið er saman við rekstrarkostnað í stjórnartíð sjálfstæðismanna? Eðli- legast er að bera saman við síðasta heila árið, sem sjálfstæðismenn voru við völd, eða árið 1993. Þá var rekstrarkostnaður án vaxta og arð- greiðslna frá fyrirtækjum 9,4 millj- arðar, en 10,5 milljarðar árið 1995, og er þá ekki tekið tillit til þess að árið 1993 greiddi borgin um 200 milljónir í sérstakt framlag til At- vinnuleysistryggingasjóðs, en það hafði verið fellt niður árið 1995. Það er því fráleitt að tala um að rekstrar- kostnaður hafi lækkað í tíð R-listans. Nýr skattur R-listinn hefur hins vegar lagt á nýjan skatt, ¦ holræsagjald, sem hækkar fasteignagjöld um ríflega fjórðung. Þetta gjald mun í ár skila um 560 milljónum króna í borgar- sjóð. Auk þess hafa arðgreiðslur fyrirtækja borgarinnar verið hækk- aðar um 50% frá árinu 1994 og meira en 100% frá árinu 1993 og borga þau i ár um hálfan annan milljarð í arð til borgarsjóðs. Með því að hækka skatta og gjöld enn meira en útgjöldin hefur R-listanum því tekist að lækka hlutfallið milli gjalda og tekna. Þrátt fyrir skatta- hækkanir og auknar tekjur vegna batnandi árferðis hefur R-listanum þó ekki tekist að brúa bilið þar á milli og reiknar í þessari áætlun með því að taka lán upp á hálfan millj- arð. í síðustu fjárhagsáætlun var reiknað með 1-200 milljóna lántöku, en skuldaaukningin reyndist verða um 850 milljónir. Það er því ekki rétt að tala um batnandi stöðu borg- arsjóðs, þegar skuldirnar halda áfram að vaxa. Rangur samanburður í einni grein sinni talar borgar- stjóri um „raunlækkun rekstrar- gjalda". Þar ber hún saman áætlaða útkomu nýliðins árs - sem eins og áður segir var 900 milljónum króna hærri en áætlun, sem samþykkt var í upphafi árs - og rekstrargjöld sam- kvæmt framlagðri fjárhagsáætlun. Eðlilegra en annaðhvort að bera saman áætlanir eða niðurstöður, þegar þær eru fengnar. Því er ekki hægt að segja til um hvort útgjöld ársins í ár verði lægri en raungildi en útgjöld síðasta árs, fyrr en árið er jiðið og niðurstöður þekktar. Ég vona að borgarstjóri hafi rétt fyrir sér og að útgjöld í ár verði lægri að raungildi en útgjöld síðasta árs, en ég óttast að svo verði ekki. Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.